Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Blaðsíða 6
6
G E S T U R
KYNLEGUR KVISTUR...
Það er sólríkur dagur vestra.
Uti á túni standa menn við slátt á einu stórbýlinu, og grið-
konur raka slægjunni saman á hæla mönnunum. Þó er eins og
þær kjósi helzt að halda sig sem fjarst einum harðvítugasta
þeirra, sem sveiflar orfi sínu hraðar en nokkur hinna og göslar
áfram í sinni slægju.
I veðurblíðunni hafa menn lagt frá sér þykkustu flíkurnar
til þess að svitna sem minnst, en sá hamrammi hefur ekki látið
sér það nægja, heldur klætt sig einnig úr brókum og slær á
skyrtunni einni fata. En sé betur að gáð, en hitinn naumast
eina ástæðan fyrir hálfnekt mannsins, því að brúnn er flekk-
urinn að baki hans.
Sálarháskinn.
Væri heiðunura á Islandi norðvestan-
verðu gefið mál, kynnu þær frá mörg-
um einkennilegum fuglinum að segja,
sem þrammað hefur þær þverar og
endilangar. En öðrum ógleymanlegri
myndu þær þó telja Magnús nokkurn
Guðmundsson, sem alþýða hefur gefið
viðurnefnið „sálarháski“, og lagðist í
flakk nokkru fyrir aldamótin 1800.
Magnús „sálarháski“ er fæddur ár-
ið 1764, alinn upp á vergangi, og lagð-
ist í flakk, er hann stálpaðist.
Þótti hann ófrómur framan af, enda
komst hann undir mannahendur, og
var dæmdur til hýðingar. Þá var þetta
kveðið:
Fátt er nú um frétta val,
í ferðaveðri óhlýju.
Háski sálar hafa skal
högg á skrokkinn tíu.
Og er sálarháskinn hafði úttekið
sína refsingu og hlotið sín tíu högg,
kvað Espólín:
Fyrir ranga flökkun stranga
Fróns um dranga tanga,
hlaut að ganga um hrygginn Manga
hríslan angalanga.
Ekki lét Magnús af flakki sínu, en
ekki er þess getið, að hann kæmist aft-
ur undir mannahendur. Enda forðáðist
hann eftir mætti að verða á vegi valda-
manna.
Handlaginn með brýni.
Sá var háttur Magnúsar, er hann
kom á bæ, að fá til brýnslu alla hnífa,
skæri, jafnvel ljái, sem til voru. Voru
aðferðir hans við brýnsluna harla af-
káralegar, og hentu menn mikið gam-
an að. En aldrei þótti bíta betur en
eftir brýnslu hans.
Meðan Magnús brýndi, mátti enginn
gera minnsta hávaða í námunda við
hann. Hann vildi heyra, hvernig brýnið
lék við eggina. Æskilegustu skilyrðin
kvað hann vera glaðasólskin. Tók hann
sér þá stöðu uppi á stórum steini, eða
einhverjum þeim stað, sem hátt bar.
Hann sagðist þá sjá betur, hvað verki
hans liði, er engan skugga bæri á.
Margra maki við slátt.
Oft kom það fyrir, að Magnús réðst
til vinnu á ýmsum stórbýlum um skeið,
og þótti mesti atorkumaður, þegar
hann á annað borð fékkst til að taka til
höndunum.
Eitt sinn réðst hann til vikusláttar
hjá Pétri prófasti á Víðivöllum. Þrem
fyrstu dögunum eyddi hann í að búa
sig undir verkið. Þótti prófasti Magn-
úsi verða lítt úr verki, og færði það í
tal við hann, hvort ekki myndi ráðlegt
að hefjast handa. Tók Magnús því vel,
og hóf sinn slátt á fimmtudagsmorgni.
Auk Magnúsar voru fjölmargir
vinnumanna við slátt, og höfðu þeir
ætlað sér þrjár dagsláttur yfir vikuna.
Var Magnús afkastamikill fyrsta dag-
inn og sló heila dagsláttu. Daginn eftir
endurtók sama sagan sig.
Undruðust vinnumenn afköst hans,
og óttuðust, að hann myndi skjóta
þeim ref fyrir rass og ljúka þeirra
vikuverki á þrem dögum. Komu þeir
sér saman um að setja skjótvirkt
hreinsilyf í ask hans.
Á laugardag gekk Magnús enn að
slætti, og tók lyfið skjótt að hrífa.
Gerðist honum tíðförult örna sinna,
og sá hann brátt, að lítt myndi honum
úr verki. Brá hann sér því í snatri úr
nærbuxunum og sló berlæraður um dag-
inn, þar til dagsláttunni var lokið. En
ekki þótti vinnukonunum aðgengilegt
að raka eftir honum.
Magnús leggst út.
Magnús sagði svo sjálfur frá, að eitt
sinn hefði hann lagzt út. Bjó hann sér
bæli á Hveravöllum og bjó við harðan
kost.
Heppnaðist honum eitt sinn að kló-
festa gráa gimbur, sem hann hugðist
hafa sér til matar. En gimbrin tók þá
að jarma aumkunarlega, og heyrði&t
honum hún segja: „Líf, Magnús. Líf,
Magnús!“ En þá var nú ekki um neina
miskunn að ræða hjá Magnúsi, og slátr-
aði hann gimbrinni. Hugðist hann síð-
an sjóða hana í hver einum, en svo
óhönduglega tókst til, að upp úr hvern-
um fékk hann bölvuð lungun ein mat-
ar. Lifði hann á þeim í viku. Næstu
vikuna lifða hann á munnvatni sínu
og þriðju vikuna á guðs blessun, og
kvað hann þá viku hafa verið versta.
Lét hann þá af þessari útilegu sinni
og hvarf aftur til mannabyggða.
Magnús leggur niður flakk.
Á Hvammi í Vatnsdal sat þá sýslu-