Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Blaðsíða 10

Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Blaðsíða 10
10 G E S T U R G E S T U R ll ★★★ SKÁKÞÁTTUR Ritstjóri: FRIÐRIK ÓLAFSSON. ★★★ EINVIGIN Þá eru fyrirhug-uð einvígi Pilniks við íslenzka skákmenn loksins byrjuð og hinu fyrra þeirra, einvígi hans við Inga, lokið. Ingi stóð sig með mestu prýði, eins og vænta mátti, tapaði að vísu fyrri skákinni eftir langa baráttu, en vann þá seinni á sannfærandi hátt í aðeins 35 leikjum. Fyrri skákin féll í þann farveg, sem Pilnik lætur bezt að þræða. Mikil upp- skipti urðu snemma í skákinni og eftir 20 leiki var komið fram endatafl, þar sem hvor um sig hafði hrók, Pilnik auk þess riddara, en Ingi biskup. Peðastaða Inga var þó öllu lakari, enda notfærði Pilnik sér þá staðreynd sérlega vel. Staða Inga var þó engan veginn töpuð, með nákvæmri taflmennsku hefði hann sennilega getað haldið skákinni, en staðan var býsna vandasöm og ekkert auðveldara en að leika af sér. Slíkt hefur orðið mörgum gömlum og reynd- um meistaranum að falli. Eftir 70 leikja baráttu varð svo Ingi að gefast upp, enda staðan alveg vonlaus. Seinni skákinni fáum við svo að kynnast af eigin raun. Ingi hefur hvítt, Pilnik svart, byrjunin er kóngsindversk vörn. Hvítt: Ingi. Svart: Pilnik. 1. c4 — Rf6 2. Rc3 — g6 3. e4 — d6 4. d4 Bg7 5. f3 (Eitt algengasta af- brigði þessarar byrjunar nú á dögum. Hvítur hyggur á kóngssókn með Be3 — Dd2 — 0—0—0 g4 og h4. Pilnik kemur í veg fyrir þetta með því að epna c-línuna. Löng hrókering verður þá hættuleg hvítum, en í þess stað fær hvítur all-sterkt miðborð). í. — 0—0 6. Be3 — Rbd7. 7. Dd2 — c5 8. Rge2 — He8 (Við fyrstu sýn all dularfullur leikur, en svartur vill koma í veg fyrir uppskipti á biskupun- um á e3 og g7 (B — h6)). 9. Hdl (Hótar dxc) 9 — cxd 10. Rxd4 — a6 11. Be2 — Rc5 12. O—C (Hér átti hvítur að nota tækifærið og leika b2—b4. Hann þarf síðar að eyða leik í að koma þessu í framkvæmd) 12. — Bd7 13. De2 (sbr. síðustu at- hugasemd) 13. — Hc8 14. b4 — Re6 15. Rb3 — b5(?) (Lítur vel út rið fyrstu sýn, en ekki er allt, sem sýnist!) 16. Dd2! (Mjög góður leikur. Hann sýnir hversu vel Ingi metur stöðuna, t. d. 16 — bxc 17. Ra5 og nær peðinu aftur með mun betri stöðu). 16 — Dc7 17. Rd5 — RxR? (Betra var Db8. Ef þá 18. RxRf BxR 19. c5 — dxc! og hvítur má ekki taka biskupinn á d7 vegna He—d8. Hvítur leikur því bezt 18. Rb6 drepur síðan biskupinn á d7, þá peðið á b5 og veikir þannig stöðu svarts drottningarmegin all- verulega) 18. exR! — Rf8 19. c5 — dxc 20. Rxc5 (bxc kom einnig sterk- lega til greina). 20. — Dd6 21. f4! (sterkt leikið!) 21. — e5? (Þessi leik- ur byggist á misskilningi, eins og kem- ur í ljós). 22. Re4 — Db8 23. Bc5 (Hótar Rd6) 23 — exf (Pilnik fylgir sínum áætlunum og hefur enn ekki komið auga á vitleysuna) 24. Rd6 (Nú hélt Pilnik að hann gæti leikið 24 — Bc3! Ef hvíta drottningin drepur bisk- upinn, kemur Dxd6! En hvítur getur leikið Dxf4. Pilnik hélt sig þá geta leik- ið 25 — Hxe2, en þá kemur 26. Dxf7f Kh8 27. Rxc8 og svarti riddarinn á f8 fellur einnig. Þannig getur jafnvel stórmeisturum yfirsézt!) 24. — f3 (Betra var Be5) 25. EitfS — Be5 26. Rxc8 — Bxh2f 27. Khl — HxR 28. d6 (Eftir þennan leik er svart- ur glataður). 28 — De5 29. Bd5 — Ite6 30. De3 (Hvað skal nú til varnar verða!) 30. — Bg7 31. Hxf7! — Kxf7 32. Hflf Kg8 33. Bxe6f — Bxe6 34. Dxe6f — Kh8 35. d7 og gefið. (t. d. 35. — Hd8, þá 36. Be7 eða 35. — Hg8, þá 36. DxHf og síðan Be7). IVang Ching-chich i hlutverki Himnakeisarans í annntýra- söngleiknum Róstur i himnariki. Yang Cheng-cheeh og Lo Hsi-chun berjast i náttmyrkri i atriðinu Á krossgötum. Yun Yen-ming i hlutverki ungu stúlkunnar og Yeh Sheng- chung sem ferjumaðurinn á Haustfljótinu. Kmverskir snillingar á íslenzku sviSi. Chiang Hsin-yung. í síðastliðinni viku hélt flokkur listamanna frá Peking-óperunni sýningar í Þjóðleikhúsinu. Sem vænta mátti, vöktu sýningarnar mikla hrifningu og aðdáun. Yun Yen-ming i hlutverki vitstola stúlkunnar. Kinversku listamennirnir hylltir að sýningu lokinni.

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.