Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Blaðsíða 18
18
G E S T U R
Krossgáta GESTS III
Lárétt:
1. brellinn 5. brestir 10. skagi 14. karlmannsnafn þf. 15. stúlk-
an 16. matarílát 17. konungur þf. 18. byrði þf. 19. óhreinka 20.
býli 22. stykki 24. ganga 26. drykkur 27. klagað 30. fagmenn 25.
mann 36. gruna 37. ílát 38. reykja 39. fæðu 40. fát 41. karl-
mannsnafn þf. 44. stofu 47. hreyfing 48. flutningatæki 50. skip
52. umdæmi þgf. 53. bið 54. vinnur 57. áhaldið þf. 61. ófús 62.
ekki utan 66. eyja 67. auli 68. engu 69. fina fólkið ;þf. 70. menn
71. skanka 72. minnki.
Lóðrétt:
1. limi 2. dráp 3. hljóð 4. ekki bragðgóð ef. 5. er sagt að færi
í búið 6. tileinkun 7. óhreinka 8. röfl 9. tæpur 10. runna 11.
stjórntækni (erl.) 12. menn 13. hljóð 21. tilfinninga 23. fjármuna
25. skel 26. skreið 27. í vinkil 28. á fötum 29. kvenmannsnafn
(útl.) 31. hásir 32. sett hjá 33 æskilegur fylgdarmaður 41. formóðir
42. kvenmann 43. karlmannsnafn 44. fótabúnað 45. þeim gamla
46. ótryggu 49. ófáir 51. aflagar 54. jarðargróður 55. þjóð 56.
orka 58. dysji 59. ungar 60. karlmannsnafn 63. veiðarfæri 64. fljót
65. álpist.
Ráðning' á krossgátu II.
Lárélt:
1. bara 5. marar 10. skáa 14. úfar 15. ósóma 16. karl 17. ragn
18. kisan 19. runa 20. artina 22. ananas 24. náða 26. snáp 27.
spönnin 30. luranum 34. kort 35. ari 36. óma 37. aga 38. ólu 39.
ull 40. all 41. tau 44. stó 47. mat 48. kallinn 50. kappans 52.
anga 53. ólar 54. spanar 57. aleina 61. taug 62. ingið 66 trúr 67.
örðu 68. nauti 69. tapa 70. maur 71. uglur 72. anar.
Lóðrétt:
1. búra 2. afar 3. ragt 4. arninn 5. mókaðir 6. asi 7. rós 8. ama
9. rananum 10. skrapa 11. kaun 12. árna 13. alas 21. nána 23.
nára 25. ani 26. sló .27. skóar 28. polla 29. ötull 31. nauma 32.
uglan 33. malts 41. tina 42. angrinu 43. una 44. skó 45. talaðir
46. ópal 49. langur 51. pretta 54. stöm 55. para 56. auðu 58. iran
59. núpa 60. arar 63. nag 64. gul 65. ítu.
Mick sveigði til vinstri, en þótt hann
minnkaði ekki liraðann, lá bifreiðin rétt
á veginum vegna fjarlægðarinnar milli
hjólanna. Aðrir bifreiðarstjórar hrópuðu
til hans og ógnuðu honum, en þögnuðu
skyndilega, þegar þeir sáu einkennisstafi
lögreglunnar á bifreiðinni, sem elti hann.
Hvinur lögreglusírenunnar yfirgnæfði
annan hávaða. Fífldjarfur náungi reyndi
að stöðva Mick, með því að aka í veg
fyrir liann. En Mick sá tilræðið í tíma
og skauzt framhjá honum með því að
aka upp að gangstéttinni. Þrem sekúnd-
um síðar formælti Murphy hinum hjálp-
fúsa manni, þegar lögreglubifreiðin hent-
ist upp á gangstéttina, reikaði nokkra
metra, en komst aftur með erfiðismunum
út á veginn.
Mick Cardby var hæstánægður. Hann
leit snöggvast í' spegilinn og sá, að Murp-
hy dró á hann, en eltingarleikurinn var
nú rétt aðeins að byrja. Mick hugðist
sannarlega láta eftirleitarmennina komast
í ævintýri, sem þeir skyldu ekki gleyma
fyrr en þeir hefðu verið nokkur ár á
eftirlaunum! Við Chester Gate nötraði
bifreiðin, þegar hann varð skyndilega að
hemla, og hafði næstum snúizt í hring
um leið og hann sveigði til hægri.
„Maðurinn hlýtur að vera geggjaður —
hann drepur sig á þessum hraða“, sagði
Murphy um leið og hann reyndi sjálfur
við þessa kröppu beygju. Lögregluþjónn-
inn, sem stóð á horninu, hafði heyrt væl-
ið í lögreglubifreiðinni, og reiddi staf
sinn á loft gegn tveggja-manna bifreið-
inni, sem þaut frámhjá honum. En hon-
um varð ekki annað úr áræði sínu en
kasta stafnum á eftir bifreiðinni og hitta
annað afturhjól hennar áður en hún
hvarf. Lögreglubifreiðin hægði ferðina
um leið og hún ók framhjá honum.
Hann benti á eftir bifreið Mick, og lög-
reglubifreiðin þau á eftir honum á ofsa-
hraða.
Nokkrum mínútum síðar brunuðu báð-
ar bifreiðarnar framhjá sporvögnum,
strætisvögnum og hjólreiðamönnum á
Hamstead-vegi. Fólk á gangstéttunum
nam staðar og starði á eftir bifreiðunum
með opinn munn, og beið aðeins eftir
sprengingunni, sem þessi brjálæðislega
ökuför hlaut að enda með. Tvisvar sinn-
um skóf Mick lakkið af bifreiðum, þegar
hann reyndi að snúa sig út úr umferðar-
flækju.
Nokkur hundruð metrum fyrir framan
hann hljóp lögregluþjónn út á miðjan
veginn og teygði báða handleggina upp í
loftið. í fyrsta skipti greip nokkur hræðsla
Mick. Hann vildi ekki með nokkru móti
aka á lögregluþjóninn, svo að hann steig
allt hvað hann gat á hemlana. Lcigreglu-
þjónninn heyrði hvininn í hemlunum og
sá bifreiðina minnka lnaðann, svo að
hann lét hendurnar síga og gekk til hins
fífldjarfa bifreiðarstjóra. Hvernig átti
hann að vita, að Mick hafði einmitt valið
þessa bifreið vegna þess, hve fljót hún
var að taka við sér? En hann komst sann-
arlega að raun um þetta, þegar Mick
steig aftur á besíngjafann og þaut fram-
hjá honum og fyrir horn. Murphy var
Iþakklátur fyrir töfina. Nú var ekki nema
tuttugu metra bil milli þeirra.
Mick beygði til vinstri í áttina til Cam-
den Town. Hundrað metrum áður en
hann komst á aðalgötuna, áleit hann, að
eltingarleiknum væri lokið. Framundan
honum var gatan þakin bifreiðum. Það
var engin undankomuleið. Engu að síð-
ur réð hann af að sveigja inn í hliðar-
götu, án tillits til þess, hvort það var
blindgata eða ekki. Á þeirri stundu var
hann reiðubúinn að leggja út í hvaða tví-
sýnu, sem var. Til allrar hamingju var
ekkert fólk á gangstéttinni.. Hann brun-
aði áfram nokkra sentimetra frá húshorn-
inu, sveigði síðan til vinstri og hélt síð-
an i sömu átt og hann kom. Framh.