Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Blaðsíða 7

Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Blaðsíða 7
G E S T U R 7 maðurinn Björn Blöndal, skörulegasta jrfirvald, stjórnsamur og úrræðagóður, alvörugefinn og gekk með vandlætinga- semi ríkt eftir því, að' ósiðsemi ætti sér ekki stað. Hafði honum lengi leikið hugur á að fá að sjá Magnús, en Magn- ús jafnan gætt þess að sneiða hjá setri hans. Laugardaginn næstan fyrir páska árið 1844 ber svo við, að Magnús ber óvænt að garði hjá sýslumanni. Heils- aði hann engum, en gekk sólarsinnis hringinn í kringum bæinn. Nam hann staðar við bæjardyrnar, enda var sýslu- maður þar fyrir. Bauð sýslumaður hon- um að ganga í bæinn. Magnús kvaðst ekki ganga inn, fyrr en hann hefði brýnt skæri. Voru honum fengin öll skæri, sem til voru á bænum, og tók hann til við brýnsluna. Sagði hann, að sólin þyrfti að vera sér á hægri hönd til þess að vel biti. Settist hann síðan að hjá sýslumanni og undi sínum hag hið bezta. Ævilok Magnúsar. Magnús vaknaði árla á páskadags- morgun og var hinn kátasti. Hóf hann daginn með því að drekka sjö kaffi- bolla og kvað síðan eina rímu úr Uxa- fótarímum. Skömmu síðar kvartaði hann enn um þorsta, bað um merkur- ausu, og gekk með hana niður að lind Það gerðist hér fyrir nokkrum árum, að hjólreiðamaður einn varð fyrir því slysi að aka með hraða aftan á strætis- vagn. Stóð hann upp all-hastarlega, hent- ist að hurð vagnsins, reif hana upp og kallaði inn: „Meiddist nokkur hérna?“ ★ Bifvélavirki og Vilhjálmur skáld frá Skáholti hittust og tóku tal saman. „Er ekki von á nýrri ljóðabók frá þér, Villi?“ „Nei, það þýðir ekki að gefa út ljóða- bók í þessu landi“. „Á hverju merkirðu það?“ spyr bifvéla- virkinn. skammt frá bænum. Drakk hann sjö ausur fullar úr lindinni, og kvað drykk- inn göróttan, væri þetta miklu fremur hesta en manna vatn. Var honum þá gefið brennivín að drekka, enda þótti honum sopinn góð- ur, þótt ekki sé getið ölæðis í fari hans. Flest fólk fór til kirkju um daginn, en Magnús var eftir heima. Um kvöldið varð fólki tíðrætt í bað- stofunni um heilaga ritningu. Magnús var orðinn all-hreifur af víni, og kvað sig vera gagnkunnugan gamla testa- mentinu. Nýja testamentið langaði sig hins vegar til þess að lesa áður hann „Eitt dæmi um það er, að um daginn kom prestur að sjúkrarúmi gamals manns, sem var að gefa upp andann og spyr manninn hvað hann geti gert fyrir hann. „Lestu fyrir mig sögu í „SATT"," sagði maðurinn. ★ Martröð? Hann dreymdi, að hann væri að skrifa á ritvél, og í lok hverrar línu datt hann út úr rúminu. ★ Hipp, hopp og hí! Aumingja afi gamli gleypti gervitennumar sínar. Nú tyggur hann ekki matinn lengur, heldur gleypir hann og hoppar síðan upp og niður. dæi. Skyndilega varð honum litið í spegil, og brá allmikið. Gengur hann á tal við sýslumann og segir: „Mikið skelfing er Magnús nú feigð- arlegur!“ Sýslumaður segir þetta tóma vitleysu úr honum. „Nei“, svarar Magnús. „Dauðinn er kominn í augun á Magnúsi". Svaf hann nú af um nóttina, en kvartaði um sárar þrautir á annan dag páska. Var honum boðið að sækja lækni handa honum, en það mátti Magnús ekki heyra. Hann sagði vera úti um sig hvort eð væri. Þindin í sér væri rifin ofan frá öxl og niður í smáþarma. En til hinztu stundar klæddist hann og rölti út, þótt ekki kæmist hann langt út á túnið fyrr en koma varð honum til hjálpar og bera hann aftur í rúmið. Benedikt, syni sýslumanns, var falið það hlutverk að gæta karls. Studdi hann karlinn út, en karlinn kvaðst eiga skammt eftir. Myndi hann þó hafa lengur lifað, ef hann hefði haft vit á að setjast að á Másstöðum en ekki í Hvammi. Ekki gat hann ástæðunnar til þessa, enda dró af honum, og lézt hann fimmtudaginn eftir páska. Eftir dauða hans var pinkill hans' opnaður. Fannst lítið í honum annað> en 17 brýni. Um eitt brýnið var vand1- lega búið og bundin spesía við. Hann lifði snauður — dó snauður, en alþýða manna trúði því statt og stöð- ugt, að höndum hans fylgdi einhver undramáttur, er hann gat brýnt bit- járn öðrum betur — og því hefur nafn hans lifað öðrum lengur. . . . og sló berlæraður til kvölds . . .

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.