Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Blaðsíða 8
8
ífA
G E S T U R
FUWflMSlJDÍDflGWI
á /\ jr^ jjt a H,ir
711 V \ T/ i / / /1 Torry Budlong
HRÍFANDI ÁSTARSAGA.
„ÉG ER forvitinn um þig, Angela“,
sagði hann skyndilega. „Það hefur
enginn minnzt á þig — en svo kemur
þú allt í einu, og ert eins og einn með-
limur fjölskyldunnar".
„Ætli það gleymi mér ekki flestir
milli þess, sem ég kem í heimsókn",
svaraði Angela þurrlega. „Ég gleymi
hins vegar engu. Endranær lifi ég blá-
snauðu, tilbreytingarlausu lífi“.
Hún fór að segja honum frá því,
hversu mikils virði Branford væri
henni, og ef hún þagnaði, hvatti hann
hana með spurningum til að halda
áfram. „Hvað er það eiginlega, þessi
uppeldisheimili?“ spurði hann einu
sinni.
„Ég býst við, að ég hafi verið frem-
ur óheppin", svaraði hún.
„Þessum heimilum er ætlað að koma
börnunum í stað raunverulegra heim-
ila, og þau eru undir opinberu eftirliti.
En í hvert skipti og ég var farin að
kunna vel við rnig á einu heimilinu,
var ég send á annað. Þetta kom þrisvar
sinnum fyrir. Einhverjum var alltaf í
nöp við mig. Ætli það komi ekki fyrir
flesta, þegar þeir reynast ekki sannur
meðlimur fjölskyldu; en hvað sem því
líður, henti þetta mig“.
„Svívirðilegt", tautaði hann. „En nú
ertu þó laus, er það ekki?“
„Ég hef lokið verzlunarskólanámi",
sagði Angela. „Nú verð ég að fá mér
vinnu og herbergi. En fyrst verð ég
hérna í þrjár vikur. Þessar þrjár vikur
eru mér eins og opnar dyr, hér bíður
mín allt“. Hún hikaði. „Eins og núna
— við gætum farið hvert, sem okkur
langar til —“.
„Hvert langar þig til að fara?“
spurði hann.
,,Á einhvern stað, þar sem ég hef
aldrei komið áður. Það finnst mér ég
aldrei hafa gert áður. Nú veit ég það
— Silfurbrekku. Ég hef heyrt svo
marga tala um þann stað“.
„Það er bara venjulegt veitingahús".
V „Veiztu nokkuð? Ég hef aldrei kom-
ið á veitingahús“, sagði Angela. „Þú
myndir ekki trúa mér ef ég færi að
segja þér frá öllu, sem ég hef ekki
gert. Þegar ég var sautján ára, fór ég
einu sinni sjálf í dýragarðinn, vegna
þess, að enginn gaf sér tíma til að
fara með mig þangað, þegar ég var
lítil“.
KEN SNERI bifreiðinni við á þröng-
um veginum og hélt sömu leið til baka.
„Hvert ertu að fara?“ spurði hún.
„Til Silfurbrekku", svaraði hann.
„Þér stendur vonandi á sama um það,
þótt fólkið sperri upp augun, þegar
það sér okkur?“
„Ég er því vön“, svaraði Angela.
„Er það virkilega satt, að við gætum
farið þangað?“ Hún gerði rödd sína
eins barnalega ákafa og hún gat.
„Því miður get ég ekki galdrað fram
dýragarð svona fyrirvaralaust", svar-
aði hann, „svo að við verðum að láta
okkur nægja veitingahús. Sko, það gæti
verið gaman að upplifa eitthvað af
því, sem þú hefur ekki reynt áður“.
„Er það?“ spurði Angela. Þegar
hann sneri sér að henni, brosti hún, og
tunglskinið varpaði töfrabjanna á and-
lit hennar.
Það var ekkert barnalegt í fari An-
gelu, þegar hún stóð við upplýstar dyr
veitingahússins. Hún gerði sitt ýtrasta
til þess að stæla hefðbundnustu stell-
ingu Meg, þegar yfirþjónninn sneri sér
að Ken.
Ekki fannst henni Ken skeyta mikið
um augnatillit fólksins, þegar þau komu
inn. Inni voru þó nokkrir gestir, sem
Ken varpaði kveðju á. Þau gengu í átt-
ina að upplýstu borði úti í horni, og
Ken var fjarska tillitssamur við An-
gelu.
„Er þetta jafn gott og dýragarður-
inn?“ spurði hann.
Angela leit í kringum sig, á fólkið
á dansgólfinu, sem leið áfram í daufri
glætu kertaljósanna.
„Þú þarft ekkert að hafa fyrir því
að færa mér neina fíla. Þetta er dá-
samlegt. Ég fékk ekki einu sinni að
fara út með drengjum á seinasta heim-
ilinu, sem ég dvaldi á“.
„Hvers vegna ekki?“
„Nú — það hafði frétzt frá heimil-
inu, sem ég dvaldi á áður, að son for-
stöðumannsins hefði langað til þess að
bjóða mér út, svo að ég var undir sí-
felldu eftirliti“.
„Skyldi eftirlitið hafa kennt þér að
dansa?“ spurði Ken kíminn. „Eigum
við að reyna?“
Hún stóð hreyfingarlaus um stund
eftir að hann hafði lagt handlegginn
um mitti hennar. Síðan leið hún hægt
upp að honum og tónarnir hrifu þau
út í dansinn. Ken var þögull, og hún
gat ekki fundið neitt til að tala um,
en hún fann hann taka fastar utan um
sig, og hún færði sig nær honum. Og
hún fann hjartað hamast í brjósti sér
við nálægð hans. Henni fannst það
ómögulegt, að slík tilfinning gæti gagn-
tekið hana, nema hann yrði hennar var
líka.
En hún gat ekkert lesið úr andlits-
svip hans^ þegar dansinum lauk, og
rödd hans gaf heldur ekkert til kynna.
Hann sagði aðeins blátt áfram: „Minntu
mig á það að spyrja þig að því, hvar
þú hafir lært að dansa svona?“
Síðan sneru þau aftur að borðinu, og
þjónninn tók að snúast í kringum þau.
Til hvers ætlaðist Ken, sem hún gat
boðið honum? Eitthvað hlaut það að
vera.
„Hefur þig alltaf langað til þess að
verða stjórnmálamaður?“ spurði hún.
Ken hristi höfuðið. „Ég stundaði lög-
fræði og ætlaði mér ekki að verðá
annað en lögfræðingur. En þegar ég
kom aftur úr herþjónustunni, kom ég
auga á ýmsa möguleika. Mér gefast
ýms tækifæri, ef mér heppnast að
verða þingmaður. Ég er enginn siðbóta-
maður. En það eru ýmsir hérna, sem
gaman væri að hrófla dálítið við. Og
ég hefði ekkert á móti því að taka það
að mér“.