Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Blaðsíða 9
G E S T U R
9
ANGELA, ung, munaðarlaus stúlka, hefur alizt upp á vergangi og finnst
henni sem lífið sé þrotlaus barátta fyrir því, sem hún þráir. Þrjár vikur.
á ári hverju dvelur liún á Branford-óðaiinu, hjá vinkonu foreldra hennar.
Kynnist hún þá ungum stjórnmálamanni, Ken, sem heimasætan, Meg,
elskar. Ken virðist liins vegar hrifnari af Angelu, og er þau þrjú fara saman
í samkvæmi, fær Angela hann til þess með brögðum að yfirgefa Meg og
aðra gesti, en aka sér út í stjörnubjarta nóttina. Hún segir honum frá
uppvaxtarárum sínum.
„Hversu mikla möguleika hefur þú
til þess að ná kosningu?“
„Álíka mikla eins og að falla“.
„Það er dásamlegt að berjast. Segðu
méj' eitthvað um þennan Faxon, sem þú
verður að sigra“.
Hún hlustaði á hann segja frá, og
gleymdi nöfnum og smáatriðum. Hún
hafði tamið sér að taka vel eftir. Hún
varð undrandi, þegar hann sagði henni,
að liðið væri að miðnætti.
í BIFREIÐINNI á heimleiðinni skaut
þeirri gremjulegu hugsun upp hjá
henni, að hún yrði að segja honum frá
því, hvernig henni heppnaðist að af-
saka hann úr garðveizlunni. Hún vissi
vel, að öll leiðindi varð að útskýra áð-
ur en hætta væri. á, að þau kæmu
manni í koll.
„Ég verð að játa svolítið fyrir þér“,
sagði hún. „Þetta kvöld, með öllum
sínum dansi, samræðum og skemmtun-
um, er þér hversdagslegt, en í mínum
augum er það einstakt. Ég — ég —
hafði vonað, að þú myndir aka mér
eitthvert, ef við hefðum tíma til þess.
Það var þess vegna, að ég sagði þér,
að Meg væri önnum kafin og vildi, að
við færum ein“.
Hann hikaði stundarkorn. „Þú átt
við, að Meg hafi ekki sagt neitt í þessa
átt?“
„Já“. Angela reyndi að gera rödd
sína lága og skömmustulega.
Hann þagði, svo að hún flýtti sér
að segja: „Ég veit ekki, hvað þú
heldur, en mig langaði til þess að eiga
þetta kvöld ein. Ef Meg hefði komið
með, hefði hún átt þetta kvöld. Hún
myndi aðeins hafa leyft mér að hanga
í pilsfaldinum“.
„Ég skil við hvað þú átt“, sagði
Ken.
Hún sneri ' sér snögglega við og
reyndi að líta framan í hann. „Þér
geðjast þá ekki að því — sem ég
gerði?“
„Máske var ég undrandi yfir því,
hversu kærulaus og róleg þú varst“,
svaraði Ken, „ekki sízt, þar sem þið
Meg eruð vinkonur“.
Hún gat ekki farið að segja honum
frá því, hvernig vináttu þeirra Ivleg
væri háttað. En hana grunaði, að hon-
um fyndisj hún á einhvern hátt hafa
brugðist vináttutrausti.
„Það má vera, að ég grípi ekki ævin-
lega til heiðarlegustu bragða, þegar ég
sækist eftir einhverju“, sagði hún.
„Hefur þér nokkurn tíma dottið í hug,
að til séu börn, sem fá allt, sem þau
sækjast eftir? Ég hef alltaf orðið að
heyja baráttu fyrir öllu, sem ég hef
girnzt. Það er ekki ósvipað þinni bar-
áttu — þú verður að berjast til þess
að ná því, sem þú girnist".
„Hvað þessari baráttu viðvíkur —
þá er það satt, að maður verður að
berjast fyrir öllu, það gera allir. Mað-
ur verður bara sjálfur að setja sér bar-
áttuaðferðina“.
„Ef maður eyðir of miklum tíma í
að hugsa um baráttuaðferðina, þá
lýtur maður í lægra haldi“, svaraði
Angela þrákelknislega.
Ken sveigði inn á akbi'autina upp
að Branford-óðalinu. Hann mælti ekki
oi’ð frá vörum fyrr en þau voru komin
út úr bifreiðinni. Þá nam hann staðar
o)g horfði á hana.
„Angela, fannst þér þú þurfa að
berjast — til þess að komast í ökuferð
og á dansleik?"
Hún greip andann á lofti. ,,Ég — ég
veit ekki —“. Hún leit í augu hans.
„Það er svo margt, sem ég skil ekki“.
Hún kom nær honum, rétt mátulega
til þess að finna handlegg hans um
mitti sér. Skyndilega fann hún koss
brenna á vörum sér, og hún fylltist
sælu, eins og hún hefði himin höndum
tekið.
Hann sleppti henni hægt. „Ég vissi
þetta ekki sjálfur —“, sagði hann ein-
kennilegri rödd.
Hún heyrði eitthvað hljóð frá hús-
inu, líkt og hurð væri látin aftur.
Stundarkorn greip skelfingin hana. Ef
einhver kæmi nú og eyðilegði fyrir
þeim þessa dásamlegu samverustund.
Bara að henni auðnaðist að láta hann
skilja við hana með drauminn á vör-
um sér . ..
„Þessu kvöldi gleymi ég aldrei",
hvíslaði hún.
HÚN HLJÓP upp tröppurnar og inn
1 forstofuna. Allt var hljótt í húsinu.
En þegai’ hún kom upp á loftið, beið
Meg hennar. Hún stóð í dyrunum á
herbergi hennar.
„Svo að þér tókst að narra Ken til
þess að aka þér til Silfurbrekku", sagði
hún ofsareið.
„Fréttaþjónustan þín er bersýnilega
fullkominn“, svaraði Angela. „Hversu
margir kunningjar þínir sögðust hafa
séð okkur?“
„Það gat ekki farið svo, að enginn
segði mér frá þessu“, svaraði Meg. —
„Komdu hingað inn — við skulum gera
upp sakirnar".
^Hvaða sakir?“ spurði Angela róleg
og elti Meg inn í svefnherbergið. Hún
settist í sófann og sparkaði skónum af
sér.
„Þú laugst að mér. Þú laugst vísvit-
andi að mér“.
Angela hallaði sér makindalega aft-
ur-á mjúkt áklæðið. Hún var fremur
mótfallin því að viðurkenna á sig
ósannindi. Það var miklu betra að bíða
þess, að Meg talaði sig rólega.
„Ég hringdi í kosningastjóra Ken,
Sam Redinger, og hann sagði mér, að
Ken ætti ekki að mæta á neinum fundi
í kvöld. Þú skrökvaðir þessu til þess að
geta verið ein með honum“.
„Hann virtist ekkert hafa á móti
því“.
„Hvað sagðirðu honum eiginlega, úr
því að hann fór svona án þess svo
mikið sem tala við mig?“ spurði Meg
reiðilega.
Angela beið aftur. Henni leiddist
þetta, en kvöldið hafði sannarlega ver-
ið þess virði.
„Og endilega þurftir þú að teyma
hann í Silfurbrekku“, sagði Meg, og
gætti fyrirlitningar í rödd hennar. —
„Hugsar þú aldrei um neitt annað en
það, sem þig langar til? Ertu sá kjáni
að vita ekki, að Ken mátti alls ekki
láta sjá sig á slíkum stað?“
„Hvað er eiginlega athugavert við
þaðj Meg? Hann virðist nógu góður
kunningjum þínum. Að minnsta kosti
þeim, sem hringdu til þín“.
Framhald i nœsta blaði.
>