Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Blaðsíða 19

Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Blaðsíða 19
19 G E S T U R t Þau tíðindi þykja nú einna helzt með þjóð vorri, að itétt manna, sem nefnast okrarar, hefur verið tekin til alvariegrar með- höndlunar. Víst er þeirra iðja ekki góð, en vafi leikur samt á uin ástæður fyrir ofsóknum á hendur þeim. í fljótu bragði mætti svo virð- ast, sem þarna birtist í verki réttlætiskennd valdhafanna, en við nánari athugun má öllum ljóst vera, að svo er ekki. Það, sem er mergurinn málsins, er það, að bankarnir eru að missa það vald, sem þeir hafa haft yfir athöfnum manna. þeir hafa til skamms tíma ráðið hverjir hefðust að og hvað. En svo konia þessir skollans okrarar og lána óverðugum mönnum fé til að framkvæma ýmislegt, sem alls ekki átti að framkvæma. í skýrslum státa bankarnir af óhemju miklum útlánum, en almenningur spyr: Hver fær þetta fé? Enginn venjulegur maður er svo heimskur að ómaka sig inn í banka til að fá lán, hvað sem við liggur. Þar er alltaf sama svarið, hvort sem um er að ræða mikið eða lítið fé. „Engir peningar til“. Eina bjargráð al- mennings hefur því verið okrararnir svokölluðu. Þeirra hjálp er að vísu neyðarbrauð, en vissulega geta þær ástæður verið fyrir liendi, að okurlán geti bjargað, auk þess sem vitundin um að hafa þennan möguleika er ómetanleg. En einnig þetta skal frá þér tekið og menn, sem dirfast að lána fátæku fólki fé, skulu upprætast úr voru þjóðfélagi. Landsbankinn einn skal hafa allt vald í fjármálalífi þjóðarinnar, svo tryggt sé, að féð fari aðeins um verðugra hendur. Vissulega væri æskilegt að losna við okrarana, en því aðeins að sú spilling upprætist úr lánastarfsemi bankanna að gæðingar fái milljóna lán til að flytja inn gagnslítið vörurusl á sama tíma sem öllum beiðnum almennings er skilyrðislaust synjað. ☆☆☆ Mikið hefur verið skeggrætt og skrifað um andlát og jarðar- för Sinfóníuhljómsveitarinnar. „Blessuð sé hennar minning". Merkur viðburður má það teljast, að maður í ábyrgðarstöðu skuli hafa gerzt svo hreinskilinn að segja, að hún væri ekki vin- sæl hjá hlustendum. Allir vita, að þetta er sannleikur, en þó haía hræsnarar og listasnobbar rekið upp harmakvein mikið yfir þessari fáheyrðu ósvinnu, að ekki sé talað um að nokkur skuli dirfast að telja eftir að borga 2 til S milljónir á ári fyrir að fá að heyra þessa dásemd nokkrum sinnum í útvarpi. Nú er að sjálfsögðu ekkert við því að segja, þótt menn séu til, sem vilja sinfóníu umfram allt. En því í ósköpunum stofnar ekki þetta fólk söfnuð um sína sinfóníu? Það væri sínu nær en skanunast út í blásaklaust fólk, sem hefur það eitt til saka unnið að kunna ekki að meta dýrðina. ☆☆☆ Hvenær verð ég hálshöggvinn? 1 hæðóttu skóglendi Filippseyja eru enn nokkur hundruð japanskra hermanna, sem heyja sína einangruðu baráttu, óafvitandi þess, að heimsstyrjöldinni er lokið. Einn og einn gefast þeir upp. En ekki sjóliðinn Noburu Kinoshita, sem komst lífs frá sökkvandi her- flutningaskipi árið 1944. í ellefu ár lifði hann á eðlum, froskum, ávöxtum og öpum í frumskógum Luzon-eyju, og beið dagsins, er hinn sigursæli japanski floti kæmi honum til bjargar. Sá dagur rann aldrei upp. Hins vegar hafði lög- reglan á eynni hendur i hári hans, er hann brauzt í matarleit inn á bóndabæ nokkurn fyrir hálfum mánuði. „Hvenær verð ég hálshöggvinn?" spurði hann. Honum var tjáð, að hann myndi ekki verða hálshöggvinn, heldur sendur heim til Japan frjáls mað- ur. Gerðist hann all-dapur við þau tíðindi, að allt of velviljaðir óvinir skyldu þannig svifta hann hetju- dauðanum. Viku síðar hengdi hann sig! Aftur í fréttunum. Eftir byltinguna í Argentínu hefur verið allhljótt um nafn Peron forseta, og á konu hans, Evu, hefur naumast verið minnzt frá því hún lézt úr krabbameini fyrir 3 árum. En nýlega komust nöfn beggja aftur í fréttirnar. Argentínskir sjóliðar, sem rudd- ust inn í aðalstöðvar verkalýðs- hreyfingar Perón, fundu ýmislegt markvert, m. a. herbergi, tvílæst, og tók nokkurn tíma að opna það. Inni í herberginu lá línvafið lík á beði úr lárberjalaufum. Líkið var af Evu Perón, en eftir dauða henn- ar var mönnum hulin ráðgáta, hvað hefði verið gert við það. Verður líkið nú afhent móður Evu til greftrunar, þar eð Perón á illa afturkvæmt til landsins. Hvítt og svart . . . Svarti dægurlagasöngvarinn Billy Daniels vakti á sínum tíma all- mikla hneykslun með því að ráða til sín hörundshvíta, ljóshærða barnfóstru, Perrette Cameron. En auk bai-nanna virðist fóstran hafa tekið Billy engu síður upp á arma sína, því að í s. 1. viku voru þau gefin saman í hjónaband í Juarez, Mexikó. Þetta er 3. hjónaband hans, en 1. hennar. O Ekki verður fullyrt, að allt sé „í guðs friði" hjá útvarþinu sem stendur. Annars verður ekki séð að útvarpsstjóri hafi til þess unnið að vera víttur eins og skólakrakki og harla ósmekk- legt að þyrla upp þessu moldviðri um mann í slíkri stöðu, en lialda vandlega leyndum ummælum hans í garð mannsins, sent rauk á dyr. Almenningur á vissulega kröfu á að fá að vita umbúðalaust, livað útvarpsstjóri braut af sér.

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.