Morgunblaðið - 28.11.2011, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011
Skógarhlíð 18 sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
•
Jólaferð 20 des. í 14 nætur
frá kr. 173.500 með „öllu inniföldu“
Tenerife
Frá kr. 173.500 Villa Adeje Beach *** með „öllu inniföldu“
Netverð á mann m.v. tvo fullorðna og 2 börn, 2 – 11 ára, í íbúð á Villa Adeje Beach með
allt innifalið. Netverð á mann m.v. tvo fullorðna 229.600 í búð með allt innifalið.
Ót
rú
leg
t s
ér
til
bo
ð!
H
H
H
H
H
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum til
Tenerife þann 20. desember. Í boði er sértilboð á Villa Adeje Beach
íbúðahótelinu með öllu inniföldu.
Athugið að mjög takmörkuð gisting er í boði!
Reykjanesbær er með til athugunar
að selja 15% hlut í HS- Veitum og
mun bærinn halda meirihluta í fé-
laginu eða 51%, samkvæmt fjárhags-
áætlun bæjarins
2012. Söluverð er
áætlað en ekki er
búið að verð-
leggja hlutabréf-
in.
Áætlað er að
bréfin verði seld
á fyrstu mán-
uðum ársins. „Við
stefnum á að eiga
meirihluta í HS
Veitum hf. Við
höfum því tök á því að selja 15% og
halda meirihluta.Við höfum verið að
skoða ákveðna samvinnu við Orku-
veituna um sölu á eignarhlut í HS
Veitum hf. Orkuveitan hefur sýnt
áhuga á því að selja 15% hlut sinn í
félaginu,“ segir Árni Sigfússon bæj-
arstjóri Reykjanesbæjar. Árni segir
að lífeyrissjóðir séu líklegastir kaup-
endur á allt að 30% hlut í HS veitum.
„Við teljum skynsamlegra að selja
15% hlut okkar til þess að greiða
skuldir miðað við þær kröfur um
skuldahlutfall sem settar eru á sveit-
arfélög. Við höfum fengið greiddan
arð af þessum eignum okkar en það
er ekki rétta aðferðin eins og lögin
gera ráð fyrir í dag,“ segir Árni.
Reykjanesbær hefur einnig und-
irritað yfirlýsingu um kaup Magma
á skuldabréfi í eigu bæjarins en
reiknað er með að með sölu skulda-
bréfsins muni talsvert af skuldum
bæjarins verða niðurgreitt og þar á
meðal skuldir bæjarins við Depfa-
bankann. Á árinu 2012 munu því
skuldir bæjarsjóðs hafa minnkað um
14%, eða um 3,5 milljarða og skuldir
samstæðu um 6% eða 2,5 milljarða
frá fyrra ári. mep@mbl.is
Reykjanesbær
ætlar að selja 15%
í HS Veitum
Reykjanesbær greiðir niður skuldir
samkvæmt fjárhagsáætlun 2012
Fjárhagsáætlun 2012
» Bæjarsjóður mun lækka
skuldir sínar um 14% frá árinu
2011.
» Samstæðan mun lækka
skuldir sínar um 6% frá árinu
2011.
» Reykjanesbær mun halda
meirihluta eða 51% hlut í HS-
Veitum þrátt fyrir sölu á 15%
hlut í félaginu.
Árni
Sigfússon
Ásmundur Friðriksson segir að flugrútan sé eina leiðin á Suðurnesjum
sem standi undir kostnaði. Með því að taka hana út úr kerfinu muni slag-
krafturinn fara úr því og þjónustan við íbúana hrynja. Enginn fáist til að
aka til smærri staðanna.
Telur hann víst að brottförum til og frá Suðurnesjum muni fækka úr
105 á viku í 76.
„Það að taka flugrútuna út úr okkar kerfi er eins og að taka
Hlemmur-Breiðholt út úr Strætókerfinu í Reykjavík. Þá væri verið að
einkavæða hagnaðinn og ríkisvæða tapið. Ég hélt að Íslend-
ingar væru búnir að fá yfir sig nóg af því, að minnsta kosti er
ég búinn að fá nóg af slíku,“ segir Ásmundur.
Slagkrafturinn fer úr kerfinu
HVERFI FLUGRÚTAN HRYNUR ÞJÓNUSTA VIÐ ÍBÚA
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Isavia leggst gegn lagabreytingum
sem treysta eiga grundvöll samn-
inga Vegagerðarinnar við sveitar-
félög um almenningssamgöngur.
Félagið segir að fullt frelsi eigi að
vera í flutningi fólks með rútum til
og frá flugstöðinni á Keflavíkurflug-
velli en segir einnig koma til álita að
félagið sjálft annist þessa flutninga.
Sveitarfélögin á Suðurnesjum
tóku við sérleyfi til fólksflutninga á
Suðurnesjum fyrir tveimur árum,
með samningi við ríkisvaldið, og
samþættu flutninga til og frá flug-
stöð og Reykjanesbæ við strætó-
kerfið í sveitarfélögunum. Samning-
ar við rútufyrirtækin sem önnuðust
flutningana samkvæmt eldra útboði
hafa verið endurnýjaðir en til hefur
staðið að bjóða leiðirnar út að nýju.
Togast á um feita bitann
Ásmundur Friðriksson, bæjar-
stjóri í Garði, segir að þetta fyrir-
komulag hafi reynst vel. Með því að
samtengja áætlanir hafi verið hægt
að bæta þjónustu við íbúa í sveit-
arfélögunum og starfsmenn flug-
stöðvarinnar, ekki síst seint á kvöld-
in og snemma á morgnana. Bætt
kerfi hefur stóraukið notkun á
almenningsvögnum á Suður-
nesjum.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
er feitasti bitinn í þessu
kerfi. Rútufyrirtæki hóf á
síðasta ári samkeppni á
þeirri leið og fékk aðstöðu í flug-
stöðinni eftir nokkurt þref.
Viðræður hafa verið um hlið-
stæða samninga við fleiri sveitar-
félög eða samtök sveitarfélaga en
Vegagerðin og innanríkisráðuneytið
töldu að styrkja þyrfti heimildir lag-
anna áður en gengið yrði frá samn-
ingum, ekki síst til að tryggja að
forsendur útboða héldu. Verði
frumvarpið að lögum verður samið
við eitt rútufyrirtæki um flutninga
til og frá flugstöðinni, eins og á öðr-
um leiðum.
Frumvarpið er nú til meðferðar á
Alþingi. Innanríkisráðherra óskaði
eftir því, þegar hann mælti fyrir
frumvarpinu, að frumvarpið yrði af-
greitt sem allra fyrst svo hægt yrði
að ljúka samningsgerð með tilheyr-
andi úrbótum á almenningssam-
göngum á milli sveitarfélaga.
Leggjast gegn samningum
Ýmsir hagsmunaaðilar og samtök
þeirra leggjast gegn breytingunum,
meðal annars rútufyrirtæki og
Samtök atvinnulífsins. Isavia, sem
rekur Flugstöð Leifs Eiríkssonar,
telur að hagsmunir félagsins og
flugvallarnotenda fari ekki saman
við hagsmuni sveitarfélaga. Í um-
sögn félagsins til umhverfis- og
samgöngunefndar Alþingis er bent
á tvo möguleika. Annars vegar að
frelsi ríki í þessum flutningum og
hins vegar geti komið til álita að fé-
lagið sjálft sjái um flutningana, eins
og tíðkist á mörgum flugvöllum í ná-
grannalöndunum.
Morgunblaðið/Golli
Strætó Sveitarfélög úti á landi vilja taka við almenningssamgöngum á milli sveitarfélaga, eins og þekkist á höfuð-
borgarsvæðinu og nágrenni. Isavia vill algjört frelsi eða að félagið sjái sjálft um flutninga til og frá flugvellinum.
Isavia býðst til að
taka yfir flugrútuna
Deilt um samninga um einkaleyfi til fólksflutninga
Ásmundur Friðriksson
Börkur Gunnarsson
Sigurður Bogi Sævarsson
Mjög hörð gagnrýni kom fram um
helgina á Jón Bjarnason ráðherra
vegna vinnubragða hans hvað varðar
nefnd sem hann skipaði um sjávarút-
vegsmál sem svo virðist sem sam-
starfsráðherrar hans hafi ekki vitað
af fyrr en Jón kom með tillögur
nefndarinnar inn á ríkisstjórnarfund
síðastliðinn þriðjudag. Í framhaldinu
var skipuð ráðherranefnd með þeim
Guðbjarti Hannessyni velferðarráð-
herra og Katrínu Jakobsdóttur
mennta- og menningarmálaráðherra
sem átti að finna sáttaleið í málinu.
Daginn eftir birti Jón Bjarnason til-
lögur nefndar sinnar á vefsíðu ráðu-
neytisins og lagð-
ist það illa í
forsætisráð-
herrann, Jóhönnu
Sigurðardóttur.
Hún kom fram í
hádegisfréttum
RÚV í gær og
sagði vinnubrögð
ráðherrans
„óboðleg.“ Á
henni mátti skilja
að hún liti á tillögurnar sem drög að
frumvarpi og fullyrti að þetta yrði
aldrei stjórnarfrumvarp enda ekki
unnið í samráði við neinn í ríkis-
stjórninni. Björn Valur Gíslason,
þingflokksformaður Vinstri grænna,
lét einnig hafa eftir sér að vinnu-
brögð og staða Jóns Bjarnasonar
ráðherra væru vond. „Það er sitt-
hvað í tillögum starfshóps ráð-
herrans nýtilegt en annað alls ekki.
Við þurfum hins vegar að fá skýr-
ingar ráðherrans á þessu máli og því
hvernig það hefur verið unnið,“ sagði
Björn Valur í samtali við mbl.is.
Ennfremur sagði hann: „Menn
geta ekki farið fram úr sjálfum sér
eða tekið sér vald umfram umboð
þingflokks síns, eins og nú hefur
gerst. Því hlýtur ráðherrastóll Jóns
Bjarnasonar að vera farinn að
rugga.“
Jón Bjarnason ráðherra segir í yf-
irlýsingu sem hann sendi frá sér síð-
degis í gær að: „þess misskilnings
gæti að um sé að ræða fullbúið
stjórnarfrumvarp eða tillögur sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Um er að ræða vinnuskjöl sem geta
orðið umræðugrundvöllur. Sú
ákvörðun að kynna þær almenningi
var kynnt í minnisblaði sem lagt var
fyrir ríkisstjórn og er í anda opinnar
stjórnsýslu og þess gagnsæis sem
mælt er fyrir um í yfirlýstri stefnu
ríkisstjórnarinnar.“
Hörð gagnrýni á Jón Bjarnason
Forsætisráðherra lýsti megnri óánægju og sagði vinnubrögðin óboðleg Jón segir vinnuskjölin sem
lögð voru fram vera góðan umræðugrundvöll Formaður þingflokks VG segir ráðherrastólinn rugga
Jóhanna
Sigurðardóttir
Jón
Bjarnason
Björn Valur
Gíslason