Morgunblaðið - 28.11.2011, Page 6

Morgunblaðið - 28.11.2011, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011 FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Lítið lát hefur verið á brottflutningi frá landinu það sem af er árinu. Þannig fluttu 850 einstaklingar frá landinu umfram aðflutta í júlí-sept- ember. Afar takmarkaðar upplýs- ingar eru til um bakgrunn þeirra sem yfirgefa landið og fara til starfa í öðrum löndum. Hagstofan hefur ekki upplýsingar um menntun þeirra. Þekkt er að mikill fjöldi iðnaðar- manna, fólk með reynslu úr bygging- ariðnaði og tæknimenntað fólk hefur ráðið sig til starfa erlendis frá því að kreppan reið yfir, vegna verkefna- skorts, sérstaklega á öðrum Norð- urlöndum og seinustu misseri hefur fjöldi starfsfólks í heilbrigðisþjón- ustunni ráðið sig þar til vinnu. Karl Sigurðsson, sviðsstjóri á Vinnumálastofnun, hefur aflað upp- lýsinga um menntun þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá en fluttu úr landi í fyrra (sjá töflu). Þær tölur segja þó ekki alla söguna, því talið er víst að meirihluti þeirra sem flytja úr landi hafi ekki verið atvinnulaus. Upplýsingar um þá sem voru skráðir af atvinnuleysisskrá leiða í ljós að hlutfall iðnaðarmanna sem fluttu úr landi er nokkru hærra en sem nemur hlutfalli þeirra á skrá yf- ir atvinnulausa og hið sama gildir um fólk sem hefur lokið stúdentsprófi. Samtök atvinnulífsins hafa einnig reynt að leggja mat á svonefndan „spekileka“ þ.e. í hve miklum mæli fólk með sérmenntun og sérþekk- ingu flytur úr landi. Skv. upplýsing- um sem SA fékk Hagstofuna til að taka saman voru brottfluttir íslensk- ir ríkisborgarar umfram aðflutta 4.100 frá 2008 til 30. júní sl. Þeir skiptust nokkurn veginn í jafn stóra hópa eftir því hvort um var að ræða einstaklinga með háskólamenntun, starfs- og framhaldsmenntun eða án framhaldsmenntunar. Benda þessar tölur til að 1.500 manns með starfs- og framhaldsmenntun hafi flutt brott umfram aðflutta og 1.200 með háskólamenntun á þessum tíma. SA benda þó á að hafa verði fyrirvara á þessum tölum þar sem Hagstofan hefur ekki tæmandi upplýsingar og beri eingöngu að líta á þær sem vís- bendingu um menntun brottfluttra. Tölur um búferlaflutninga segja heldur ekki alla söguna því færst hefur í vöxt að fólk í ýmsum starfs- greinum fari til vinnu á Norðurlönd- unum í stuttan tíma í senn, jafnvel í nokkrar vikur eða mánuði og þurfi því ekki að tilkynna búsetuskipti. Þetta hefur t.a.m. verið algengt í heilbrigðisgeiranum. Ekki eru tiltækar upplýsingar um í hve miklum mæli læknar ráða sig til starfa í öðrum löndum í stuttan tíma í senn en skv. upplýsingum Sólveigar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Læknafélags Íslands, er þó ljóst að þar er um nokkuð stóran hóp sér- fræðinga að ræða. Læknaskortur er í nágrannalöndunum og því hefur verið auðvelt fyrir lækna að finna sér starf annars staðar, að sögn hennar. LÍ hefur fengið upplýsingar frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku um skráð lækningaleyfi sem ís- lenskir læknar hafa fengið í þessum löndum. Þær gefa vísbendingu um þróunina þó ekki sé þar með sagt að allir hafi nýtt sér leyfin til starfa. Útgefnum lækningaleyfum til ís- lenskra lækna fjölgaði verulega á allra seinustu árum og fengu alls 227 læknar lækningaleyfi í þessum þremur löndum á árunum 2008- 2010. Flestir í Svíþjóð eða 136, 70 í Noregi og 21 í Danmörku. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og fleiri starfsstéttir í heilbrigðis- þjónustunni hafa líka fengið staðfest starfsleyfi í þessum löndum. Þannig voru skráð 70 hjúkrunarleyfi hjúkr- unarfræðinga í Noregi í fyrra og 37 á árinu 2009 eða samtals 107. Viðmælendur sem fylgjast vel með búferlaflutningum eru ekki á einu máli um hvort rétt sé að tala um brottflutning fólks umfram að- flutta í efnahagskreppunni sem fólksflótta. Á málþingi fyrir skömmu fór Karl Sigurðsson yfir þróunina yfir lengra tímabil og bendir á að búferlaflutningar Ís- lendinga hafi alltaf verið töluverðir. Að meðaltali síðustu 50 ár hurfu tæplega 500 af landi brott árlega umfram aðflutta en á seinustu þremur árum hafa um það bil 1.500 flutt brott af landinu umfram að- flutta. Flestum ber saman um að því lengur sem doðinn í atvinnulífinu vari minnki líkurnar á að fólkið sem flutti snúi til baka. Brottflutningar Íslendinga Heimild: Vinnumálastofnun og Hagstofa Ísland Hvaðan koma og hvert fara? 5.000 4.500 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 5.000 4.500 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 Aðfluttir Brottfluttir 2008 2009 2010 2008 2009 2010 Danmörk Noregur Svíþjóð Bandaríkin Bretland Annað Flutningar Íslendinga til og frá Noregi 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Aðfluttir Brottfluttir Hverjir fara til útlanda 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Afskráðir 2010 vegna brottflutnings Grunn- skóli Starfst. framh. Iðnnám Stúdents- próf Háskóla- nám Brottfl. af skrá Atvinnul. alls Þjóðin Atgervisflótti til nágrannalanda  Stór hluti brottfluttra með framhalds- og háskólamenntun  227 læknar fengu lækningaleyfi í Sví- þjóð, Noregi og Danmörku 2008-2010  Yfir 100 hjúkrunarfræðingar með skráð leyfi í Noregi ’09-’10 Morgunblaðið/Golli Á brott Vísbendingar eru um að frá upphafi kreppunnar og fram á mitt þetta ár hafi um 1.200 fleiri háskólamenntaðir flutt frá landinu en til þess. Straumur til Skandinavíu » Skv. tölum norsku Hagstof- unnar um ríkisfang íbúa á Norðurlöndunum voru rúm- lega 20 þúsund Íslendingar búsettir á öðrum Norður- löndum en Íslandi í janúar á þessu ári. » Þar af voru tæplega 9 þús- und í Danmörku, 6.400 í Nor- egi og 4.360 í Svíþjóð. » Börn eru um fjórðungur þeirra Íslendinga sem hafa yf- irgefið landið umfram aðflutta á árunum eftir að efnahags- hrunið reið yfir. » Nettóbrottflutningur há- skólamanna nam 0,2% á fyrri hluta þessa árs, þ.e. fækkun háskólamanna vegna flutn- inga samsvarar einum af hverjum 500 að sögn Sam- taka atvinnulífsins. Starfandi læknum hefur fækkað um- talsvert hér á landi. Læknafélag Ís- lands hefur tekið saman upplýsingar um fjölda lækna sem flutt hafa til annarra landa og þá sem hafa flutt heim á sama tímabili í kjölfar efna- hagshrunsins. Á ellefu mánaða tímabili, frá maí árið 2009 til mars árið 2010 fluttu 48 læknar frá Íslandi. Þetta jafngildir því að 4,4 læknar hafi flutt af landi brott í hverjum mánuði. Á tímabilinu frá mars í fyrra til maí á þessu ári flutti 81 læknir frá landinu. Á þessum 15 mánaða tíma- bili fluttu því að jafnaði 5,4 læknar af landi brott í hverjum mánuði. Fram kemur í tölum læknafélagsins að á öllu tímabilinu, þ.e. frá maí árið 2009 til maí árið 2011 hafa 18 læknar sem eru eldri en 45 ára flutt af landi brott. Sé litið nánar á þróunina kemur í ljós að á 9 mánaða tímabili í fyrra (mars-nóvember) fluttu 56 læknar af landi brott en 15 læknar fluttu til Ís- lands á sama tíma. Flestir fluttu til Svíþjóðar eða 40 læknar. Brottflutningurinn hefur haldið áfram á þessu ári Á fyrstu fimm mánuðum yfirstandandi árs fluttu 25 læknar af landi brott, flestir eða 16 læknar, fluttu til Svíþjóðar en á sama tímaskeiði fluttu sjö læknar til Ís- lands. Margir læknar sækja sérfræði- menntun sína til Svíþjóðar og má ráða af tölum sem læknafélagið hef- ur tekið saman að langflestir þeirra sem fluttu til Svíþjóðar á þessum tímum voru á aldrinum 30 til 34 ára. Um 5 læknar fluttu á brott í hverjum mánuði  Hátt í 60 læknar til Svíþjóðar frá mars 2010 til maí í ár Morgunblaðið/Eggert Til Norðurlanda Fjöldi heilbrigðis- starfsfólks sem sótti um heimild til að starfa í Noregi sjöfaldaðist á 2 árum. Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772 og á ostabudin.is Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.