Morgunblaðið - 28.11.2011, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 28.11.2011, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011 landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Miðvikudaginn 30. nóvember kl. 8.30 - 10.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Að framsögum loknum fara fram pallborðsumræður. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, stýrir fundi. Skráning á landsbankinn.is. Hvað er framundan? Fundur í tilefni útgáfu ársrits Hagfræðideildar Landsbankans Dr. Daníel Svavarsson forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans kynnir nýja þjóð- hagsspá til næstu þriggja ára. Freyr Hermannsson forstöðumaður erlendra viðskipta á Alþjóðasviði Seðlabankans fjallar um gjaldeyrishöftin og áform Seðla- bankans um afnám þeirra. Dr. Sigurður B. Stefánsson sjóðstjóri hjá Eignastýringu Lands- bankans fjallar um eignastýringu í ljósi gjaldeyrishafta og óróa á erlendum mörkuðum. Skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu í lok árs 2010 skv. Eurostat. DANMÖRK 44% ÍSLAND 93% LÚXEMBORG 19% ÍTALÍA 118% GRIKKLAND 145% ÍR L A N D 95% ÞÝ SK A L A N D 83% J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Vesturbæjarskóla vantar sárlega húsnæði og pláss til kennslu og nú stendur til að þrjár færanlegar stofur verði settar á skólalóðina, sem er lítil fyrir. Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, hafa lagt fram tillögu til skóla- og frístundaráðs um að skoða þann möguleika að setja þessar færanlegu stofur ann- ars staðar, t.d. á Byko-reitinn eða á göturými Vesturvallagötu og þá myndi aðeins ein færanleg stofa þurfa að vera á skólalóðinni sjálfri. „Ég vil skoða aðra kosti áður en börnin missa leiksvæði undir fær- anlegar skólastofur,“ segir Kjartan. Skoðað til hlítar Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta flokksins, segir að taka þurfi tillit til gatnaskipulagsins. „Ég veit bara sem víst að borgin er búin að vera að kanna virkilega til hlítar hvernig sé hægt að leysa húsnæðis- og lóðarvanda Vesturbæjarskóla. Tillaga Kjartans verður vænt- anlega skoðuð á næsta fundi og þá kannað hvort deiliskipulag bjóði upp á þær breytingar,“ segir Eva. mep@mbl.is Vesturbæjarskóli í vandræðum Morgunblaðið/Jakob Fannar Þröngt Óvinsælar stofur á skólalóð. Talsmaður Huangs Nubos á Íslandi, Halldór Jóhannsson, segir Nubo ekki íhuga neinar aðrar fjárfestingar hér á landi nema að frumkvæði frá íslensk- um stjórnvöldum. ,,Hann er nátt- úrlega búinn að reyna sitt og mót- tökurnar eru þess- ar þannig að hann ætlar sér ekki að sækja þetta neitt frekar og bíður þess í stað eftir viðbrögðum.“ Eins og þekkt er orðið ætlaði Nubo að kaupa stærstan hluta jarð- arinnar Grímstaðir á Fjöllum; byggja hótel bæði í Reykjavík og á Gríms- stöðum, en fékk ekki leyfi stjórnvalda. ,,Hann lagði upp með það strax í upphafi að fara út í þessar fram- kvæmdir og beið í þrjá mánuði eftir svörum. Svo fær hann neikvæð svör og þá allt í einu koma einhver viðbrögð um að nú skuli ræða við hann, en þetta er svolítið seint í rassinn gripið,“ sagði Halldór og bætti því við að þetta væru mikil vonbrigði. Hörð gagnrýni úr héraði Ljóst er að fleiri eru vonsviknir. Stjórn Samfylkingarfélagsins í Þing- eyjarsýslu sendi frá sér ályktun þar sem félagið harmar þessa ákvörðun innanríkisráðherra um að veita Huang Nubo ekki undanþágu frá lögum til að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum. Þá lýsti stjórnin furðu sinni á því að ráðherrann hefði ekki talið það ómaks- ins virði að ræða við Nubo um fyrir- ætlanir hans um uppbyggingu ferða- þjónustu á Norðausturlandi. ,,Stjórnin lýsir ógleði sinni yfir því að atvinnuuppbygging í Þingeyjar- sýslu skuli vera orðin fórnarpeð í valdatafli Vinstri grænna og beinir því til forystu Samfylkingarinnar að kalla nú þegar saman flokksstjórnarfund. Þar gefist flokksmönnum tækifæri til að viðra skoðanir sínar og taka afstöðu til áframhaldandi stjórnarsamstarfs flokksins og VG,“ segir í ályktuninni. Huang hættur við að fjárfesta Huang Nubo  Samfylkingarmenn í Þingeyjarsýslu ósáttir Erlendur ferða- maður sem ósk- aði aðstoðar vegna slyss skömmu fyrir fjögur í gær komst í hendur sjúkraflutninga- manna um klukkan sjö í gærkvöldi. Ekki lá þá ljóst fyrir hverjir áverkar hans voru en hann fann til í baki og fæti og þótti rétt- ara að flytja hann með gát. Björgunarsveitarmenn frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg fluttu manninn Reykjadalinn niður að bílastæðinu rétt utan við Hvera- gerði. Fjölda björgunarmanna þurfti til verkefnisins en auk sveita af Suðurlandi aðstoðuðu sveitir af höfuðborgarsvæðinu við flutning- inn sem tók alls hátt í þrjár klukku- stundir en gekk samt vel. Björgunarstarfið tók um þrjá tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.