Morgunblaðið - 28.11.2011, Síða 16

Morgunblaðið - 28.11.2011, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ VefurinnEyjan,óopinbert málgagn Sam- fylkingarinnar, segir í pistli að „æ fleiri séu orðnir þeirrar skoðunar að enginn for- sætisráðherra sé í landinu“. Þetta er dálítil yfirlýsing, sérstaklega þegar hún kem- ur úr þessari átt. Því er bætt við í sama pistli, sem litið er á sem ígildi ritstjórnar sam- fylkingarvefsins, að þau lausatök í stjórnsýslunni, sem þar eru nefnd, hefðu að- eins getað gerst með Jó- hönnu Sigurðardóttur við borðsendann. Segir vefurinn „að slík framkoma einstakra ráðherra sé einsdæmi í sögu stjórnarráðsins og hefði ver- ið óhugsandi í tíð annarra forsætisráðherra“. Vefurinn telur sem sagt að Jóhanna sé ekki betri en enginn. Sjálfsagt er ekki létt fyrir þá samfylkingarmenn sem þarna eru í forsvari og líta á sjálfa sig sem þungavikt- armenn í sínum flokki að op- inbera þessa skoðun sína. Vafalítið er að hin óþægilega staðreynd var ekki að hvolf- ast yfir þá í þessari andrá. Hún hlýtur að hafa runnið upp fyrir þeim fyrir löngu og þeir haldið henni fyrir sig eða hent á milli sín eins og heitri kartöflu, en geta ekki lengur orða bundist. Auðvitað hefði enginn for- sætisráðherra, (og getur þá veröldin öll verið undir) látið undirrita samninga við út- lendinga um Icesave, án þess að lesa þá sjálfur yfir. Í þeim samningum var fólgin áhætta upp á hundruð millj- arða króna. En þetta gerði Enginn, núverandi forsætis- ráðherra, eins og menn muna. Og auðvitað myndi ekki nokkur forsætisráðherra í vestrænu ríki á 21. öld ákveða að ganga gegn sam- hljóða niðurstöðu sjálfs Hæstaréttar landsins sem nauðugur ógilti sértækar stjórnlagaráðskosningar. En einmitt þetta, sem enginn forsætisráðherra myndi hafa gert, gerði Enginn, núver- andi forsætisráðherra Ís- lands. Það myndi heldur enginn forsætisráðherra tilkynna að hann fyndi ekki tíma á sinni dagskrá til að taka á móti for- sætisráðherra Kína og hundrað manna fylgdarliði hans, sem var á ferðalagi um Evr- ópu. Það myndi heldur enginn forsætisráð- herra hirta sinn eigin innan- ríkisráðherra opinberlega fyrir að fylgja settum lögum landsins og tilkynna að hann hvorki gæti né vildi veita undtekningu frá lögum svo selja mætti erlendum kaup- sýslumanni spildu úr Ís- landi, sem er á stærð við ESB ríkið Möltu. Þess vegna gerði Enginn forsætisráð- herra Íslands einmitt þetta hvort tveggja. Og það mundi enginn for- sætisráðherra nema Enginn forsætisráðherra ráðast op- inberlega á eigin sjáv- arútvegsráðherra og segjast hafa tekið stærsta málið sem undir ráðherrann heyrir og fært það öðrum og þar með brotið lög um stjórnarráðið og farið á skjön við stjórn- skipan landsins. Og sennilega myndi eng- inn forsætisráðherra í bull- andi atvinnuleysi flytja hverja ræðuna af annarri, í hálft þriðja ár, þar sem há- tíðlega er tilkynnt að verið sé að skapa 5.000 störf á næstunni, 7.000 störf séu í burðarliðnum og 13.000 störf séu svo gott sem komin og það eina sem hægt sé að benda á að standi upp úr þessu innantóma blaðri sé að nafngreindur maður hafi verið fluttur úr Reykjavík í hermangssafnið á Keflavík- urflugvelli, þar sem hann muni í senn verða starfs- maður og safngripur. En Enginn, sem nú situr í forsætisráðherrastólnum, að mati samfylkingarvefsins Eyjunnar, getur einmitt hrósað sér af þessu. En af hverju tekur samfylking- arvefurinn á sig rögg einmitt núna og vekur athygli á að Enginn sé nú forsætisráð- herra á Íslandi? Er þetta kannski vel meint? Er verið að reyna að bjarga Samfylk- ingunni áður en það verður um seinan? Er verið að reyna að ýta við mönnum? Það gæti verið tvíbent. Jafn- vel orðið bjúgverpill, því sagt er að Enginn sé verri þótt hann vakni. Eyjan segir í rit- stjórnargrein að sí- fellt fleiri telji að enginn forsætisráð- herra sé í landinu} Samfylkingarvefur segir að Enginn sé nú forsætisráðherra O kkur er ómögulegt að skilja sam- band Guðs við tilveruna, einfald- lega vegna þess að skilningurinn er bundinn því sem við sjáum og Guð er ósýnilegur – ef hann er þá til. En hvað er það sem kveikir lífið og slekkur það? Úr hverju sprettur tilvistin og hvað verð- ur um okkur þegar henni lýkur? Ef til vill var það rétt hjá Cicero, að við þurfum ekki að kvíða dauðanum. Eins og hann benti á, ef líf er eftir dauðann, þá er engu að kvíða, og ef ekk- ert tekur við, hverju er þá að kvíða – engu! En hvernig eigum við að takast á við sorg- ina sem fylgir missi ástvina? Það er dýrmætt að lesa verk fullþroskaðra skálda, sem takast á við slíkar tilvistarspurningar. Spurningin um dauðann er þeirra svið, eins og Norman Mailer sagði í samtalsbókinni Af Guði: „Hafandi verið skáldsagnahöfundur allan minn starfsferil, er ég kannski örlítils vísari um manneskjur. Ég ætti að vera það. Þær hafa verið mitt rannsóknarefni. Það má segja að mín guðfræði spretti af spurningum á borð við: Hver erum við? Hvað erum við? Hvernig þroskumst við? Af hverju, í raun, erum við til? Og er Skapari í návist okkar í því sem við gerum?“ Það eina sem við höfum til marks um tilvist Guðs er vera okkar á jörðinni. Við komumst hvergi nær tilgang- inum eða tilgangsleysinu í gegnum röklegt samhengi vís- indanna; þau lýsa aðeins því sem við „sjáum“. Ef við þreifum okkur áfram inn í myrkrið, inn í gapandi tómið, er því nærtækast að styðjast við skáldskapinn. Trúið, segir ljósið og fálmar sig áfram inn í flöktandi myrkur. Söknuður nefnist ný ljóðabók skáldsins Matthíasar Johannessens. Þar glímir hann við sorgina sem fylgir fráfalli ástvinar, sáran söknuð og spurningarnar sem brenna á hon- um. Og hann kastar spurningu út í eilífðina: „... þá spyr ég dauðann/ Hvar?“ Hvar? Spurningin sem Jóhann Jónsson margendurtók í Söknuði, kvæði sem ekki var alveg laust við skáldskap, sagði Lárus afi. „Augu“ eru eitt minni bókarinnar, tákn um það sem við sjáum, það sem við sjáum ekki og líka um það sem við sáum. „Þegar þú lítur í augun á þeim sem þú elskar þá skilurðu að einginn dauði er til,“ sagði konan í kirkju- garðinum í Heimsljósi skáldsins Halldórs Laxness. Það má greina von í orðum Matthíasar: „Þú ert mér horfin, aðeins þó í bili.“ En óvissan nagar þann sem situr eftir: Kvöldgul er nóttin og niðandi stjörnur sem forvitin augu á himni, ég horfi úr einmana auga bíð eftir vaktmanni guðs, að veröldin hrynji. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Kall út í eilífðina STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Þ rátt fyrir að tæplega ár sé liðið frá því lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafnaði tillögu Reykja- víkurborgar um að gera Suðurgötu að einstefnugötu eru ein- stefnuskiltin enn á sínum stað. Kristján Ólafur Guðnason, yfirmað- ur umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir alveg skýrt að umferðarmerkin séu sett upp án heimildar og slíkt athæfi geti m.a. varðað við 17. kafla almennra hegningarlaga um skjalafals. Krist- ján bendir á að sérákvæði um notk- un á vegi til umferðar, s.s. ákvæði um einstefnu, er tekin af lög- reglustjóra að undangenginni tillögu sveitarstjórnar eða vegamálastjóra ef um þjóðveg er að ræða. Slíkur lögformlegur ferill sé nauðsynlegur þar sem ökumenn verði að geta treyst því að umferð- armerki séu sett upp af ábyrgð hverju sinni og með samþykki yf- irvalda. Hafa verði í huga að öku- mönnum sé skylt að aka í samræmi við umferðarmerki. Réttur lögform- legur ferill tryggi auk þess lagaum- hverfi ökumanna betur en ella ef óhapp eða slys verða þar sem reynir á lagalegt gildi umferðarmerkinga. „Lögregla hefur ekki samþykkt þetta enn og hefur ítrekað farið fram á það við Reykjavíkurborg að breyt- ingar verði gerðar,“ segir Kristján um einstefnuskiltin á Suðurgötu. Kristján segir ekki fyllilega ljóst hvort staða málsins hefði ein- hver réttaráhrif, tæki einhver upp á því að aka gegn einstefnumerkinu og valda slysi. Dómstólar yrðu að taka á því. Þessi óvissa væri þó áhyggjuefni, m.a. vegna þess að hver sem er gæti keypt hvaða umferð- arskilti sem er, miðað við þær upp- lýsingar sem komu fram í frétt Morgunblaðsins nýlega. „Í ljósi þess að veghaldari ber ábyrgð samkvæmt lögum á að merk- ingar séu í lagi, þá þykir lögreglu það í besta falli undarlegt að í þessu tilviki sé það veghaldari sjálfur, Reykjavíkurborg, sem setur merk- ingar upp á Suðurgötu án samþykkis lögreglustjóra og því í andstöðu við lög. Lagaumhverfið, umferðarlög og vegalög, gerir ekki ráð fyrir að veg- haldari haldi þannig á málum og okkur er því nokkur vandi á hönd- um,“ segir hann. Lögregla hafi ítrekað reynt að fá viðbrögð borgarinnar við at- hugasemdum sínum en án árangurs. Til skoðunar hafi verið að taka þær niður á kostnað borgarinnar. Frá því var hins vegar fallið enda óvíst hvaða merkingar kæmu í staðinn eða eftir hvaða ferlum yrði farið í ljósi forsögunnar. „Staða málsins er því í nokkurri óvissu. Að beita ákvæðum hegningarlaga, sem hefur verið til skoðunar hjá lögreglu einn- ig, er neyðarúrræði og kemur von- andi ekki til,“ segir hann. Í góðri trú Ólafur Bjarnason, samgöngu- stjóri Reykjavíkur, segir að borgin hafi sett skiltin upp í góðri trú og fengið þær upplýsingar frá lögreglu að hún myndi ekki gera at- hugasemdir við að einstefnu yrði komið á. Það hefði síðan komið í ljós í janúar 2011 að lögregla myndi ekki veita samþykki sitt. Borgin teldi sig engu að síður í fullum rétti og hann segir að lögregla hafi ekki krafist þess að þau yrðu tekin niður. Þá bendir hann á að í drögum að nýj- um umferðarlögum sé gert ráð fyrir að sveit- arfélög geti framvegis sett upp umferðarmerki án þess að fá samþykki lögreglu. Merki án leyfis teljast hugsanlega skjalafals Kristján Ólafur Guðnason tekur fram að lögregla sé ekki andvíg einstefnu á Suðurgötu, heldur því hvernig breytingin var fram- kvæmd. Einstefnuskiltið var sett upp í september 2010. Í áliti lögreglu frá janúar 2011 kemur m.a. fram að merkingarnar séu ófullnægj- andi og í nokkrum tilvikum vill- andi. Lögregla bendir m.a. á að umferðar- og yfirborðsmerk- ingar séu til þess fallnar að skapa óöryggi fyrir ökumenn. Þá bendir lögregla á að vegna staðsetningar ein- stefnumerkis á Suðurgötu sunnan Kirkjugarðsstígs byrji einstefna ekki á horni þessara gatna, eins og megi ætla að eigi að vera. „Merking þessi er því fram- kvæmd af nokkuri létt- úð að því er virðist,“ segir lögregla. Gagnrýna framkvæmdina EKKI ANDVÍG EINSTEFNU Hjólað Tilgangurinn með því að gera Suðurgötu að einstefnugötu var að koma fyrir reiðhjólastíg frá Hólatorgi að Skothúsvegi. Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.