Morgunblaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011
Nýlega ákvað ég að skipta um síma-
þjónustufyrirtæki. Ég skoðaði verð
hjá stóru fyrirtækjunum tveimur og
hjá Símanum
voru mér boðin
betri kjör og þjón-
ustuleið sem virt-
ist henta mér. Þar
var mér sagt að
ég gæti fengið há-
hraðanet tengt á
einum sólarhring,
sem er mikilvægt
vegna vinnu
minnar, og réð
það ákvörðun minni um að stökkva á
boðið. Var mér ráðlagt að skila „roud-
ernum“ til gamla fyrirtækisins og fá
nýja línu hjá þeim til að flýta fyrir
þessu.
Skemmst er frá því að segja að
þetta var hrein lygi. Ég fékk ekki net-
ið, sem var lofað á einum sólarhring,
fyrr en tólf dögum síðar. Þá höfðu
tæknimenn tjáð mér að útilokað væri
að fá nýja tengingu á sólarhring
þannig að það sem sölumaðurinn
sagði mér var hrein lygi að því er
virðist til að fá mig í viðskipti. Þá
hafði ég eytt fjölda klukkutíma og
tugum símtala (bíðandi nr. 25 í röð-
inni) við fjölda starfsmanna hjá Sím-
anum sem svara í þjónustusíma.
Margoft bað ég um að fá að tala við
yfirmenn og/eða fá netföng hjá þeim
en var ætíð neitað um það.
Þjónustuverið er lokað og ekki
hægt að komast þar inn til að eiga
viðtal við yfirmenn og ekki hægt að fá
samband við þá í gegnum skiptiborð.
Þegar heimasíða Skipta (eign-
arhaldsfélags Símans) er skoðuð má
sjá að engar upplýsingar eru þar um
netföng yfirmanna.
Það hlýtur að vera eitthvað mikið
að hjá fjarskiptaþjónustufyrirtæki
sem byggir „firewall“ utan um alla þá
sem hafa völd til að leysa mál.
Síðan fóru mér að berast reikn-
ingar sem voru allt of háir og ég m.a.
rukkaður fyrir þjónustu sem ég bað
ekki um og þáði ekki. Að fá þetta leið-
rétt hefur reynst þrautin þyngri.
Endalaus símtöl og svikin loforð.
Á síðasta reikningi, sem dæmi, er
að finna 39 upphæðir. Plúsar og mín-
usar fram og til baka og illskiljanlegt
fyrir þá sem ekki eru vel læsir á
reikningshald. Satt að segja hef ég þá
trú að það sé með vilja gert að flækja
þetta í von um að fólk fari ekki yfir
reikninga sína. Borgi þá þegjandi og
hljóðalaust með hinum bunkanum í
heimabankanum um hver mán-
aðamót.
Ég átti samtal við skrifstofustjóra
Skipta. Ég bað hann að fá samtal við
yfirmann þjónustusviðs símans en
hann sagði það ekki vera hægt. Þegar
ég spurði hvers vegna var mér tjáð að
hann tæki ekki á móti viðskiptavinum
með umkvartanir því þá gerði hann
ekkert annað allan daginn! Skrítin
þjónusta það.
Þrátt fyrir endurtekin brot Símans
á samkeppnis- og persónuvernd-
arlögum og hundraða milljóna sekt-
argreiðslu virðist það ekki hafa orðið
til að bæta þar viðskiptahætti. Ég hélt
satt að segja að með forstjóraskiptum
og illu gengi Skipta hefði fyrirtækið
ákveðið að reka af sér slyðruorðið en
svo virðist því miður ekki vera.
Ég hef nóg annað við lífið að gera
en eltast við svik og svínarí Símans og
hef því ákveðið að leita annað með
kaup á fjaskiptaþjónustu.
HELGI SKÚLASON
neytandi.
Loginn inn í viðskipti við Símann
Frá Helga Skúlasyni
Helgi Skúlason
Ég hlóð niður af „alnetinu“ risastórri
ljósmynd af Norður-Ameríku í mjög
góðri upplausn (200 dpi) sem NASA
(Geimferðastofnun Bandaríkjanna)
hafði upprunalega komið á framfæri,
skildist mér. Skurðarlína mynd-
arinnar í suðri lá um Mexíkó en þar
eð Alaska var inni á myndinni, voru
þar ennfremur auk Kanada, norð-
urpóllinn, Grænland – og eðli málsins
samkvæmt Ísland líka, enda nær
Grænland austar á bóginn en vort
farsælda frón.
„Ísland á heima með Norður-
Ameríku“ mun Vilhjálmur heitinn
Stefánsson landkönnuður hafa sagt á
sinni tíð en „frekja“ breska herfor-
ingjaráðsins á 19. öld réð því víst að
Ísland var innlimað í Evrópu, sagði
mér langferðalangur einn óljúgfróður
í leigubílnum um árið.
En bitti nu, sagði einhver, vorum
við Íslendingar ekki undir vernd-
arvæng Bandaríkjamanna um sex
eða sjö áratuga skeið? Voru það ekki
þeir sem ákváðu – eða réðu því að við
urðum sjálfstæð þjóð? Ég man ekki
betur. Þeir lokuðu að vísu bækistöð
sinni í Keflavík (Rosmhvalanesi) fyrir
rest – en sögðust áfram ætla að
ábyrgjast öryggi landsins með gervi-
hnattaeftirliti og flugmóðurskipaflot-
um – sem maður auðvitað treystir.
Svo bara gáfu þeir einfaldlega ís-
lensku þjóðinni alla aðstöðu sína á
Miðnesheiði (heilt bæjarfélag) sem
nú er óðum að breytast í mennta- og
framfarasvæði, öllum til heilla held
ég.
Hvers vegna í ósköpunum er þá
ríkisstjórnin að beina allri sinni at-
hygli til Evrópu? Maður einfaldlega
nær þessu engan veginn. Ætli Jó-
hanna mín verði ekki að fara að snúa
sér til annarra álitsgjafa en nú – ekki
síst bandarískt menntaðra kvenna –
auk allra karlmannanna vitaskuld.
PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON,
leigubílstjóri.
Ísland er vestar en austur
Frá Páli Pálmari Daníelssyni
Bréf til blaðsins
Í Fréttablaðinu seint
í sumar birtist grein
eftir Sif Sigmarsdóttur
undir nafninu „Bak-
þankar: Spilling fyrir
opnum tjöldum.“ Þar
fór skrifari mikinn og
taldi að iðnaðarráð-
herra, Katrín Júl-
íusdóttir, hefði með því
að reka alla stjórn
Byggðastofnunar og
skipa nýja sér þóknanlega „úr at-
vinnulífinu og háskólasamfélaginu“
upprætt pólitíska spillingu. Málið er
ekki svona einfalt. Greind Katrín er í
pólitík og skipan hennar því pólitísk.
Ekki þekki ég til stjórnar Byggða-
stofnunar en vil meina að pólitískar
ákvarðanir eigi rétt á sér sérstaklega
ef þær eru teknar til að bæta okkar
hag. Okkar „spilling“ snýst meira um
það að óháð þekkingu telja ýmsir sig
útvalda án samkeppni til að taka þátt
í alls konar verkefnum. Þeir spila þá
gjarnan með opinbert fé. Sem dæmi
má nefna að þegar síðasta ramma-
áætlun var birt kom fram forstjóri
RARIK, Tryggvi Þór Haraldsson, og
tilkynnti með þjósti að hans fyrirtæki
hefði tapað fleiri hundruð milljónum á
virkjanaáætlun stjórnvalda. Helst
var að skilja að allt væri þetta „van-
hæfum“ umhverfisráðherra að
kenna. Ég varð mjög undrandi að sjá
að okkar gamla einokunarfyrirtæki,
sem aðallega er frægt fyrir að end-
urreisa tréstaura úti í okkar dreifðu
landsbyggð eftir óveðurskafla og
reka litlar virkjanir, gæti tapað slík-
um upphæðum á áætlunum stjórn-
valda um byggingu stórvirkjana.
Ég fór að skoða málið. Þá rak ég
augun í að komið var RARIK ohf. þar
sem fjármálaráðherra ræður ríkjum
og fer með allt hlutafé. Heimasíður
orkufyrirtækjanna veittu upplýs-
ingar um að neysla almennings á raf-
orku er frekar að dragast saman.
Heimilistæki nota minni raforku.
Gömlu sjónvarpshlunkunum er skipt
út og ný Led-sjónvörp koma í stað-
inn. Samkvæmt hagtölum landsins
kemur fram að fólk sé
að flytja til Noregs til að
fá vinnu. Okkur er því
að fækka. Sem sagt
ekki þörf fyrir nýjar
virkjanir fyrir almenna
neytendur. Forvitnin
dró mig enn lengra og
ég fór að lesa árs-
skýrslur orkufyrirtækj-
anna. Þar sá ég ýmis
ehf. sem voru virk undir
ohf-inu. Yfirleitt mynda
ríkisfyrirtæki einungis
ehf. til að geta tekið að
sér verkefni sem eru í ósamræmi við
þeirra lög og tilgang eða til að geta
veitt opinbert fé án þess að þurfa að
fara eftir ströngum lögum um með-
ferð opinberra fjármuna og upplýs-
ingaskyldu.
Ég sá þá að eitt ehf-ið hjá RARIK
var að láta einkafyrirtæki hanna fyrir
sig virkjanir af þeirri stærð að innan
fyrirtækis er hvorki þekking á að
reka þær né markaðssetja orkuna frá
þeim. Um markaðssetninguna má
bæta því við að þar sem ekki er verið
að svara neysluaukningu almennings
á raforku má ætla að verið sé að
virkja fyrir stóriðju. Þekking á mark-
aðssetningu raforku til stóriðju hér á
landi er einungis til innan Lands-
virkjunar og hjá þessum fáu starfandi
stóriðjufyrirtækjum sem teljandi eru
á fingrum annarrar handar. Eða eru
það ef til vill einkafyrirtækin sem eru
að „merkja sér“ framtíðarhönn-
unarverkefni og notfæra sér þekking-
arleysi RARIK? Er ekki rétt að geta
þess að þessi málaflokkur er mjög
umdeildur hjá þorra almennings, þar
með eigendum fyrirtækisins? Getur
verið að þessi verkefni séu eignfærð
innan ehf-sins og svo ehf. innan ohf-
sins til að t.d komast framhjá lögum
um kaup á þjónustu? Svo eru þau
sennilega eignfærð sem „goodwill“ á
stórt hönnunarverkefni í hjá einka-
fyrirtækjunum. Eru þessar vinnuað-
ferðir ekki bara brellur hinna útvöldu
siðleysingja?
Í þessum ehf-um fann ég að okkar
gamla RARIK ætlar að blanda sér
inn í jarðhitavirkjanamál í Tyrklandi.
Staðkunnugir hafa sagt mér að til
þess að vera gjaldgengur til úthlut-
unar virkjanaleyfis í Tyrklandi sé ein-
ungis þörf á Visa gull- eða plat-
ínukorti. Ekki getur það því verið
orsök tapsins því varla er hægt að
eignfæra þetta hærra en virði plasts-
ins í kortinu. Eða er um brellur að
ræða? Um Tyrkland er það að segja
að spáð er mikilli uppbyggingu þar á
næstu árum. Velmenntaðir Tyrkir af
þriðju kynslóð „gestaverkamanna“
streyma nú frá Þýskalandi til að
stunda viðskipti í sínu gamla heima-
landi. Þeir gjörþekkja aðstæður síns
gamla heimalands. Tala mál heima-
manna og mál vestrænna fjárfesta.
Okkar RARIK ohf/ehf-sauðir með
okkar „How do you like Iceland“-
ensku ættu að vera þeim léttur biti til
að rýja inn að skinni í viðskiptum. Að
þeim leik loknum ætti greindur for-
stjóri sennilega bara um tvo slæma
kosti að velja. Að hækka raforkuverð
í dreifbýli eða að væla út aukið eigið
fé frá ríkinu. Mér finnst rétt að fjár-
málaráðherra eða iðnaðarnefnd Al-
þingis kalli inn til yfirheyrslu um
gjörðir og grundvöll fjárfestinganna
stjórn RARIK ásamt forstjóra og
taki fyrir þessa eyðslu á fé almenn-
ings áður en búið er að steypa okkur í
nýtt „mini Icesave“. Ég vona að þessi
skrif mín hafi það í för með sér að
þessir menn skilji að umgangast skuli
fé skattborgara með varúð og af fullri
virðingu.
Eftir Þorgeir
Þorsteinsson
»Ég fór að skoða mál-
ið. Þá rak ég augun í
að komið var RARIK
ohf. þar sem fjármála-
ráðherra ræður ríkjum
og fer með allt hlutafé.
Þorgeir Þorsteinsson
Höfundur er verkfræðingur.
RARIK ohf.
Steingríms?
Samstarfskonur
mínar hafa skorað á
mig að skrifa blaða-
grein um hvernig bæta
megi öryggi gangandi
fólks í umferðinni; og
þá ekki síst skólabarna.
Vissulega hef ég
reynt að skrifa eitthvað
nýtt um mikilvægi ör-
yggis fólks í umferð-
armenningunni áður,
en það hefur alltaf strandað á því að
til þess hefði ég orðið að velta upp
rökum um grundvallaratriði sem
flestir Íslendingar eru ekki tilbúnir
að meðtaka; nefnilega: Hversu langt
erum við sem samfélag viljug að
ganga til að bjarga mannslífum? Hér
eru nokkrar vísbendingar:
Nýlega var í fréttum að trygginga-
félag í Danmörku væri að meðaltali
tilbúið að láta af hendi hámarksbætur
fyrir líf ungs verkamanns, sem svar-
aði um hundrað milljónum króna ís-
lenskum. Var það varið með þeim
rökum að þetta væri upphæðin sem
hann ætti eftir að vinna sér inn á heilli
starfsævi; og því væri þetta mæli-
kvarði á líf hans frá sjónarmiði þjóð-
félagsins.
Þá mætti spyrja: Ef tuttugu Ís-
lendingar farast í umferðinni á Ís-
landi á hverju ári að meðaltali, hversu
miklu viljum við þá kosta til að fyr-
irbyggja þau dauðsföll? Meira en tvö-
falda þessa upphæð á mann?
Alla vega ekki margfalda þessa
upphæð, ef marka má tregðu okkar
til að tvöfalda Suðurlandsveginn að
Hellu í ljósi þess að árlegur fjöldi
dauðsfalla er kominn nokkrum
mannslífum fram yfir það sem ásætt-
anlegur fórnarkostnaður var talinn
fyrir.
Með öðrum orðum: Við höfum tals-
vert skýrar hugmyndir í raun um
hvað íslensk mannslíf skulu kosta.
Reikna má með að íslenskir skatt-
borgarar sættu sig ekki við samdrátt
um meira en fimm prósent í kaup-
mætti að meðaltali, í því skyni að
bjarga lífi fimmtíu vandalausra sam-
borgara sinna. Ef það færi yfir það,
myndu verða fundnar tylliástæður
hjá ríkisstjórn okkar fyrir að borga
ekki.
Þessi staða gæti t.d.
komið upp ef fimmtíu ís-
lenskir ríkisborgarar á
snekkju væru teknir til
fanga af sjóræningjum
undan Sómalíu, er
krefðust slíks lausn-
argjalds til að skila þeim
lifandi. Fyrr myndum
við þá líklega þiggja að-
stoð einhvers herveldis
við að reyna að frelsa
gíslana með vík-
ingasveitum, sama hve
mannskæð slík aðgerð
gæti reynst.
Annað dæmi gæti hugsast, þar sem
á markað kæmi undralyf, sem fram-
lengdi líf gamalmenna um fimmtíu ár
að meðaltali. Meðal-Íslendingurinn
myndi finna átyllu til að sneiða hjá að
styðja slíka björgunaraðgerð af hálfu
stjórnvalda, ef það þýddi fimm pró-
senta tekjulækkun hjá honum sjálf-
um.
En aftur að umferðarmálunum: Í
sæluríki kommúnismans á níunda
áratugnum í Albaníu, var sparað með
því að banna bifreiðar í einkaeign. Þá
hafa væntanlega ekki orðið nein bíl-
slys á gangandi fólki. Þetta þætti
örugglega ekki vera fær leið á Ís-
landi, til að bjarga tuttugu bílafarþeg-
um á ári, hvað þá fimm fótgang-
endum, af því þar með væri verið að
skaða samgöngukerfið um meira en
sem svaraði fimm prósentum af þjóð-
arframleiðslu.
Auk þess sem vegið væri að rétti
einstaklingsins til að eiga slíka fast-
eign, og að taka áhættu með líf sitt og
annarra í kapphlaupinu við Mammon.
Líklega yrði kaupmáttarrýrnunin
raunar meira en tuttugu prósent, og
menn hafa farið í stríð til að verja
minni hagsmuni; jafnvel þótt mörg
mannslífin verði þá verðlaus.
Engin stjórnvöld myndu kannast
við að vilja fórna nokkrum fótgang-
andi skólabörnum í umferðinni frekar
en að gera risastóra uppstokkun á
samgöngukerfinu til að koma í veg
fyrir það. Enda telja þau að börnin
séu skattgreiðendur framtíðarinnar,
sem komi til með að halda uppi trygg-
ingakerfinu og menningunni og sjálf-
stæðinu.
En fyrr myndu stjórnvöldin þó lík-
lega daðra við þann möguleika að
auka innflytjendastrauminn til að
fjölga skattborgurum, af því það gæti
verið ódýrari kostur í stöðunni.
Við skulum muna að fyrir tveimur
öldum á Íslandi, og fyrr, hafa stjórn-
völd ekki verið tilbúin að reiða af
hendi meira en svo sem eina milljón
króna til að bjarga venjulegum ein-
staklingi frá dauða; og þaðan af
minna fyrir óvinnufæra. Þetta er
svona víða ennþá í heiminum.
Til dæmis vilja flestir Íslendingar
ekki greiða svo sem tuttugu þúsund
krónur til þróunaraðstoðar í fátæk-
ustu löndunum úr eigin vasa, jafnvel
þótt það geti sannanlega bjargað
heilli mannsævi einhvers ein-
staklings.
Því kýs ég að svara samstarfskon-
unum mínum þannig: Hver ein-
staklingur getur reynt að vera sjálfur
sem grandvarastur með líf sitt í um-
ferðinni.
Mæðurnar geta alið upp börnin sín
til að virða rétt hinna fótgangandi; og
jafnvel bent á að farþegar í bílum eru
líklegri til að týna lífi sínu í umferð-
inni en fótgangendur.
Stjórnvöldin má svo gagnrýna fyr-
ir að reyna að spara með því að hafa
skemur kveikt á götuljósunum.
Og svo má halda áfram að brýna
fyrir börnunum að gleyma ekki að
reyna að gera sem mest úr lífi sínu, til
að þegar upp sé staðið verði ævifram-
lagið meira metið en sem svaraði
nokkrum milljónum króna, enda er
skólakerfið nú farið að gera kröfur
um að allir krakkar fái tækifæri til
lífsfyllingar sem áður tilheyrðu helst
börnum menntaðra foreldra.
Fyrr skulu nú börnin safna há-
skólagráðum en að lenda í hinni vax-
andi gryfju langtímaatvinnuleysisins.
Umferðin og manngildið
Eftir Tryggva V.
Líndal
Tryggvi V. Líndal
» Í sæluríki komm-
únismans á níunda
áratugnum í Albaníu,
var sparað með því að
banna bifreiðar í einka-
eign. Þá hafa vænt-
anlega ekki orðið nein
bílslys á gangandi fólki.
Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og
skáld.