Morgunblaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011
✝ Hermann fædd-ist á Þórsnesi
við Eyjafjörð 16.
desember 1926.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut föstu-
dagskvöldið 18.
nóv.
Foreldrar hans
voru Ólöf Tryggva-
dóttir og Valsteinn
Jónsson. Hann var
sjötti í röð tíu systkina. Systkini
hans eru Jón Júlíus, f. 1919,
d.1920. Jóna Júlía, f. 1920, d.
2005. María, f. 1921. Jóhanna, f.
1923. Birna Friðrika, f. 1924, d.
1942. Lára, f. 1929, Tryggvi, f.
1930. Jenný Ólöf, f. 1933 og
Haraldur, f. 1934. Árið 1950
giftist Hermann Öldu Péturs-
dóttur, f. 28. marz 1929, d. 25.
sept. 1996. Hermann og Alda
eignuðust þrjá syni, þeir eru 1)
sambýlismaður hennar er Há-
kon Heimir, þau eiga 3 börn,
Rakel Rós 10 ára, Brynjar Karl
7 ára og Sigurð Ríkharð 1 árs.
Ægir Pétursson, f. 1979, sam-
býliskona Eva Mjöll. Pétur og
Herdís skildu. 3) Reynir, f.
1959. Alda og Hermann bjuggu
lengst af á Hólabraut 13 í Hafn-
arfirði. Hermann gegndi mörg-
um trúnaðarstörfum fyrir
verkalýðsfélagið Hlíf og sat í
stjórn félagsins til margra ára.
Hann vann ýmis störf tengd sjó-
mennsku fram til ársins 1969 er
hann réði sig til Álversins í
Straumsvík þar sem hann
gegndi ýmsum störfum ásamt
því að vera trúnaðarmaður
starfsmanna þar í mörg ár.
Hann lét af störfum 70 ára. Síð-
ustu árin bjó Hermann á Mið-
vangi 41 og hefur notið sam-
vista með góðri vinkonu sinni
Mörthu Ingimarsdóttur sem býr
á dvalarheimilinu Höfn í Hafn-
arfirði. Hermann lést eftir
stutta sjúkrahúsvist.
Útförin verður gerð frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði mánu-
daginn 28. nóvember 2011 kl.
13.
Haukur, f. 1949,
hann kvæntist Mar-
gréti Fredriksen.
Synir þeirra eru
Martin, f. 1968.
Hermann, f. 1972,
eiginkona hans
Margrét Elíasdótt-
ir, þau eiga þrjú
börn, Martin 17
ára, Arnór 13 ára
og Önnu Margréti
5 ára. Haukur og
Margrét skildu. Eiginkona
Hauks er Ólöf Ásgeirsdóttir og
eiga þau Huldu Kristínu, sam-
býlismaður hennar er Páll
Gunnar þau eiga þrjú börn,
Hauk Darra 10 ára, Sigmar
Atla 2 ára og Ragnhildi Eddu 9
mánaða, Björn Elvar, hann á
dótturina Viktoríu 10 ára. 2)
Pétur, f. 1955, hann kvæntist
Herdísi Brynjólfsdóttur og eiga
þau tvö börn, Öldu, f. 1976,
Mig langar að minnast elsku-
lega afa míns í nokkrum orðum.
Afi minn og nafni var yndislegur
maður, félagslyndur og hress.
Ég minnist hans sérstaklega þar
sem hann sat uppi í stúku og
fylgdist með mér þegar ég spil-
aði körfubolta hér á árum áður.
Þeir voru ekki margir leikirnir
sem hann lét sig vanta á, það
reyndist honum frekar erfitt
reyndar að hvetja mig þegar ég
spilaði á móti Haukum enda var
hann mikill Haukamaður í sér.
Mér þótti alltaf jafn ljúft að vita
af honum á sínum stað í stúk-
unni og ekki síður skemmtilegt
að spjalla um leikina við hann
þegar maður kom í heimsókn.
Ég er afskaplega þakklátur fyrir
að hafa notið þess að hafa haft
hann afa minn svona lengi í
mínu lífi og að börnin mín hafi
náð að kynnast honum afa Hafn-
arfirði eins og við kölluðum
hann alltaf. Ég sat einn með afa
mínum inni á stofunni hans uppi
á Landspítala þar sem við spjöll-
uðum um ýmislegt, hann spurði
mig um börnin mín og hvernig
körfuboltinn gengi hjá þeim eins
og hann gerði alltaf, ekki óraði
mig fyrir því að þetta væri okk-
ar síðasta spjall saman. Þegar
ég stóð upp til að kveðja hann,
kyssti ég hann á ennið, strauk
honum um kollinn og sagði: „Ég
kíki svo aftur á þig í kvöld með
Matta bróður.“ En þú kvaddir
þennan heim áður en varð af
því.
Eftir sitja margar góðar
minningar sem ég mun varð-
veita allt mitt líf, ég sakna þín
afskaplega mikið og í minni trú
ertu kominn núna til hennar
ömmu og þar veit ég að þér líð-
ur vel. Ég bið góðan guð um að
gefa pabba, Pétri, Reyni og
Mörtu styrk í sinni sorg. Hvíldu
í friði, elsku afi minn og nafni.
Hermann Hauksson.
Elsku afi minn, nú ertu farinn
frá okkur og eftir sitjum við með
minningarnar einar, en þar er af
nægu að taka. Mér eru efst í
huga heimsóknirnar á Hóla-
brautina til ykkar ömmu. Mér
fannst alltaf jafnskemmtilegt að
sjá ykkur úti í glugga þegar við
keyrðum í hlaðið og fannst það í
raun ótrúleg tímasetning að þið
skylduð alltaf vita nákvæmlega
hvenær við kæmum – alla vega
voruð þið í glugganum þegar við
renndum að húsinu.
Það var alltaf gaman að heyra
þig segja söguna af því þegar ég
fæddist. Þá voruð þið amma
stödd úti á Spáni og þegar frétt-
in kom bauðstu í skál inn á her-
bergið til ykkar en þar mættu
þó fleiri en þú hafðir átt von á.
Það var alltaf gaman að
spjalla við þig elsku afi enda
ávallt skýr í kollinum og með
húmorinn í lagi. Þú gast alltaf
fundið spaugilegu hliðarnar á
málunum og þótt þú lægir veik-
ur inni á sjúkrahúsi sagðir þú að
eina ástæðan fyrir að þú værir
þarna væri að hjúkrunarkonurn-
ar væru skotnar í þér og vildu
hafa þig þarna hjá sér!
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku afi minn, við munum
sakna þín sárt en þú munt lifa
áfram í hjörtum okkar. Hvíldu
í friði og kysstu ömmu nú frá
okkur.
Einlæg kveðja frá sonardótt-
ur,
Alda Pétursdóttir.
Elsku langafi.
Þakka þér fyrir árin sem við
áttum með þér, heimsóknirnar
og samverustundirnar á hátíð-
um og afmælum. Þú varst allt-
af svo hress og góður við okk-
ur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Kveðja frá barnabarnabörn-
um,
Rakel Rós,
Brynjar Karl og
Sigurður Ríkharð.
Það er með söknuði sem ég
kveð elskulegan fyrrverandi
tengdaföður minn hann Her-
mann.
Þó svo við hittumst ekki svo
oft nú í seinni tíð hugsa ég oft
til baka með þakklæti til þeirra
samverustunda sem við áttum.
Kveð minn kæra Hermann
með þessu ljóði:
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Guð blessi þig.
Margrét A. Frederiksen.
Hermann
Valsteinsson
HINSTA KVEÐJA
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku afi Hermann,
blessuð sé minning þín.
Guð geymi þig.
Martin Hauksson.
✝ Ingveldur LáraKarlsdóttir
fæddist í Reykjavík
7. maí 1956. Hún
lést 7. nóvember
2011.
Foreldrar henn-
ar voru Karl Ein-
arsson, f. 7. júní
1935, d. 1976, og
Eva Pétursdóttir, f.
5. nóvember 1934.
Systkini Ingveldar
Láru eru Sigursteinn Smári
Karlsson, f. 25. október 1954,
Einar Karlsson, f. 12. janúar
1958, Eva Birgitta Karlsdóttir,
f. 5. júlí 1966, Pétur Karlsson, f.
6. mars 1969, Magnús Karlsson,
f. 28. maí 1964, og Grétar Karls-
son, f. 15. desember 1964.
Ingveldur Lára eignaðist þrjú
börn: Kristján Karl
Guðmundsson, f.
12. september
1976, með Guð-
mundi Jónssyni, f.
25. maí 1954, d. 22.
apríl 2006. Ingveld-
ur Lára giftist Að-
algeiri M. Jón-
assyni og eignaðist
með honum Írisi
Elfu Aðal-
geirsdóttur, f. 18.
nóvember 1981, og Hallfríði
Láru Aðalgeirsdóttur, f. 12.
september 1984. Ingveldur Lára
og Aðalgeir skildu 1991. Seinni
eiginmaður hennar var Magnús
Emilsson, f. 23. ágúst 1953, d.
25. nóvember 2006.
Útför Ingveldar fór fram í
kyrrþey.
Símtalið sem ég fékk þennan
dag var það erfiðasta í lífi mínu,
það er ekkert sem getur búið
mann undir svona fréttir. Sorgin
og missirinn er alveg gríðarlegur
hjá mér og ég veit ekki ennþá
hvernig ég á að takast á við þetta
allt saman, ég á eftir að sakna
mömmu minnar meira en allt.
Elsku mamma mín var góð og hlý
kona, þessi sjúkdómur er alveg
hryllilegur og sama hvað hún
hafði mikinn vilja til þess að lifa
eðlilegu lífi og vera allsgáð, þá
einfaldlega hafði sjúkdómurinn
völdin alla tíð. Ég minnist allra
góðu stundanna með mömmu í
sveitinni okkar á Laugum með
bros á vör, það var alltaf gaman
hjá okkur, mamma var svo klár í
öllu sem hún gerði, ég leit rosa-
lega upp til hennar þegar ég var
lítil, hún var alltaf svo skemmti-
leg og fyndin. Hún var rosalega
listræn og þau voru ófá skiptin
sem við mæðgur settumst niður
og föndruðum saman. Heimilið
okkar var rosalega fallegt og hlý-
legt, jólin voru alltaf skemmtileg-
ur tími vegna þess að þá var sko
skreytt allt hátt og lágt, það var
lögð rosalega mikil vinna í það að
gera jólin yndisleg. Hún elskaði
líka að syngja og spila á gítar,
tónlist var hennar líf og yndi, við
sungum saman hástöfum í bíln-
um, og þá sérstaklega við hann
Elvis Presley. Þó að ég hafi oft
verið reið og sár út í hana veit ég
að hún réð bara ekki við þetta.
Sama hvað gekk á vissi ég alltaf
að hún elskaði mig, hún lét mig
alltaf vita af því í hvert skipti sem
ég heyrði í henni. Ég á miklu
fleiri góðar minningar en slæmar
um hana, og þá sérstaklega síð-
asta vetur og um síðustu jól
vegna þess að við áttum yndisleg
jól saman við mæðgur heima hjá
ömmu Evu og Axel afa. Það voru
fyrstu jólin mín með henni í 10 ár,
ekki vissi ég að þau yrðu þau síð-
ustu líka þar sem að ég þarf að
kveðja þig elsku mamma. Það er
erfiðast að sætta sig við það að
geta aldrei talað, faðmað og kysst
þig aftur, þetta verður erfiður
tími. Ég heyri ennþá röddina í
þér og sé þig fyrir mér, á aldrei
eftir að gleyma þér elsku
mamma. Ég vona að þér líði bet-
ur núna og ég efast ekki um að
það hafi verið tekið vel á móti þér,
núna ertu í faðminum á afa Kalla
og Magga þínum.
Hvíldu í friði elsku mamma,
við hittumst aftur einn daginn en
þangað til kveð ég á okkar máta:
„Milljón kossar.“
Þín dóttir,
Hallfríður Lára
Aðalgeirsdóttir.
Elskuleg móðir mín er látin og
komið að kveðjustund. Þegar ég
hugsa um æskuárin heima í sveit-
inni kemur það fyrst upp í hug-
ann hvað hún var myndarleg hús-
móðir og sýndi okkur alltaf mikla
ást og umhyggju. Hún var mjög
listræn og skreytti heimilið með
alls konar myndum og styttum
eftir sjálfa sig og oft hjálpaði hún
okkur að skapa ýmislegt listrænt.
Það var oft mikið fjör hjá okkur í
eldhúsinu þegar við skelltum
okkur í bakstur og hún var mjög
fyndin og alltaf stutt í sprellið,
enda var faðir hennar, Karl Guð-
mundsson, eftirherma og var hún
sögð lík honum í mörgu. Mamma
var bóndakona í húð og hár og
undi sér vel á Stóru-Laugum,
enda var mjög gaman að fara
með henni í hesthúsið, fjósið og
fjárhúsið.
Okkur þótti báðum vænst um
sumartímann þegar systkini
hennar og fjölskyldur þeirra
komu til okkar í heyskapinn. Þá
var yfirleitt hörkuvinna á daginn
en svo alltaf stemning þegar ís-
bíllinn kom og allir fengu ís. Sum-
arkvöldin gátu oft verið dásamleg
þegar grillað var og farið í reið-
túra um nágrennið á eftir.
Þetta er mér efst í huga þegar
ég hugsa til móður minnar, en
eftir að hún fór úr sveitinni þegar
ég var á tólfta ári fann ég mikið
til með henni. Hún átti í erfiðri
baráttu við áfengi og lyf og náði
sjaldan langvarandi tímabilum án
þeirra, þó að hún þráði ekkert
heitar en að geta tekið þátt í lífi
fjölskyldunnar allsgáð.
Baráttunni er lokið og nú er
hún komin á stað sem veitir henni
frið. Ég gleðst yfir því að nú líður
henni ekki lengur illa og sakna
hennar um leið af öllu hjarta.
Skarð hennar verður aldrei fyllt.
Ég á yndislega fjölskyldu og
góða vini sem standa við bakið á
mér í gegnum þykkt og þunnt.
Ég þakka henni lífið og góðu
minningarnar lifa með ættingj-
unum og öðrum samferðamönn-
um og bið ég þess að hún hvíli í
friði.
Þín dóttir,
Íris Elfa
Aðalgeirsdóttir.
Ingveldur Lára
Karlsdóttir
Miðvikudaginn 16. nóvember
sl. var Sigríður Helga Ólafsdóttir
jarðsungin frá Neskirkju í
Reykjavík. Sigríður var skrif-
stofustjóri Veðurstofu Íslands í
rúma tvo áratugi, 1981-2004. Það
var krefjandi starf, í mörg horn
að líta frá degi til dags, en einnig
átti margs kyns þróun sér stað
þessi árin í viðfangsefnum og
störfum stofnunarinnar.
Sigríður var í miðju hinnar
fjölþættu stofnunar þar sem um
80 starfsmenn skiptu annars með
sér með verkum og sinntu sér-
sviðum sínum. Um þróun Veður-
stofunnar má lesa í Sögu Veður-
stofu Íslands eftir Hilmar
Garðarsson sagnfræðing. Góð
kynni og margvísleg takast með
fólki á sama vinnustað um ára-
tuga skeið, auðvitað misgóð og
misnáin á stórum vinnustað eins
og gengur og gerist og fara þau
eftir verkaskiptingu, verkefnum,
Sigríður Helga
Ólafsdóttir
✝ Sigríður HelgaÓlafsdóttir
fæddist á Reyð-
arfirði 1. maí 1939.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Droplaugarstöðum
4. nóvember 2011.
Sigríður var
jarðsungin frá Nes-
kirkju 16. nóv-
ember 2011.
skyldum og sam-
lyndi manna.
Er Sigríður
hverfur nú af sjón-
arsviðinu minnist ég
ánægjulegra kynna,
samskipta og sam-
vinnu. Ótal samræð-
ur hafa átt sér stað,
á fundum, í kaffitím-
um og félagslífi Veð-
urstofunnar. Sigríð-
ur var viðræðugóð,
fjölfróð og kímin. Sitthvað mann-
legt tengdi okkur, umræðuefni,
svo sem að eiga börnin okkar í út-
löndum sem fylgst er með úr fjar-
lægð héðan að heiman – og ætt-
rakning á Austfjörðum og
Héraði. Þótt við værum ekki
skyld þóttumst við sjá að forfeður
okkar og formæður fyrir austan
hefðu verið í sömu sveitum og
hlytu að hafa þekkst.
Við Sigríður áttum gott og
giftudrjúgt samstarf varðandi
ýmislegt sem við kom mínum
verkahring, hafísþjónustu Veður-
stofunnar. En hið viðamesta og
sérstæðasta stóð með hléum í um
það bil 15 ár frá því um 1985. Veð-
urstofan var aðili að nokkrum al-
þjóðlegum verkefnum, norræn-
um og evrópskum, sem ég tók
þátt í. Flest þessara verkefna
voru fyrir milligöngu Rann-
sóknaráðs ríkisins og að megin-
þunga hér innanlands á vegum
Hafrannsóknastofnunarinnar.
Þarna komu til sögunnar ein allra
fyrstu verkefnin sem hér voru
styrkt af Efnahagsbandalaginu
hér á landi, nánar tiltekið EES í
Brüssel. Var það ekki lítið verk
að vinna að umsóknum og bók-
haldi verkefna sem voru í gangi.
Það þurfti að fylla út mergð eyðu-
blaða, blaðsíðna, dálka og lína
með snúnum spurningum og
kröfum um upplýsingar um að-
skiljanlegustu hluti. Við þessa
þolinmæðisvinnu var Sigríður
mér haukur í horni og puðuðum
við marga dagsparta við að ganga
tímanlega frá umsóknum og bók-
haldi samkvæmt kúnstarinnar
reglum. Dáðist ég að nákvæmni
hennar og íhygli við þetta nauð-
synjaverk sem mér fannst frekar
óskemmtilegt. En hið fráhrind-
andi yfirbragð dálkanna gleymd-
ist því að samstarfið við Sigríði
vann upp þjáninguna frammi fyr-
ir eyðublöðunum. Og til mikils
var að vinna, peningur fékkst um
síðir til að stunda vísindi. Að leið-
arlokum er kvatt með þökk í
huga fyrir ánægjuleg kynni.
Dóttur og tengdasyni, Bergljótu
og Arnaldi, og öðrum ástvinum er
vottuð samúð í söknuði þeirra.
Þór Jakobsson
veðurfræðingur.
Við fráfall Sigríðar Helgu,
frænku minnar, kemur mér í hug:
Sumarið 1953 á þeim undur-
fagra stað, Hallormsstað, en þar
kynntist ég henni fyrst er við
unnum þar í skógræktinni. Ég
var þá á vegum frænda míns,
Páls Guttormssonar verkstjóra
þar, en hún var til húsa hjá móð-
urafa sínum, Guttormi Pálssyni
skógarverði, á hinu fallega menn-
ingarheimili hans og fjölskyldu
hans. Þetta sumar er mér einkar
ánægjulegt í endurminningunni.
Ég minnist þess að Sirrý lánaði
mér oftar en einu sinni reiðhjólið
sitt. Þá minnist ég þess ávallt
hversu Guðrún Pálsdóttir, kona
Guttorms, var mér góð meðan ég
var undir hennar þaki fyrri hluta
sumarsins.
Osló veturinn 1968-1969 þegar
við Sirrý bjuggum bæði á Stúd-
entabænum að Sogni. Ég minnist
meðal annars nokkurra daga
ferðar okkar ásamt Jóni manni
hennar og Jörundi Hilmarssyni
til Vesturlandsins í Noregi í júní
1969.
Osló sumurin 1971 og 1973
þegar ég gisti á heimili hennar
þar. Fyrra sumarið urðu ráð
hennar til þess að ég þáði tilboð
sem ég hafði fengið um ferð til
Austur-Evrópu og suður á Balk-
anskaga. Hef ég aldrei séð eftir
því enda varð ferð þessi vel
heppnuð og mér eftirminnileg.
Margir aðrir samfundir okkar
og þar á meðal á sjötugsafmæli
mínu á Hótel Holti í nóvember sl.
Það er bjart yfir minningu Sig-
ríðar Helgu Ólafsdóttur. Með
henni er gengin merk kona sem
hafði margt til brunns að bera,
þar á meðal fegurð til sálar og lík-
ama og sérstaka umgengnisp-
rýði.
Að leiðarlokum þakka ég henni
samfylgdina og votta fjölskyldu
hennar samúð mína. Megi hún
hvíla í friði.
Þorsteinn Skúlason.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein",
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar