Morgunblaðið - 24.11.2011, Síða 27
24. nóvember 2011 finnur.is 27
Mazda 5: Lélegir demparar
Spurt: Mig langar að vita hvort
þú þekkir til lélegra upp-
runalegra afturdempara Mözdu
5. Í mínum Mazda 5 hafa aft-
urdempararnir verið til vand-
ræða nánast frá upphafi; – byrj-
ar með leka, jafnvel eftir 35 þús.
km og eyðileggjast skömmu
seinna. Aðrir eigendur sem ég
hef haft samband við hafa sömu
sögu að segja. Í mínum bíl entist
fyrsta settið 50 þús. km. Verðið
á dempurunum í umboðinu og
vinnan nemur upphæðum sem
þola vart dagsljós þrátt fyrir að
lesa megi í fjölmiðlum að skatt-
greiðendur hafi tekið á sig um
4.000 milljónir af skuldum
Brimborgar.
Svar: Mér kæmi ekki á óvart þótt
það hefði farið framhjá „sér-
fræðingum“ umboðsins að þetta
telst bótaskyldur galli hjá Mazda
í Bandaríkjunum, Kanada og víð-
ar (gúgglaðu eftirfarandi tengil:
Mazda5 SuspensionIssues [Arc-
hive] – RedFlagDeals.com For-
ums). Mér kæmi ekki á óvart
þótt svarið frá umboðinu væri
stöðluð klausa á borð við að
„demparar séu undanþegnir
ábyrgð“ á sama hátt og bremsu-
klossar, púströr og fleira. Hins
vegar hafa klárir bílvirkjar með
reynslu breytt þessum búnaði (í
Mazda 5, Subaru Forester og
fleirum) með því að setja hefð-
bundna dempara ásamt stinnari
gormum að aftan í stað þessara
með ónýtu sjálfvirku hleðslustill-
ingunni. Prófaðu að tala við Bif-
reiðaverkstæði Reykjavíkur um
málið.
Nissan X-Trail:
Miðstöðvarviðnám
Spurt: Ég á nokkurra ára gamlan
Nissan X-Trail-jeppling. Fyrir
skömmu hætti miðstöðin að
blása. Á verkstæði var mér sagt
að líklega væri viðnám sem
stýrði hraða blásarans ónýtt, en
þetta er lítið stykki á stærð við
kexköku. Í umboðinu kostaði
þessi varahlutur 38 þúsund kr.
(sem ég á ekki til). Er einhver
önnur ódýrari leið til að laga
miðstöðina?
Svar:
Já – það vill svo til. Þetta við-
nám er með einfaldari stykkjum
í rafeindabúnaði sem raf-
eindavirkjar (útvarpsvirkjar) eru
alla daga að fást við. Sennileg er
bilunin ekki merkilegri en að
bræðivar (öryggi) á prentrás-
arplötunni hefur brunnið. Farðu
með stykkið í Nesradíó í Síðu-
múla og talaðu við Guðmund (þú
getur skoðað allt það flottasta í
bíltækjum á meðan hann kippir
þessu í lag – fyrir lítilræði).
„Heitari“ og „kaldari“ kerti
Spurt: Hverju breytti það fyrir
minn Subaru Legacy, sem ekið
er daglega styttri vegalengd til
og frá vinnu (oft í lest), að skipta
yfir í kerti með aðra hitatölu en
þá sem gefin er upp fyrir vélina?
Svar:Mismunandi hönnun
skauts/nagla ræður því hve auð-
veldlega kerti brennir af sér sóti.
Sú hitatala, sem bílaframleið-
andi velur, er málamiðlun sem
hentar flestum aðstæðum. Því
eru kerti iðulega of köld fyrir
okkar aðstæður t.d. hér á höf-
uðborgarsvæðinu þar sem
mörgum bílum er ekið stuttar
vegalengdir kvölds og morgna,
jafnvel lestargang; vélin nær
sjaldan fullum vinnsluhita né
snúningi yfir 3.000 sn/mín. Með
því að velja heitari kerti við
þessar aðstæður, t.d. einu núm-
eri heitari en upp er gefið í vöru-
lista – geta þau hreinsað sig
betur, neistinn verður sterkari
og eyðslan minnkar. Flestir
kertaframleiðendur nota hækk-
andi númer fyrir hitatöluna
nema NGK – þar er heitara kerti
með lægri tölu en kalt kerti.
Leó M. Jónsson svarar spurningum um bílamál
Lög um réttmæta viðskipta-
hætti geta sparað mikil útgjöld
Morgunblaðið/Ómar
Afturdemparar Mözdu 5 geta bilað, eins og bréfritari segir hér frá. Kæmi ekki á óvart, segir í svari Leós þó svar-
ið frá umboðinu væri að demparar séu undanþegnir ábyrgð á sama hátt og bremsuklossar, púströr og fleira.
Leó M. Jónsson
véltæknifræðingur
leoemm@simnet.is
(Ath. Bréf geta verið stytt. Eldri spurn-
ingar og ítarlegri svör eru birt á
www.leoemm.com)
Sum bílaumboð skilyrða
verksmiðjuábyrgð við teg-
und sjálfskiptivökva og
brjóta þannig gegn gildandi
lögum um réttmæta við-
skiptahætti (BER-reglu-
gerðin). Einungis má krefj-
ast þess að vökvinn uppfylli
ákveðinn alþjóðlegan gæða-
staðal. Valvoline (Poulsen)
framleiðir sérhæfðan glussa
fyrir alla bíla og vinnuvélar.
Notkun hans hefur engin
áhrif á ábyrgðarskilmála en
þú getur sparað þér 40-50
þús. kr. Stimpill frá sér-
hæfðri sjálfskiptingarþjón-
ustu í þjónustubók er full-
gildur, svo sem frá
Skiptingu ehf., Bifreiðastill-
ingu ehf., Jeppasmiðjunni
ehf. og fleirum.
Ábending
Hagkvæmari
kaup á sjálf-
skiptivökva
Teikningar af nýrri kynslóð Volvo
XC90 hafa komið fram í dags-
ljósið í tengslum við bílasýn-
inguna í Los Angeles. Samkvæmt
þeim tekur framendi bílsins tals-
verðum breytingum.
Í raun er um alveg nýjan fram-
enda að ræða, að sögn tímarits-
ins Car and Driver, sem varð fyrst
til að birta myndirnar. Útlit bílsins
er sagt verða mjög í líkingu við
það sem á myndunum má sjá, en
um er að ræða bíl sem líklega
kemur ekki á markað fyrr en 2013
eða 2014.
Volvo XC90-sportjeppinn hefur
verið framleiddur frá árinu 2002
og þykir tími kominn á þó ekki
væri nema netta andlitslyftingu á
þessum vel heppnaða bíl. Í tillög-
unum að útliti hans má sjá áhrif
frá ýmsum öðrum nýlegum mód-
elum frá Volvo. Og er ekki annað
að sjá í þeim en að ný trjóna
XC90 sé í raun sami framendi og
þegar hefur séð dagsins ljós á
Volvo Universe-hugmyndabíln-
um.
Það út af fyrir sig hefur orðið til
að gefa vangaveltum byr undir
vængi að hér sé um að ræða
framtíðarframenda Volvo-
fjölskyldunnar. Boðað er að
næsta kynslóð Volvo XC90 verði
búin fjögurra strokka vélum.
agas@mbl.is
Nýr framendi á Volvo frumsýndur
Nýr framendi Volvo XC90 gæti orðið einkenni næstu bílgerða Volvo.
Algjör nýjung
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
STZ
mtdekk.is
28”-33”
Söluaðili:
Hljóðlát og endingargóð
Smiðjuvegur 50 (rauð gata)
200 Kópavogur
pustehf@gmail.com
www.pustkerfi.is