Morgunblaðið - 24.11.2011, Side 29

Morgunblaðið - 24.11.2011, Side 29
eru líklega enn betri en hefð- bundins Golfs þar sem hann er lægri og er með sportfjöðrun. Hann svínliggur á vegi og þrátt fyrir hve lágur hann er rakst hann aldrei niður þó að rösklega væri farið yfir hraðahindranir. Dísilvélin, 1,6 lítra er ágætlega snörp nema í fyrsta gírnum, sem að áliti greinarhöfundar er alltof langur sem lýsir sér í kraftleysi. Þegar komið er í annan og þriðja gír og vélin látin snúast aðeins kemur gott tog vélarinnar í ljós og þá má hraða bílnum snögglega. Ef aka á þó eins og til er ætlast við smíði bílsins er þó skipt upp örar og ávallt haldið lágum snúningi sem þessi tog- mikla dísilvél þolir og þá eyðir bíllinn ótrúlega litlu. Það væri t.d. hæglega hægt að komast til Akureyrar á þessum bíl á 13-14 lítrum af dísilolíu og hringveginn á innan við 50 lítrum og þá er tankfyllin ekki búin. Hagkvæmni nýrra dísilsvéla Magnað er til þess að vita að bílar með nýjustu og hagkvæm- ustu dísilvélum séu jafnokar í eyðslu dýrari bílum sem notast við Hybrid-tækni (tvinnbílar). Það þýðir aðeins eitt, ennþá ódýrara að aka ódýrt! Ef finna á einhvern ókost við að aka þessum hagkvæma bíl er það hversu hátt hann er gíraður. En þá er um tvennt að velja. Láta hann snúast rösklega og fá með því fram mikið tog en í leið meiri eyðslu, eða sætta sig við minni snerpu, skipta örar og ná ótrú- legum eyðslutölum. Hvoru tveggja er gott og fer bara eftir skapinu hverju sinni. Nú sem áður er Golf mjög eigulegur bíll, einkar vel smíð- aður og með þessari útfærslu hans er hann að auki alger spari- grís og ekki dýr til kaups. Svo fær hann líka frítt í stæði, enda CO2 mengun hans aðeins 99 g/ km. Vegna lítillar mengunar fell- ur hann í afar lágan tollflokk og því er þessi bíll ódýrari en venju- legur Golf þrátt fyrir að í honum sé meiri staðalbúnaður. finnurorri@gmail.com Vél bílsins er hönnuð af miklu hugviti og tækniþekkingu. Gerlegt væri að komast úr bænum til Akureyrar á þessum bíl á 13-14 lítrum af dísilolíu. Morgunblaðið/RAX Innrétting bílsins er látlaus en með mikið notagildi, fögur en ekki fram- úrstefnuleg. Hún ber vitni um vandaða smíði sem einkennir Golf. Morgunblaðið/RAX Volkswagen Golf er snotur bíll að utan og nokkuð látlaus. Hefur í raun lít- ið breyst frá fimmtu kynslóðinni sem fyrst kom á markað árið 2003. Láta hann snúast rösklega og fá með því fram mikið tog en um leið meiri eyðslu, eða sætta sig við minni snerpu, skipta örar og ná ótrúlegum eyðslu- tölum. Hvort tveggja er gott og fer bara eftir skap- inu hverju sinni. 24. nóvember 2011 finnur.is 29

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.