Morgunblaðið - 29.12.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
SAMHERJI hf. á Akureyri veitti í
gær 75 milljónir króna til ýmissa sam-
félagsverkefna á Eyjafjarðarsvæð-
inu. Þetta er fjórða árið í röð sem fyr-
irtækið styrkir starfsemi við Eyja-
fjörð með þessum hætti.
„Samherji kappkostar að láta sam-
félagið kringum sig njóta góðs af
starfseminni með því að styrkja inn-
viði þess með ýmsum hætti. Félagið
hefur frá fyrsta ári styrkt mörg góð
málefni allan ársins hring, ekki síst
starfsemi íþróttafélaganna,“ sagði
Helga Steinunn Guðmundsdóttir,
einn eigenda félagsins og formaður
Samherjasjóðsins, á fjölmennri sam-
komu í KA-heimilinu á Akureyri.
Árið 2008 afhenti Samherji ýmsa
styrki af þessu tagi, í tilefni þess að
það ár voru liðin 25 ár frá því Ak-
ureyrin EA, fyrsta skip félagsins, fór í
sína fyrstu veiðiför. Það var hugsað
sem einstök afmælisgjöf en Helga
Steinunn sagði að vegna þess hve vel
styrkjunum hefði verið tekið og
hversu þörfin hefði reynst mikil – og
vegna þess að rekstur Samherja hefði
gengið vel undanfarin ár – hefði verið
ákveðið að endurtaka leikinn á hverju
ári síðan.
„Ég vil ítreka það sem margoft hef-
ur verið sagt að þátttaka barna og
unglinga í íþróttum er ómetanlegur
þáttur í forvörnum og uppeldi. Sam-
herji vill efla þetta starf enn frekar
með því að veita nokkrum íþrótta- og
æskulýðsfélögum styrki. Fjármunun-
um skal varið á næstu mánuðum til að
lækka æfingagjöld barna og unglinga
og/eða til að lækka kostnað við keppn-
isferðir þeirra veturinn 2011-2012 og
styrkja starfið með öðrum hætti,“
sagði Helga Steinunn Guðmundsdótt-
ir. Hún sagði styrkina ekki síður við-
urkenningu til þess stóra hóps fólks,
foreldra og forsvarsmanna íþrótta-
félaga, sem ynni óeigingjarnt starf í
ómældu magni í þágu félaganna, án
þess að þiggja krónu fyrir í laun.
Tilkynnt var á samkomunni í gær
að Samherji hefði ákveðið að styrkja
sérstakt rannsóknarverkefni sem
tengist hverastrýtunum á botni Eyja-
fjarðar, sem nýstofnað félag hefur
ákveðið að ráðast í. Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands og verndari
ÍSÍ, er verndari verkefnisins. Hann
var viðstaddur samkomuna í gær
ásamt eiginkonu sinni, Dorrit Mouss-
aieff, og tók þátt í að afhenda styrkina
frá Samherja. »14
Samherji veitir 75 millj. í styrki
Megnið rennur til barna- og ung-
lingastarfs íþrótta- og æskulýðsfélaga
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Styrkur Hjónin Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, og Kolbrún
Ingólfsdóttir með forsetahjónunum, Ólafi Ragnari og Dorrit Moussaieff.
Makrílveiðar Íslendinga á árinu
2011 skiluðu þjóðarbúinu meira en
25 milljörðum króna og sköpuðu yf-
ir þúsund ársverk á sjó og landi, að
afleiddum störfum meðtöldum.
Ársafli Íslendinga á árinu sem er að
líða var um 156 þúsund tonn.
Makríl var landað í 28 höfnum en
nærri 80% þess afla kom að landi í
Reykjavík, á Vopnafirði, Neskaup-
stað, Eskifirði og í Vestmanna-
eyjum. Á Austfjörðum komu að
landi 55% alls makrílafla, 23% í
Vestmannaeyjum og um 8.400 tonn
eða um 5% komu að landi á Vest-
urlandi, Vestfjörðum og Norður-
landi, að því er fram kemur í frétt
frá sjávarútvegsráðuneytinu.
25 milljarða verðmæti makrílsins
jafngildir um 5% af öllum útflutn-
ingstekjum Íslands og er jafngildi
þess sem þjóðin ver árlega til inn-
flutnings matvæla, svo dæmi sé tek-
ið, segir í frétt ráðuneytisins. Á
árinu 2011 er talið að yfir 90% af
öllum afla fari til manneldis, 72%
aflaheimilda fóru til hefðbundinna
uppsjávarskipa og 22% til frysti-
skipa en heimildum hefur einnig
verið ráðstafað til ísfiskskipa og
smábáta.
Veiðiheimildir í makríl skiptust í
ár milli 100 íslenskra fiskiskipa. Í
heildina er reiknað með að makríl-
veiðar hafi skapað 200 bein störf á
sjó og jafnmörg í landi. Afleidd
störf eru síðan talin vera um 600
þannig að ársverkin eru samtals
talin vera um 1.000. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Verðmæti Makríllinn er Íslend-
ingum sannarlega dýrmætur.
Makríll
skilaði þjóð-
arbúinu 25
milljörðum
„Tvær vélar eru þarna og ég var að færa aðra
þeirra yfir á austurhlið eyjarinnar vegna þess að
sjórinn gengur svo mikið yfir hana á norðurhlið-
inni,“ segir Sigurður Harðarson rafeindavirki
sem fór með þyrlu Landhelgisgæslu Íslands, TF-
LIF, út í Eldey í gærdag til að huga að vef-
myndavélum sem notaðar eru til að fylgjast með
daglegu lífi súlnanna, en í Eldey er ein stærsta
súlubyggð heims. Auk þess að færa aðra skipti
hann einnig um hina þar sem líming hafði gefið
sig sökum mikils hita á eynni í sumar. Nánar er
sagt frá ferðinni í mbl-sjónvarpi í dag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gott sumarveður skemmdi vefmyndavél úti í Eldey
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Fjölskylduhjálp Íslands var með neyðarúthlutun í
Reykjavík í gær og verður með slíka úthlutun í
Keflavík í dag. Fjölmargir höfðu haft samband við
samtökin og óskað eftir mataraðstoð, en til stóð að
lokað yrði á milli jóla og nýárs.
„Til okkar komu um 300 fjölskyldur, bæði eldri
borgarar og einstæðingar, en einnig var nokkuð
um stórar fjölskyldur,“ segir Ásgerður Jóna
Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar.
Hún segir að margir hafi verið að koma til sam-
takanna í fyrsta skipti. Nokkrir þeirra hafi brotn-
að saman við komuna. „Fólk hefur verið að reyna
að komast hjá því að leita til hjálparsamtaka. Það
er áfall fyrir marga að vera komnir í þessi spor.“
Fjölskylduhjálp Íslands hefur ekki verið með
úthlutun á milli jóla og nýárs áður, en Ásgerður
segir að birgjarnir sem starfa með samtökunum
hafi brugðist fljótt við. Að auki hafi fjölmargir lagt
leið sína til samtakanna með matargjafir. „Þetta
er auðvitað skelfilegt. En það kemur manni fátt á
óvart lengur í þessum efnum eins og ástandið er.
Því miður,“ segir Ásgerður.
Meira af Íslendingum en áður
Hjálparstarfi kirkjunnar hafa ekki borist fleiri
beiðnir á milli jóla og nýárs en gerist og gengur á
öðrum tímum ársins að sögn Atla Harðarsonar
hjá hjálparstarfinu. „Það hafa nokkrir komið til
okkar undanfarið, rétt eins og alla aðra daga. Við
höfum hjálpað þeim sem hafa þurft á að halda,“
segir Atli. Hann segir að eitthvað hafi verið um að
fólk hafi fengið úttektarkort til að taka út mat-
vörur, en fyrst og fremst hafi verið beðið um aðstoð
við að leysa út lyf. Að sögn Atla leitaði svipaður
fjöldi aðstoðar hjálparstarfsins fyrir þessi jól og
undanfarin ár. „Það var meira af Íslendingum í ár
en áður, við sáum líka nokkuð af nýju fólki.“
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður
Mæðrastyrksnefndar, segir nefndina hafa aðstoð-
að nokkra sem misstu af úthlutun fyrir jólin og tek-
ið á móti símtölum frá fólki sem þarf á aðstoð að
halda. „En ég myndi ekki kalla það neyðaraðstoð.
Við veittum einnig mikla aðstoð fyrir jólin og það
gekk mjög vel, þökk sé öllum þeim sem lögðu þar
hönd á plóg.“
Þrjú hundruð fjölskyldur leit-
uðu eftir neyðaraðstoð í gær
Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun kirkjunnar segja þörfina svipaða
Forstjóri
Samherja
gagnrýndi í
gær fyr-
irhugaðar
breytingar á
stjórn fisk-
veiða. „Við
þurfum að
standa sam-
an sem einn
maður gegn vanhugsuðum
breytingum á núverandi fisk-
veiðistjórnunarkerfi. Vissulega
má sníða af því agnúa en að
bylta því er óðs manns æði og
ávísun á enn frekari niðurskurð
starfa hér við Eyjafjörð,“ sagði
Þorsteinn Már Baldvinsson.
Óðs manns
æði að bylta
FISKVEIÐIKERFIÐ
Þorsteinn Már
Baldvinsson