Morgunblaðið - 29.12.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011
Sagt hefur verið frá því í frétt-um að simpansinn Cheetah sé
látinn í Flórída, áttræður að
aldri.
Cheetah varmótleikari
Johnnys Weissmull-
ers í Tarzanmynd-
unum.
Weissmuller,sem ungur vann til gull-
verðlauna í sundi á Ólympíu-
leikum, er hins vegar látinn fyrir
allmörgum árum.
Eftirlifandi aðdáendur þeirrabeggja eru fyrir löngu hætt-
ir að fara í þrjúbíó.
En það kom þeim þægilega áóvart að Cheetah skyldi hafa
elst og enst svona vel.
Annar simpansi, Bonzo, vannþað sér til frægðar, auk ann-
ars, að leika í kvikmynd á móti
Ronald Reagan, fyrrverandi for-
seta Bandaríkjanna.
Eitt sinn reyndu fréttamenn aðnota tækifærið til að gera
lítið úr kvikmyndaferli forsetans.
Þeir spurðu hann á blaðamanna-
fundi hvort hans helsti mótleikari
hefði ekki verið simpansi.
Ronald Reagan ljómaði þegarhann heyrði spurninguna og
svaraði: „Jú, og ég lærði mjög
mikið af honum. En ég hef heyrt
haft eftir apanum að hann geti
ekki sagt að það hafi verið gagn-
kvæmt.“
Alls konar stórgáfaðir apakett-ir nær og fjær skildu aldrei
hvers vegna Reagan náði svona
langt.
Cheetah
Frægir apar
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 28.12., kl. 18.00
Reykjavík -1 snjókoma
Bolungarvík -3 léttskýjað
Akureyri -6 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. -3 skýjað
Vestmannaeyjar 2 alskýjað
Nuuk -10 snjóél
Þórshöfn 0 snjókoma
Ósló 3 skúrir
Kaupmannahöfn 6 alskýjað
Stokkhólmur 2 alskýjað
Helsinki -1 heiðskírt
Lúxemborg 1 súld
Brussel 5 skýjað
Dublin 6 léttskýjað
Glasgow 6 skýjað
London 8 léttskýjað
París 5 skýjað
Amsterdam 7 skýjað
Hamborg 7 súld
Berlín 6 heiðskírt
Vín 3 alskýjað
Moskva 0 skýjað
Algarve 17 heiðskírt
Madríd 12 heiðskírt
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 10 léttskýjað
Aþena 8 skýjað
Winnipeg -8 skýjað
Montreal -3 snjókoma
New York 6 alskýjað
Chicago -3 skýjað
Orlando 12 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
29. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:22 15:38
ÍSAFJÖRÐUR 12:07 15:03
SIGLUFJÖRÐUR 11:52 14:44
DJÚPIVOGUR 11:01 14:58
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
Á meðan flestir fagna áramótum
heima í nálægð við snakkskálina
arka aðrir upp á fjöll og taka á
móti nýju ári fjarri mannabyggð-
um. Ferðafélagið Útivist hefur um
árabil boðið upp á svokallaðar ára-
mótaferðir fyrir göngugarpa og
árið í ár er engin undantekning.
Að sögn Skúla H. Skúlasonar hjá
Útivist njóta ferðirnar mikilla vin-
sælda og fjöldi þátttakenda er á
bilinu 20-30 ár hvert.
Lagt er af stað á föstudegi og
gist tvær nætur í skálum félagsins
í Goðalandi í Þórsmörk. Ferðirnar
eru á lágu erfiðleikastigi og henta
því flestum, hvort sem um er að
ræða fólk í mikilli þjálfun eða
ekki. Skúla segir ferðirnar vinsæl-
astar meðal fólks á miðjum aldri
með uppkomin börn þó það sé
ekki algilt. Þátttakendur sæki í
friðsældina sem þarna ríkir auk
þess sem náttúrufegurðin hefur
einnig mikið aðdráttarafl, enda
vart hægt að hugsa sér fallegra
umhverfi til að fagna tímamótum
sem þessum.
Etið og drukkið í skjóli fjalla
Þátttakendur skilja hvorki flug-
elda né kampavín eftir heima því
sú venja hefur í mörgum tilfellum
skapast að skála og skjóta upp
rakettum á miðnætti. Göngufólk
kemur með sínar eigin veitingar
og hvergi er gefið eftir í hátíðar-
matseldinni þó aðstaðan krefjist
vandasamari eldamennsku en í
eldhúsinu heima. Áramóta-
ferðirnar eru þó
ekki einu ferðirnar
sem eru farnar af
sérstöku tilefni því
Útivist býður einn-
ig upp á þorra-
blóts- og þrett-
ándaferðir sem hafa
einnig notið vinsælda
síðustu ár.
Íslenskir fjallaleiðsögumenn
bjóða upp á ferðir fyrir einkahópa
og verður farið með einn slíkan í
Landmannalaugar um áramótin.
Að sögn Guðrúnar Jóhannsdóttur
starfsmanns Fjallaleiðsögumanna
eru dagsferðir um öræfin vinsæl-
astar á þessum tíma árs.
Erlendir ferðamenn sækja einn-
ig í ævintýralega upplifun af þessu
tagi, að gista í skála langt frá ys
og þys borgarinnar og njóta öðru-
vísi upplifunar í íslenskri náttúru.
Þar á meðal eru jöklagöngur með
leiðsögumönnum er þær ferðir
hafa notið vaxandi hylli síðustu ár.
Þá er gengið á jökul í upphafi
dags og norðurljósin gjarnan
skoðuð um kvöldið, enda ljósin
áberandi á þessum árstíma.
Áramótum fagnað í óbyggðum
Hópur fólks reimar á sig gönguskóna á gamlárskvöld og heldur á fjöll
Einstök upplifun að taka á móti nýju ári í faðmi náttúrunnar
Álfakirkja Á milli 20-30 manns fara á vegum Útivistar í Þórsmörk og taka á móti nýju ári í faðmi náttúrunnar.
Að sögn Skúla H. Skúlasonar hjá ferðafélaginu Útivist sækja nátt-
úrunnendur í vaxandi mæli í ferðir á vegum félagsins yfir hátíðirnar. Bæði
er um að ræða virka félaga Útivistar og gesti sem hafa gert það að vana
sínum að fara á fjöll á þessum tíma árs, bæði til að flýja skarkala borg-
arinnar og að taka á móti nýju ári í fallegu umhverfi. Mestmegnis eru
það Íslendingar þó svo að æ fleiri erlendir ferðamenn nýti sér þennan
möguleika.
Guðrún Jóhannsdóttir hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum
segir félagið bjóða upp á ferðir fyrir einkaaðila og muni fara
með einn slíkan hóp í Landmannalaugar þetta árið. Jöklaferðir
með norðurljósaskoðun eru vinsælustu ferðirnar á þessum árs-
tíma að sögn Guðrúnar, enda ný reynsla fyrir flesta ferðamenn.
Viljinn til að prófa eitthvað nýtt
SÍFELLT FLEIRI SÆKJA Á FÁFARNAR SLÓÐIR YFIR HÁTÍÐIRNAR