Morgunblaðið - 29.12.2011, Side 16
Útgjöld heimilanna 2008-2010
(í þúsundum kr.)
2008 2010 Breyting
Matur og drykkur 827 675 -18,4%
Áfengi og tóbak 200 177 -11,6%
Föt og skór 327 289 -11,5%
Húsnæði 1.348 1.340 -60,0%
Húsgögn og heimili 405 223 -44,9%
Heilsa 220 188 -14,7%
Ferðir og flutningar 949 639 -32,7%
Póstur og sími 200 145 -27,7%
Tómstundir 771 592 -23,3%
Menntun 58 57 -1,2%
Hótel og veitingar 240 241 +0,8%
Annað 354 339 -4,2%
Samtals útgjöld 5.899 4.905 -16,9%
Heimild: Hagstofan
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Heimilin hafa dregið mikið saman
útgjöld frá hruni. Samdrátturinn frá
2008-2010 er um milljón á ári sem er
um 17% af útgjöldum. Einstæðir for-
eldrar hafa dregið saman útgjöld
mun meira eða um 27% og barnafólk
um 22%. Heimilin verja núna stærri
hlutfalli tekna sinn til að kaupa mat
og greiða af húsnæði, en minna fer í
ferðir en áður. Þetta kemur fram í
nýrri rannsókn Hagstofu Íslands á
útgjöldum heimilanna.
Hagstofan birtir mánaðarlega
upplýsingar um verðbreytingar á
vöru og þjónustu, en á grundvelli
þeirra er verðbólga reiknuð. Til að
útreikningarnir séu réttir þarf Hag-
stofan að hafa í höndum upplýsingar
um hversu miklu heimilin verja í ein-
staka liði, þ.e. mat, ferðir, tómstund-
ir, húsnæði o.s.frv. Þetta er gert á
grundvelli neyslukannana þar sem
hópur fólks er beðinn að skrá ná-
kvæmlega niður útgjöld í hverjum
mánuði.
Undanfarin ár hefur grunni vísi-
tölunnar verið breytt á þriggja ára
fresti á grundvelli þessara upplýs-
inga. Guðrún Jónsdóttir, deildar-
stjóri á vísitöludeild Hagstofunnar,
segir að eftir hrun hafi orðið svo
miklar breytingar á útgjöldum heim-
ilanna að Hagstofan hafi ákveðið að
gera breytingar árlega á neyslu-
grunni vísitölunnar.
Eyða meira í mat og húsnæði
Í nýjustu úttekt Hagstofunnar er
1.861 heimili en þar bjuggu 4.483
einstaklingar eða 1,4% af þjóðinni.
Hagstofan tekur fram að ekki sé á
neinn hátt reynt að meta hvort út-
gjöld teljast nauðsynleg framfærsla
eða ekki. Rannsóknin gefi því ekki
upplýsingar um hvað heimili þurfa
sér til framfærslu.
Það kemur væntanlega fæstum á
óvart að heyra að heimilin hafi dreg-
ið saman útgjöld, en það er athygl-
isvert að sjá hvað samdrátturinn er
mikill. Hann var 14% á árinu 2009 og
3% í fyrra eða samtals 17% á þessu
tveggja ára tímabili.
Frá árinu 2008 til 2010 var mestur
samdráttur í útgjöldum vegna kaupa
á húsgögnum, heimilisbúnaði o.þ.h.,
eða 45%. Útgjöld til ferða og flutn-
inga drógust saman um tæpan þriðj-
ung og til tómstunda og menningar
um 28%. Útgjöld vegna húsnæðis,
hita og rafmagns voru nánast
óbreytt. Hlutfallslega fer því stærra
hlutfall útgjalda heimilanna í mat og
húsnæði en áður, en minna í ferðir og
flutninga.
Barnafólk hefur degið úr út-
gjöldum um tvær milljónir á ári
Samkvæmt könnun Hagstofunnar
hefur neyslusamdrátturinn frá 2008
til 2010 verið mestur hjá einstæðum
foreldrum, eða 27%, og hjá öðru
barnafólki eða 22%. Hjón með börn á
heimili hafa dregið saman neyslu um
tæplega tvær milljónir frá árinu
2008 til 2010 og einstæðir foreldrar
hafa dregið úr útgjöldum um tæp-
lega 1,5 milljónir. Tekjuhá heimili
hafa dregið mun minna saman út-
gjöld en þau tekjuminni.
Samkvæmt könnuninni hækkuðu
tekjur heimilanna um 3,6% á tíma-
bilinu. Tekjubreytingin er misjöfn
eftir hópum, frá 0,4% hækkun hjá
sambýlisfólki án barna í 3,5% hjá
einstæðum foreldrum. Árstekjur
fjölskyldnanna sem tóku þátt í könn-
uninni eru um 800 þúsund krónum
hærri en útgjöld. Útgjöld heimila í
lægsta tekjufjórðungnum eru hins
vegar 7% hærri en tekjurnar.
17% samdráttur frá hruni
Könnun Hagstofu sýnir að heimilin
hafa skorið niður útgjöld frá 2008
Morgunblaðið/Ómar
Útgjöld Heimilin hafa þurft að draga úr útgjöldum sínum frá hruni efnahagslífsins haustið 2008. Sumir hafa þurft að draga meira saman seglin en aðrir.
Útgjöld heimilanna 2008-2010
Matur 14,1%
Áfengi og tóbak 3,5%
Föt og skór 5,7%
Húsnæði 25,1%
Húsgögn og heimili 5,6%
Heilsa 3,8%
Ferðir 15,1%
Póstur og sími 3,4%
Tómstundir 12%
Menntun 1%
Hótel og veitingar 4,4%
Annað 6,4%
14
,1%
3,5
%
5,7%
25,1%
5,
6%3,
8%
15,
1%
3,4%
12%
1%
4,4
%
6,4
%
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011
Morgunblaðið/Ásdís
Hvítvoðungur Í kringum 15% para eigi við ófrjósemisvandamál að stríða.
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Frá og með áramótum munu barnlaus
pör og einhleypar barnlausar konur
þurfa að greiða allan kostnað vegna
fyrstu meðferðar við tæknifrjóvgun.
Var meðferðin áður niðurgreidd um
þriðjung af Sjúkratryggingum Ís-
lands (SÍ). Kostnaðurinn við glasa-
frjóvgun hjá ART Medica, einu
læknamiðstöðinni á Íslandi sem sér-
hæfir sig í frjósemisvandamálum, fer
því úr 250.311 kr. í 376.055 kr. og við
smásjárfrjóvgun úr 298.984 kr. í
449.660 kr.
Greiðsluþátttaka afnumin eigi
fólk eitt barn fyrir
Þá hefur greiðsluþátttaka SÍ vegna
tæknifrjóvgunarmeðferðar hjá pörum
eða einhleypum konum sem eiga eitt
barn fyrir verið afnumin en hún hefur
til þessa numið 15% kostnaðar. Þurfi
barnlaus pör og einhleypar konur á
fleiri meðferðum að halda greiða SÍ
65% af kostnaði fyrir aðra, þriðju og
fjórðu meðferð og kostar glasafrjóvg-
unin þá 171.721 kr. og smásjárfrjóvg-
unin 204.811 kr.
Velferðarráðherra hefur sett reglu-
gerð þar sem kveðið er á um þessar
breytingar á þátttöku sjúkratrygg-
inga í kostnaði við tæknifrjóvganir.
Ætlunin er að lækka útgjöld sjúkra-
trygginga vegna tæknifrjóvgana um
30 milljónir króna á ári en reglugerðin
gildir frá 1. janúar til 31. desember
2012.
Ekki stórvægileg áhrif
Guðmundur Arason, kvensjúk-
dómalæknir hjá ART Medica, segist
búast við að þessi reglugerð muni hafa
einhver áhrif á fjölda fólks sem leiti til
læknamiðstöðvarinnar, en þau verði
þó líklega ekki stórvægileg. „Það gef-
ur augaleið að þetta mun hafa einhver
áhrif á okkur en við verðum að sjá
hver reynslan verður. Enn sem komið
er höfum við ekki orðið varir við nein
viðbrögð en þeir sem eru í meðferð hjá
okkur núna tilheyra gamla kerfinu,“
segir hann. „Kostnaðaraukningin
mun gera þetta erfitt fyrir einhverja
en fólk kemur samt sem áður. Þjón-
usta okkar er líkt og nauðsynjavara
sem fólk getur ekki beðið með.“
Barnlausir beri allan kostnað
Í reglugerð velferðarráðuneytisins er kveðið á um að barnlaus pör og einhleypar barnlausar konur
þurfi að bera allan kostnað vegna fyrstu meðferðar við tæknifrjóvgun frá og með 1. janúar nk.
Á síðustu árum hefur fækkað þeim
sem búa á hverju heimili ár frá ári.
Þessi þróun hefur hins vegar snúist
við eftir hrun. Meðalheimilið hefur
stækkað úr 2,37 einstaklingum í 2,41.
Þessi þróun endurspeglar að sjald-
an hefur verið erfiðara fyrir ungt fólk
að komast í eigið húsnæði. Fólk flyt-
ur því seinna að heiman en áður.
Könnunin leiðir einnig í ljóst að
25% búa í leiguhúsnæði og hefur
þetta hlutfall leigjenda ekki verið
jafnhátt síðan samfelld rannsókn
Hagstofunnar hófst árið 2000. Til
samanburðar má nefna að sam-
kvæmt neyslukönnun Hagstofunnar
árið 1995 voru 19% heimila í leigu-
húsnæði.
Fara seinna
að heiman
Fjölskyldum sem eiga ekki bíl hefur
fjölgað frá hruni. 9,3% heimila voru
bíllaus árið 2008, en þetta hlutfall
var komið í 15,2% í fyrra. Heimilum
sem eiga tvo bíla hefur fækkað, en
24,2% heimila ráku tvo bíla árið
2008, en 21,7% árið 2010. Hins vegar
er aðeins algengara nú en 2008 að
þrír bílar séu á heimili.
Fleiri eiga
engan bíl
Að eiga hest kostar heilmikla pen-
inga og svo virðist sem eftir hrun
hafi sumir neyðst til að hætta í
hestamennsku ef marka má tölur
Hagstofunnar. Hins vegar eiga fleiri
hund í dag en fyrir hrun. Katta-
eigendum hefur hins vegar fækkað.
Álíka margir eiga tjaldvagn, felli-
hýsi og hjólhýsi nú og fyrir hrun.
Færri eiga hins vegar bát nú en fyrir
hrun. Greinileg fjölgun hefur hins
vegar orðið á mótorhjólum. 4,9%
heimila áttu mótorhjól árið 2008, en
8,2% í fyrra.
Fá sér hund
og mótorhjól
Stéttarfélögin styrkja mörg
hver starfsmenn sína til tækni-
frjóvgunar. Félagsmenn í VR og
BSRB eiga t.a.m. rétt á einum
150 þúsund kr. styrk en BHM
greiðir 30% af reikningnum fyr-
ir sjálfa meðferðina, allt að 120
þúsund krónur á ári.
Félagsmenn í Eflingu geta
fengið allt að 50 þúsund króna
styrk, að hámarki tvisvar sinn-
um.
Stéttarfélög
veita styrki
TÆKNIFRJÓVGANIR