Morgunblaðið - 29.12.2011, Side 17

Morgunblaðið - 29.12.2011, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011 Fimm metra langur krókódíll, Elv- is, réðst í gær á Tim Faulkner, starfsmann í skriðdýragarði í Sydn- ey. Maðurinn varðist áhlaupinu með sláttuvél en Elvis sigraði og dró vélina með sér niður í vatnið. Hann dundaði sér allan morg- uninn við leikfangið en loks tókst að lokka hann burt með keng- úrukjöti. Þá kafaði Faulkner eftir vélinni og fann einnig tvær sjö sentimetra langar tennur sem Elvis hafði misst í slagnum. Faulkner sagði Elvis, sem er þekktur fyrir slæma hegðun, greinilega ánægðan með afrekið þótt vélin væri að vísu farin. Krókódíllinn Elvis í Sydney er þekktur fyrir óþekkt og skrítin uppátæki Nú skaltu ekki sleppa! Reuters Kristján Jónsson kjon@mbl.is Írönsk stjórnvöld hóta að loka olíu- flutningaleiðinni um Hormuz-sund ef vesturveldin beita Írana enn frek- ari refsiaðgerðum vegna kjarnorku- áætlunar landsmanna. Um þriðjung- ur allra olíuflutninga á sjó í heiminum fer um sundið sem er við suðurenda Persaflóa. Heimsmark- aðsverð á olíu hefur hækkað að und- anförnu, meðal annars vegna deiln- anna við Írana. Habibollah Sayari, aðmíráll og yf- irmaður íranska flotans, álítur að það yrði mjög auðvelt að loka sund- inu, „eins og að drekka vatn“, hefur Guardian eftir honum. Flotinn efndi fyrir skömmu til heræfinga á aust- anverðu sundinu. Evrópusambandið fær tæp 6% af allri olíu sem það notar frá Íran. Sambandið er nú að skipuleggja hertar refsiaðgerðir vegna kjarn- orkutilrauna Írana og er búist við að þær verði tilbúnar í lok janúar. Ekki er þó einhugur um þær og má líta á hótanir Írana sem tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðuna. Bandaríkja- menn þrengja nú þegar að olíuút- flutningi Írana, sem stendur undir um helmingi allra tekna ríkisins. Er beitt refsiaðgerðum gegn ríkjum og fyrirtækjum sem eiga samskipti við seðlabanka Írans en um hann renna öll olíuviðskipti landsins. Heimildarmenn segja að aðgerð- irnar séu þegar farnar að valda efna- hag landsins miklum vanda. Verði skrúfað fyrir allan olíuútflutning Ír- ana segjast Sádi-Arabar munu bæta hann upp með auknum útflutningi. En áhrifin gætu orðið hærra olíu- verð og því ljóst að Vesturveldin verða að íhuga vandlega hvert skref. Íranskir ráða- menn hóta að loka Hormuz  Þriðjungur siglinga með olíu í hættu Reuters Niður með Bandaríkin! Mótmæla- spjald á útifundi í Íran í gær. Kjarnavopnadeilan » Í nýrri skýrslu Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar, IAEA, kom fram að vísbendingar væru um að írönsk stjórnvöld væru að reyna að smíða kjarn- orkuvopn. » Takist þeim það er talið aug- ljóst að mikið vopnakapphlaup hefjist á svæðinu. » Sádi-Arabar, Tyrkir og Egyptar myndu einnig reyna að koma sér upp slíkum vopnum. Tæplega 80% Dana hafa mikið álit á konungs- fjölskyldunni og vilja frekar búa í konungsríki en í lýðveldi, sam- kvæmt könnun sem Politiken birti í gær. „Þetta er mun meiri stuðningur en við aðrar krúnur,“ segir lektor við Kaupmannahafnarháskóla, Lars Hovbakke Sørensen. 77% að- spurðra sögðust ánægð með krúnuna og aðeins 16% vildu frekar forseta. Sørensen segir vinsældir dönsku konungsfjölskyldunnar stafa af því að henni hafi tekist að nútímavæðast á réttum hraða. Ólíkt þeirri bresku sem sé of gamaldags og þeirri norsku sem fari of hratt í þeim efnum. Danir hæstánægðir með kóngafólkið og vilja ekki lýðveldi Margrét Þórhildur Danadrottning Sýrlensk stjórnvöld slepptu í gær 755 manns sem voru fangelsaðir vegna þátttöku í mótmælum gegn Bashar al-Assad forseta og mönn- um hans. Eftirlitsmenn frá Araba- bandalaginu heimsóttu í fyrradag borgina Homs, þar sem mótmælin hafa verið áköfust en leiðtogar and- ófsins benda á að ráðamenn í Da- maskus beiti mennina blekkingum og takmarki ferðafrelsi þeirra. Frakkar tóku undir gagnrýnina í gær og sögðu heimsóknina hafa verið allt of stutta. Engar hindranir mætti leggja á störf eftirlitshóps- ins. Íbúar Baba Amro í Homs neit- uðu í gær að hleypa eftirlits- mönnum inn í hverfið vegna þess að liðsforingjar úr sýrlenska hernum voru í fylgd með þeim. Skriðdrekar hersins hafa nú hörfað frá götum Homs en óljóst hvort aðeins er um hlé að ræða til að reyna að friða Arababandalagið. kjon@mbl.is Föngum sleppt  Assad sagður beita blekkingum Kristján Jónsson kjon@mbl.is Tugþúsundir Norður-Kóreumanna voru við götuna í höfuðstaðnum Pjongjang þegar Kim Jong-Il, fyrr- verandi leiðtogi landsins, var kvadd- ur í gærmorgun. Margir grétu ákaft og stöppuðu fótum í jörðina til að sýna hryggð sína en vafalaust líka vegna kuldans. Sonur hins látna og arftaki, Kim Jong-un, gekk við hlið kistu föður síns. Stjórnmálaskýrendur segja flest benda til þess að reynt verði að tryggja að valdaskiptin valdi sem minnstu umróti í landinu. En of snemmt sé þó að fullyrða að Kim yngri verði raunverulegur leiðtogi. „Snjórinn fellur endalaust eins og tár,“ sagði hermaður í viðtali við n- kóreska sjónvarpið. „Hvernig getur himinninn annað en grátið þegar við höfum misst hershöfðingjann okkar sem var mikilmenni af himnum?“ Enn meiri hermennskubragur og tilheyrandi gæsagangur einkenndu athöfnina en þegar faðir hins látna leiðtoga, Kim Il-Sung, lést 1994. Tugir þúsunda hermanna lutu höfði þegar líkfylgdin fór frá Kumsusan- minningarhöllinni en þar hafði lík leiðtogans fyrrverandi verið til sýnis í glerkistu, búist er við að það verði nú smurt og lagt til hinstu hvílu í grafhvelfingu. Fyrsti hluti athafnar- innar fór fram í höllinni og voru þar aðeins viðstaddir æðstu ráðamenn kommúnistaflokksins og hersins. Fremst fór bíll með risastóra and- litsmynd af Kim heitnum, skælbros- andi, og fleiri farartæki. Því næst kom aldraður glæsivagn af Lincoln Continental-gerð sem flutti lík- kistuna, hjúpaða rauðum fána. Hvít- um blómum var raðað umhverfis kistuna á þaki bílsins. Lesið í niðurröðun „Hinn mikli arftaki“, Kim Jong- un, var klæddur síðum, dökkum frakka en berhöfðaður og hanska- laus, þrátt fyrir kuldann, við hlið lík- vagnsins og með honum önnur fyr- irmenni. Niðurröðunin gæti gefið vísbendingar um valdastigann. Heimildarmenn álíta samt að í reynd sé Kim Hyong-hui, 65 ára gamall hershöfðingi og systir hin látna leiðtoga, líkleg til að verða valdameiri en hinn óreyndi arftaki. En eiginmaður hennar, Jang Song- Thaek, er út á við mun öflugri og var talinn ganga næstur Kim Jong-Il að völdum. Jang er nú varaformaður landvarnaráðs N-Kóreu. Reuters Kveðja Líkvagni með kistu Kim Jong-Ils ekið um snævi þaktar götur höfuðborgarinnar Pjongjang í N-Kóreu gær. „Hvernig getur himinn- inn annað en grátið?“  Mikill hermennskubragur á útför Kim Jong-Ils í N-Kóreu Einlægni? Liðsforingjar sýna sorg sína við útförina í Pjongjang.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.