Morgunblaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012
Gunnar Rögnvaldsson þakkar sín-um sæla að búa utan borg-
armarkanna:
Svifryk innivinnuborgarstjórans
hefur gert það að
verkum að hann
heldur að Reykjavík
sé bær á Flórída eða
Möltu. Það er ein-
stakt – og líklega
heimsmet – að sjá
eins tekjuháa borg
og Reykjavík er
svona illa snjórudda,
lítið sem ekkert
hálkuvarða en vand-
lega heilaþvegna á
svo norðlægum slóð-
um.
Sjálfskaparvítið er hörmulegt. Lageftir lag er látið safnast í jökla.
Nagladekkin sem áttu að vera
svona slæm og óþörf að fólk sem býr í
venjulegu sveita- og moldryki um allt
Ísland spyr sig sjálft hvort höf-
uðborgarsvæðið sé komið úr öllum
tengslum við landið sem það er stað-
sett í?
Leitun er að eins lélegum viðbún-aði og aðgerðum gegn venju-
legu veðri.
Hér er einungis um venjulegt ís-lenskt veður að ræða. Innivinna
ríkisstjórnarinnar er einnig á þennan
hátt að skila öllu landinu sama ár-
angri. Landsframleiðslan mun líða
fyrir þessa stoppklossa við völd.
Miklu betra væri að segja viðborgarbúa; við ryðjum hvorki
snjó né losum hálku: Notið því nagla-
dekk, kaupið ekki Möltubifreiðar og
verið ávallt viðbúin hinu versta. Því
við erum aular.
Gott að ég bý ekki í Reykjavík.“
Jón Gnarr
Stoppklossar
STAKSTEINAR
Gunnar
Rögnvaldsson
Veður víða um heim 10.1., kl. 18.00
Reykjavík -1 snjóél
Bolungarvík -5 alskýjað
Akureyri -3 snjókoma
Kirkjubæjarkl. -3 snjóél
Vestmannaeyjar 0 léttskýjað
Nuuk -5 snjóél
Þórshöfn 4 léttskýjað
Ósló -3 skýjað
Kaupmannahöfn 5 skýjað
Stokkhólmur -2 skýjað
Helsinki -3 snjókoma
Lúxemborg 7 skýjað
Brussel 8 skýjað
Dublin 10 skýjað
Glasgow 8 skýjað
London 11 léttskýjað
París 10 skýjað
Amsterdam 8 skýjað
Hamborg 5 skýjað
Berlín 6 skýjað
Vín 6 skýjað
Moskva -2 snjókoma
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 12 heiðskírt
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 11 léttskýjað
Aþena 6 skýjað
Winnipeg 2 skýjað
Montreal 2 léttskýjað
New York 4 heiðskírt
Chicago 3 heiðskírt
Orlando 22 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
11. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:05 16:07
ÍSAFJÖRÐUR 11:40 15:42
SIGLUFJÖRÐUR 11:24 15:23
DJÚPIVOGUR 10:42 15:29
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Málflutningur verður í dag fyrir Hæstaréttti í
máli útgerðar Sigurbjörns ehf. í Grímsey gegn
sjávarútvegsráðherra vegna banns á dragnóta-
veiðum á innanverðum Skagafirði. Telja lögmenn
fyrirtækisins að bannið hafi verið sett án þess að
stoð sé fyrir því í lögum. Með banninu hafi stjórn-
arskrárvarin atvinnuréttindi verið skert og einnig
stjórnarskrárvarin eignarréttindi þeim tengd, því
útgerðin geti ekki lengur stundað þær veiðar, sem
henni var annars heimilt lögum samkvæmt. Fimm
dómarar dæma í málinu í Hæstarétti.
Bannið var sett á í september 2010 og höfðaði
útgerðarfélagið Sigurbjörn ehf. í Grímsey í kjöl-
farið mál gegn ríkinu. Þess var krafist að viður-
kennt yrði að fyrirtækið væri óbundið af um-
ræddu veiðibanni, einkum á þeim forsendum að
ákvörðun ráðherra bryti í bága við stjórnarskrár-
varið atvinnufrelsi þess. Héraðsdómur dæmdi í
málinu í lok júní og féllst ekki á kröfu Sigur-
bjarnar ehf og komst að þeirri niðurstöðu að ráð-
herra hefði ekki farið út fyrir lagaheimildir. Út-
gerðin áfrýjaði til Hæstaréttar.
Ákvörðun ráðherra hvorki studd
rökum né fullnægjandi lagastoð
Jóhannes Bjarni Björnsson hrl. hjá Lands-
lögum hefur farið með málið fyrir Sigurbjörn ehf.,
en Hlynur Halldórsson hdl. flytur málið fyrir
Hæstarétti sem prófmál. Hann telur ákvörðun
ráðherra hvorki studda rökum né fullnægjandi
lagastoð. Stjórnvöld geti við vissar aðstæður grip-
ið til verndaraðgerða, en þær verði stjórnvöld að
byggja á vísindalegum grunni auk þess að gæta að
lagagrundvelli slíkrar skerðingar. Gögn málsins,
undirbúningur og rök sem ráðherra hafi teflt fram
á sínum tíma fyrir setningu reglugerðar styðji
ekki slíka ákvörðun. Komi meðal annars fram í
skýrslu sem ráðherra lét Hafrannsóknastofnun
vinna um áhrif dragnótar á botnlíf innan Skaga-
fjarðar að dragnót hafi nánast engin áhrif á botn-
ríkið. Þá sé ástand fiskistofna gott um þessar
mundir í Skagafirði. Komið hafi fram í stofnmæl-
ingum á vegum Hafrannsóknar árið 2010 að ekki
hafi mælst meira þorskmagn í Skagafirði síðan
2002. Engin verndarrök hafi því verið fyrir bann-
inu.
Varðar alla dragnótasjómenn
Það er skoðun Sigurbjörns ehf. að héraðs-
dómur hafi túlkað ákvæði stjórnarskrár um at-
vinnuréttindi of þröngt, einkum í ljósi þeirra
dóma sem fallið hafa í Hæstarétti. Þau fordæmi
gefi skýra vísbendingu um að ráðherra sem
hyggst skerða stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi
með setningu reglugerðar þurfi að uppfylla bæði
kröfu um lögmæti reglugerðarinnar og að bannið
þjóni almannaheill. Er það skoðun lögmanna Sig-
urbjörns að hvorugt þessara skilyrða hafi verið
uppfyllt þegar ráðherra setti reglugerð um bann
við dragnótaveiðum sem m.a. náði til dragnóta-
veiðisvæða innan Skagafjarðar.
Hlynur segir málið varða alla dragnótasjó-
menn. Það sé bjargföst skoðun þeirra að veið-
arfærið sé bæði hagkvæmt og umhverfisvænt.
Það sýni m.a. skýrsla Hafrannsóknastofnunar.
Í Hæstarétti Þorleifur EA kemur til hafnar í
Grímsey, en Sigurbjörn ehf. gerir bátinn út.
Morgunblaðið/ÞÖK
Dragnótabann í Hæstarétti
Útgerð í Grímsey telur bannið brjóta gegn stjórnarskrárvörðum atvinnurétt-
indum Héraðsdómur taldi að ráðherra hefði ekki farið út fyrir lagaheimildir
Héraðsdómur Suðurlands hefur
dæmt refsifanga á Litla-Hrauni í
þriggja mánaða fangelsi fyrir að
ráðast á samfanga sinn og slá hann
í andlitið. Sá sem varð fyrir árás-
inni kinnbeinsbrotnaði og fékk
fleiri áverka. Árásin var gerð í maí
í fyrra. Fram kemur í dómnum, að
árásarmaðurinn á að baki nánast
samfelldan sakaferil frá árinu 1998
en hann var það ár dæmdur í 18
mánaða fangelsi fyrir þjófnað, lík-
amsárásir, nytjastuld og fleiri brot.
Samtals hefur hann verið dæmdur í
fangelsi í 101 mánuð fyrir ýmis
brot.
Réðst á samfanga
sinn á Litla-Hrauni