Morgunblaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012
✝ Valtýr BlöndalGuðmundsson
bóndi í Bröttuhlíð
fæddist á Steiná í
Svartárdal 20. júlí
1915. Hann lést á
Heilbrigðisstofn-
uninni á Blönduósi
22. desember
2011.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Jakobsson, f. 17.
ágúst 1884, d. 31. maí 1959 og
Jóhanna Bjarnveig Jóhann-
esdóttir, f. 24. október 1886, d.
28. janúar 1987. Eftirlifandi
eiginkona Valtýs er Ingibjörg
Jónína Baldvinsdóttir, fædd
Finnur Karl Björnsson, eiga
þau 4 börn og 2 barnabörn. 5)
Guðríður, maki hennar er
Magnús Gunnar Jónsson, eiga
þau 3 börn og 4 barnabörn. 6)
Kári, hann andaðist stuttu eft-
ir fæðingu. Valtýr ólst upp hjá
foreldrum sínum en fór ungur
að vinna fyrir sér við almenn
sveitastörf, einnig var hann í
vegavinnu. Árið 1934 keyptu
foreldrar hans jörðina Bröttu-
hlíð í Svartárdal. Þar byrjaði
hann sinn búskap og bjó þar
lengst af ævinni. Valtýr var
lengst af ævi sinni heilsu-
hraustur þrátt fyrir að vinna
erfiðisvinnu alla tíð. Hann var
heimakær og vildi helst vera
að störfum á búi sínu. Hann
var glöggur á fénað og hirti
alla tíð vel um skepnur sínar.
Útför Valtýs fer fram frá
Bergsstaðakirkju í dag, 11.
janúar 2012, og hefst athöfnin
klukkan 14.
29. október 1931.
Þau giftust þann 4.
júlí 1950. For-
eldrar Ingibjargar
Jónínu voru Bald-
vin Jóhannsson, f.
19. maí 1893, d.
28. mars 1980 og
Lára Pálína Jóns-
dóttir, f. 31. júlí
1903, d. 3. nóv-
ember 1965. Val-
týr og Ingibjörg
eignuðust 6 börn, þau eru: 1)
Sigurbjörg, maki Þórður
Pálmar Jóhannesson, eiga þau
4 börn og 10 barnabörn. 2)
Guðmundur 3) Lárus 4) Jó-
hanna Lilja, maki hennar er
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson)
Elsku pabbi, þá er þessu lokið.
Þessu lífi sem þér fannst orðið al-
veg nógu langt. Þú varst orðinn
þreyttur og vildir hvíld og frið,
tilbúinn að kveðja þennan heim.
Þú sagðir oft við mig þegar vin-
irnir og samtíðarmennirnir úr
dalnum þínum kvöddu, að það
hefði nú frekar átt að vera þú. En
hjarta þitt var sterkt og þú hélst
fullri reisn fram í andlátið. Þú
varst sjálfum þér nægur í dag-
legu lífi, heimakær, en fylgdist
vel með öllu í þjóðfélaginu, minn-
ugur og vel lesinn og varst með
ákveðnar skoðanir á hlutunum.
Þú varst einstaklega nægjusam-
ur maður og afar þakklátur fyrir
það sem fyrir þig var gert. Eftir
að þú fluttist inn á Sjúkrahúsið á
Blönduósi myndaðist sterkara
samband milli okkar. Kvöldið áð-
ur en þú kvaddir leit ég inn til
þín, áður en ég fór heim. Þú sast
framan á rúminu, ég spurði þig
hvort þú ætlaðir ekki að fara að
sofa, þú sagðir það líklega best,
en þig vantaði aðstoð upp í, ég
hjálpaði þér, breiddi vel yfir þig
og hlúði að þér, þú spurðir eins og
svo oft áður: Eru allir frískir hjá
þér? Ég kyssti þig góða nótt.
Þetta var okkar síðasta samtal,
daginn eftir andaðist þú. En allt-
af var hugur þinn hjá okkur, við
munum öll passa mömmu vel,
hún á mikla aðdáun skilið fyrir
alla sína umhyggju í veikindum
þínum og var þín styrka hönd.
Mínar innilegustu þakkir til
þeirra sem önnuðust pabba af al-
úð og nærgætni, Guð gæti ykkar.
Pabbi minn var aldrei fyrir sviðs-
ljósið, því vona ég að hann fyr-
irgefi mér að rita þessi fátæklegu
orð að leiðarlokum.
Guð geymi þig, elsku pabbi, og
takk fyrir allt.
Þín dóttir,
Jóhanna Lilja.
Elsku afi minn.
Mig langar til að kveðja þig
með þessari bæn sem ég veit að
þú hélst mikið upp á og kenndir
börnum þínum, mamma mín
kenndi mér hana og ég hef kennt
mínum börnum.
Hvíli ég nú á kodda rótt
kröftum á ný ég safni.
Gefðu okkur öllum góða nótt
guð minn í Jesú nafni.
Takk fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman. Allar
minningarnar geymi ég um
ókomna tíð. Ég er svo glöð að
börnin mín fengu að kynnast þér.
Elsku amma, ég bið góðan guð að
styrkja þig í sorginni.
Takk fyrir allt, elsku afi minn,
og hvíl þú í friði.
Jónína Pálmarsdóttir.
Elsku afi.
Engill hefur bæst í hópinn
sem guð á himnum nú fær.
Það er minn ljúfi afi
sem var mér svo kær.
Þótt svo að fjarlægð skildi okkur að
alltaf gott var að vita það.
Að góðan afa maður átti að
alltaf var hann tilbúinn að sýna það.
Tárin hrynja því niður minn vanga
að afi er horfinn okkur frá.
Hann sefur nú svefninum langa
sem líkami hans var farinn að þrá.
Kannski var kominn hans tími?
Kannski var komin hans stund?
Kannski var kominn sá tími
að guð kallaði hann á sinn fund?
Sárt er að kveðja þig afi
svo margt sem ég átti eftir að segja
þér.
Ég vona þó að þú vitir
hversu mikils virði þú varst mér.
Hvíldu í friði afi – hvíldu í friði.
(Höf. ók.)
Elsku afi okkar, við viljum
þakka þér fyrir allar samveru-
stundirnar sem við áttum með
þér. Blessuð sé minning þín.
Valbjörg, Halldóra Björk,
Þórður Ingi og Jónína.
Elsku afi minn.
Þá er þinni viðburðaríku lífs-
göngu lokið og að baki farsæl
ævi. Nú er komið að síðustu
kveðjustund og minningarnar
þjóta um hugann. Þú lifðir miklar
breytingar í lifnaðar- og búskap-
arháttum á þinni löngu ævi sem
spannaði næstum heila öld.
Stundum sagðir þú mér frá því
hvernig hlutirnir gengu fyrir sig
hér áður fyrr og oft kom fyrir að
þú hristir höfuðið yfir því hvernig
heimurinn væri orðinn í dag.
Þegar ég hugsa til baka kemur
strax upp í huga minn afi að slá
með orfi og ljá í Bröttuhlíð, um-
gengni þín við dýrin og hve
glöggur þú varst á hverja
skepnu. Þú hafðir einstakt dálæti
á skepnum og að sjá þig umgang-
ast þau af einlægni, áhuga, alúð
og virðingu er eitthvað sem ég
gleymi aldrei. Sveitin var þér
kær og dettur mér oft í hug neð-
angreint ljóð þegar mér verður
hugsað til þín:
Blessuð sértu sveitin mín!
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín
– yndislega sveitin mín! –
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu sveitin mín!
sumar, vetur, ár og daga.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína,
þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
(Sigurður Jónsson.)
Ég man þegar að ég var lítil
stelpa hvað það var gaman að
koma til ykkar ömmu að gista í
sveitinni. Ég fór alltaf með þér í
fjósið og horfði á þig handmjólka
kýrnar þínar og síðan gáfum við
kálfunum og kisu. Að því loknu
gengum við heim og fengum okk-
ur alltaf skyr.
Ég man líka að það var gott að
koma inn í herbergi til þín og
spjalla um daginn og veginn. Þú
varst vel lesinn og hafðir skoð-
anir á flestum hlutum og alltaf
gátum við talað saman um hross
því það var okkar sameiginlega
áhugamál. Þú áttir líka svo falleg
og litrík hross. Þú spurðir mig
gjarnan hvort ég væri að temja
og þjálfa og hvernig gengi, hafðir
skoðanir á því sem ég var að gera
og gafst mér góð ráð.
Ég gleymi því aldrei þegar ég
útskrifaðist úr Bændaskólanum
á Hólum þegar þú og amma kom-
uð óvænt í útskriftarveisluna
mína en í seinni tíð varstu ekki
vanur að fara mikið af bæ. Þess-
um degi gleymi ég aldrei og
hversu glöð ég varð að sjá ykkur.
Eftir að ég eignaðist mína fjöl-
skyldu nutum við þess að heim-
sækja ykkur ömmu og það var
alltaf hlýlegt og notalegt að koma
í Svartárdalinn. Þú hafðir gaman
af barnahópnum mínum og
mundir ávallt hvað þau hétu. Ég
man þegar börnin mín fóru að
syngja fyrir þig að þú sagðir
þeim með bros á vör að ég hefði á
mínum yngri árum þrammað um
ganginn hjá ykkur ömmu og
sungið fyrir ykkur.
Elsku afi, ég geymi allar þess-
ar minningar og miklu fleiri í
hjarta mér.
Nú er hins vegar komið að
kveðjustund og ég þakka af al-
hug allar samverustundirnar
okkar.
Megi góður guð veita ömmu
styrk og vernd.
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Guð geymi þig.
Inga Vala Magnúsdóttir.
Elsku langafi okkar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Hvíl þú í friði.
Þín langafabörn,
Telma Björk, Pálmar Ingi,
Berglind Björg, Bjarki
Freyr, Brynjar Snær, Alex-
ander Franz, Sunneva Dís,
Bjartmar Dagur og Karen
Sif.
Elsku langafi.
Þú varst alltaf svo góður. Þó
svo að ég hafi ekki komið oft í
heimsókn til þín og langömmu í
Svartárdalinn þá er alltaf einn
viðburður sterklega í minning-
unni. Það var á haustin þegar
réttað var í Svartárdalnum. Þá
kom amma Sigurbjörg alltaf til
ykkar að hjálpa við að smala fénu
og ég fékk oft og mörgum sinn-
um að koma með henni. Þegar ég
var lítil þá man ég að ég var inni
hjá þér og langömmu. Við töluð-
um um allt mögulegt og einnig
tókum við í spil. Það var mjög
gaman að koma til ykkar í heim-
sókn.
Ég man að alltaf þegar komið
var að heimferð og við komin á
veginn rétt fyrir ofan bæinn þá
stóðuð þið langamma á tröppun-
um í bæjardyrunum og vinkuðuð
okkur bless, ég brosti og vinkaði
ykkur alltaf á móti og amma Sig-
urbjörg flautaði.
Elsku Valtýr langafi, ég er
þakklát fyrir að hafa kynnst þér
og þakklát fyrir það sem þú gerð-
ir fyrir mig. Þú verður ætíð í
minningu minni.
Ég ætla að enda þessi orð um
þig með ljóði sem ég samdi sjálf
um þig.
Ég yrki ljóð um afa minn
sem farinn er frá jörðu.
Hann var alltaf svo vænn og góður
og mikið fróður.
Sorg ríkti þegar þú fórst upp til himna.
En hvar sem ég er og hvert sem ég fer,
veit ég að þú munt ætíð vera hjá mér.
Hvíldu í friði.
Þitt langafabarn,
María Ósk Sigurðardóttir.
Okkur systur langar að minn-
ast þín elsku afi í nokkrum orð-
um.
Það var alltaf tilhlökkunarefni
þegar við vorum litlar að koma í
heimsókn til ykkar ömmu í
Svartárdalinn. Þú varst alltaf svo
glaður þegar við birtumst og
tókst afar vel á móti okkur. Eftir
að við urðum fullorðnar og fórum
sjálfar að eignast börn þá fylgd-
ist þú með þeim og hafðir ekki
síður gaman af því að hitta þau.
Elsku afi, takk fyrir þann tíma
sem við áttum saman, minning
þín mun lifa í hjörtum okkar.
Megi góður Guð styrkja
ömmu í sorginni. Hvíl þú í friði.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þínar afastelpur,
Valbjörg og Halldóra Björk.
Elsku Langafi okkar.
Takk fyrir allar samverustund-
irnar og alla góðu molana og
súkkulaðið. Það var alltaf gaman
að koma í sveitina og syngja fyrir
þig og spjalla við þig.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Hvíl þú í friði.
Þín langafabörn,
Margrét Mist, Sara Lind,
Magnús Máni og Ísak Már.
Árið 1964 var ég sendur í sveit
til frænku minnar Ingibjargar
Baldvinsdóttur og eiginmanns
hennar Valtýs Blöndal Guð-
mundssonar en hann var bóndi í
Brattahlíð í Svartárdal, Austur-
Húnavatnssýslu.
Ég hlakkaði til og kveið fyrir
því að fara norður því þetta var í
fyrsta skipti að ég fór að heiman.
Við vegamót Svartárdals og þjóð-
vegarins norður beið mín hávax-
inn og brosandi maður á dráttar-
vélinni sinni. Það var í fyrsta
skipti sem ég sá Valtý og strax var
allur kvíði úr sögunni því svo vel
og hlýlega tók hann á móti mér í
sumarsólinni. Hann reyndist mér
framúrskarandi frá fyrstu stund.
Valtýr Guðmundsson var Hún-
vetningur. Að honum stóðu
bændaættir í nánustu liði úr
Húnavatnssýslu en hann unni
mjög föðurtúnum sínum í Laxár-
dal í Austur-Húnavatnssýslu þar
sem hann eyddi bernskuárum sín-
um.
Hann fluttist síðan með for-
eldrum sínum að Brattahlíð. Þann
4. júlí 1950 kvæntist hann síðan
frænku minni Ingibjörgu Bald-
vinsdóttur en þau hjónin voru allt-
af mjög samhent í öllu sem þau
tóku sér fyrir hendur. Þau komu
upp stórum barnahóp og eiga
mikið af niðjum víða um Norður-
land.
Valtýr var hávaxinn, jafnvel
nokkuð mikill að vallarsýn, svip-
hreinn og svipsterkur. Hann hafði
hlýtt en um leið þétt geðslag.
Hann var vel liðinn af samferða-
fólki sínu enda hafði hann marga
kosti.
Veröld Valtýs markaðist eink-
um af sveitinni og daglegri önn.
Hann ræktaði jörðina Brattahlíð
af mikilli elju og var afar nýtinn á
þau gæði sem jörðin bauð upp á.
Valtýr var mikill og góður verk-
maður og gekk ávallt til verka af
festu. Fáir stóðust hann þegar
hann sveiflaði orfi sínu þar sem
ekki var véltækt í túni. Setti upp í
snotrar sátur sem báru natni og
snyrtimennsku hans merki. Allt
gert með handafli. Heyinu var síð-
an snyrtilega komið fyrir heima
við. Þetta voru gullnir góðviðris-
dagar í sveitinni að vinna með
Valtý.
Hann hafði yndi af bústofni sín-
um, hugsaði vel um hann, reyndi
að bæta hann eftir beztu getu. Bú-
ið var ekki stórt en hver skepna
skilaði vel sínu. Bústofninn var
kýr, fé og hross en Valtýr átti
ávallt góða reiðhesta. Hann var
snjall tamningamaður. Valtýr bjó
aldrei við ríkidæmi, var ekki fé-
sækinn en forsjáll um hag sinn og
fjölskyldu.
En auðvitað hafði Valtýr einnig
áhuga á málefnum líðandi stund-
ar. Hann hafði gaman af þjóðleg-
um fróðleik, stökum og vísum.
Hafði sjálfsagt átt lærdómsþrá.
Hefði viljað ferðast meira.
Síðustu árin voru Valtý erfið
vegna lasleika en heymæði lagðist
þungt á lungu hans, eyddi kröft-
um hans og oft átti hann erfitt
með andardrátt. Það var honum
þung raun og fjölskyldu hans en
annars var hann nokkuð heilsu-
hraustur fram á síðasta dag.
Í umsjá Valtýs og frænku
minnar naut ég hlýju og alúðar.
Þegar hann gaf sig að mér
barninu fann ég einungis góðhug
og stillingu. Ég hefði ekki getað
óskað mér betra.
Núna þegar komið er að leið-
arlokum þá langar mig að þakka
Valtý Guðmundssyni samfylgd-
ina. Þær verða víst ekki fleiri
ferðirnar fram dalinn með leið-
sögn Valtýs í Stafnsrétt. Ég
votta frænku minni Ingibjörgu
og fjölskyldu hennar samúð
mína.
Örn Þór Emilsson.
Í dag verður lagður til hinstu
hvílu Valtýr Guðmundsson bóndi
frá Brattahlíð í Svartárdal í
Austur-Húnavatnssýslu. Valtýr
var giftur frænku minni sem nú
ásamt fjölskyldu sinni syrgir
brottför hans úr þessum jarð-
neska heimi.
Fyrstu kynni mín af Valtý
voru þegar ég kom sem ungur
drengur til sumardvalar í Bratta-
hlíð. Þar var gott að vera og ég
átti reyndar eftir að dvelja þar í
mörg sumur.
Valtýr var mörgum mannkost-
um búinn. Hann var hreinlyndur
og hafði afdráttarlausar skoðanir
á því sem var að gerast í sam-
félaginu. Hann kom til dyranna
eins og hann var klæddur og
sagði skoðanir sínar á mönnum
og málefnum ef því var að skipta.
Hann var einnig vinnusamur og
ósérhlífinn. Hann var sívinnandi
frá morgni til kvölds við búskap-
inn. Honum þótti vænt um dýrin
og hann lagði sig mikið fram við
að sinna þeim. Hann var líka dug-
legur við að rækta ný tún á jörð-
inni þrátt fyrir að það væri
nokkrum erfiðleikum bundið
vegna erfiðra aðstæðna.
Valtýr hafði einnig yndi af
bóklestri þegar hann hafði tíma
til þess. Það átti hann sameigin-
legt með Bjarnveigu, móður
sinni. Hann las mikið af bókum
um þjóðleg efni og þá ekki síst
það sem sneri að heimabyggð
hans. Hann átti sér ákveðinn
draum um að að læra en hann
fékk ekki tækifæri til þess frem-
ur en margir af hans kynslóð.
Það er margt eftirminnilegt
sem kemur upp í hugann þegar
hugsað er til baka til þess tíma
sem ég dvaldi sem sumarstrákur
í Brattahlíð. Eitt eftirminnileg-
asta atvikið er þó þegar heimilis-
fólkið var að koma af engjunum
eftir langan vinnudag í heyskap
seint í júlímánuði. Veðrið var eins
og það getur verið best á þessum
árstíma og náttúrukyrrðin nær
algjör. Valtýr sat á dráttarvélinni
og skyndilega byrjaði hann að
syngja fallega vísu. Það var eitt-
hvað einstakt við þessa stund
sem ég áttaði mig ekki á fyrr en
löngu seinna en það var þessi
sterka samkennd hans með land-
inu og náttúrunni. Hann, sem var
borinn og barnfæddur í sveitinni,
var maður náttúrunnar. Hann
unni henni.
Fyrir nokkum árum birtist
ljósmynd í dagblaði af Valtý þar
sem hann stendur fyrir innan
lokað heimahliðið að bænum. Í
bakgrunni myndarinnar er út-
sveit Svartárdalsins og einnig
sést þar framsveit Laxárdals.
Myndin má segja að endurspegli
líf Valtýs á margan hátt þar sem
hann var mjög heimakær maður
og ferðaðist ekki mikið út fyrir
heimahagana. Hliðið hefur nú
verið opnað en Valtýr skilur eftir
fallegar minningar í huga þeirra
sem eftir lifa.
Síðustu árin átti Valtýr við
mikil veikindi að stríða og þráði
þá hvíld sem hann hefur nú loks-
ins fengið. Ingibjörg, eiginkona
hans og frænka mín, reyndist
honum þá ómetanleg. Um leið og
ég kveð Valtý og þakka honum
samfylgdina vil ég votta fjöl-
skyldu hans mína dýpstu samúð.
Guð blessi ykkur öll og styrki í
sorg ykkar.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Emil Ingi Emilsson.
Valtýr Blöndal
Guðmundsson
HINSTA KVEÐJA
Góðum mönnum gefin var
sú glögga eftirtekt.
Að finna líka fegurð þar,
sem flest er hversdagslegt.
(Jóhanna Kristjánsdóttir
frá Kirkjubóli.)
Elsku afi, við kveðjum
þig með þeirri ósk að nú líði
þér vel. Guð geymi þig.
Valtýr Kári, Áslaug
Inga, Finna Birna og
Ingibjörg Jónína.
Elsku langafi, ég samdi
ljóð um þig sem er svona:
Afi minn var einstakur, já,
einstakur hann var.
En nú ertu hjá Guði og hann
passar þig þar.
Hvíldu í friði.
Þín langafastelpa,
Berglind Björg
Sigurðardóttir.
HINSTA KVEÐJA
Elsku Valtýr minn.
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(Har. S. Mag.)
Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Ástarkveðjur.
Þín,
Ingibjörg (Imba.)