Morgunblaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ÁskattadegiDeloitte,sem haldinn
var í gær, fór ekki
á milli mála að
Oddný Harð-
ardóttir, sem nú
vermir stól fjármálaráðherra,
er sátt við skattastefnu rík-
isstjórnarinnar. Hún telur
skattahækkanir forvera síns
hafa verið nauðsynlegar og
ekkert bendir til að jákvæðra
breytinga sé að vænta.
Aðrir sem tóku til máls á
fundinum höfðu töluvert aðra
sýn á skattastefnu stjórnvalda,
svo ekki sé fastar að orði kveð-
ið. Innlegg framkvæmdastjóra
fjármála hjá Icelandair Group,
Boga Nils Bogasonar, mætti að
ósekju verða til að hreyfa við
ráðherranum. Í máli Boga kom
fram að skattar Flugfélags Ís-
lands hefðu ríflega tvöfaldast í
tíð þessarar ríkisstjórnar og að
fyrirtækið hefði þurft að
bregðast við með því að draga
úr þjónustu og að farþegum
hefði fækkað. Þá væri hér lagð-
ur á tvöfaldur kolefnisskattur
sem þekktist ekki annars stað-
ar og Bogi varaði við hug-
myndum um komuskatt, sem
hann sagði suma enn reyna að
koma á.
Áhyggjur fulltrúa Icelandair
Group af nýjum og hækkuðum
sköttum eru skiljanlegar þegar
skattastefna stjórnvalda og
reynslan af henni
er höfð í huga. Svo
að segja allir skatt-
ar hafa verið
hækkaðir, sumir
ítrekað, og til við-
bótar hafa nýir
skattar verið lagðir á.
Eins er það svo að engu
breytir hvað á dynur, skatta-
lækkun er ekki inni í myndinni
hjá ríkisstjórninni. Þannig
mega bifreiðaeigendur nú
greiða yfir 240 krónur fyrir
bensínlítrann og yfir 250 krón-
ur fyrir dísellítrann og ríkið
hagnast sem aldrei fyrr af
hverjum lítra, en lækkun kem-
ur ekki til greina.
Og ekki gefa áform Odd-
nýjar Harðardóttur um skoðun
á skattkerfinu góðar vonir um
batnandi hag skattgreiðenda.
Á skattadeginum upplýsti hún
að hún hefði óskað eftir stöðu-
mati frá starfshópi sem hafði
það hlutverk að endurskoða
skattkerfið. Þennan starfshóp
skipaði Steingrímur J. Sigfús-
son með sínum hætti og það
eina sem hingað til hefur komið
út úr starfinu eru endalausar
tillögur að hærri sköttum. En
þar með er ekki sagt að hóp-
urinn lumi ekki á nýjum til-
lögum fyrir nýjan ráðherra,
þannig að vissulega er full
ástæða fyrir fólk og fyrirtæki
að hafa áhyggjur af framhald-
inu.
Full ástæða er til að
óttast frekari
skattahækkanir og
nýja skatta}
Ástæða til að óttast
Viðtal Der Spie-gel við
utanríkisráðherra
Tékklands, Karl
Fürst zu Schwar-
zenberg, afhjúpar
málflutning stjórn-
valda hér á landi. Á þetta bend-
ir Björn Bjarnason í leiðara á
Evrópuvaktinni, þar sem birt
er þýðing hluta viðtalsins.
Björn vitnar í svar Schwar-
zenbergs við spurningu um
áhrif Þjóðverja innan Evrópu-
sambandsins: „Á fyrstu stigum
kreppunnar spurði ég einu
sinni hóp samstarfsmanna í
Evrópu: Hvers vegna allar
þessar flóknu ályktanir? Við
skulum bara setja ESB-
reglugerð um að það verði
þýskur endurskoðandi í öllum
fjármálaráðuneytum innan
ESB. Allir hlógu, en við nálg-
umst þetta nú hægt og síg-
andi.“
Og um áhrif smáríkja hafði
Schwarzenberg þetta að segja:
„Málum er háttað á þennan
veg: Ríki frændinn sem réttir
þér hjálparhönd og gerir mikið
veður út af því fer í taugarnar á
þér. Smáríki eiga einkum erfitt
með að kyngja þessu. Þau
fagna því ekki
endilega þegar
Merkel og Sarkozy
hittast og berja
saman stefnu og
tilkynna síðan öðr-
um niðurstöðuna.
Þetta gengur ekki til lengdar.“
Hér á landi láta stjórnvöld og
smáríkjafræðingar Samfylk-
ingarinnar eins og Ísland hefði
eitthvað að segja um þróun
mála innan Evrópusambands-
ins. Þessari blekkingu hefur
lengi verið beitt til að telja Ís-
lendingum trú um að ekkert sé
að óttast við inngöngu í Evr-
ópusambandið, landið verði
áfram ráðandi í eigin málum.
Staðreyndin er hins vegar sú að
Evrópusambandið hefur aldrei
verið þannig að smáríki hefðu
þar áhrif og þróunin er hröð í
þá átt að treysta enn frekar
áhrif stóru ríkjanna tveggja, þó
einkum Þýskalands.
Það er ömurlegt að íslensk
stjórnvöld séu svo heillum horf-
in í ákafa sínum vegna umsókn-
arinnar að þau haldi að Íslend-
ingar séu betur settir með því
að hlusta á forystumenn ann-
arra ríkja um ástandið innan
Evrópusambandsins.
Schwarzenberg hitt-
ir naglann á höfuðið
um áhrif smáríkj-
anna í ESB}
Áhrif smáríkja innan ESB
Ö
llu virðist nú hægt að snúa upp í
pólitískt argaþras. Meira að segja
veðrinu. Desember 2011 var sá
snjóþyngsti í Reykjavík síðan
1984 og eftir hressilega ofankomu
í lok mánaðarins var snjódýptin í höfuðborginni
sú mesta síðan mælingar hófust árið 1921. Síð-
an hefur snjóað og hlánað til skiptis með til-
heyrandi hálku. Nú síðast í gær gekk svo á með
stormi og hríðarbyl. Sveiflurnar í veðrinu eru
sem sagt í öfgafyllri kantinum. Þetta vitið þið
reyndar vel sem lesið þessi orð því öll höfum við
lent í basli vegna færðarinnar og sum verið svo
óheppin að meiðast. Sjálf flaug ég á hausinn
þegar ég skaust yfir götuna heima til að sækja
mér pizzu. Þakkaði bara fyrir að fallið varð áð-
ur en ég fékk pizzuna og gætti þess að stíga
varlegar til jarðar á bakaleiðinni. Því þótt mild-
ir vetur hafi verið reglan fremur en undantekningin í höf-
uðborginni reynum við flest að taka þessu bara með ró og
haga ferðum okkar og hegðun eftir aðstæðum. Við Íslend-
ingar kunnum jú að temja okkur æðruleysi gagnvart nátt-
úruöflunum, ekki satt? Samt finna margir það í sér að
nenna að verða ógurlega reiðir út í borgarstjóra fyrir að
láta það gerast að það séu hálka og skaflar á götunum. Það
er vinsælt sport á Íslandi þessi dægrin að leita að söku-
dólgum, og helst hengja þá líka, en áður en fólk stekkur
upp á nef sér og krefst þess að einhver verði dreginn til
ábyrgðar á veðrinu mætti íhuga nokkur atriði. Fyrst er
það auðvitað snjóþunginn, sá mesti frá 1984, sá mesti eins
og áður segir. Í því ljósi má skoða þá staðreynd
að á síðustu 25 árum hefur bílum fjölgað all-
verulega á höfuðborgarsvæðinu. Ég sé greini-
leg merki þess í þeim tveimur götum sem ég
þekki best, við æskuheimili mitt og heimili
ömmu minnar, því við báðar þessar götur
standa að jafnaði um tvöfalt fleiri bílar en
gerðu um miðjan 10. áratuginn svo lagt er í
botnlöngum og meðfram gangstéttaköntum,
þar sem áður var eingöngu lagt á bílastæðum.
Þetta gerir það að verkum að það hlýtur að
vera erfiðara í dag en fyrir 25 árum að ryðja
svo almennilegt sé, ekki síst þegar á okkur fell-
ur mesti snjór í 25 ár. Borgin virðist alla jafna
ágætlega í stakk búin til að hreinsa göturnar
þegar snjóar og ég er ekki viss um að það
þætti vel farið með peninga að eiga lager af
aukasnjómoksturstækjum til taks í þau fáu
skipti sem færðin verður óvenjuslæm eins og nú. Og sama
í hvaða átt er rutt, þá hverfur snjórinn víst ekki, hann
safnast í skafla þar til hann bráðnar. Því náttúrulögmáli
verður ekki breytt. Talsvert hefur verið um hálkuslys síð-
ustu daga en þau verða reyndar á hverju ári. Veturinn
1994-1995 gerði Landlæknisembættið t.d. rannsókn á
hálkuslysum. Þá var óvenjumildur vetur en samt urðu 520
slys, að jafnaði fimm á hvern hálkudag. Flest slysin urðu
þá við heimahús eða fyrirtæki og á bílastæðum, ekki á um-
ferðargötum. Áhugavert væri að kanna hvar flestir runnu
nú um helgina. Kannski þurfum við að líta okkur aðeins
nær og fá okkur mannbrodda. una@mbl.is
Una
Sighvatsdóttir
Pistill
Það er hált á svellinu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
O
ft verða sveiflur á álverði
á heimsmarkaði, á seinni
árum hefur það verið
hátt sem kemur sér vel
fyrir Landsvirkjun. En
niðursveifla getur fljótt þýtt millj-
arðatap í krónum. Síðustu mánuði
hefur álverð lækkað um 27% sé miðað
við hæsta verðið á sl. ári. Fram kemur
í vefritum um álmarkaðinn í árs-
byrjun að vandinn á evrusvæðinu
dragi úr væntingum og valdi und-
irliggjandi óvissu.
Skortsala í kjölfar versnandi efna-
hagsaðstæðna í heiminum og birgða-
söfnun lækki síðan enn verðið, hins
vegar megi búast við að það nái lág-
marki einhvern tíma á fyrsta ársfjórð-
ungi. Þess ber að geta að álverðið var
óvenju hátt um tíma í fyrra og mun
hærra en menn höfðu gert ráð fyrir.
Ef miðað er við upphaf ársins og
lok þess er lækkunin aðeins um 15%.
Og 2008 fór áltonnið niður í 1400 doll-
ara en er nú um 2000 dollarar. Reynd-
ar hækkaði verðið hressilega í gær,
um 76-80 dollara tonnið. Skýringin er
m.a. sögð vera að birgðir minnkuðu af
því að Kínverjar fluttu inn ál í desem-
ber sem þeir þurfa yfirleitt ekki að
gera, þeir eru yfirleitt sjálfum sér
nógir.
En stóru fyrirtækin hafa allan var-
ann á. Alcoa, sem á og rekur Fjarðaál,
hefur skýrt frá því að heildar-
framleiðslan, nú um 4,5 milljónir
tonna á ári, verði minnkuð um 12%
eða rösklega hálfa milljón tonna. Er
það talsvert meira en öll ársfram-
leiðsla Fjarðaáls. Lokað verður verk-
smiðju í Tennesse og framleiðsla
minnkuð í álverum í Texas, á Spáni og
Ítalíu. Einnig verður reynt að draga
eftir mætti úr kostnaði hjá öllu fyr-
irtækinu.
„Hverfandi líkur“ á samdrætti
Fjarðaál á Reyðarfirði er þriðja
stærsta álbræðsla Alcoa. Í frétta-
tilkynningu er haft eftir Janne Sig-
urðsson, nýjum forstjóra Fjarðaáls,
að þar sem verið sé ein nýjasta og
hagkvæmasta verksmiðja fyrirtæk-
isins álíti hún að „hverfandi líkur“ séu
á að dregið verði úr framleiðslu.
Rio Tinto Alcan er stærsti álfram-
leiðandi í heimi, það er eigandi Alcan á
Íslandi sem rekur álverið í Straums-
vík. Rio Tinto Alcan hyggst draga úr
framleiðslu í verum í Quebec í Kan-
ada. Einnig er talið líklegt að sum kín-
versk álfyrirtæki muni minnka fram-
leiðsluna á næstunni. Allar þessar
samdráttaraðgerðir munu að lík-
indum verða til þess að draga úr lík-
um á frekara verðfalli, að sögn sér-
fræðinga á álmarkaði.
En hvað með álverið í Straumsvík
og Norðurál á Grundartanga? Ragnar
Guðmundsson, forstjóri Norðuráls,
segir engar breytingar á framleiðsl-
unni fyrirhugaðar, unnið sé á fullum
afköstum. Ólafur Teitur Guðnason,
fjölmiðlafulltrúi hjá Alcoa á Íslandi,
segir að ekki liggi fyrir nein áform um
breytingar á framleiðslunni í
Straumsvík.
Árstekjur Landsvirkjunar voru í
fyrra um 450 milljónir dollara, helm-
ingur þeirra er tengdur álverði.
Hvaða áhrif hefur verðlækkunin?
„Álverð er alltaf sveiflukennt en
þetta hefur að sjálfsögðu neikvæð
áhrif á tekjustreymið hjá okkur á
árinu þótt það hafi ekki endilega áhrif
á sjóðsstreymið,“ segir Hörður Arn-
arson, forstjóri Landsvirkjunar. „Það
er kannski það sem er alvarlegast í
mínum huga. Við höfum hins vegar á
undanförnum árum reynt að draga úr
tengingu við álverð. Fyrir rúmu ári
var samið við Rio Tinto Alcan um að
vera ekki með álverðstengingu. Það
hjálpar núna en eftir sem áður eru um
50% af tekjum okkar tengd álverði,
áður var hlutfallið rúmlega 70%.“
Álverðið er óvenju
dyntóttur dansfélagi
Morgunblaðið/Golli
Álbræðsla Önnum kafinn starfsmaður í álverinu í Straumsvík. Óvissan í
efnahagslífi heimsins veldur miklum verðsveiflum á álmörkuðum.
Í raun og veru er mjög flókið að
reikna út heildaráhrifin á stöðu
Landsvirkjunar af niðursveiflum
á álverði, að sögn Harðar Arn-
arsonar. „Þau eru annars vegar
beint á tekjurnar en svo eru raf-
orkufyrirtæki með svokallaðar
innbyggðar afleiður sem geta
sveiflast gríðarlega mikið til
með þessum breytingum á ál-
verðinu á heimsmarkaði. En við
erum auk þess með ákveðnar
skammtímavarnir sem draga úr
sveiflunum á okkar tekjum og
ég geri ráð fyrir að þær virki
ágætlega á þessu ári.“
Reynt að
minnka áhrif
VARNIR GEGN SVEIFLUM
Þróun álverðs 2011
2.800
2.700
2.600
2.500
2.400
2.300
2.200
2.100
2.000
1.900
1. jan. 2011 27. des. 2011