Morgunblaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012 Hindranir Borgarbúar hafa átt í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar að undanförnu þar sem yfirvöld hafa ekki hreinsað götur og gangstíga en við Kleppsveg má finna leið framhjá snjófjalli. RAX Hinn „óháði“ ríkisfjöl- miðill vinstrimanna, RÚV, er kominn í kosn- ingaham. Amk. ein- hverjir þar innandyra. „Nýju“ framboðin, sem sum hver eru svo sann- arlega ekki ný, fá nú þann tíma sem þau óska í þessum „óháða“ miðli. Hvert drottning- arviðtalið af öðru er tek- ið við „nýja“ frambjóðendur um leið og sum „gömlu“ framboðin eru sett í frost af þessum „óháða“ ríkisrekna miðli. Kastljósið hringsnýst í kringum „nýju“ frambjóðendurna eins og þarna séu komnir frelsarar okkar frá hinum vondu „gömlu“ flokkum. Það er rétt að taka það fram að ég er móðgaður við Ríkisútvarpið vegna þess að RÚV hefur aldrei boðið mér í einn einasta þátt í sjónvarpi frá því ég var kjörinn á þing. Ekki einn. Þó er ég fyrsti þingmaður Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi og formaður þing- flokks framsóknarmanna! Skýringin er kannski sú að skoðanir mínar virðast ekki passa við skoðanir Kastljóssins, Spegilsins eða Silfursins (ég laumaðist einu sinni til að leysa Sigmund Davíð af í Silfrinu). Getur verið að fyrrverandi kosn- ingastjóra Samfylkingarinnar, Helga Seljan, finnist betra að taka gagn- rýnilaus spjallviðtöl við ráðherra Sam- fylkingarinnar? Eru sumir innan RÚV svo langt gengnir í pólitískri rétt- hugsun að þeir sjá ekki hvílíkt hneyksli það er? Hvað ætli margir af stjörnum RÚV tengist stjórnmálaflokkum á ein- hvern hátt? En hvaða fólk er svo þetta „nýja“ fólk sem sumir innan hins„óháða“ RÚV hampa svo mjög? Guðmundur Steingrímsson var að- stoðarmaður Samfylkingarborg- arstjórans Dags B. Eggertssonar. Síð- an fór Guðmundur á þing fyrir Samfylkinguna, nennti ekki að vera þar og skrapp í Framsókn. Líkaði ekki vistin og stökk í fang Besta flokksins sem hefur gert garðinn frægan í borg- inni. Guðmundur er starfandi alþing- ismaður. Fátt „nýtt“ í þessu. Lilja Mósesdóttir bauð sig fram fyr- ir Vinstri græn en gafst upp á sov- éskum stjórnunarháttum þess ágæta flokks. Lilja er líka starfandi alþingismaður. Þá þykja það stórtíð- indi að Hreyfingin skuli aftur vilja bæta „Borg- ara“ fyrir framan nafn sitt og draga upp á dekk Frjálslynda flokkinn, nærri 10 ára gamlan stjórnmálaflokk með Sigurjón Þórðarson fyrrverandi alþing- ismann í fararbroddi. Frjálslynda-borgara-hreyfingin virðist því samsett af núverandi og fyrrver- andi þingmönnum. Fátt nýtt við það. Hægri grænir skarta hinum frjóa Guðmundi Franklín Jónssyni sem sannarlega er nýr í stjórnmálum en hvorki í þjóðmálum né ýmsu öðru. Svo hefur Lýðfrelsisflokkurinn lengi boðað komu sína með ýmsum útgáfum af heimasíðum og stefnumálum þar sem stórsöngvarinn Guðbjörn Guð- björnsson og Friðrik Hansen Guð- mundsson ráða för. Báðir eru þeir nýir í framboði en þekktir meðal þeirra sem nenna að lesa blogg. Guðbjörn hefur einnig starfað innan Sjálfstæðisflokks- ins. Allt er þetta örugglega ágætisfólk og hefur sitt fram að færa en hvað rétt- lætir að þessir aðilar (nema kannski Guðmundur Franklín og Lýðfrelsisk- arlarnir) fái sérmeðferð hjá RÚV vegna þess að það sé eitthvað nýtt við þá? Ekkert réttlætir það. Við sem tilheyrum hinum „gömlu“ hljótum að byrja að telja mínúturnar sem RÚV splæsir í pólitíkusa, því „óháður“ fjölmiðill hlýtur að gæta jafn- ræðis. Hjá ríkisfjölmiðlinum hljóta hin- ir „gömlu“ og „nýju“ að þurfa að sitja við sama borð. Eftir Gunnar Braga Sveinsson » Getur verið að fyrr- verandi kosninga- stjóra Samfylking- arinnar, Helga Seljan, finnist betra að taka gagnrýnilaus spjall- viðtöl við ráðherra Sam- fylkingarinnar? Gunnar Bragi Sveinsson Höfundur er alþingismaður. RÚV – Ríkisútvarp vinstrimanna? Ríkisstjórnin hefur unnið að breytingum á verkaskiptingu ráðu- neyta og stefnir að því að færa rannsókn- arstofnanir atvinnuveg- anna undir umhverf- isráðuneytið. Þetta er varasöm stefna sem fel- ur í sér að tengsl milli atvinnuvegaráðuneyta og ákvarðana um nýt- ingu auðlinda, rannsóknir, ráðgjöf og verndun auðlinda verða rofin. Hætt er við að breytingarnar hafi neikvæð áhrif á nýsköpun íslenskra fyrirtækja og vöruþróun. Rétt er að fara aðrar leiðir. Samvinna byggist á trausti og fagmennsku Náin tengsl rannsóknaraðila og stjórnsýslu atvinnuveganna eru nauð- synleg til að tryggja traust og sam- vinnu á milli aðila. Rannsóknarstofn- anir eins og Hafrannsóknastofnun, Matís, Veiðimálastofnun og Orku- stofnun byggja á náinni samvinnu við ráðuneyti sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar. Með því að slíta á sam- skipti milli aðila, og um leið upplýs- ingamiðlun, er skorið á lífæð framþró- unar á viðkomandi fagsviði. Bein tenging stjórnsýslu atvinnuveganna við rannsóknir og framkvæmd verk- efna og öfugt er skilyrði þess að ár- angur náist. Án slíkrar tengingar eru miklar líkur á því að engin framþróun verði á sviði stjórnsýslunnar. Þessar stofnanir sinna grunnrann- sóknum á Íslandi. Sérfræðingar þeirra eru meðal þeirra fremstu á sviði haf-, matvæla- og orkurannsókna og í beinni samkeppni við erlenda starfsbræður. Með því að fjarlægja bein tengsl við atvinnulífið er líklegt að Íslendingar tapi rannsókn- arforskoti sem þeir hafa á aðrar þjóð- ir. Stofnanirnar eiga líka beint sam- starf við háskóla um menntun sem tengist atvinnulífinu. Með því að rjúfa tengslin eru líkur til þess að áherslur atvinnulífsins komist ekki til skila inn í menntakerfið og það dragi úr sam- keppnishæfni íslensks efnahagslífs til lengri tíma. Þess vegna er nauðsyn- legt að viðhalda tengingu atvinnuveg- aráðuneyta og ákvarð- ana um auðlindanýtingu við rannsóknarstofnanir og auðlindarannsóknir. Áhersla á rannsóknir í þágu atvinnulífsins hef- ur minnkað við samein- ingu rannsóknarstofn- ana við þjónustustofnanir. Dæmi má taka af Rann- sóknarstofnun landbún- aðarins sem var sam- einuð Landbúnaðar- háskólanum. Eftir sameiningu hefur bæði tími sérfræð- inga og rannsóknaráherslur færst frá þörfum atvinnulífsins. Þvert gegn alþjóðlega viðurkenndum aðferðum Sérstakar hafrannsóknastofnanir heyra jafnan undir ráðuneyti sjávar- útvegs, landbúnaðar eða matvæla í nálægum löndum. Hlutverk þeirra er að sinna rannsóknum og ráðgjöf til ráðuneytisins. Verði Hafrann- sóknastofnunin færð frá sjávar- útvegsráðuneytinu til umhverfis- ráðuneytisins að hluta eða í heild gengur það gegn meginstefnu þró- aðra fiskveiðiríkja um að hafa sér- staka hafrannsóknastofnun innan vé- banda fagráðuneytis fiskveiða. Íslendingar hafa verið í fararbroddi í sjávarútvegi og starfað eftir siða- reglum FAO um ábyrga hegðun sem tryggir virka verndun, stjórnun og þróun lifandi auðlinda í sjó og vatni með tilhlýðilegri virðingu fyrir vist- kerfinu og fjölbreytileika lífríkisins. Grundvallaratriði í leiðbeiningum FAO er að ráðherra sem fer með sjáv- arútvegsmál geti tekið ákvarðanir um ábyrga nýtingu fiskistofna og hafi beinan og milliliðalausan aðgang að rannsóknum, niðurstöðum þeirra, skipulagi og framkvæmd. Eins er lögð mikil áhersla á samráð við atvinnu- greinina sjálfa en eins og kunnugt er hafa einstakir útgerðarmenn og sam- tök þeirra átt mikla og góða samvinnu við ráðuneytið og Hafrannsóknastofn- un. Með áformum ríkisstjórnarinnar um að slíta á milli hafrannsókna, nýt- ingar auðlinda og stjórnar fiskveiða er gengið gegn leiðbeiningum FAO. Frekar er nauðsyn að tengja betur saman rannsóknir á Íslandi og at- vinnulífið en að byggja múra til að girða af rannsóknir á auðlindum frá nýtingu þeirra. Afleiðingar breytinga verði metnar Íslenskar orkurannsóknir þjóna orkufyrirtækjunum á margvíslegan hátt og stunda rannsóknir á þeirra vegum og er nauðsynlegt að þar á milli séu náin tengsl. Hætta er á að þau rofni verði af fyrirhugaðri breyt- ingu. Sama má segja um samstarf Matís og atvinnulífsins. Matís er þekkingar- og rannsóknafyrirtæki sem vinnur að þróun og nýsköpun í matvælaiðnaði og líftækni og sinnir matvælaöryggi. Matís veitir fyr- irtækjum í sjávarútvegi, landbúnaði og almennri matvælaframleiðslu ráð- gjöf og þjónustu. Sem dæmi kemur Matís að þróun á nýjum vörum og ferlum fyrir fyrirtæki og hefur mik- ilvægu hlutverki að gegna varðandi gæði og öryggi matvæla. Þessi tengsl verður að vernda. Nauðsynlegt er að fyrir liggi hvaða markmiðum ætlunin er að ná og mat á afleiðingum þeirra. Vanda verður undirbúning og tryggja að meiri hags- munum sé ekki fórnað fyrir minni. Samráð við hagsmunaaðila og bein að- koma þeirra að undirbúningi er nauð- synleg. Tækifæri til að gera betur Að lokum er bent á að hagræða má í stjórnsýslunni með því að skipta verkefnum umhverfisráðuneytis milli iðnaðarráðuneytis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis án þess að slaka á efnislegum kröfum í umhverf- ismálum. Þannig yrði umhverf- ismálum gert hærra undir höfði í stjórnsýslunni en nú er. Eftir Vilmund Jósefsson » Skipta má verk- efnum umhverf- isráðuneytis milli iðn- aðar-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis án þess að slaka á efnis- legum kröfum í um- hverfismálum. Vilmundur Jósefsson Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. Atvinnulífið þarf öflugar rann- sóknir og trausta stjórnsýslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.