Morgunblaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 1. J A N Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  8. tölublað  100. árgangur  LEIÐBEININGAR UM NUDD UNGBARNA EMMANUEL STÓÐ VEL UNDIR NAFNI Í HÁSKÓLABÍÓI FJÖLMENNI HJÁ FÖTLUÐUM Í LAUGINNI GALDRAMAÐUR 31 NÝÁRSSUNDIÐ ÍÞRÓTTIRKÆRLEIKSRÍK SAMVERA 10 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjöldi fólks komst ekki leiðar sinnar innanlands í gær vegna óveðurs og ófærðar. Vegir voru ýmist þungfærir eða lokaðir um vestanvert landið og skafrenningur og éljagangur byrgði ökumönnum sýn. Öllu flugi var aflýst hjá Flugfélagi Íslands í gær og komust um 600 farþegar ekki leiðar sinn- ar. Flugfélagið Ernir aflýsti líka öllu flugi og voru það líklega 50-60 manns sem ekki gátu ferðast með félaginu. Flugfélögin ætluðu bæði að athuga með flug nú í morgunsárið. Seinkun varð á flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli til Eng- lands og Bandaríkjanna síðdegis í gær vegna hvassra élja. Sterna fór eina rútuferð í Borgarnes síðdegis í gær en aflýsti öllum öðrum áætlunarferðum. Hvorki var hægt að fara á Snæfellsnes né til Norðurlands vegna ófærðar. Stefnt var að því að fara þangað nú í morgun. Leiðir Strætó bs. frá Reykjavík til Suðurlands og eins upp á Akranes voru ekki eknar í gær vegna óveðurs. Á venjulegum degi má búast við a.m.k. rúmlega 300 farþegum á þessum leiðum. Aðrar leiðir Strætó bs. voru eknar en miklar taf- ir voru á ferðum. Vanbúnir bílar, ýmist fastir eða spólandi, og umferðaróhöpp töfðu ferðir stræt- isvagna. Starfsmenn Aðstoðar & Öryggis (arekstur.is) aðstoðuðu ökumenn sem lentu í um 30 umferð- aróhöppum í gær á höfuðborgarsvæðinu. Þar af urðu sex árekstrar í Mosfellsbæ á aðeins þremur klukkutímum síðdegis. Ungur ökumaður lenti í tveimur árekstrum á sama klukkutímanum. Flest óhappanna mátti rekja til hálku og ófærðar. Haft var samband við lögreglu höfuðborgarsvæðisins vegna tíu umferðaróhappa. Ætla má að þar að auki hafi einhverjir ökumenn fyllt sjálfir út tjón- stilkynningar án þess að kalla eftir aðstoð. Lög- reglan fékk auk þess margar aðstoðarbeiðnir vegna ófærðarinnar og fastra bíla. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Lands- bjargar höfðu í nógu að snúast við að aðstoða fólk sem festi bíla í ófærð. Einnig voru nokkur útköll vegna foks í óveðrinu. Margir sátu fastir Morgunblaðið/RAX Samgöngur lamaðar Ökumenn á vesturhluta landsins lentu víða í miklum vandræðum í umferðinni í gær vegna veðurs og ófærðar. Samgöngur í lofti, á láði og legi urðu fyrir miklum truflunum og lágu niðri mjög víða.  Óveður lamaði eða truflaði samgöngur á landi og í lofti í gær  Mörg umferð- aróhöpp á höfuðborgarsvæðinu  Ungur ökumaður lenti í tveimur árekstrum Nóg var að gera hjá Vöku í gær við að draga burtu vanbúna bíla sem töfðu umferð í ófærðinni. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Björgunarsveitum í Slysavarnafélag- inu Landsbjörg hefur verið bent á að forðast eftir megni að draga bíla sem eru fastir vegna þess að tjón sem verður á bílunum lendir á björg- unarsveitunum. Lárus Kristinn Guðmundsson, for- maður Hjálparsveitar skáta í Hvera- gerði, segir að á einum vetri hafi orðið tjón á allt að fimm bílum sem verið var að draga. Þá hefur sveitin þurft að greiða sjálfsábyrgð, 100.000 krón- ur, en heildartjónið er bætt með húf- tryggingu viðkomandi björgunar- sveitarbíls. Hann segir dæmi um að fólk hafi undirritað yfirlýsingu um að björgunarsveit skuli ekki vera ábyrg en samt sótt bætur til sveitarinnar vegna tjóns. „Þessum peningum er betur varið í þjálfun eða búnaðar- kaup,“ segir Lárus. Aðrir hafa ákveð- ið að greiða sjálfir tjónið og ekki sótt bætur. Lárus bendir á að hætta á tjóni hafi aukist enda séu bílar ekki eins sterk- byggðir og áður og henti því verr til dráttar. Reynt sé að komast hjá því að draga bíla en hvert tilvik sé metið. Sé bíll fastur úti á miðjum vegi eða augljóst sé að lítið átak þurfi til sé hann dreginn upp. Að öðrum kosti reyni björgunarsveitarmenn að moka frá bílum og ýta. Oft sé hins vegar betra að skilja bílana eftir og vitja þeirra þegar veður er skaplegra. Hjá Landsbjörg fengust þær upp- lýsingar að tillaga um að ábyrgð verði færð frá björgunarsveitum yfir á bíl- eigendur sé til meðferðar á Alþingi. Björgun Stundum þarf sveitin að aðstoða 20-30 bíla í einu útkalli. Forðast að draga vegna tjónamála  Ef tjón verður á bílum sem eru dregnir upp er ábyrgðin á bílnum sem dregur  Hjálparsveit skáta í Hveragerði þurfti að bera allt að fimm tjón á einum vetri Fimmtíu og tvær konur hér á landi höfðu í gær ákveðið að taka þátt í málsókn vegna frönsku PIP- brjóstapúðanna. Lögmaður kvennanna, Saga Ýrr Jónsdóttir, á von á því að þeim fjölgi á næstu dögum. Af þessum konum hafa yfir 10 fengið það staðfest að þær séu með sprungna púða eða hafa látið fjarlægja sprungna púða. „Flestar þeirra eru svo með einhver ein- kenni. Dæmin um fjarlægða púða eru mun fleiri en þetta eina atvik sem Jens talar um,“ segir Saga og á þar við Jens Kjartansson lýtalækni sem flutti inn púðana og fram- kvæmdi aðgerðir á nær öllum þeim 440 konum sem ríkið hefur boðið ókeypis ómskoðun. Málið var rætt í ríkisstjórn í gær. »6 Reuters Brjóstapúðar Ríkið býður 440 íslenskum konum ókeypis ómskoðun. Minnst 52 konur ætla í mál vegna brjóstapúðanna Mörg löng mannanöfn eru skamm- stöfuð í tölvuútgáfu þjóðskrár. Þar er aðeins mögulegt að fullskrifa nöfn með 31 staf, ásamt stafabilum, eða færri. Börn geta borið allt að sex nöfn og kenninöfn, það er að segja þrjú eiginnöfn, millinafn og tvö kenni- nöfn. Ákveðnar reglur gilda um hvernig beri að skammstafa nöfn barna, ef ekki næst samkomulag við foreldra. Þjóðskrá er að hefja undirbúning að lagfæringum á hugbúnaði svo hægt sé að birta fleiri nöfn óskammstöfuð. Áfram verður eitt- hvert hámark. Ekki liggur þó fyrir hvenær breytingarnar ná fram að ganga. »4 Skammstafa þarf löng nöfn í þjóðskrá Rafmagn fór af á Vestfjörðum, Vesturlandi og hluta Suður- lands um kl. 18 í gærkvöldi. Komst það fljótlega á aftur. Truflunin varð vegna veðursins, að sögn Landsnets. Rafmagn fór af álverinu á Grundartanga fyrir kl. 19 og var að komast þar aftur á á ellefta tímanum. Rekstrartruflanir urðu einnig hjá OR vegna rafmagnstrufl- ananna. Hellisheiðarvirkjun sló út um kl. 18.50 og heitavatns- dælur á höfuðborgarsvæðinu um kl. 20.30. Bilun á flutningslínu frá Vegamótum til Ólafsvíkur fannst loks í gærkvöldi eftir talsverða leit í vondu veðri. Við- gerð átti að ljúka um miðnætti. Veðrið olli bilunum RAFMAGNSTRUFLANIR URÐU VÍÐA Í GÆR MMartröð öskukarlsins »14 Neyðarlínan, 112, fékk tals- vert margar hringingar vegna óveðurs- ins í gær. Fólk hringdi m.a. vegna foks, fastra bíla og rafmagnstrufl- ana. Alls bárust 112 yfir 800 hringingar frá mið- nætti í fyrrinótt. Flestar hringing- arnar í gær bárust frá vestanverðu landinu, að sögn stjórnstöðvar 112. Nokkrir toppar voru í hringing- unum í gær. Erindin urðu flest frá kl. 18 til 19 eða 79 talsins. Næst hæsti toppurinn var frá kl. 8.00 til 9.00 um morguninn eða 73 beiðnir. Yfir 800 símtöl í Neyðarlínuna í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.