Morgunblaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 11
Leiðbeiningar Í bókinni eru foreldrar leiddir áfram skref fyrir skref og kennt að nudda barnið sitt.
Í svona verkefni er ekki hægt að vera
á klukkunni. Sumar myndirnar tók-
um við líka aftur og aftur. Það er
vandaverk að mynda lítil börn og
maður þarf smám saman að byggja
upp traust hjá fólki en nú eru kríla-
ljósmyndir mjög vinsælar. Ég byrjaði
á að mynda mín eigin börn og gat not-
að fæðingarorlofin til að æfa mig.
Maður þykist eiga dálítið í börn-
unum þegar
maður myndar
þau, kúrir sig í
þeim og talar við
þau, þá líður
þeim betur,“ seg-
ir Heiða.
Beið eftir
Heiðu í 20 ár
Það er svolítil
saga á bak við það
hvernig samstarf
þeirra Dillu og Heiðu hófst. En Dilla
sá fyrst myndir Heiðu á hennar
fyrstu krílaljósmyndasýningu. Mikið
var um að vera og náði Dilla ekki tali
af Heiðu fyrr en í þriðju heimsókn
sinni á sýninguna. „Þegar hún kom í
þriðja sinn sagði hún að nú yrði hún
að fá að tala við mig. Hún væri búin
að bíða eftir mér í rúm 20 ár. Um leið
og ég var tilbúin að halda sýningu þá
lágu leiðir okkar saman svo kannski
var það alls engin tilviljun. Ég hefði
líka gjarnan viljað þekkja Dillu þegar
elsti strákurinn minn fæddist. Höf-
uðbeinin í honum voru eiginlega sam-
vaxin. Þetta olli honum ýmsum óþæg-
indum þannig að hann átti erfitt með
að sitja kyrr í skólanum þegar að því
kom. Nú er hann tíu ára og í nuddi
hjá Dillu sem ber góðan árangur. Ég
sé líka á börnum í nuddi hvað þau eru
sterk og eiga auðveldara með að sitja
upprétt í myndatöku,“ segir Heiða.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012
Á nýju ári er alltaf gott að taka sér
eitthvað nýtt fyrir hendur og þeir
sem hafa kannski lengi látið sig
dreyma um að sinna sjálfboðastörf-
um úti í hinum stóra heimi ættu hik-
laust að mæta á morgun, fimmtu-
dag, á kynningarfund á
sjálfboðaliðastarfi í Palestínu 2012,
á vegum félagsins Ísland-Palestína.
Kynningarfundur þessi verður í
fundarsal Reykjavíkurakademíunnar,
Hringbraut 121, 4. hæð kl. 17:00.
Í tilkynningu segir að frá árinu
2002 hafi á fimmta tug sjálfboðaliða
lagt sitt af mörkum með milligöngu
félagsins, en þörf sé á fleirum.
Sjálfboðaliðar á vegum félagsins
hafa komið að skólastarfi og fræðslu
í flóttamannabúðum, aðstoðað
heimamenn við að skipuleggja frið-
samleg mótmæli gegn hernámi og
aðskilnaðarmúr, liðsinnt á heilsu-
gæslu og staðið vörð um réttindi
hinnar kúguðu þjóðar með einum
eða öðrum hætti. Á árinu 2012 er
fyrirhugað að fjölga samstarfsaðilum
í Palestínu og koma á legg skyndi-
hjálparverkefni í flóttamannabúðum.
Hvað svo sem sjálfboðaliði tekur
sér fyrir hendur hefur vera hans á
Vesturbakkanum áhrif. Hermenn
hika við hrottaskap í viðurvist
Vesturlandabúa. Heimamenn skynja
að umheiminum stendur ekki full-
komlega á sama. „Gríðarlega gest-
risnir“ eru orð sem sjálfboðaliðar
hafa notað til lýsa kynnum sínum af
Palestínumönnum þegar heim er
komið og við tekur síðasta en ekki
sísta hlið sjálfboðastarfsins: Að vera
til frásagnar.
Áætlað er að kynningarfundurinn
standi í um 30 mínútur.
Nánari upplýsingar veitir Egill
Bjarnason á netfanginu:
egillbjarnason@gmail.com, og eða
í síma 865-6284.
Vert er að taka fram að fundurinn
er öllum opinn og mætingu fylgja
engar skuldbindingar.
Kynningarfundur á morgun, fimmtudag
Ljósmynd/Egill Bjarnason
Sjálfboðastörf í Palestínu 2012
Nuddókin er skrifuð á ein-
faldan og aðgengilegan
hátt. Bókin er hugsuð
þannig að foreldrar geti
lesið hana saman. En leið-
beiningar eru gefnar skref
fyrir skref og þegar fólk
er orðið vant getur annað
foreldrið lesið þær upp
en hitt nuddað. Þannig
getur fjölskyldan átt
kærleiksríka sam-
verustund.
Kærleiksrík
samvinna
UNGBARNANUDD