Morgunblaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Áfallin skuldbinding B-deildar Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins var neikvæð um 320 milljarða í árslok 2010 og heildarskuldbindingin gagn- vart sjóðfélögum, þ.e. vegna þeirra réttinda sem þeir eiga eftir að ávinna sér í framtíðinni, var neikvæð um 350 milljarða. Þetta kemur fram í svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn Vigdís- ar Hauksdóttur, þingmanns Fram- sóknarflokksins. Ekki liggur fyrir hvenær ríkið byrjar aftur að greiða aukagreiðslur til sjóðsins vegna bakábyrgðar sinn- ar en í svari fjármálaráðherra kem- ur fram að ef gert væri ráð fyrir að ríkissjóður greiddi jafna fjárhæð frá og með yfirstandandi ári, þá yrði sú greiðsla að nema 7,8 milljörðum kr. í næstu 40 ár svo sjóðurinn dygði fyr- ir skuldbindingum sem á honum hvíla. Með stofnun A-deildar LSR 1997 var B-deild sjóðsins lokað fyrir nýj- um sjóðfélögum en í henni eru upp- safnaðar skuldbindingar vegna eldri starfsmanna. Í svari fjármálaráðherra kemur fram að ef engar frekari auka- greiðslur koma frá ríkissjóði muni B-deild sjóðsins komast í þrot á árinu 2025. Áfallin skuldbinding A-deildar sjóðsins var neikvæð um 4,2 millj- arða í árslok 2010 og hallinn því 2,5%. Heildarskuldbindingin var neikvæð um 47,4 milljarða. Uppgjör á stöðu LSR eftir nýliðið ár liggur ekki fyrir. Haukur Haf- steinsson, framkvæmdastjóri sjóðs- ins, bendir á að í tryggingafræðileg- um uppgjörum er miðað við 3,5% raunávöxtun. „Það er ljóst að út- koma seinasta árs er undir því við- miði. Það er því nokkuð ljóst að stað- an hefur ekki batnað á milli ára,“ segir hann. Miklar afskriftir eftir hrun Á þeim tíma sem liðinn er frá bankahruninu hefur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins fært 40,7 millj- arða á afskriftareikning, sem svarar til 13,3% af meðaleignum sjóðsins á þeim árum sem afskriftir voru færð- ar í reikning hans. Í svari fjármálaráðherra til Vig- dísar er tekið fram að hér sé að hluta til um varúðarfærslur að ræða vegna óvissu um endurheimtur en að mest- um hluta sé þó um endanlega af- skrift að ræða. Af þessari fjárhæð eru afskriftir vegna taps á skuldabréfum á banka, sparisjóði og aðrar fjármálastofn- anir 20,3 milljarðar. En vakin er at- hygli á því í svarinu, að reglum um forgangsröð krafna var breytt með lagasetningu þegar innstæður voru settar í forgang fram yfir skuldabréfakröfur. 1,1 milljarður á afskriftareikn- ing til að mæta tapi vegna lána Farið er yfir eignaflokka lífeyr- issjóðsins í svari ráðherrans og kem- ur þar m.a. fram að lífeyrissjóðurinn hefur fært 1,1 milljarð kr. á afskrift- areikning til að mæta mögulegu tapi vegna lánveitinga til sjóðsfélaga, eða sem nemur 0,32% af heildareignum sjóðsins. Bent er á að erfitt sé að meta tap sjóðsins af innlendum hlutabréfum. „Við hrun bankakerfisins og á næstu mánuðum þar á eftir varð stór hluti fyrirtækja á innlendum hlutabréfa- markaði gjaldþrota eða fór í nauð- ungarsamninga. Ef horft er til markaðsverðs þeirra hlutabréfa sem sjóðurinn tapaði vegna þess, eins og það var í lok þriðja ársfjórðungs eða við fall bankanna, var tapið 26,6 milljarðar eða 8,4% af eignum sjóðs- ins á sama tíma. Eftir mitt ár 2008 bætti lífeyr- issjóðurinn ekki viðbótarfjármagni við hlutabréfaeign sína heldur var eingöngu um innbyrðis skipti á milli hlutafélaga að ræða,“ segir í svari fjármálaráðherra, sem dreift hefur verið á Alþingi. Þyrfti 7,8 milljarða króna á ári í 40 ár  Raunávöxtun LSR var undir 3,5% viðmiðinu í fyrra og staðan hefur ekki batnað á milli ára að sögn framkvæmdastjóra sjóðsins  Rúmlega 40 milljarðar hafa verið færðir á afskriftareikning frá hruninu Morgunblaðið/Kristinn Byrði næstu kynslóða? Útlit er fyrir að ríkið þurfi að leggja til háar fjár- hæðir á næstu 40 árum til að mæta skuldbindingum B-deildar LSR. Skipuð hefur verið ný yfirstjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna rík- isins frá og með áramótum til næstu þriggja ára. Stjórnin er skipuð átta mönnum. Fjár- málaráðherra tilnefndi fjóra og eru fulltrúar hans í stjórninni Gunnar Björnsson, skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneyt- inu, Guðrún Ágústsdóttir, fyrr- verandi borgarfulltrúi, Maríanna Jónasdóttir skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og Viðar Helgason, sem einnig starfar í fjármálaráðuneytinu. BSRB tilnefnir tvo fulltrúa, Árna Stefán Jónsson, formann SFR og Þórveigu Þormóðs- dóttur, formann Félags starfs- manna stjórnarráðsins. Eiríkur Jónsson fyrrv. formaður Kenn- arasambands Íslands er fulltrúi KÍ og fyrir hönd BHM er Guðlaug Kristjándsdóttir formaður BHM í stjórninni. Guðrún Ágústsdóttir er eini nýi fulltrúinn í stjórn LSR. Aðrir fulltrúar voru í fyrri stjórn sem aðalmenn nema Viðar sem var varamaður en kemur núna inn sem aðalmaður. Einn nýr í yf- irstjórn LSR NÝ STJÓRN LSR TEKUR VIÐ Helstu forsendur fyrir viðmiði líf- eyrissjóða um 3,5% raunávöxtun eigna hafa breyst. Ef viðmið lífeyr- issjóða yrði lækkað myndi það hins vegar hafa mikil áhrif á einstaka hópa sjóðfélaga. Þetta má lesa úr svari fjármálaráðherra við fyrir- spurn Sigríðar Ingibjargar Inga- dóttur á Alþingi. Fjármálaráðuneyt- ið fékk Bjarna Þórðarson trygginga- stærðfræðing til að reikna dæmi um hvernig réttindi í almennum lífeyr- issjóði þyrftu að skerðast við lækk- un vaxtaviðmiðsins og jafnframt hvaða áhrif það hefði á iðgjöld ef halda á óbreyttum lífeyrisréttind- um. Fram kemur í útreikningunum að skerðingin yrði mest hjá yngri sjóð- félögum. Lækkun vaxtaviðmiðsins um eitt prósentustig (í 2,5%) leiddi til 8% lækkunar lífeyris hjá sjötug- um lífeyrisþega en réttindi sem fer- tugur einstaklingur hefur þegar áunnið sér myndu hins vegar lækka um 30% og um 36% hjá 30 ára ein- staklingi. Í svarinu eru einnig birtir út- reikningar Bjarna á áhrifum þessa á iðgjöld sem tvítugir og þrítugir sjóð- félagar þyrftu að greiða til 67 ára aldurs, til þess að afla sér óbreyttra réttinda. Breytingin myndi fela í sér verulega hækkun iðgjalda, eða um 3-4 prósentustig ef vaxtaviðmið líf- eyrissjóðanna yrði lækkað í 2,5%. Nefnd með þátttöku aðila vinnu- markaðarins vinnur nú að tillögum um framtíðarskipan lífeyrismála og mun m.a. ræða hvort endurskoða á núverandi viðmið um ávöxtunar- kröfu lífeyrissjóðanna. Raunávöxtun þeirra hefur verið undir 3,5% við- miðinu allt frá 2008. Nauðsynleg skerðing á áunnum réttindum ef vaxtaviðmiðun lækkar úr 3,5% í 3,0% eða 2,5% 3,0% 2,5% Aldur Skerðing í % Skerðing í % 20 ára 21,0% 42,0% 30 ára 18,0% 36,0% 40 ára 15,0% 29,5% 50 ára 11,0% 22,5% 3,0% 2,5% Aldur Skerðing í % Skerðing í % 60 ára 7,5% 14,5% 70 ára 4,0% 8,0% 80 ára 2,5% 5,0% 90 ára 1,5% 2,5% Iðgjaldstaxti miðað við 1,4% áunnin réttindi fyrir hvert ár frá 20 eða 30 ára aldri til 67 ára aldurs vegna elli- og örorkulífeyris Ávöxtun Aldur Karlar Konur 3,5% 20 ára 8,4% 10,9% 30 ára 10,0% 12,6% 3,0% 20 ára 9,8% 12,7% 30 ára 11,4% 14,4% 2,5% 20 ára 11,5% 14,8% 30 ára 13,0% 16,4% Mikil skerðing, hærri iðgjöld  Lægra vaxtaviðmið hefði mikil áhrif landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld Byrjendanámskeið í notkun Meniga heimilisbókhalds verða haldin á vegum Landsbankans í tölvustofu HT204 í Háskóla Íslands, gengið inn á Háskólatorgi. Dagsetningar » 19. janúar » 26. janúar Námskeiðin hefjast kl. 17:30 og verða léttar veitingar í boði. Skráning og nánari upplýsingar á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Betri yfirsýn Landsbankinn býður nú viðskiptavinum upp á Meniga sem er sjálfvirkt heimilisbókhald í netbankanum. Meniga veitir yfirsýn yfir fjármálin á myndrænan hátt, auðveldar áætlanagerð og aðstoðar við að finna góðar sparnaðarleiðir. yfir fjármálin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.