Morgunblaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012 Kandahar. AFP. | Fyrir tíu árum réð- ust bandarískir hermenn inn á heim- ili Afganans Hajis Shahzada, tóku hann til fanga og fluttu í bandarísku herstöðina í Guantanamo á Kúbu. Áratug síðar er Shahzada kominn aftur í litla býlið sitt í Afganistan, segist hata Bandaríkjamenn og vilja hefna sín á þeim fái hann tækifæri til þess. Bandarískir hermenn tóku einnig afganska bílasalann Akhtar Moham- med til fanga og fluttu hann í fang- elsið í Guantanamo eftir innrás Bandaríkjahers í Afganistan í októ- ber 2001. Mohammed er líka bitur út af handtökunni en segist ekki vilja að bandaríska herliðið fari frá Afganist- an þegar í stað þar sem hann óttist að blóðug valdabarátta blossi þá upp milli afganskra stríðsherra. Báðir mennirnir voru sakaðir um að vera liðsmenn talibanahreyf- ingarinnar sem var komið frá völd- um í Afganistan í innrásinni eftir árásir hryðjuverkamanna al-Qaeda á Bandaríkin 11. september 2001. Báðir segjast þeir vera saklausir. Bandarískum yfirvöldum tókst ekki að sanna sekt þeirra og þeir voru látnir lausir eftir áralanga dvöl í fangelsinu í Guantanamo. „Mér var afhent bréf upp á það að ég væri saklaus. Hvað á ég að gera við þetta bréf núna þegar ég hef dús- að í fjögur ár í fangelsi?“ spurði Shahzada sem er fimmtugur og átta barna faðir. „Þeir réðust inn á heim- ili mitt, handjárnuðu mig þar fyrir framan konurnar mínar og börnin mín sem sváfu í húsinu. Ef ég fæ tækifæri til að komast til valda ætla ég að hefna mín og refsa Bandaríkja- mönnum. Þeir eru ekki góðir menn, þeir verða ekki vinir okkar. Þeir ættu að fara héðan strax.“ Fimm eða sex í fangelsi fyrir að vera múlla Khairullah Afganski rithöfundurinn Waheed Mujhda segir að fangarnir hafi verið beittir miklum órétti þar sem þeim hafi verið haldið í fangelsi án dóms og laga og sætt illri meðferð í fang- elsi. Þetta hafi kynt undir mikilli andúð í garð Bandaríkjamanna í Afganistan. „Guantanamo-fangelsið hefur átt stóran þátt í því að ýta und- ir ofbeldi og vopnaða baráttu í Afg- anistan og Pakistan gegn Bandaríkj- unum,“ segir Mujhda. „Margir voru fluttir í fangelsið í Guantanamo þótt þeir væru ekki talibanar. Ég þekki sjálfur menn sem gengu til liðs við talibana eftir að þeir voru látnir laus- ir úr fangelsinu í Guantanamo.“ Shahzada sagði að bandarísku hermennirnir hefðu sakað hann um að vera múlla Khairullah, einn af for- ystumönnum talibana. „Fimm eða sex menn voru teknir til fanga vegna gruns um að þeir væru múlla Khai- rullah.“ Shahzada segist hafa verið auð- mýktur í fangelsinu, meðal annars með því að neyða hann til að vera nakinn og nota salerni við hliðina á öðrum föngum, en það er bannað og þykir mikil svívirða meðal Afgana. „Ég er steinhissa á því að hjartað mitt skyldi ekki hafa stöðvast af skömm, ég veit ekki hvernig gat orð- ið svona veikur pashtúni,“ sagði hann. Pastúnar eru stærsta þjóðarbrotið í Afganistan, flestir þeirra búa í sunnanverðu landinu. Þeir eru mjög stoltir af íhaldssamri menningu sinni og karlmennirnir af sjálfstæði sínu og karlmennsku. Shahzada og Mohammed segjast ekki hafa verið í talibanahreyfing- unni sem veitti Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda, griðastað í Afgan- istan þegar árásin á Bandaríkin var gerð. „Þegar ríkisstjórn talibana var steypt af stóli réðust Bandaríkja- menn inn í húsið mitt,“ sagði Mo- hammed við fréttamann AFP í bíla- sölu sinni í Kunar-héraði í austurhluta landsins. Fangelsið sagt kynda undir hatri Reuters Fangi Bandarískir herlögreglumenn flytja fanga eftir yfirheyrslu í fangelsi Bandaríkjahers í Guantanamo á Kúbu í febrúar 2002. Fanginn mun hafa verið særður þegar hann var fluttur í fangelsið eftir innrásina í Afganistan.  Tíu ár liðin frá því að fyrstu fangarnir voru fluttir í fangelsi Bandaríkjahers í Guantanamo á Kúbu  Mannréttindabrot sögð ýta undir andúð í garð Bandaríkjamanna í Afganistan og Pakistan Vill loka fangelsinu » Í dag eru tíu ár liðin frá því fyrstu fangarnir voru fluttir í fangelsið í Guantanamo. » Nokkrum klukkustundum eftir að Barack Obama varð forseti Bandaríkjanna tilkynnti hann að hann hygðist loka fangelsinu í Guantanamo innan árs. » Obama tókst ekki að standa við loforðið. Talsmaður hans sagði í gær að hann væri þó enn staðráðinn í því að loka fangelsinu. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sagði í gær að mótmælin í landinu væru runnin undan rifjum erlendra afla og kvaðst vera staðráðinn í því að berja niður „hryðjuverkastarf- semi“ þeirra „með harðri hendi“. Assad flutti tveggja klukkustunda sjónvarpsávarp skömmu áður en ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til að ræða blóðsúthellingarn- ar í Sýrlandi. Embættismenn sam- takanna telja að yfir 5.000 manns hafi beðið bana í árásum sýrlenskra öryggissveita frá því að mótmælin gegn einræðisstjórn Baath-flokksins hófust í mars. Assad gagnrýndi sýrlenska útlaga sem hafa barist gegn honum, sakaði þá um að vera handbendi erlendra afla sem vildu grafa undan stjórn landsins og sæju sýrlenskum stjórnarandstæðingum fyrir vopn- um og fjármagni. Assad neitaði því að öryggissveit- irnar hefðu fengið fyrirmæli um að skjóta á óvopnaða mótmælendur og sagði að þær beittu aðeins byssum í sjálfsvörn. „Við þurfum að berjast gegn hryðjuverkastarfseminni með öllum aðferðum sem lög leyfa. Þeir hafa ráðist á saklaust fólk,“ sagði hann og skírskotaði til sprengjutil- ræðis sem kostaði 26 manns lífið í Damaskus á föstudaginn var. Reuters Andóf Einræði Baath-flokksins mótmælt í borginni Homs í gær. Vill berja and- stöðuna niður  Assad kveðst ætla að beita hörku –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. janúar Morgunblaðið gefur út sérblað um Þorrann föstudaginn 20. janúar. Þetta sérblað verður með ýmislegt sem tengist þorranum bæði í mat og öðru spennandi efni. Þorrinn SÉRBLAÐ MEÐAL EFNIS: Allt um Þorramatinn. Viðtal við sanna þorramatmenn. Þorrablót í heimahúsum. Þorrabjórinn. Þorramatur sem allir geta borðað. Saga Þorrablótshefðarinnar. Þorrablót um land allt. Heimaverkun á þorramat. Vinsæl sönglög á þorrablótum. Þorraminningar þekktra Íslendinga. Ásamt fullt af spennandi efni um Þorrann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.