Morgunblaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012
STUTTAR FRÉTTIR
● Útlendingar voru stærstu eigendur
ríkisverðbréfa í lok nýliðins árs. Áttu
þeir 31% af ríkisverðbréfum, lífeyr-
issjóðir áttu 27% og verðbréfasjóðir
áttu 17%. Fjárhæð útistandandi rík-
isverðbréfa nam um 586 milljörðum
króna í árslok 2011, samkvæmt Morg-
unkorni Greiningar Íslandsbanka.
Útlendingar stærstir
● Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði
nokkuð í gær. Áhrif til hækkunar voru
m.a. aukin einkaneysla í Bandaríkjunum
og óeirðir í Nígeríu. Í New York hækkaði
verð á hráolíu til afhendingar í febrúar
um 1,38 dali og var 102,69 dalir tunnan.
Í Lundúnum hækkaði Norðursjávarolía
um 82 sent og var 113,27 dalir tunnan.
Heimsmarkaðsverð olíu
hækkaði nokkuð í gær
Oddný Harðardóttir fjármálaráð-
herra sagði í gær á Skattadegi Delo-
itte að ekki væri gert ráð fyrir frek-
ari hækkun skatta á næstunni. Hún
varði þær skattabreytingar sem
þessi ríkisstjórn hefði staðið fyrir.
Hún minnti á að ríkisstjórnin hefði
líka lækkað skatta, t.d. vegna ný-
sköpunar, endurgreiðslu á virðis-
aukaskatti í byggingariðnaði og með
upptöku frítekjumarks á fjármagns-
tekjur.
Oddný sagði að ríkisstjórnin hefði
ekki átt annan kost en að styrkja
tekjuöflun ríkissjóðs eftir að tekjur
ríkisins lækkuðu mikið eftir 2008
samhliða auknu atvinnuleysi.
Bogi Nils Bogason, framkvæmda-
stjóri fjármála hjá Icelandair Group,
hélt einnig ræðu á deginum og sagði
að Flugfélag Íslands hefði þurft að
bregðast við hækkun skatta með því
að draga saman í rekstri og minnka
þjónustu. Fyrirtækið þarf á þessu
ári að greiða 443 milljónir í skatta en
greiddi 206 milljónir árið 2009. Á
þessu tímabili hefur farþegum fækk-
að um 2%.
Bogi sagði að skattahækkun á inn-
anlandsfluginu væri það mikil að
engin leið væri að koma þessum
kostnaði öllum út í verðlagið til við-
skiptavina. Því yrðu þeir að draga
saman seglin. Búið er að leggja út-
blástursgjald á flugið í samræmi við
stefnumörkun Evrópusambandsins.
Bogi sagði að það væri hins vegar
líka lagt kolefnisgjald á það elds-
neyti sem flugvélar hér á landi not-
uðu. Hann sagðist ekki vita um að
það væri annars staðar í heiminum
lagður á tvöfaldur kolefnisskattur
með þessum hætti.
Bogi varaði einnig eindregið við
því að lagður yrði komuskattur á far-
þega en slík skattlagning á Schiphol-
flugvelli í Amsterdam hefði leitt til
þess að tekjur uppá 1,3 milljarða
evra hefðu tapast.
Bogi sagði ferðaþjónustuna
áhættusama atvinnugrein og stjórn-
völd yrðu að gæta hófsemi í skatt-
lagningu og leyfa fyrirtækjum að
safna fé til að takast á við niðursveifl-
ur.
Vilhjálmur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka fjárfesta,
gerði auðlegðarskattinn að umræðu-
efni og velti því upp hvort sá skattur
væri ekki nær því að flokkast undir
eignarnám en skatt. Hann sagði
stjórnlagadómstól í Þýskalandi hafa
verið í vafa um hvort slíkur skattur
samrýmdist stjórnarskránni enda
óvíða innheimtur.
borkur@mbl.is
Frekari hækkun skatta
verður ekki á næstunni
Skattgreiðslur Icelandair tvöfaldast frá 2009 Auðlegðarskattur er eignarnám
Grand Hótel Morgunverðarfundur var haldin í gærmorgun með nokkrum
erindum í tilefni Skattadags Deloitte og Samtaka Atvinnulífsins.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Aukin skattbyrði
» Frá árinu 2009 hefur farþeg-
um hjá Icelandair fækkað um
2% en skattgreiðslur aftur á
móti aukist úr 206 milljónum
2009 í 443 milljónir 2011.
» Komuskattur var settur á far-
þega á Schiphol-flugvelli 2008
sem leiddi strax til samdráttar
og óháð nefnd mat tapið á að-
gerðinni upp á 1,3 milljarða evra.
» Vilhjálmur Bjarnason viðraði á
fundinum þá skoðun margra að
auðlegðarskattur væri nær því
að vera eignarnám en skattur.
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./-
+01.0+
+,+.++
,+.,-
,1.213
+3.440
+-1.+-
+.215-
+44.30
+53.0
+,-.3,
+0+.-3
+,+./2
,+.,0,
,1.224
+3.0/+
+-1./0
+.2+
+40.-5
+54.-/
,+3.002+
+,/.1+
+0+.4-
+,+.4+
,+.-5/
,1.3,0
+3.00-
+-1.45
+.2+/3
+40.0+
+54.34
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
www.ruedenet.is
Rue de Net Reykjavík - Vesturgötu 2a, 101 Reykjavik - Sími: 414 5050 - ruedenet@ruedenet.is
REYNSLA, ÞJÓNUSTA OG PERSÓNULEG RÁÐGJÖF
Rue de Net hefur yfir að ráða samstíga hópi sérfræðinga með áralanga reynslu af rekstri viðskiptakerfa,
innleiðingu og samþættingu viðskiptalausna. Við leggjum áherslu á nána og persónulega ráðgjöf þar sem
ráðgjafi Rue de Net kemur að verkferlinu frá byrjun til enda, frá sölu til afhendingar vöru, lausnar og þjónustu.
RÁÐGJÖF
Hjá Rue de Net starfar samstíga hópur sérfræðinga
með áralanga reynslu af rekstri og innleiðingu viðskiptakerfa.
VIÐSKIPTALAUSNIR
Bjóðum uppá þrautreyndar viðskiptalausnir,
eins og Microsoft Dynamics NAV og LS Retail.
SAMÞÆTTING
Við hjálpum þér að fá meira út úr fjárfestingu í viðskiptalausnum
með samþættingu við önnur upplýsingakerfi.
KERFISÖRYGGI
Við tryggjum hámarks virkni og áreiðanleika
viðskiptalausna þinna.
Framúrskarandi lausnir á einum stað