Morgunblaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012 ✝ Sigurður Sig-urðsson fædd- ist hinn 9. desem- ber 1951 á Miklubraut 68 í Reykjavík. Hann lést að morgni ný- ársdags 2012 á Landspítalanum við Hringbraut. Sigurður var sonur Stefaníu Að- alsteinsdóttur, f. 1. nóvember 1922, d. 12. janúar 1999, og Sigurðar Kristjáns- sonar, f. 13. febrúar 1918, d. 21. nóvember 1980. Systkini hans eru Valgerður Jóna Sigurð- ardóttir, gift Hrafni Þórissyni og eiga þau fimm dæt- ur, Ragnar Að- alsteinn Sigurðs- son, giftur Nönnu Ragnarsdóttur og eiga þau tvö börn, og Stefán Sigurðs- son, giftur Helgu Jónsdóttur og eiga þau tvær dætur. Sigurður var bú- settur á Sléttuvegi 9. Útför Sigurðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, mið- vikudaginn 11. janúar 2012, kl. 13. Sigurður Sigurðsson góður vinur okkar í Vin er látinn að- eins sextugur að aldri. Siggi, eins og hann var jafnan kall- aður, glímdi við erfiðan geðsjúk- dóm frá því hann var unglingur en hans er þó fyrst og fremst minnst fyrir það að vera glaður og hress og töffaralegur sjarm- ör. Enginn hafði eins hressilega innkomu og Siggi, hvar sem hann nú steig inn fæti. „Sælt veri fólkið!“ og „Góðan og bless- aðan daginn, elskurnar mínar!“ heyrðist sagt hátt og skýrt og jafnvel aukið á tjáninguna með miklum handasveiflum og fing- urkossi í hvert einasta sinn er hann kom í heimsókn svo bros læddist fram á hvers manns var- ir. Siggi var alltaf flottur í tauinu, reistur og skörulegur í fasi og í hugarheimi hans var stöðugt eitthvað að gerast og miklar bollaleggingar í gangi. Sumt var erfitt og átakanlegt en oftast tókst honum að skapa sér skemmtilega veröld fulla af spennandi pælingum, draumum og væntingum. Þau voru ófá samtölin sem við áttum um þarf- ir hans, langanir og þrár. Sigga dreymdi um bíla, bílpróf, ferða- lög, kvenfólk og Jameson. Oftar en ekki greip töffarinn í gítarinn og söng eins og enginn væri morgundagurinn enda sjálfur Johnny Cash gríðarlegt uppá- hald og fyrirmynd. En nú er komið að kveðju- stund. Við í Vin kveðjum Sigga með söknuði og þakklæti fyrir samfylgdina sem lauk svo skyndilega. Slokknaði fagurt lista ljós. Snjókólgudaga hríðir harðar til heljar draga blómann jarðar. Fyrst deyr í haga rauðust rós. (Jónas Hallgrímsson) Fyrir hönd gesta og starfs- fólks Vinjar, Þórdís Rúnarsdóttir, for- stöðumaður í Vin – athvarfi Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir. Það er tómlegra á Sléttuveg- inum eftir fráfall Sigga. Ég sakna hlýlegra orða hans í upphafi vinnudags: „Ástin mín eina, ertu nú komin í vinnuna?“ og það fylgdi jafnvel koss á kinn. Við vorum búin að vinna sam- an frá apríl 2001 þegar Siggi flutti á Sléttuveg 9. Siggi var sterkur persónu- leiki, lífsglaður, hrókur alls fagnaðar og aðaldriffjöðrin í kjarnanum á Sléttuveginum. Hann deildi íbúð með Leifi og þeir höfðu áður deilt herbergi í um 20 ár. Þeir voru alltaf nefnd- ir saman í umræðunni, Siggi og Leifur. Siggi hafði áhuga á tónlist, ferðalögum, góðum mat, víni og konum. Hann var ljúfur, mikið sjarmatröll og „flörtaði“ við okk- ur konurnar. Hann var hrein- skilinn um allt og alla. Við feng- um að heyra ef við bættum á okkur eða léttumst. „Það er bara kominn kroppur á þig,“ sagði hann oft. Við áttum helst að vera í nælonsokkabuxum og stuttum pilsum. Grátt hár átti að lita. Hann fylgdist vel með okkur og okkar fólki og spurði gjarnan hvernig þessi eða hinn hefði það. Siggi var bílaáhugamaður og vildi endurnýja bílprófið. Hann sótti bílatíma hjá Hrönn öku- kennara, sem var einstaklega ljúf. Honum fannst þetta bók- lega óþarfi og að taka próf svo bílprófið fékkst ekki. Hann var ekki sáttur og ætlaði að ræða aftur við Hrönn fljótlega. Hann var ákveðinn að kaupa bíl, var búinn að kanna verð og tala við mann sem ætlaði að keyra fyrir hann ef þyrfti. Siggi hafði árlega plön fyrir þá Leif um að fara eitthvað um verslunarmannahelgina. Miklar og ákafar umræður hófust strax að vori, hvert skyldi halda. Fyrir þremur árum fóru þeir með rútu að Laugarvatni með allt sem til þurfti. Komu sér fyrir á tjald- svæðinu á Laugarvatni og skemmtu sér konunglega. Eftir sólahrings gleðskap var samið um að þeir yrðu sóttir. Lang- þráður draumur hafði ræst og framtakið gott. Hópurinn í kjarnanum hefur ferðast saman innanlands og ut- an. Alltaf var það Siggi sem kom með hugmyndir, dreif áfram undirbúning og var „aðalmaður- inn“. Hann fór í allar ferðirnar og skemmti sér vel. Var heims- borgaralegur og spjallaði á ensku við fólk á förnum vegi. Ætlunin var að fara innan- lands í sumar á æskuslóðir Jónu starfskonu á Barðaströnd og til Jónu systur í Húnavatnssýslu. Ameríkuferðirnar standa upp úr. Þar var frábært að vera með honum. Hægt að kaupa allt og maturinn alveg æði. Hann var smekkmaður og vildi vera flott- ur til fara. Hann spilaði tónlist daglega, elskaði Johnny Cash og bítlana, Bob Dylan og Kinks. Hann var gjarnan með gítarinn og söng með. Hann stundaði karlaleik- fimi hjá Fjölmennt og nær dag- lega fór hann í Vin í kaffi og hitti vini sína. Hann átti góð samskipti við samstarfólkið og spurðist fyrir um fyrrverandi starfsfólk. Hann ræddi oft við Jónu systur sína í síma. Hann átti góðar minningar um móður sína og talaði um hana. Hún var svo góð og lagaði góðan mat. Siggi kenndi okkur að brúna kartöflur sem urðu að vera á stórhátíðum eins og hjá mömmu. Við, vinir Sigga, erum ákaf- lega þakklát fyrir samfylgdina þessi ár á Sléttuveginum. Minn- ingin um Sigga lifir. Guðrún Einarsdóttir. Elsku Siggi minn, sjálfur meistarinn, er farinn. Með brotthvarfi Sigga er til- veran svo mikið tómlegri og söknuðurinn er mikill. Hann var einstakur maður, sópaði að sér athygli og sjaldan lognmolla þar sem hann var. Mikill gleðigjafi og stemmingsmaður, fór alla leið í því sem hann tók sér fyrir hendur. Maður stórra drauma, vona og væntinga. Sigga var annt um sína nán- ustu, kunni að sýna umhyggju og var ekki langrækinn. Faðm- lög, kossar og falleg orð á hverj- um degi. Hann elskaði lífið og naut þess að ferðast og skemmta sér. Hann hafði ein- stakan fatastíl, var alltaf áber- andi og flott klæddur, svo flottur að fólk sneri sér við þegar það mætti honum. Hann var mikið jólabarn og áttum við það sameiginlegt, því meira skraut, því betra og allt var orðið skreytt á afmælisdeg- inum. Hverjum afmælisdegi fagnaði hann vel og mikið, varð engin undantekning á því þegar hann varð sextugur í desember síðastliðnum. Þann dag rifjuðum við upp veisluna sem hann hélt þegar hann varð fimmtugur, þá var fjölmenn veisla, borðin svignuðu undan kræsingum og leikin tónlist. Ég spurði hann hvort hann héldi að við yrðum hér saman þegar hann yrði sjö- tugur, hann reyndist sannspár þegar hann svaraði: „Nei, ég held ekki, ég er feigur maður.“ Svo hlógum við, því ég held að okkur báðum hafi fundist þetta fjarstæðukennt. Hann var svo glaður og sæll þetta afmælis- kvöld. Á lífsgöngunni eignast maður marga samferðamenn, sumir falla í gleymskunnar dá meðan aðrir snerta mann dýpra og skilja eftir spor. Við Siggi áttum samleið síðustu tíu ár eða fjórð- ung úr minni ævi og ósjálfrátt reikar hugurinn til baka þegar leiðir skiljast. Efst upp í hugann kemur þakklæti, ég er þakklát fyrir að hafa kynnst einstökum manni og ég er þakklát fyrir eig- in geðheilsu. Siggi veiktist um tvítugt af geðsjúkdómi sem markaði allt hans líf upp frá því. Sjúkdómurinn kippti honum út úr raunveruleikanum og því lífi sem við göngum að sem sjálf- sögðu, hann bjó yfir þeim dýr- mæta eiginleika að vera glað- sinna. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von sem hefur vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn, sem aldrei verða menn. (Davíð Stefánsson.) Ég kveð kæran vin með hans eigin orðum: „Jeg elsker dig“. Jóna Jóhanna Sveinsdóttir. Sigurður Sigurðsson ✝ Gísli Eiríkssonfæddist í Hafn- arfirði 24. apríl 1944. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 2. jan- úar 2012. Foreldrar hans voru Kristín Guð- rún Gísladóttir, f. 1. nóvember 1919, lát- in 9. apríl 1996, og Eiríkur Sigurjóns- son, f. 11. febrúar 1920, látinn 10. mars 1963. Stjúpfaðir Gísla er Vilhjálmur G. Skúlason, f. 30. maí 1927. Gísli átti þrjú systkini, Kar- ólínu M. Vilhjálmsdóttur, f. 17. september 1957, Eirík Eiríksson, f. 24. október 1956, og Birgi Svan Eiríksson, f. 3. október 1960. Hinn 21. júlí 1973 kvæntist Gísli eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingu Rósu Guðjóns- dóttur, f. 13. mars 1948 frá Neskaup- stað. Börn Gísla eru Aron Sölvi Gíslason, f. 17. febrúar 1972, Kristín Guðrún Gísladóttir, f. 6. ágúst 1975, og Hrönn Gísladóttir, fædd 16. maí 1982, í sambúð með Arnari Björnssyni, f. 7. apr- íl 1983, og eiga þau tvo syni, Ragnar Berg, f. 2005, og Hafþór Orra, f. 2008. Stjúpsonur Gísla er Ágúst Magnússon, f. 2. júlí 1971, í sambúð með Silvönu Castellana, f. 1967, og eiga þau eina dóttur, Elínu Stellu, f. 2000. Gísli verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 11. janúar 2012, og hefst athöfn- in kl. 13. Hver skilur lífsins hulda heljardóm er haustsins nepja deyðir fegurst blóm, að báturinn sem berst um reiðan sjá brotna fyrst í lendingunni má. Að einn má hlýða á óma af gleðisöng, annar sorgarinnar líkaböng. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þá hefur kær vinur okkar, Gísli Eíríksson, kvatt þetta líf eftir snarpa baráttu við erfiða sjúk- dóma. Gísli tókst á við baráttuna af undraverðu æðruleysi. Kynni okkar hófust í byrjun átt- unda áratugarins þegar Inga, æskuvinkona mín, og Gísli fóru að draga sig saman. Þar með höfðum við Inga báðar kynnst verðandi mökum okkar, þeir báðir að sunn- an og sjómenn. Sest var að í Neskaupstað heimabæ okkar Ingu. Lífsbaráttan hófst eins og gengur hjá ungu fólki. Við hófum að byggja okkur hús á sama tíma og staðarvalið var þann- ig að þau voru byggð hvort á móti öðru og stutt var að skreppa í kaffi eftir að flutt var inn. Samvinna við byggingu húsanna var mikil, efni samnýtt, sandur dreginn að og bygging hafin. Þessi verkefni voru aðallega í höndum þeirra Gísla og Ragga. Aldrei varð neinn ágrein- ingur þar á milli. Við fluttum öll í húsin okkar síðla árs 1974. Mikill samgangur hefur alla tíð verið milli heimilanna. Margar ferðir höfum við farið saman bæði innanlands og utan og notið sam- vista með börnum okkar. Oft var glatt á hjalla yfir grilli og góðum veigum á sólbjörtum dögum í Nes- kaupstað þar sem fjöllin spegluð- ust í lognkyrrum firðinum okkar. Gísli var mjög snyrtilegur í allri umgengni og er efst í huga hvað hann hugsaði vel um bílana sína. Alltaf að bóna og gera þá fína, síð- an gekk hann í kringum þá til að fullvissa sig um að allt væri full- komið. Þetta sá ég úr stofuglugg- anum mínum og öfundaði Ingu að fá að keyra á svona stífbónuðum bílum . Þegar Inga og Gísli ákváðu að flytja suður í maí árið 2000 þá sagði ég við Ingu: „Á hvaða lyfjum ertu, Inga mín, ég hélt að þú værir nr. 1 í Fjarðarvinafélaginu.“ 6 mánuðum síðar fluttum við líka og voru Gísli og Inga fyrsta fólkið sem heimsótti okkur með fallega jólarós en kassar voru þá um öll gólf hjá okkur en það skipti þau engu máli. Endurfundirnir voru ljúfir. Gísli minn, við viljum þakka þér samfylgdina og trygga vináttu í rúm 40 ár. Megi þér líða vel í ljós- inu. Elsku Inga mín, Ágúst, Stína, Hrönn, makar og barnabörn, megi góðar minningar ylja ykkur í sorg- inni. Elísabet og Ragnar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Þá er komið að kveðjustund, Gísli minn, og margs er að minn- ast. Þar má helst nefna góðu stundirnar í Starmýrinni þegar ég kom austur með fjölskylduna á sumrin. Allur fiskurinn sem þú út- vegaðir á meðan þú varst á sjónum og var mikil búbót á mínu heimili. Öll þín hjálpsemi, en alltaf var gott að leita til þín og þú varst mér mik- ill stuðningur þegar ég varð ein- stæð móðir. Besta gjöfin sem ég fékk frá þér var borvélin sem þú sagðir að allar einstæðar kerlingar ættu að eiga og hefur hún oft kom- ið að góðum notum. Alltaf varstu tilbúinn að vera bílstjóri þegar pabbi og mamma þurftu aðstoð þegar þau komu í bæinn og hefur verið gott að eiga þig og Dullu og Guðmund að. Gleymi ekki kvöld- inu sem Pálína var að kenna okkur færeyska dansinn með tilheyrandi klappi og smá taktleysi. Einnig gleymi ekki þegar ég var að kenna þér að senda sms og þegar þú varst á næturvöktum að þá kom fyrir að síminn minn pípti um miðja nótt. Þá varst þú að æfa þig að senda skilboð. Elsku Inga, Ágúst, Stína, Hrönn, Karólína og fjölskyldur ykkar. Þið hafið misst mikið og bið ég Guð um að styrkja ykkur í sorg- inni. Ásdís Geirsdóttir. Gísli Eiríksson Þá hefur Herdís mamma Tótu vinkonu okkar kvatt þenn- an heim og skilur eftir sig marg- ar minningar hjá okkur systrum sem vorum tíðir gestir á heimili hennar á Miklubraut 11 á okkar unglingsárum. Minningarnar sem við eigum um Herdísi eru ljúfar og góðar. Við kynntumst Tótu vinkonu okkar þegar við fluttum til Reykjavíkur frá Bolungarvík ár- ið 1973, þá 11 ára gamlar. Mamma okkar vann um árabil hjá SPRON með Einari pabba hennar sem reyndist okkur allt- af vel. Efst í huga okkar þegar við hugsum til baka til Herdísar og Einars er góðmennska þeirra gagnvart okkur systrum. Eftir að pabbi okkar dó þegar við vor- um 14 ára gamlar buðu þau okk- ur með fjölskyldunni til Spánar. Við systur höfðum aldrei farið til útlanda áður og var þetta Herdís Hinriksdóttir ✝ Herdís Hin-riksdóttir fæddist í Stavanger í Noregi 10. júní 1922. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 23. desember 2011. Útför Herdísar fór fram frá Dóm- kirkjunni 4. janúar 2012. mikil ævintýraferð og allt fyrir okkur gert. Það var yndislegt að koma til Herdís- ar og ömmu löngu á Miklubrautina. Eld- húsið lyktandi af klór af tuskunum í eldhúsvaskinum, Herdís sitjandi við eldhúsborðið að leggja kapal með kaffibollann sinn og stundum Ás- dís Björk hinum megin við borð- ið og amma langa alltaf að stússa eitthvað. Það var alltaf svo fínt og hlýlegt að koma til þeirra og þar var sko stjanað við okkur. Ristabrauðið og kókómaltið í ís- köldu mjólkinni á morgnana, vanilluhringirnir sem alltaf voru til og ísinn, svo við tölum nú ekki um köldu kótiletturnar sem við nældum okkur í úr ísskápnum eftir næturbrölt. Þetta var ólíkt því sem við systur áttum að venj- ast af okkar stóra heimili þar sem mamma okkar var útivinn- andi og 6 systur réðu ríkjum. Með hlýjum hug og þakklæti kveðjum við Herdísi og sendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til Tótu vinkonu okkar og Önnu systur hennar, maka þeirra, barna og barnabarna. Ingveldur Björk Finnsdóttir, Steinunn Ásta Finnsdóttir (Inga og Steina). Það er margt sem kemur upp í hugann við andlát Ingólfs Bárð- arsonar. Efst er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessum já- kvæða og glaðværa manni og vinna með honum að ýmiskonar félags- og líknarmálum í áranna rás. Hann var mikill eldhugi í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og hreif aðra með sér. Það munaði um minna þegar hann var annars vegar. Hans verður sárt saknað innan Lionsklúbbs Njarðvíkur en þar var hann alla tíð mjög virkur bæði í leik og starfi. Lionsfélagar og makar hafa farið í margar eftirminnilegar skemmtiferðir bæði innan- og ut- Ingólfur Bárðarson ✝ Ingólfur Bárð-arson rafverk- taki fæddist í Keflavík 9. október 1937. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 27. desember 2011. Útför Ingólfs var gerð frá Ytri- Njarðvíkurkirkju föstudaginn 6. jan- úar 2012. anlands og var hann ávallt hrókur alls fagnaðar. Það var honum mikilvægt að geta látið gott af sér leiða. Hann bjó alla tíð við góða heilsu og var mikill gæfumað- ur í lífinu með Dóru sína sér við hlið, sem studdi hann með ráðum og dáð í því sem hann tók sér fyrir hendur. Alltaf var fjölskyld- an honum ofarlega í huga og talaði hann ávallt með stolti um sína af- komendur. Þau hjónin voru alla tíð mjög samrýmd og samstiga svo eftir var tekið. Það var alltaf tilhlökkunarefni að heimsækja þau á þeirra hlýlega heimili og skiptast á skoðunum um málefni líðandi stundar. Ing- ólfur veiktist síðastliðið haust af alvarlegum sjúkdómi og var veik- indastríðið tiltölulega stutt en erf- itt. Að leiðarlokum þökkum við hjónin fyrir áralanga trausta vin- áttu. Við vottum eiginkonunni Dóru, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning hans. Jón Aðalsteinn Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.