Morgunblaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2012
FRÉTTASKÝRING
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Mikið af þeim truflunum sem áttu
sér stað voru sjálfstæðar á hverju
svæði fyrir sig. Að einhverju leyti
var þetta samtengt en að stofninum
til var ástæðan samfellt vont veður
á stórum hluta Vesturlands, Suður-
lands og á Vestfjörðum,“ segir
Þórður Guðmundsson, forstjóri
Landsnets, spurður um verulegar
rafmagnstruflanir sem urðu víða
um land í gær og fyrradag.
Rafmagnslaust varð á Ólafsvík,
Rifi og Hellissandi um klukkan 8:45
á þriðjudagsmorguninn vegna bil-
unar sem varð í flutningslínu
Landsnets frá Vegamótum til Ólafs-
víkur og var díselvaraaflstöð fljót-
lega ræst til þess að tryggja íbúum
staðanna rafmagn á meðan unnið
væri að viðgerð á línunni.
Vatnsaflsvirkjun á staðnum í eigu
Orkusölunnar reyndist hins vegar
ekki að fullu starfhæf vegna afleið-
inga veðursins og gat því ekki starf-
að á fullum afköstum að sögn Ör-
lygs Jónassonar,
framkvæmdastjóra rekstrarsviðs
RARIK. Bilunin fannst loks um
klukkan eitt aðfaranótt gærdagsins
en fram að því hafði íbúum verið
skammtað rafmagn.
Rafmagnsleysi og truflanir
Þá varð bilun í tengivirki Lands-
nets á Brennimel í Hvalfirði klukk-
an 18:23 á þriðjudaginn vegna seltu
og ísingar og kom ennfremur upp
eldur í virkinu sem olli talsverðum
skemmdum. Eldurinn var fljótlega
slökktur en starfsmenn Landsnets
vörðu nóttinni á eftir við hreinsun-
ar- og viðgerðarstarf svo koma
mætti tengivirkinu í fulla notkun
aftur og það tókst um klukkan sjö á
miðvikudagsmorguninn.
Bilunin á Brennimel olli meðal
annars rafmagnsleysi bæði í álveri
Norðuráls á Grundartanga og Járn-
blendiverksmiðjunni auk þess sem
Hvalfjarðargöngin voru lokuð um
tíma vegna rafmagnsleysis. Þá fór
rafmagn um tíma af Akranesi en
var fljótlega komið á aftur. Raf-
magnslaust var í álverinu í um þrjá
klukkutíma en til klukkan sjö á mið-
vikudagsmorguninn í Járnblendi-
verksmiðjunni. Þá varð ennfremur
rafmagnslaust um tíma í Borgar-
firði, Hvalfirði og Kjós á þriðju-
dagskvöldið.
Bilunin á Brennimel olli einnig
rafmagnstruflunum á höfuðborgar-
svæðinu auk þess sem margar hita-
veitu- og fráveitudælur duttu út
vegna hennar. Álag á höfuðborgar-
svæðinu komst í eðlilegt horft um
klukkan hálftíu á þriðjudagskvöld-
ið. Þá urðu að sama skapi rafmagns-
truflanir víða á Suðurlandi auk þess
sem rafmagn fór af Vestfjörðum í
um hálftíma á þriðjudagskvöldið
vegna bilunar í flutningslínu.
Innandyra og neðanjarðar
„Við náttúrulega skrifum núna
truflanaskýrslu um þetta þar sem
við förum yfir alla þætti málsins og
hvað gerðist og partur af því er auð-
vitað að meta hvort það er eitthvað
sem við getum gert öðruvísi og bet-
ur og það er nokkuð sem við gerum
alltaf eftir svona truflanir,“ segir
Þórður. Hann segir að endurskoða
þurfi meðal annars ýmislegt varð-
andi stöðina á Brennimel og meðal
annars muni Landsnet væntanlega
flýta áformum um að byggja nýja
spennistöð á þessu svæði sem yrði
innandyra. Núverandi stöð er ekki
yfirbyggð og því ekki varin fyrir
seltu og veðurfarsáhrifum að sögn
Þórðar. „Það er hluti af stefnu sem
við höfum fylgt undanfarinn áratug
að hafa allar nýjar stöðvar innan-
húss og sérstaklega á þessu svæði
og það er ábyggilega eitt af því sem
við munum gera þarna.“
Örlygur bendir að sama skapi á
að RARIK hafi á liðnum árum unnið
að því að færa raflínur fyrirtækisins
undir yfirborð jarðar og í dag séu
um 40-50% þeirra með þeim hætti.
Truflanir víða um landið
Verulegar rafmagnstruflanir urðu víða um landið í gær og fyrradag Álver Norðuráls og Járn-
blendiverksmiðjan á Grundartanga án rafmagns Loka þurfti Hvalfjarðargöngunum um tíma
Helstu truflanir á dreifingu rafmagns 10.-11. janúar
Byggt á upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur, Orkubúi Vestfjarða, Rarik og Landsneti. Grunnmynd er af vefsíðu Landsnets.
18.23 Hitaveitu- og fráveitudælur detta út í Borgarnesi vegna bilunarinnar
á Brennimel. Rafmagnslaust í Borgarfirði,Hvalfirði og Kjós kl. 19.00.
Rafmagn kemst aftur á um kl. 21.00. Hvalfjarðargöngunumm.a. lokað. Kerfi
á Vesturlandi að mestu leyti komin í lag um klukkan þrjú um nóttina.
18.23 Bilun í tengivirki
Landsnets á Brennimel í Hvalfirði
vegna seltu og ísingar. Eldur
kemur upp en er fljótleg slökktur.
18.30 Rafmagn fer af
Vestfjörðum vegna bilunar í
flutningslínu. Rafmagn komið
aftur á um klukkan 19.00.
08.45 Rafmagns-
laust á Ólafvík,Rifi
og Hellissandi vegna
bilunar í flutningslínu
Landsnets til Ólafs-
víkur.Díselvaraafl
sett í gang fljótlega og
rafmagn skammtað.
Bilunin fundin og lokið
við að gera við hana
um kl. 01.00.
18.23 Rafmagn fer af á
Akranesi vegna bilunarinn-
ar á Brennimel. Rafmagni
komið á aftur kl. 18.44.
Rafmagn fer af Norðuráli
og Járnblendiverksmiðj-
unni á Grundartanga um
kl. 19.45. Rafmagn aftur á
Norðurál um þremur tím-
um síðar og Járnblendið
um kl. 7morguninn eftir.
18.23Margar dælur í hitaveitu og fráveitu á
Reykjavíkursvæðinu detta út vegna bilunarinnar á
Brennimel. Allar vélar detta síðan út á Hellisheiði
í kjölfar spennuhöggs við prófun á innsetningu hjá
Landsneti kl. 19.00. Truflanir á dreifingu rafmagns
og heita vatns á höfuðborgarsvæðinu í kjölfarið.
Álag á svæðinu kemst í eðlilegt horf kl. 21.27.
19.00Minniháttar rafmagns-
truflanir víða á Suðurlandi til um
klukkan 22.00m.a. í kringum
Selfoss, á Hellu og Hvolsvelli.
Bilun Frá tengivirkinu á Brennimel. Þéttstæðan sem brann sést fremst.
Ljósmynd/Ingimar Guðmundsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tjón stóriðjufyrirtækjanna á Grund-
artanga og Landsnets vegna raf-
magnstruflana í óveðrinu í fyrra-
kvöld hleypur á tugum milljóna.
Áætla má að heildartjónið verði á
annað hundrað milljónir.
Fjárhagstjón vegna rafmagns-
truflana hefur ekki verið metið og
enn ekki öll kurl komin til grafar.
Beint tjón á eignum Landsnets
skiptir tugum milljóna, að sögn Guð-
mundar Inga Ásmundssonar aðstoð-
arforstjóra. Mikið tjón varð í spenni-
stöðinni á Brennimel. Panta þarf
varahluti og áfram verður unnið að
viðgerðum.
Ekki lítur út fyrir að umtals-
verðar skemmdir hafi orðið á kerum
eða öðrum búnaði verksmiðjanna á
Grundartanga. Fjárhagstjónið felst
því fyrst og fremst í framleiðslutapi.
Framleiðsla stöðvaðist um tíma í
fyrrinótt og einhverja daga tekur að
koma verksmiðjunum í full afköst.
Ekki öll kurl komin til grafar
Ekki fengust upplýsingar um
áætlað framleiðslutjón hjá Norðuráli
sem rekur álverið á Grundartanga.
Þar er framleitt fyrir 100 til 200
milljónir á sólarhring.
Einar Þorsteinsson, forstjóri
Elkem á Íslandi, segir ekki ljóst
hversu mikið framleiðslan minnki
vegna þessara truflana en segir að
tjónið skipti tugum milljóna. Enn er
verið að auka framleiðsluna og getur
það tekið nokkra sólarhringa.
Verksmiðjurnar tapa á
annað hundrað milljónum
Morgunblaðið/Ómar
Álframleiðsla Enn er ekki ljóst
hversu mikið framleiðslan minnkar.
Mikið tjón vegna
rafmagnstruflana