Morgunblaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/RAX
Höfundar Myrra Leifsdóttir (t.v.) og Kristín Birgisdóttir, Kría, með bókina Konur eiga orðið allan ársins hring.
árs í gegnum bækurnar. Í bókinni
megi skyggnast inn í hina íslensku
kvensál, ef svo megi segja.
„Konurnar verða líka æ kaldari
við að koma með eitthvað alveg ein-
lægt. Sumar t.d. pirrast út í náttúr-
una eða dásama hana, aðrar eru há-
stemmdar eða drepfyndnar og svo
eru inn á milli gullfalleg ljóð. Nokkr-
ar konur hafa sent mér setningar
frá upphafi en að sjálfsögðu bætast
alltaf við nýjar í hópinn og hann
breytist ár frá ári. Yfirleitt reyni ég
að velja hugleiðingar sem skapa
vissa heildarmynd af því sem ég fæ
sent,“ segir Kría. Konurnar eru á
öllum aldri og eitt sinn átti 100 ára
gömul kona orð í bókinni. Sú
yngsta í ár er níu
ára.
„Það skapast
viss samstaða með
þessari bók og
skemmtilegur
grunnur, sér-
staklega hjá okkur
hjá Sölku þar sem við
erum kvennaforlag.
Auðvitað gefum við
líka út bækur eftir
karlmenn en þetta
kvenlega sjónarhorn er
alltaf í fyrirrúmi. Ég fæ
líka á tilfinninguna í gegnum þessa
vinnu hvað konur vilja lesa og
hvernig þær hugsa,“ segir Kría.
Eins og að púsla
„Þetta er æðislegt verkefni og
yfirleitt legg ég mikinn tíma í að
lesa setningarnar og láta hugann
reika í kringum þær. Síðan einhvern
veginn dettur hver hugmyndin inn á
fætur annarri og þetta smellur sam-
an. Þetta er svolítið eins og að púsla.
Upp úr þessu hefur líka sprott-
ið margs konar samstarf og ég hef
kynnst konum sem ég hef unnið með
og veit að þetta á við um fleiri. Enda
veit í raun engin kona af annarri
nema vinkonur sendi inn saman.
Allur hópurinn hittist því fyrst í út-
gáfuboðinu, sem er mjög gaman.
Síðast hitti ég þar t.d. konu sem
hafði þekkt ömmu mína lengi og
verið með henni í Keflavíkurgöng-
unni,“ segir Myrra.
» Ást er: Að bjóða
maka sínum ábót á
lýsi. Herdís Hjörleifs-
dóttir félagsráðgjafi,
fædd 1956.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2012
Sumir leggja nokkuð mikið á sig til að ná sér í
frían tískuklæðnað. Þá virðist ekkert stöðva
fólk að þurfa að mæta léttklætt í verslunina.
Útsala í versluninni Desigual í frönsku borg-
inni Lyon hófst á nokkuð eftirminnilegan hátt
þetta árið. Fyrstu 100 viðskiptavinunum sem
mættu eingöngu í nærfötunum var boðið að
velja sér tvær flíkur að gjöf. Var nokkur hama-
gangur í öskjunni eins og sjá má á myndunum.
Enda hafa viðskiptavinirnir nú eflaust gripið
með sér eitthvað fleira til kaups á góðu verði
með flíkunum sem þeir fengu að gjöf.
Útsölukapphlaup
REUTERS
Sprækir Þessir ungu menn ætluðu greinilega ekki að missa af neinu og hlupu um.
Mættu í engu nema nærfötum
Skynsöm Þessi ákvað að láta
sér ekki verða kalt á höfðinu.
Í dag, fimmtudag, flytur dr. Harvey B.
Milkman, gestaprófessor í sálfræði
við Háskólann í Reykjavík, fyrirlestur-
inn „Craving for Ecstasy & Natural
Highs: A Positive Approach to Mood
Alteration“. Í fyrirlestrinum fjallar
Milkman um það hvernig fólk missir
stjórn á sókn eftir vímu og hvernig
unnt sé að breyta hegðun og auka
vellíðan með því að nýta „náttúru-
lega vímu“.
Milkman mun fjalla um hvernig
hafa má áhrif á starfsemi heila, huga
og líkama með því að nýta „náttúru-
lega vímu“ en hann hefur sérhæft sig
í að aðstoða fólk við að breyta hegð-
un, svo sem áfengisneyslu, reyk-
ingum, kynlífsfíkn og matarfíkn.
Fyrirlesturinn verður haldin í fyrir-
lestrasal Háskólans í Reykjavík,
M101, og hefst klukkan 12.00.
Sálfræðifyrirlestur
Matarfíkn Sumir sækja vellíðan sína
í ýmis konar mat og aðrir í kynlíf.
Aukin vellíðan fæst með því að
nýta sér náttúrulega vímu
Tilviljun ein réð því að Myrra
hélt til Siglufjarðar síðastliðið
sumar og ákvað að vinna sinn
hluta bókarinnar þar. Hún hafði
aldrei áður komið til Siglu-
fjarðar en segist nú sjá fram á
að gera bókina þar hér eftir. Svo
góður var vinnufriðurinn og í
bókinni er að finna ljós-
myndir sem hún tók á
Siglufirði og umhverfinu í
kring. Teikningarnar voru
teiknaðar á litlum kaffi-
húsum í bænum.
Myrra segir bæk-
urnar gefa ágætis inn-
sýn í það hvað íslensk-
ar konur séu að hugsa
hverju sinni. Í ár ein-
kenni sköpunargleði
og andagift bókina
sem í er t.d. mikið af
ljóðum.
Siglufjörður
tilvalinn
TILVILJANAKENND FERÐ
Já, þú getur smitast af súnu. Súna
er nýyrði og þýðing á enska orð-
inu zoonoses. Súna var fyrst notað
á sjötta áratug síðustu aldar og er
notað yfir sjúkdóma sem smitast
með náttúrulegum hætti á milli
dýra og manna. Orðið súna tekur
fallbeygingum eins og kisa enda
lipurt og þjált eins og kisur. Súnur
eru sjúkdómar af ýmsum uppruna
sem berast á milli manna og dýra
annaðhvort beint eða óbeint. Menn
geta smitað dýr og dýr geta smit-
að menn. Hundaæði er dæmi um
sjúkdóm sem berst beint frá dýr-
um í menn og salmonella er dæmi
um sjúkdóm sem berst óbeint
(með matvælum) frá dýrum í
menn. Berklar eru dæmi um sjúk-
dóm sem getur borist úr mönnum
í dýr og öfugt.
Súnuvaldar geta verið veirur,
bakteríur, sveppir eða sníkjudýr.
Súnuvaldurinn sem veldur hunda-
æði er veira en sá sem veldur
sullaveiki er sníkjudýr. Til að verj-
ast súnum hafa verið sett ákvæði í
ýmis lög og reglugerðir sem kveða
á um sýnatökur, viðbrögð og varn-
ir. Gott dæmi um varnir er t.d.
krafan um bandormahreinsun hjá
hundum til að fyrirbyggja að sull-
ur berist úr hundum í menn.
Flestir vita t.d. að til eru ákvæði í
reglugerðum um varnir gegn
salmonellu og kamfýlóbakter.
Nýlega tóku gildi hér á landi
sérstakar reglur um vöktun súna
og súnuvalda. Með þessum breyt-
ingum eru í fyrsta sinn settar
heildarreglur um vöktun og varnir
gegn súnum. Auk þess taka nýju
reglurnar til matarsýkinga og þols
gegn sýklalyfjum. Tilgangi reglu-
gerðarinnar er lýst í 1. gr. en hún
hljóðar svo: „Tilgangurinn með
þessari reglugerð er að sjá til þess
að súnur og súnuvaldar og tengt
þol þeirra gegn sýklalyfjum sé
vaktað á réttan hátt og tilhlýðileg
faraldsfræðileg rannsókn fari fram
á uppkomu matarborinna sjúk-
dóma þannig að unnt sé að safna
upplýsingum sem eru nauðsyn-
legar til þess að meta viðkomandi
leitni og uppruna.“ Helstu nýmæli
reglugerðarinnar eru þau að
stjórnvöldum er gert skylt að sjá
til þess að tilteknar súnur og
súnuvaldar og þol gegn sýklalyfj-
um sé vaktað, að faraldsfræðilegar
rannsóknir vegna matarsýkinga
séu framkvæmdar og upplýs-
ingaskipti séu tryggð. Tryggja
skal samstarf opinberra aðila á
þessu sviði því margir koma að
súnum; læknar, dýralæknar og
heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga.
Matvælastofnun fer með fram-
kvæmd reglugerðarinnar og á
heimasíðu stofnunarinnar
(www.mast.is) er fræðsluefni um
súnur og yfirlit yfir niðurstöður
reglulegra rannsókna á súnuvöld-
um í fóðri, dýrum og afurðum.
Sigurborg Daðadóttir, for-
stöðumaður hjá Matvælastofnun
Matvælaöryggi og dýraheilbrigði
Hvað er súna, get ég smitast?
ljósmynd/norden.org
Hundaæði Súnuvaldurinn sem veldur hundaæði er veira en sá sem veldur sullaveiki er sníkjudýr.
Matvælastofnun – www.mast.is