Morgunblaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2012
✝ Magnea HrönnStefánsdóttir
fæddist í Varma-
hlíðarhverfi í
Skagafirði 12.
október 1958. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 4. janúar
2012. Foreldar
hennar eru Jón
Stefán Sigurbjörns-
son, fæddur að
Þröm í Staðarhreppi í Skaga-
firði 2. október 1932, og Marín
Hallfríður Ragnarsdóttir, fædd
að Hallfríðarstaðarkoti í Hörg-
árdal 26. apríl 1937. Þau eru bú-
sett á Akureyri. Magnea Hrönn
átti tvö systkini: 1) Ragnar Sig-
urbjörn, f. 19. mars 1957, d. 22.
desember 2011, sambýliskona
hans, Salbjörg Júlíana Thor-
arensen, búsett á Akureyri, f. 9.
ágúst 1959. Börn þeirra eru
Marín Hallfríður, f. 5. júlí 1981
og Bogi Rúnar, f. 27. nóvember
1984. 2) Stefán Már, búsettur í
Kópavogi, f. 23. mars 1976,
Akureyri og síðar Gagnfræða-
skóla Akureyrar. Hún lauk stúd-
entsprófi frá máladeild Mennta-
skólans á Akureyri 1978 og
prófi frá handavinnudeild Kenn-
araháskóla Íslands 1981. Þá
nam Magnea íslensku í Háskóla
Íslands 2005-2006. Magnea var
nokkur sumur í sveit á bænum
Hæli í Austur-Húnavatnssýslu.
Þá vann hún eitt sumar í bygg-
ingarvinnu hjá frænda sínum,
Marinó Jónssyni og mörg sumur
í kjörbúð KEA við Byggðaveg á
Akureyri. Magnea var kennari
við Glerárskóla á Akureyri
1981-1998 og Melaskóla í
Reykjavík vorið 1999. Haustið
1999 hóf Magnea störf í Háteigs-
skóla, fyrst sem umsjónarkenn-
ari á miðstigi, en sá síðar um ís-
lenskukennslu á unglingastigi.
Magnea gegndi fjölda trún-
aðarstarfa á vegum kennara og
samtaka þeirra. Hún var aðstoð-
arskólastjóri í Glerárskóla 1992-
1993 í forföllum skólastjóra og
formaður stjórnar Bandalags
kennara á Norðurlandi eystra
1997-1998. Þá var hún margoft
fulltrúi kennara á Norðaust-
urlandi á þingum Kenn-
arasambands Íslands.
Útför Magneu fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 12. janúar
2012, og hefst athöfnin kl. 13.
unnsta hans er
Lára Margrét
Traustadóttir, f. 23.
desember 1974.
Dóttir hennar, fóst-
urdóttir Stefáns, er
Særún, f. 12. ágúst
2005.
Sambýlismaður
Magneu Hrannar
frá 1999 er Jón
Höskuldsson, hér-
aðsdómari, fæddur
á Vopnafirði 3. október 1956.
Foreldrar hans eru Höskuldur
Jónsson, f. 9. nóvember 1926 og
Guðríður Jónsdóttir, f. 4. maí
1931. Dætur Jóns, fósturdætur
Magneu, eru: 1) Kristín, f. 8. maí
1988, í sambúð með Heiðari
Inga Ólafssyni, f. 9. ágúst 1984.
Sonur þeirra, ömmubarn Magn-
eu, er Mikael Bjarki, f. 18. nóv-
ember 2009. 2) Guðríður, f. 8.
janúar 1991, í sambúð með Agli
Einarssyni, f. 13. maí 1980.
Magnea bjó á Akureyri til
1999, en flutti þá til Reykjavík-
ur. Hún gekk í Oddeyrarskóla á
Elsku besta Magnea mín.
Fyrstu kynni okkar Magneu
voru afar yndisleg. Hún var að
hefja sambúð með pabba mínum
fyrir 13 árum. Hún tók okkur
Kristínu svo vel, eins og við vær-
um hennar eigin dætur. Henni
þótti ákaflega vænt um okkur,
hún náði alltaf að láta það í ljós
án orða. Magnea var svo góð við
mig að það er eiginlega ólýsan-
legt. Hún vildi allt fyrir mig gera,
hjálpaði mér mikið með námið og
kenndi mér að sauma út. Við
saumuðum út ófáar myndir sam-
an þegar ég var yngri og eru
þetta stundir sem ég mun aldrei
gleyma. Hún heklaði og prjónaði
föt á dúkkurnar mínar, þau voru
svo falleg. Hún átti stóran þátt í
velgengni minni í íslensku, sat
með mér tímunum saman, án
þess að sjá eftir nokkurri mín-
útu, og alltaf var áhuginn jafn
mikill og viljinn fyrir því að mér
gengi vel. Hún var dugleg að
fylgjast með öllu sem ég gerði,
hvort sem það var skólinn, fót-
boltinn, líkamsræktin, myndlist,
fatasaumur eða förðun. Hún
sýndi mínum áhugamálum svo
mikinn stuðning að ánægja mín
við ástundun þeirra margfaldað-
ist.
Magnea var hlý, elskuleg, ró-
leg, skemmtileg, nákvæm og
yndisleg í alla staði. Það var allt-
af hægt að eiga hana að í trúnaði
og tala við hana um allt án þess
að fá á sig einhvern dóm. Svo
fékk hún þennan ósanngjarna
dóm, að greinast með krabba-
mein, hún barðist eins og sönn
hetja í gegnum veikindin og bar
sig svo vel auk þess að hugsa vel
um alla sem stóðu henni næst.
Mér þótti óendanlega vænt um
hana, þessa einstöku konu, sem
var svo góð við pabba minn og
okkur systurnar. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa geta dekrað
aðeins við hana á aðfangadag,
þegar ég litaði og plokkaði hana
og hún naut sín svo mikið og ég
sá að henni leið vel. Elsku Magn-
ea mín, takk fyrir allt sem þú
hefur kennt mér, gert fyrir mig
og gefið mér. Ég mun minnast
þín og sakna þín um ókomna tíð.
Guðríður Jónsdóttir (Gurrý).
Elsku Magnea mín.
Hvar er hægt að byrja? Ég sit
og skrifa þessa grein með trega
og tár í augunum. Það er enn svo
óraunverulegt að geta ekki
hringt í þig eða hitt þig. Frá
fyrstu kynnum tókstu okkur
systrunum opnum örmum og
varst svo góð við okkur. Það var
alltaf hægt að leita til þín eftir
aðstoð og alltaf varstu boðin og
búin að aðstoða við allt sem þú
gast. Þú varst svo einstök mann-
eskja og yndisleg, hlý og góð, já-
kvæð og hvetjandi. Þegar ég
fékk þá frétt, 15. nóvember 2011,
að þú hefðir greinst með krabba-
mein var mjög erfitt að vera já-
kvæð og sterk. En þú varst svo
ákveðin, jákvæð og sterk sjálf að
það var ekki annað hægt en að
fylgja þínu fordæmi. Varst svo
baráttuglöð og ákveðin í að sigr-
ast á þessu meini.
Tíminn sem við eyddum sam-
an í nóvember og desember sl. er
mér svo dýrmætur. Ég mun
aldrei gleyma þessum stundum.
Í hvert sinn sem ég bauðst til að
gera eitthvað fyrir þig og pabba
sagðir þú alltaf að ég ætti að ein-
beita mér að náminu mínu, þann-
ig varstu alltaf, hafðir svo mikinn
áhuga og metnað fyrir því sem
ég tók mér fyrir hendur. Þú vild-
ir að ég myndi standa mig vel og
ná árangri og það ætla ég að
gera. Í veikindum þínum kenndir
þú mér að meta núlíðandi stund
betur og að samvera með ástvin-
um sé það sem skiptir mestu
máli. Ég er þér svo þakklát fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig,
alla væntumþykjuna og hlýjuna
sem þú sýndir okkur og sérstak-
lega augasteininum þínum,
Mikael Bjarka, við Heiðar erum
svo ánægð að hafa átt þig að.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Frá gamlárskvöldi barðistu
eins og sönn hetja, þú ætlaðir þér
að komast í gegnum þetta. Ég vil
trúa því að þér hafi verið ætlað
eitthvað miklu betra hjá góðum
Guði og að þið Raggi bróðir þinn
séuð sameinuð á ný og munið
vaka yfir okkur sem minnumst
ykkar. Elsku pabbi minn, reyn-
um að halda áfram að vera já-
kvæð, hamingjusöm, þakklát og
sterk fyrir minningu elskulegu
Magneu þinnar.
Hvíldu í friði, elsku Magnea
mín, þín verður sárt saknað, en
minning þín mun lifa sem ljós í
hjörtum okkar um ókomna tíð.
Kristín Jónsdóttir.
Lífið er óútreiknanlegt og
fjarri því að vera sanngjarnt. Ör-
lög manna eru misjöfn og því
miður sit ég hér og skrifa minn-
ingargrein um einstaka konu
sem kvaddi okkur þann 4. janúar
2012. Ég kynntist Magneu fyrir
rúmum fjórum árum þegar sam-
band okkar Kristínar hófst.
Margir kvíða því að hitta tengda-
fjölskyldur sínar en mín fyrstu
kynni af Magneu voru mjög góð
og samskipti okkar ánægjuleg
strax frá upphafi. Við Kristín
vorum tíðir gestir hjá Magneu og
Jóni og til að mynda var vikulegt
boð á miðvikudögum í „gamal-
dagsmat“. Manni leið alltaf vel
þegar maður kom í heimsókn til
Magneu enda vildi hún allt fyrir
mann gera og það sem meira var
þá gerði hún allt af heilum hug
og án nokkurs trega. Eftir að
Mikael Bjarki, sonur okkar
Kristínar, fæddist þá urðu sam-
skiptin enn meiri enda Magnea
og Jón líklega hin fullkomnu
amma og afi. Það var allt eitt-
hvað svo einfalt og stresslaust í
kringum Magneu. Ég held að
það hafi gert hana að svona góðri
ömmu eins og Mikael Bjarki fékk
að kynnast. Ég kynntist þessu
líka og sér í lagi eftir að við flutt-
um heim frá Noregi í febrúar
2011. Fyrsta mánuðinn bjuggum
við hjá Magneu og Jóni. Margir
hefðu haldið að það myndi vera
erilsamt og stressandi að flytja
með heila fjölskyldu inn á
tengdafólk sitt en það var síður
en svo raunin. Magneu og Jóni
tókst að gera þessa sambúð bæði
þægilega og ánægjulega. Í sum-
ar var ég mikið inni á heimili
þeirra Jóns þegar Kristín var að
þjálfa á kvöldin og við feðgarnir
einir á matmálstíma. Þá var gott
eftir erilsaman dag að setjast
niður og borða kvöldmat í róleg-
heitunum hjá Magneu og Jóni.
Frá vori og fram á haust fékk
Mikael Bjarki oftar en ekki að
leggja sig í Austurgerðinu á
laugardögum meðan ég fór í fót-
bolta og þegar ég kom að sækja
Mikael Bjarka voru hann og Jón
oftar en ekki enn sofandi og
Magnea inni í stofu að lesa eða
dunda í handavinnu. Þá var nota-
legt að setjast niður með kaffi-
bolla og spjalla um allt milli him-
ins og jarðar. Ég er þakklátur
fyrir að hafa kynnst Magneu
enda einstök kona og hreint út
sagt frábær amma.
Hvíl í friði, minning þín mun
lifa.
Heiðar Ingi Ólafsson.
Elsku besta amma mín.
Ég er bara 2 ára og skil ekki
alveg það sem er að gerast núna.
Ég veit samt og skil að þú varst
mikið veik og fyrst voru afi Jón
og mamma mín að passa þig, svo
læknirinn og núna ertu hjá góð-
um guði og öllum englunum. Þau
passa þig og nú finnur þú ekki til
lengur. Ég mun aldrei gleyma
þér, amma mín, þú varst svo góð
við mig, yndislega amma mín.
Það er svo gott að hafa fengið að
njóta samveru ykkar afa á síð-
asta ári eftir að við fluttum aftur
til Íslands, öll matarboðin,
laugardags-hádegislúrarnir og
næturgistingarnar. Yndislegar
stundir. Þið afi alltaf reiðubúin
að passa mig, hvenær sem var og
leika við mig. Það var alveg ein-
stakt að fá að njóta sumarsins
með þér, elsku amma mín, þegar
leikskólinn minn var lokaður,
ógleymanlegar stundir sem við
áttum saman. Þú varst svo ein-
stök og góð amma, svo stolt og
montin af mér. Takk fyrir allt
sem þú hefur kennt mér og gert
fyrir mig og með mér. Ég mun
halda áfram að gera þig stolta
því ég veit að þú munt vaka yfir
mér.
Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa
litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa.
Sígur ró á djúp og dal
dýr til hvílu ganga
einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga.
(Þýð. Kristján frá Djúpalæk)
Hvíldu í friði, yndislega amma
mín, minning þín er ljós sem lifir.
Þinn ömmuprins,
Mikael Bjarki Heiðarsson.
Ég kveð Magneu mágkonu
mína sem lést í upphafi árs eftir
stutta en snarpa baráttu við ill-
vígan sjúkdóm. Lífið er stundum
harkalegt og maður skilur ekki
alltaf tilganginn. Á kveðjustund
streyma fram minningar, af
mörgu er að taka.
Ég hitti Magneu fyrst árið
1998 þegar hún var formaður
BKNE. Við hittumst svo aftur á
Akureyri þegar við áttum stúd-
entsafmæli, en þau bróðir minn
eru samstúdentar.
Magnea flutti suður um ára-
mótin 1999 þegar þau Jón hófu
sambúð. Það var gott að koma til
Jóns og Magneu og með þeim
höfum við fjölskyldan átt margar
góðar stundir. Heimilið bar vitni
um myndarskap Magneu. Hún
saumaði, prjónaði og heklaði, allt
lék í höndunum á henni. Það hafa
margir fengið að njóta þess. Þeg-
ar von var á barni hjá Kristínu
prjónaði Magnea amma vöggu-
teppi, peysur og margt fleira,
Mikael Bjarki fékk tvö heim-
ferðasett, ég er ekki viss um að
það sé algengt. Allir í fjölskyld-
unni, bæði börn og fullorðnir,
hafa fengið eitthvað fallegt frá
Magneu. Jólapakkarnir voru
skreyttir með handgerðu
skrauti, jólapokum, englum eða
hjörtum. Þannig var allt hjá
Magneu, fallegt og vandað. Allt
var unnið af alúð.
Magnea valdi kennslu að ævi-
starfi og það starf hentaði henni
mjög vel, hún var mjög skipu-
lögð, nákvæm og samviskusöm,
náði góðu sambandi við nemend-
ur sína og hafði mikinn metnað
fyrir þeirra hönd. Árið sem hún
var í námsleyfi stóð þannig á að
við kenndum saman í nokkrar
vikur undir vorið. Þótt þetta væri
ekki sá aldurshópur sem Magnea
kenndi venjulega leysti hún það
vel af hendi. Hún lét ekkert
raska ró sinni þrátt fyrir að litlir
prakkarar reyndu að telja henni
trú um að hlutirnir ættu að vera
hinsegin en ekki svona. Allt í
þeim tilgangi að komast létt frá
kennslustundunum. Í námsleyf-
inu valdi hún að bæta við þekk-
ingu sína í íslensku í Háskólan-
um, þar var allt unnið af stakri
samviskusemi og árangurinn eft-
ir því. Hún hélt áfram árið eftir,
með fullri vinnu, en var svo
óheppin að handleggsbrotna og
gat þá ekki sinnt náminu með
þeim sóma sem henni fannst
nauðsynlegur. Ef maður var eitt-
hvað óöruggur með orðflokka
eða beygingar, var annað hvort
að leita til Stofnunar Árna Magn-
ússonar eða Magneu, þar var
ekki komið að tómum kofunum.
Við Magnea náðum vel saman,
enda báðar kennarar, áhugasam-
ar um skólamál, lestur góðra
bóka og handavinnu. Barnabörn-
in okkar fæddust með viku milli-
bili. Við ömmurnar gátum rætt
um prjónauppskriftir og borið
saman þroska og framfarir litlu
drengjanna. Mikael Bjarki, litli
gullmolinn hennar veitti ómælda
ánægju og hún var svo glöð að
geta gætt hans í sumar þegar
foreldrarnir fengu lítið sem ekk-
ert sumarfrí.
Komið er að kveðjustund – allt
of fljótt. Elsku Jón og fjölskylda,
missir ykkar er mikill en eftir
stendur minning um einstaka
konu sem við getum verið þakk-
lát fyrir að hafa kynnst. Far þú í
friði.
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta
sinni hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að
kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr í
vinahjörtum
á brautir okkar stráðir þú, yl og
geislum björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Fjóla Höskuldsdóttir.
Í dag kveð ég mágkonu mína
Magneu Hrönn Stefánsdóttur,
Möggu, sem ég kynntist þegar
ég flutti til Akureyrar og fór að
búa með Ragnari bróður hennar.
Hún hugsaði vel um foreldra sína
og bræður. Ragnar var aðeins
árinu eldri en Magga og voru þau
mjög náin. Stefán Már er hins-
vegar átján árum yngri og að
vissu leyti má líkja sambandi
þeirra við samband móður og
sonar. Magga var mjög frænd-
rækin og þegar við Ragnar eign-
uðumst okkar börn talaði hún um
sólargeislana sína. Börnunum
mínum var hún einstök frænka.
Hún var þeim stoð og stytta,
hafði endalaust eirð í sér að leika
við þau og lesa fyrir þau þegar
þau voru yngri og styðja þau í
námi þeirra þegar þau urðu
eldri. Fyrir mér var hún góð vin-
kona sem hægt var að tala við
um allt og ekkert.
Magga var mikils metin af öll-
um þeim sem hana þekktu. Í
vinnu var hún hörkudugleg og
sinnti vel þeim verkum sem lágu
fyrir hverju sinni. Hvort heldur
sem var við verslunarstörf eða
kennslu barna. Hún var vel liðin
af samstarfsfélögum sínum og
nemendum og skildi hún mikið
eftir í hjörtum og huga þeirra
sem eftir standa.
Magga kynntist Jóni sínum og
flutti suður til hans í byrjun árs
1999. Eins erfitt og okkur fjöl-
skyldunni fannst að sjá á eftir
henni til Reykjavíkur vorum við
glöð að hún hefði fundið ástina
hjá Jóni. Með tilkomu Jóns og
dætra hans stækkaði fjölskyldan
heilmikið og þegar Mikael Bjarki
kom í heiminn í nóvember 2009
var Magga spennt að takast á við
nýja ömmuhlutverkið. Þau Raggi
urðu aldrei leið á að ræða barna-
börnin enda spiluðu drengirnir
stórt hlutverk í hjarta þeirra.
Magga kom norður nú í des-
ember síðastliðnum til að hitta
bróður sinn Ragnar sem var þá
orðinn mjög veikur. Hann lést
22. desember eftir stutt veikindi í
faðmi fjölskyldunnar. Það var
Möggu mjög mikilvægt að fá að
kveðja bróður sinn og það var
okkur einnig mikilvægt að hafa
Möggu hjá okkur á þessari
stundu. Aldrei hefði mig grunað
að þetta yrði í síðasta sinn sem
ég sæi Möggu.
Ég kveð með trega og sökn-
uði.
Salbjörg J. Thorarensen.
Kær mágkona mín, Magnea
Hrönn Stefánsdóttir, kvaddi
þetta líf þann 4. janúar sl. eftir
erfið veikindi, aðeins 53 ára göm-
ul.
Hversu óskiljanlegt, óraun-
verulegt og óásættanlegt sem
það er. Við kynntumst árið 1998
þegar hún og Jón bróðir minn
hófu sína samleið, en þá voru þau
20 ára stúdentar frá MA. Magn-
ea var sérstaklega hlý, traust og
þolinmóð. Gott var að leita til
hennar og var þá sama hvort það
voru íslenskuverkefni, en hún
var íslenskukennari við Háteigs-
skóla og fær í sínu fagi, eða bara
hvað sem var. Hjálpsemi hennar
var mikil og hún hafði alltaf tíma.
Stundum dugði eitt símtal til að
skera úr um orðflokkana eða
beygingar, hún vissi svarið. Hún
var alltaf boðin og búin til að-
stoðar.
Magnea var afkastamikil
hannyrðakona, eiginlega eins og
vélknúin, og sérlega vandvirk.
Alls staðar prýðir handavinna
hennar þeirra fallega heimili og
veit ég að margir nutu góðs af.
Takk fyrir það allt.
Árið 2006 varð samvera okkar
enn meiri. Ýmislegt var brallað í
Austurgerði 5. Að loknum vinnu-
degi í garðinum var oft hóað í öll
systkinin og boðið til grillveislu
og voru það skemmtilegar sam-
verustundir sem þéttu hópinn.
Það kom ekki á óvart hve vel
Magnea reyndist dætrum Jóns,
þeim Kristínu og Guðríði og svo
var litli Mikael Bjarki kominn til
sögunnar og hann dýrkaði hún
og dáði. En lífið er oft svo órétt-
látt.
Við kveðjum elsku Magneu
okkar og biðjum þess að birti til
og óskum þess að Jón minn,
Kristín, Guðríður og fjölskyldan
öll hljóti styrk til að takast á við
tómleikann. Foreldrum og bróð-
ur Magneu ásamt fjölskyldunni
allri sendum við okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Anna Höskuldsdóttir
og fjölskylda.
Vinátta er eitt af því sem er
hvað dýrmætast í lífinu. Vinátta
sem byggist á kærleik, trúnaði
og trausti. Vinátta sem þolir
breytingar, tíma og fjarlægð.
Slíka vináttu áttum við Magga.
Við vorum ekki bara systradæt-
ur, við vorum vinkonur.
Nú er Magga frænka og vin-
kona dáin. Það er erfitt að skilja
og þurfa að sætta sig við þá stað-
reynd. Þessi yndislega og heil-
steypta kona sem alltaf lifði heil-
brigðu lífi og var öðrum
fyrirmynd í svo mörgu. Hún, sem
var kennari af Guðs náð, virt og
elskuð af hundruðum nemenda á
30 ára kennsluferli. Hrifin á
brott frá sambýlismanni, fóstur-
dætrum og litlum ömmustrák
sem henni þótti einstaklega vænt
um. Magga var svo hamingjusöm
með að vera kölluð amma. Hrifin
á brott frá foreldrum sem misst
hafa tvö barna sinna á tveimur
vikum og frá yngri bróður sem
nú hefur misst sín elskuðu stóru
systkin. Á svona stundum er eðli-
legt að efast um tilgang þessa
alls, efast um réttmæti þeirra
orða að á engan mann séu lagðar
þyngri byrðar en hann þoli.
Magga var afskaplega jarð-
bundin kona sem lét fátt koma
sér úr jafnvægi. Þegar hún sagði
mér að hún hefði greinst með
krabbamein aðeins rúmum mán-
uði eftir að Raggi, hennar kæri
bróðir, greindist með ólæknandi
krabbamein reyndi Magga að slá
á létta strengi og minnti á hvað
þau systkinin voru alltaf sam-
rýnd. Við vorum sammála um að
nú væri of langt gengið. Okkur
óraði ekki fyrir því að Magga
fengi svona stuttan tíma og yrði
kölluð á brott úr þessu jarðlífi
tveimur dögum fyrir útför
Ragga. Þau voru alltaf Magga og
Raggi í huga og tali okkar frænd-
systkinanna. Raggi, þessi hæg-
láti öndvegismaður sem allt gerði
fyrir systur sína, og Magga, sem
vildi láta ganga í hlutina strax og
ákvörðun hafði verið tekin. Hvor-
ugt fór frá hálfkláruðu verki, allt
var unnið af heilindum og vand-
virkni. Systkinakærleikurinn
ótakmarkaður. Nú eru þau sam-
an hinum megin.
Á tímum sem þessum ylja og
sefa góðar minningar. Minningar
um nánast daglega samveru ár-
um saman og samtöl um allt og
ekkert. Minningar um hjálpsemi
og umhyggju fyrir Rannveigu
minni frá fyrstu tíð, um dvöl
Möggu hjá okkur mæðgum í
Vancouver fyrir nærri 20 árum,
um allar Sjallaferðirnar sem
breyttust í kaffihúsaferðir þegar
við vorum orðnar ráðsettar og
Magnea Hrönn
Stefánsdóttir