Morgunblaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2012
Í Morgunblaðinu á
þriðjudaginn birtist
grein eftir stjórnmála-
fræðinginn og for-
eldrið, Helga Helga-
son, sem bar
yfirskriftina „Um-
boðsmaður fíkniefna-
sala?“ Þar ræðst
greinarhöfundur per-
sónulega að Róberti
Spanó, lagaprófessor,
vegna álits hans sem setts umboðs-
manns Alþingis, um að fíkniefnaleit
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
í Tækniskólanum í Reykjavík hafi
ekki verið í samræmi við gildandi
lagareglur. Greinarhöfundur kallar
settan umboðsmann Alþingis dóna
sem sé í herferð gegn fíkniefna-
lögreglunni og ýjar að því að hann
gangi erinda fíkniefnasala. Erfitt er
að átta sig á hvað greinarhöfundi
gengur til með þessum
skrifum.
Í lögum nr. 85/1997
um umboðsmann Al-
þingis er fjallað um
hlutverk og starfssvið
hans. Eitt mikilvægasta
hlutverk umboðsmanns
Alþingis er að tryggja
rétt borgaranna gagn-
vart stjórnvöldum og
gæta þess að stjórn-
valdsathafnir séu í sam-
ræmi við lög. Sam-
kvæmt sömu lögum
gerir hann það að eigin frumkvæði
eða eftir kvörtunum sem berast hon-
um. Umrætt álit, sem er ítarlega
rökstutt, er á heimasíðu umboðs-
manns Alþingis.
Ekki verður annað séð en að Helgi
Helgason haldi, eins og margir aðrir
í seinni tíð, að þeir sem lögum sam-
kvæmt beri að kveða á um gildandi
rétt, geti látið niðurstöðuna ráðast af
eigin geðþótta eða réttlæti. Það er
nefnilega mikilvægt að fara að lög-
um, svo ekki sé talað um stjórn-
arskrána, sama hversu vitlaus okkur
kann að þykja lögin og reglurnar.
Umhugsunarvert er að háskóla-
menntaður maður eins og Helgi
Helgason, stjórnmálafræðingur,
skuli ráðast með persónulegum
óþverraskap að settum umboðs-
manni Alþingis í stað þess að beita
rökstuddri gagnrýni á niðurstöðu
hans.
Skyldur umboðsmanns
Alþingis
Eftir Brynjar
Níelsson
Brynjar Níelsson
» Það er nefnilega
mikilvægt að fara að
lögum, svo ekki sé talað
um stjórnarskrána,
sama hversu vitlaus
okkur kann að þykja
lögin og reglurnar.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
„… þá er ekki enda-
laust hægt að fela sig á
bak varúðarregluna
svokölluðu þegar vilj-
inn til að rannsaka og
fá meiri vitneskju er
ekki til staðar …“
sagði formaður Skot-
veiðifélags Íslands
(SKOTVÍS), Elvar
Árni Lund, í viðtali við
RÚV um helgina þegar
hann svaraði spurningum frétta-
manns um stöðu svartfuglastofna.
Þessi örfáu orð segja allt sem segja
þarf um stöðu rannsókna og veiði-
stjórnunar og vilja stjórnvalda til að
styðja við sjálfbæra þróun. Þá er
ekki einungis átt við nýtingu svart-
fugla, heldur allra villtra dýra í ís-
lenskri náttúru.
Metnaðarfull áform um sterkar
undirstöður veiðistjórnunar með til-
komu „villidýralaganna“ 1994 hafa
ítrekað verið gengisfelld og útþynnt
frá því þau voru sett. Vöktun og
rannsóknir eru með minnsta móti og
af einhverjum ástæðum er álit Um-
hverfisstofnunar (UST) lágt skrifað í
umhverfisráðuneytinu.
Í lögunum er UST (áður Veiði-
stjóraembættið) falin yfirumsjón
veiðistjórnunar í nánu samstarfi við
Náttúrufræðistofnun (NÍ), sem hef-
ur það hlutverk að vakta ástand líf-
ríkis. Veiðikortasjóður átti að vera
súrefnið í þessu ferli og víðtæk sátt
náðist meðal skotveiðimanna um út-
færslu á veiðikortagjaldi og skilum á
veiðiskýrslum. Áhersla var lögð á að
gjaldið væri ekki skattur, heldur
þóknun fyrir umsýslu auk framlags
þar sem skotveiðimenn legðu sitt af
mörkum með því að fjármagna rann-
sóknir, vöktun og stýringu á stofn-
um villtra dýra. Þar að auki var öfl-
ugri upplýsingaveitu komið á fót til
að afla gagna um umfang veiða.
Við gerð laganna lagði SKOTVÍS
ríka áherslu á að stjórnvöld myndu
ekki draga úr framlagi sínu til rann-
sókna og vöktunar, en nú er staðan
sú að í hvert skipti sem talið berst að
veiðiþoli stofna, þá er „varúðarregl-
unni“ beitt einhliða vegna skorts á
þekkingu. Í ofanálag hefur það gerst
í tvígang á skömmum tíma, svo eftir
er tekið, að skautað er framhjá áliti
UST; í haust við ákvörðun um fækk-
un veiðidaga á rjúpu og svo skilar
UST séráliti í starfshópnum um
svartfugla. Kerfið stendur því á
brauðfótum, ákvarðanir eru ekki
byggðar á hlutlægum vísindum,
heldur huglægu mati ráðherra sem
fellur að pólitískri stefnu, sbr.
áherslur á minka- og refaveiðar, og
því er tiltrú á veiði-
stjórnunarkerfið í lág-
marki um þessar
mundir.
Í öllu talinu um nátt-
úruvernd í gegnum ár-
in hefur umhverf-
isráðuneytið ekki lagt
stofnunum sínum til
neina teljandi fjármuni
í beinar rannsóknir og
vöktun á stofnum
villtra dýra, það er öll
náttúruverndin í verki!
Á sama tíma hafa
stjórnvöld tekið á sig miklar skuld-
bindingar vegna vöktunar á lífríkinu
sem er risavaxið verkefni, kostar
mikið fé og nær einnig til stofna sem
ekki er veitt úr. Þær 425 milljónir
sem NÍ hafði til ráðstöfunar 2011
dugðu fyrir háum rekstrarkostnaði
húsnæðis og föstum launagreiðslum,
sáralítið var til ráðstöfunar til að
sinna vöktun og rannsóknum á vett-
vangi. Forstjóri NÍ getur kannski
leiðrétt mig ef hér er einhver mis-
skilningur á ferð. Því ber þó að halda
til haga að NÍ fékk nýverið úthlut-
aðar tæpar 600 milljónir úr sjóðum
ESB til að kortleggja lífríki Íslands.
Sú upphæð segir meira en mörg orð
um umfang vöktunarverkefna, en
hafa ber í huga að þetta er einsskipt-
isaðgerð en vöktun lífríkis er eilífð-
arverkefni.
Veiðikortasjóður, sem er sam-
keppnissjóður, hefur því ekki bara
verið eina fjármögnunarleiðin til
rannsókna á lífríki Íslands, heldur
hefur hann í gegnum tíðina aðallega
verið nýttur til vöktunar og umsýslu.
Skotveiðimönnum er mjög umhugað
um rekstur sjóðsins, en fram til
þessa hefur umhverfisráðuneytið
nýtt hann til niðurgreiðslu á lög-
bundinni starfsemi NÍ (vöktun) og
er stærstur hluti sjóðsins í raun frá-
tekinn á hverju ári til slíkra verk-
efna. Slíkt er andstætt tilgangi sam-
keppnissjóða og um þetta er til álit
umboðsmanns Alþingis nr. 4140/
2004 þar sem þeim tilmælum er
beint til ráðuneytisins að ráða bót á
þeirri mismunun sem umsækjendur
sjóðsins standa frammi fyrir.
Hér er ekki verið að draga úr mik-
ilvægi vöktunar, slíkum verkefnum
þarf að sinna. En það hljóta allir að
sjá að takmarkaðir fjármunir Veiði-
kortasjóðs ná engan veginn utan um
þetta verkefni. Það er því ekkert
jafnræði í því að skotveiðimenn einir
eigi að kosta vöktunarverkefni á
villtum dýrastofnum, þar sem skyld-
an hvílir á stjórnvöldum þó svo að
ekkert sé veitt úr viðkomandi stofni.
Hér þyrfti umhverfisráðuneytið að
spýta í lófana og standa við skuld-
bindingar sínar, reisa við veiði-
stjórnunarkerfið eins og var lagt
upp með með fullum stuðningi veiði-
manna og leggja í metnaðarfull
rannsóknarverkefni sem veita svör!
Umhverfisráðuneytið hefur hins-
vegar gefið tóninn um hvers má
vænta um fyrirkomulag veiðistjórn-
unar. Ekkert tillit er tekið til álits
UST og unnið er eftir tilgátum og
„varúðarreglunni“, ekkert fé er veitt
úr ríkissjóði til að styðja við rann-
sóknir og vöktun á lífríki Íslands
sem er forsenda nýtingar og enginn
áhugi er á samstarfi við hags-
munaaðila.
Nú þegar til stendur að færa auð-
lindamálin í heild sinni yfir í eitt
ráðuneyti (umhverfis- og auðlinda-
ráðuneyti), þ.m.t. fiskveiðarnar, við
hverju má þá búast; verða sömu
vinnubrögð viðhöfð í þeim mála-
flokki?
Veiðistjórnun á hrakhólum
Eftir Arne
Sólmundsson »Metnaðarfull áform
um sterkar undir-
stöður veiðistjórnunar
með tilkomu „villidýra-
laganna“ 1994 hafa
ítrekað verið gengisfelld
og útþynnt …
Arne Sólmundsson
Höfundur er verkfræðingur, veiði-
maður, náttúruunnandi og ritari
Skotveiðifélags Íslands.
Nú get ég ekki leng-
ur orða bundist. Hvert
stefnir eiginlega? Hér
á Íslandi var svaka
flott bylting á Aust-
urvelli, þar sem settur
var fókus á rétta hluti
og nýr pólitískur flokk-
ur komst til valda með
ný sjónarmið. Ég hélt
að það væri að koma
nýtt Ísland. Nýtt og
betra þjóðfélag, þar sem sannleikur
og réttlæti væri í fyrirrúmi. En ég sé
ekki betur en að allt sé að fara í
sama farið.
Ennþá er fólk að missa íbúðirnar
sínar, heiðarlegt fólk sem er búið að
þræla og púla alla ævi, því er kastað
gjaldþrota á götuna. Langvarandi
atvinnuleysi hefur fest rætur á Ís-
landi, nokkuð sem við erum ekki
vön. Fólk flýr land eins og rottur
sökkvandi skip.
Það undarlega er að nýju bank-
arnir virðast græða á tá og fingri,
þeir skila stjarnfræðilegum hagnaði
eftir örskamman tíma. Það sannast;
þeir sem eiga fé græða á fátækt ann-
arra. Ennþá er í gildi; ríkur verður
ríkari.
Uppboð á íbúðum er nífalt meira
en það var 2006. Á síðasta ári voru
þetta mest ókláraðar íbúðir, en nú er
þetta íbúðarhúsnæði fólksins. Vand-
ræði heimiliana hafa tvöfaldast. Ætl-
ar þessu aldrei að linna.
Einhverra hluta vegna hefur
myndast rík yfirstétt. Hvernig í
ósköpunum getur staðið á því? Allar
lúxusvillur í vesturbæ eru upp-
seldar. Samt er ennþá mikil eft-
irspurn eftir húsum sem kosta yfir
100 milljónir. Fasteignasala bráð-
vantar eignir í dýrum verðflokki.
Var ekki hrun og kreppa? Sló hrunið
ekki jafnt niður á alla? Hverjir eru
það sem sluppu og maka krókinn
ennþá?
Þegar ég var við nám í Svíþjóð
1988, og vann í Volvo á sumrin, þá
komu margar fjölskyldur landflótta
frá Íslandi. Þetta fólk var gjaldþrota
því verðbólgan hafði étið allt undan
þeim, óðaverðbólgan át og nagaði.
Nákvæmlega það sama er að gerast
í dag. Við lærðum ekkert. Aftur er
verið að arðræna launþegana.
Ég þekki hjón á miðjum aldri sem
hafa samviskusamlega verið að
kaupa sér íbúð, borgað og stækkað
við sig, hægt og rólega eftir getu.
Fyrst áttu þau íbúð í Hlíðunum,
seldu hana með hagnaði, loks var
þetta fólk komið með ágætan eigna-
hlut í húsnæðinu sínu. Svo kom
kreppan; hrun, fals, verðbólguskot,
græðgi. Lánin hækkuðu upp úr öllu
valdi af þeirri ástæðu að öll húsnæð-
islán eru verðtryggð á Íslandi, sem
er fáránleikinn sjálfur. Myntkörfu-
lánið þrefaldaðist, en það gekk þó til
baka, að hluta.
Ofan í þetta lækkaði
markaðsverð íbúðar-
innar. Nú stendur
þetta fólk á sléttu, allt
veðsett í topp. Fólkið
getur ekki selt til að
minnka við sig. Það á
ekki krónu í íbúðinni.
Þetta fólk er semsagt
að byrja á núlli á
miðjum aldri, samt var
þetta fólk búið að
þræla og púla, spara og
leggja fyrir samvisku-
samlega. Þessi svokall-
aða 110% leið hjálpar bara þeim sem
gáfu skít í skynsemi og sparnað,
mjög vanhugsuð leiðréttingarleið.
Ekki bara miðlungsmoð heldur full-
komið óréttlæti.
Verðtryggð lán eru þjóðarglæpur
sem á að banna með lögum. Þeir sem
eru að reyna að kaupa íbúðar-
húsnæði til eigin nota eiga ekki að
greiða verðtryggt lán sem flýtur
með öllu verðlagi líkt og tyggi-
gúmmí. Alveg sama hvað þú greiðir
þá er það eins og að ausa vatni í
botnlausa tunnu.
Það er komið fram við okkur eins
og rollur á bás. Taktu það sem þér er
boðið, og við hlustum ekki á jarm.
Ef einhver verðtryggingin ætti að
vera þá ætti hún einungis að fylgja
fasteignaverði. Við viljum réttlát lán
fyrir þá sem eru að kaupa húsnæði
til eigin nota.
Bankarnir eiga helling af íbúðar-
húsnæði út um allt land, en þeir
halda verðinu uppi. Ég hef áreið-
anlegar heimildir fyrir því að til
dæmis Arion banki hækkar sig bara
þegar fólk gerir tilboð. Ég þekki
dæmi um mann sem bauð í fokhelt
raðhús á Egilsstöðum sem var búið
að standa í 4 ár. Þegar maðurinn fór
að bjóða í húsið þá hækkaði bankinn
bara uppsett verð.
Hvernig var með frjálsu markaðs-
lögmálin um framboð og eftirspurn?
Nei, bankarnir haldið verðinu uppi.
Þetta er markaðsmisnotkun og
svínarí; einokun á hæsta stigi.
Auðvaldið heldur áfram sinni
gandreið, sláturhúsið nálgast. Við al-
múginn erum jafn varnarlaus og
fyrr og látum bjóða okkur yfirgang-
inn. Það vantar samstöðu, við verð-
um að mótmæla, ég mótmæli.
Við Íslendingar erum eins og
hauslausir sauðir sem verið er að
leiða til slátrunar og enginn gerir
neitt.
Hauslausir sauðir
Eftir Ásgeir
Hvítaskáld
»Einhverra hluta
vegna hefur mynd-
ast rík yfirstétt. Hvern-
ig í ósköpunum getur
staðið á því? Allar lúxus-
villur í vesturbæ eru
uppseldar.
Ásgeir Hvítaskáld
Höfundur er rithöfundur.
Ágæt viðbrögð voru við áramóta-
getraunum Morgunblaðsins að
þessu sinni. Eftirtaldir voru
dregnir með öll svör rétt í fullorð-
insgetrauninni: Hallfríður Frí-
mannsdóttir, Sólheimum 14, 104
Reykjavík fær bókina Jarðlag í
Tímanum eftir Hannes Pétursson,
Hörður Pálmarsson, Lyngrima 3,
112 Reykjavík fær bókina Án
vegabréfs eftir Einar Fal Ingólfs-
son og Máni Laxdal, Valdasteins-
stöðum, 500 Stað fær bókina Rík-
isfang ekkert eftir Sigríði Víðis
Jónsdóttur. Leikar fóru þannig í
unglingagetrauninni að Fjölnir
Unnarsson, Sólvöllum 11, Akur-
eyri fær bókina Með heiminn í
vasanum eftir Margréti Örnólfs-
dóttur, Elín Kata Sigurgeirsdótt-
ir, Hörpulundi 8, Akureyri fær
bókina Játningar mjólkurfernu-
skálds eftir Arndísi Þórarinsdótt-
ur og Jón Trausti Harðarson,
Lyngrima 3, 112 Reykjavík fær
bókina Upp á líf og dauða eftir
Jónínu Leósdóttur. Í barnaget-
rauninni drógust eftirfarandi með
réttar lausnir: Guðjón Baldurs-
son, Birkigrund 6, 800 Selfossi
fær bókina Ríólítreglan eftir
Kristínu Helgu Gunnarsdóttur,
Fríða Lilja Guðmundsdóttir, Fífu-
sundi 12, 530 Hvammstanga fær
bókina Víti í Vestmannaeyjum
eftir Gunnar Helgason og Einar
Andri og Helgi Hrannar, Gnita-
kór 10, 203 Kópavogi fá bókina
Glósubók Ævars vísindamanns
eftir Ævar Þór Benediktsson.
Morgunblaðið óskar vinningshöf-
unum til hamingju og þakkar
þeim sem tóku þátt í áramótaget-
rauninni.
Dregið í
áramótagetraun
Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá les-
endum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam-
ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum
til blaðsins.
Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að
kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að
kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að
nota innsendikerfi blaðsins.
Móttaka aðsendra greina