Morgunblaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2012 um fallegu afmæliskveðjurnar sem alltaf byrjuðu á hamingju- óskum um að nú værum við orðn- ar jafngamlar. Fjársjóður góðra minninga. Margt er að þakka. Ég þakka fyrir ævilanga vináttu sem aldrei bar skugga á. Ég þakka fyrir að hafa fengið að vaka yfir Möggu og hjúkra henni síðustu ævidagana. Elsku Jón, Salla, Mæja, Stebbi, Stefán Már, fjölskyldur og vinir. Megi góður Guð gefa ykkur og okkur öllum styrk á erf- iðum tímum. Blessuð sé minning Möggu og Ragga. Elsa B. Friðfinnsdóttir. Stórt skarð er höggvið í okkar annars litlu fjölskyldu þegar þið systkinin hafið kvatt þennan heim á svo stuttum tíma. Aðeins mán- uði á eftir pabba greindist þú með sama illvíga sjúkdóm, elsku frænka. Tæplega tveimur vikum eftir að pabbi lést var einnig kom- ið að leiðarlokum hjá þér. Það er í raun ótrúlegt til þess að hugsa hvað fjölskyldan hefur gengið í gegnum síðustu mánuði og hefur samheldni okkar og væntum- þykja orðið til þess að við stönd- um enn þéttar saman og tökumst á við sorgina í sameiningu. Þið systkinin tókuð á veikind- um ykkar með æðruleysi. Þið stóðuð saman og voruð til taks hvort fyrir annað þegar á þurfti að halda. Það hefur oft borið á góma hve samrýmd þið voruð allt frá barnæsku. Fyrir ekki svo löngu sagðir þú mér frá því hve góður pabbi hefði verið þér og hve alvarlega hann tók hlutverk sitt sem stóri bróðir. Hann leiddi þig yfir götur og vakti yfir þér í veikindum. Ekki svo að skilja að afi og amma hafi ekki sinnt for- eldrahlutverkinu sem skyldi held- ur vildi hann sjá til þess að þér liði sem best og að þú næðir þér sem fyrst af veikindum þínum. Ég veit það fyrir víst að hugur hans var sá sami á undanförnum mánuðum þegar þið börðust bæði við veikindi, hann vildi umfram allt að þú næðir bata. En sú var ekki raunin og nú fylgið þið hvort öðru til annarra heima og kannski leiðir hann þig. Allt frá því að ég man eftir mér hefur þú verið mér mjög mikil- væg. Þú hefur alltaf verið til stað- ar fyrir mig sem og aðra í fjöl- skyldunni. Þú bjóst yfir visku sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að njóta. Þú bjóst yfir ást sem þú veittir öllum þeim er stóðu þér næst og þú bjóst yfir kærleik sem þú sýndir öllum þeim sem um- gengust þig. Fyrir mér varstu svo miklu meira en bara frænka, þú varst mér sannur vinur. Eins og segir í Hávamálum þá skal maður vini sínum vinur vera og gjalda gjöf við gjöf. Ég vildi að ég gæti endurgoldið þér allt það sem þú hefur verið og gefið mér. Þegar ég var barn skrifaði ég skólaverk- efni þess efnis að ég, ásamt Boga bróður, myndi annast þig í ellinni. Mér þykir mjög leitt að geta ekki staðið við það því það hefði verið mér sannur heiður. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr, en örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár, þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Elsku fjölskylda, missir okkar er mikill en í sameiningu finnum við ljósið í myrkrinu. Elsku frænka, ég kveð að sinni, þín er sárt saknað. Marín Hallfríður. Það er tæp vika síðan pabbi var jarðaður og þá er röðin kom- in að Möggu. Það vantar alla sanngirni í þetta. Veikindasaga þeirra er lík. Greinast með stuttu millibili, fara í jafnmargar lyfja- gjafir og deyja svo með stuttu millibili. Svona á ekki að geta gerst. Það var alltaf tilhlökkun að koma í Hrísalundinn til Möggu. Hún átti alltaf kók og það fékk maður ekki svona hversdags nema hjá Möggu. Magga var allt- af tilbúin að passa okkur og stundum fengum við að gista hjá henni. Ég man eftir einu skipti þar sem við gistum hjá henni. Ég og Mæja vöknuðum snemma á laugardagsmorgni til þess að horfa á barnaefnið. Það fór ekki betur en svo að ég hellti slatta af djús í nýja ljósa gólfteppið. Hún varð alveg brjáluð en sú reiði var fljót að renna af henni. Í mínum huga hefur Magga alltaf verið vara-mamma. Ég sá alltaf fyrir mér þegar ég var yngri að ef eitthvað kæmi fyrir pabba og mömmu þá myndi Magga alltaf koma í þeirra stað. Ég var svo heppinn að Magga kenndi mér íslensku í einn vetur. Ég held að betri kennari sé ekki til. Hún vissi alveg upp á tíu hvað hún var að kenna og svo var skipulagið svo gott hjá henni. Hún var alltaf tilbúin til þess að hjálpa ef maður var í einhverjum vandræðum með verkefni, bæði áður en hún kenndi mér og eftir. Það var erfitt að sjá á eftir henni þegar hún flutti suður en ég var alltaf velkominn til hennar og Jóns svo að því leyti breytti það engu. Ég var svo heppinn að fá að taka þátt í að brasa í bíla- sölum og kaupum og að fá að mála íbúðina í Austurgerðinu og fyrir það er ég mjög þakklátur. Við Magga vorum ekki alltaf að hringja hvort í annað en við vissum bæði alltaf hvort af öðru og ef okkur vantaði eitthvað var það bara eitt símtal og málið leyst. Eftir á að hyggja hefðu símtölin mátt vera fleiri, bara til að tala um veðrið eða eitthvað svoleiðis. Núna eruð þið systkinin sam- an og ég veit að ykkur líður bet- ur. Þið eigið eftir að fylgjast með okkur hinum og hlæja að öllu sem við erum að klúðra. Ég skal gera eins og ég get til þess að við sem eftir erum stöndum saman og gerum hluti saman. Erfiðir tímar eru hjá okkur í þessari litlu fjölskyldu. Við mun- um komast í gegnum þessa erf- iðu tíma með því að standa sam- an og hugsa vel hvert um annað. Kveðja, Bogi Rúnar. Magnea Hrönn Stefánsdóttir er látin, rétt rúmlega fimmtug að aldri eftir stutta og harða bar- áttu við krabbamein. Nánast þessar sömu línur skrifaði ég fyr- ir tæpri viku um Ragnar bróður hennar og tengdaföður minn, en hans veikindi drógu hann einnig til dauða á aðeins örfáum vikum. Þau systkini, Magga og Raggi voru samrýnd systkini enda ekki nema ár á milli þeirra í aldri. Ekki datt mér í hug að þau væru svo samrýnd að þau myndu bæði fara með tveggja vikna millibili og á sama hátt eftir aðeins nokk- urra vikna baráttu við illvígan sjúkdóm. Lífið er óútreiknanlegt og eftir þessa lífsreynslu lærir maður að meta lífið á annan hátt og meta hverja einustu stund sem maður á með fjölskyldu sinni. Magnea var yndisleg mann- eskja, hjartahlý og góð. Hún var frábær einstaklingur sem hugs- aði vel um sína nánustu. Sem dæmi um hve frábær hún var, þá kom hún sérferð til Berlínar í júní 2010, þar sem við Marín og Kári bjuggum, í þeim tilgangi að vera samferða Marín og Kára litla, þá nýfæddur, til Íslands. Ég var önnum kafinn í námi mínu og Marín vantaði ferðafélaga til Ís- lands. Magga var meira en til í að stökkva til Berlínar til að fylgja þeim mæðginum heim til Íslands. Magga var einnig alltaf á vakt- inni þegar við Marín vorum að keyra á milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar og fengum við alltaf ein til tvenn sms-skilaboð frá henni þar sem hún spurði okkur hvar við værum og hvernig gengi. Ég keyrði suður frá Akureyri um síðustu helgi og ég uppgötvaði þegar ég kom heim að ég hafði ekki fengið neitt sms sent frá Möggu. Ekki datt mér í hug þann 22. desember sl. að það yrði síðasti fundur okkar Möggu. Ég keyrði hana á flugvöllinn á Akureyri rétt eftir að hún kvaddi bróður sinn hinstu kveðju. Á þeim tíma var hún ennþá hress og þrótt- mikil og talaði um lífið og til- veruna af mikilli yfirvegun og visku. Sú minning sem ég á um Möggu er mér dýrmæt og geymi ég hana sem fjársjóð í huga mín- um. Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína allt sem þú gafst af þinni heitu sál. Lengi skal kær þín milda minning skína merlar hún geislum dauðans varpa á. (Matthías Jochumsson) Elsku Jón, Stebbi tengdaafi og Mæja tengdaamma, missir ykkar er mikill og megi guð gefa ykkur styrk, mátt og þrótt á erf- iðum tímum. Kolbeinn Friðriksson. Við Magga höfum verið vin- konur frá 7 ára aldri. Það er því bæði erfitt og óraunverulegt að skrifa minningargrein um hana og vera jafnframt nýkomin frá útför bróður hennar, Ragga, sem var árinu eldri. Þá byrði að missa tvö börn sín á sama tíma og bæði systkini sín ætti ekki að leggja á nokkurn mann. Þau systkinin háðu mjög snarpa baráttu við krabbamein sem greindist því miður alltof seint hjá þeim báð- um nú fyrri hluta vetrar. Fyrir aðeins fjórum mánuðum eða í byrjun september gengum við Magga rösklega saman 7 km til styrktar félagsskapnum Göngum saman sem styrkir rannsóknir á brjóstakrabbameini. Magga blés varla úr nös en sagði mér frá ný- legum bakverkjum og hóstak- jöltri sem reyndust vera fyrstu einkenni á hennar útbreidda krabbameini sem engan óraði fyrir á þessum tíma – kannski sem betur fer fyrst það var orðið ólæknandi. Frá því að krabba- meinið síðan greindist liðu ekki nema um 7 vikur þar til hún var öll. Í veikindum Möggu komu svo glögglega í ljós hinir miklu mannkostir hennar sem fólust m.a. í trygglyndi, raunsæi, já- kvæðni og seiglu. Hún bar mikla umhyggju fyrir Ragga og fjöl- skyldu í hans baráttu, þótt ljóst væri að veikindi hennar sjálfar væru ekki síður alvarleg. Og þrátt fyrir að vera orðin mjög veik þá flaug hún norður skömmu fyrir jól til að geta kvatt Ragga á dánarbeði hans og var sá tími þeim mjög dýrmætur. Hún sagði Ragga oft hafa talað í sig kjark og efast ég ekki um að það hefur verið gagnkvæmt. Mér er minnisstætt þegar hún sagði stuttu eftir að hún greindist að þau systkinin hefðu nú alltaf ver- ið samrýmd, en þetta væri nú orðið einum of langt gengið. Svo bætti hún við ákveðin að þau tækju Grófargilsþráann á þetta og brosti út í annað eins og hún gerði svo oft. Þau systkinin sýndu alveg ótrúlegan styrk og kjark í sínum veikindum og þessi samheldna fjölskylda öll. Magga var svo raunsæ en þó bjartsýn og beitti gamla húmornum óspart. Hún talaði um að ef allt færi á versta veg þá yrðu þetta hennar síðustu jól, en jafnframt bætti hún við að hún vonaði auðvitað að þau yrðu mun fleiri. Það var hún sem greip í mína hönd til hug- hreystingar þegar ég gat ekki haldið aftur af tárunum en sjálf sýndi hún ætíð mikla sjálfs- stjórn. Magga var farsæl. Hún var kennari af guðs náð og sinnti því starfi af miklum áhuga, alúð og samviskusemi. Á tuttugu ára stúdentsafmælinu um miðjan júní 1998 urðu straumhvörf í lífi Möggu þegar þau Jón urðu ást- fangin sem varð til þess að hún fluttist til Reykjavíkur í ársbyrj- un 1999. Með tímanum reyndust dætur Jóns henni sem bestu dætur og þá sérstaklega nú þeg- ar á reyndi. Það var Möggu mjög mikils virði að fá að verða amma þegar Kristín eldri dóttir Jóns eignaðist son fyrir tveimur árum. Hlýrri og yndislegri amma hefur verið vandfundin. Ég mun minnast Möggu sem ljúfrar, hjálpsamrar vinkonu með stálminni og var það mann- bætandi að fá að umgangast hana. Ég votta ástvinum hennar öllum, og þá einkum Jóni og for- eldrum hennar, mína dýpstu samúð. Herdís Herbertsdóttir. Í Gagnfræðaskóla Akureyrar mættust unglingar frá barna- skólum bæjarins. Þar hitti ég Möggu. Dökkhærð, grönn og glaðvær, með stór gleraugu, snör í hreyfingum og talaði hratt. Við vorum í sama bekk í MA og hún varð mín besta vinkona. Við vor- um inni á gafli á heimilunum hvor hjá annarri. Það var nota- legt að koma í Einilundinn, þar sem alltaf var opið fyrir vini. Eft- ir stúdentspróf fluttum við til Reykjavíkur. Magga fór í Kenn- araháskólann og við leigðum saman íbúð, lengst af á Eiríks- götu. Á þessum árum var sjaldan önnur okkar nefnd án hinnar. Það voru Magga og Erla. Það var gott að búa með Möggu og allt á hreinu í samskiptum. Á sumrin var unnið, Magga í kjörbúðinni við Byggðaveg. Við fórum í tvígang í „inter-rail“ og vorum annars á eilífu helgar- flakki. Ættræknar sem við vor- um var farið í heimsóknir í Mý- vatnssveit, Húsavík og Skagafjörð. Menntaskólaárin og árin við nám í Reykjavík voru yndislegur tími. Við vorum sam- an um að hleypa heimdraganum, þroskast úr unglingsstelpum í fullorðnar, sjálfstæðar konur að skipuleggja framtíðina og með framtíðina fyrir sér. Eftir nám flutti Magga til Akureyrar og hóf kennslu en ég fór til náms í Nor- egi og ílentist þar. Magga var alltaf í góðu skapi. Skemmtileg, jákvæð, bjartsýn og orðheppin og sá góðu fletina í öllu og öllum. Kunni skil á at- burðum og fólki og var ljónminn- ug. Hún var röggsöm en ná- kvæm, vandvirk og samviskusöm. Gekk í hlutina og var ekki með neitt hangs. Við þurftum að flytja nokkrum sinn- um í Reykjavík áður en okkur áskotnaðist Eiríksgatan. Við vor- um svo fljótar að pakka niður, bera, pakka upp og raða, að við sögðum að aðaltíminn færi í að keyra á milli íbúða. Á 20 ára stúdentsafmælinu 1998 gat ég ekki verið með. Við töluðumst við skömmu síðar. Hún að segja frá öllu gamninu og sögum af fólkinu. Varð tíðrætt um Jón Hösk. Hér voru greini- lega hlutir í gangi og upp frá því voru það Magga og Jón og ham- ingjusöm sambúð. Þótt langt væri á milli okkar Möggu síðasta aldarfjórunginn þá stóð okkar vinskapur það af sér. Þegar við hittumst töluðum við hvor í kapp við aðra. Náðum upp þræðinum og hlógum mikið. Eftir að Magga greindist með krabbamein áttum við nokkur símtöl, þar sem við ræddum veikindi hennar og bróður henn- ar Ragga og það mikla álag sem á fjölskyldunni hvíldi. Í þessu sem öðru var Magga sterk, traust, bjartsýn og raunsæ. Ég mun minnast Möggu eins og hún var síðast er við hittumst og áður en veikindin sóttu að henni og fjölskyldu hennar. Við mæltum okkur mót á kaffihúsi í Reykjavík. Ég sat við gluggann og sá hana koma gangandi. Hún var hraðskreið, glerfín og glæsi- leg, með bros á vör. Eiginlega ekki deginum eldri en þegar ég sá hana fyrst í Gagganum. Ég er þakklát fyrir okkar vináttu gegn- um 40 ár og að ég skyldi ná heim til Íslands, hitta hana og hennar nánustu og fylgja henni síðasta spölinn. Magga var einfaldlega ein af þeim sem gerðu heiminn og tilveruna bjartari og betri. Ég votta Jóni og dætrum hans, foreldrum hennar, Mæju og Stebba, Stebba og Láru, Söllu, „litlu Mæju“ og Boga mína dýpstu samúð. Erla Hrönn Jónsdóttir. Það er undarlegt að hugsa sér lífið án Magneu, við höfum verið vinir í 30 ár. Vinskapurinn hófst þegar við vorum öll að kenna á Akureyri og á þeim tíma hitt- umst við nánast daglega og bröll- uðum eitthvað saman. Magnea gegndi ýmsum mikilvægum og ábyrgðarmiklum störfum fyrir kennarastéttina og var mjög um- hugað um hag bæði nemenda og kennara. Ef við hefðum ekki ver- ið kennarar sjálf þá hefði okkur líklega verið ókunnugt um þessi störf hennar því aldrei talaði hún um þau. Það kom hins vegar stundum fyrir að hún þurfti að „fara núna og þjóta annað“ en ekki var gert meira mál úr því. Nákvæmni, skipulag, hógværð og traust voru aðalsmerki Magn- eu. Frásagnir hennar voru að okkar mati stundum óþarflega nákvæmar en þegar upp var staðið þá vissum við jú allt um viðkomandi mál, frá a – ö. Á 20 ára stúdentsafmælinu sínu árið 1998 hitti hún drauma- prinsinn sinn hann Jón. Síðan þá hafa þau dansað saman eins og þau hafi verið búin að æfa sig ár- um saman. Þau smellpössuðu hvort við annað, voru samrýmd og höfðu svipaðan lífsstíl. Til að við vinirnir hittumst nógu oft og reglulega, var dreifbýlis- og mat- arklúbburinn Staur stofnaður fyrir nokkrum árum. Eins og Magneu var von og vísa hélt hún nákvæma skrá yfir viðburði klúbbsins og kom það sér oft virkilega vel fyrir okkur hin. Oft- ar en ekki kom hún færandi hendi í Staur með heimagerð listaverk í formi handklæða, dúka, servíettuhringja, flösku- skrauts o.fl. Allt þetta og ótelj- andi aðrar minningar um þessa einstöku og heilsteyptu vinkonu eiga eftir að ylja okkur um ókom- in ár. Elsku Jón, Kristín, Gurrý, Stebbi, Marín, Stefán og aðrir aðstandendur. Megið þið öðlast styrk til að takast á við þá miklu sorg sem þið upplifið nú. Blessuð sé minning Magneu Hrannar Stefánsdóttur og bróður hennar Ragnars Sigurbjörns Stefáns- sonar. Kristín, Ólafur og Þorbjörg. Magnea var dugnaðarforkur og hafði yndi af því að taka til hendinni. Að því komst ég fljót- lega eftir að ég kynntist henni en það var í Glerárskóla haustið 1986. Það var ekki ónýtt fyrir ný- útskrifaðan kennara að fá að kenna við hennar hlið. Hún leið- beindi af alúð, var alltaf til í að reyna nýja hluti, naut sín í að skipuleggja og koma hlutum í framkvæmd. Þrátt fyrir að Magnea fæddi ekki sjálf börn í þennan heim þá átti hún þau mörg. Bræðrabörn- in hennar þau Bogi og Maja voru henni mikilvæg og börnum vin- kvenna sinna fylgdist hún með af einlægum áhuga. Þarna á meðal voru börnin mín þrjú sem hún fylgdi svo að segja hvert skref fyrstu árin þeirra. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa til og var undantekningarlaust mætt ef hún taldi að við þyrftum aðstoð. Þannig var það einmitt sumarið 1998 þegar við Siggi stóðum í stórræðum við að gera húsið okkar í Borgarsíðunni íbúðar- hæft. Magnea mætti tilbúin í slaginn. Hún gaf sér nú samt tíma frá málningarvinnunni og fór og hitti samstúdenta sína úr MA því verið var að fagna tutt- ugu ára stúdentsafmæli. Daginn eftir mætti hún aftur galvösk í málningarvinnunna en það var ekki eingöngu spenningurinn yf- ir ómáluðum veggjunum sem blikaði í augum hennar þá. Hún hafði nefnilega hitt hann Jón og hálfu ári síðar flutti hún til hans suður yfir heiðar. Jón á tvær dætur sem Magnea tók opnum örmum, þær Kristínu og Guðríði. Hún fékk líka að upplifa ömmu- hlutverkið þegar Kristín eignað- ist son árið 2010 og hún naut þess að segja frá ömmustráknum sínum þegar hún heimsótti okkur í sumar. Nú er komið að kveðjustund og fjölskyldan í Borgarsíðu 9 þakkar það að hafa kynnst henni Magneu og fengið að njóta vin- áttu hennar og hjálpsemi, það er ómetanlegt. Innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldu og vina Magneu. Blessuð sé minning hennar. Elín Elísabet Magnúsdóttir. Það er undarlegt að hugsa sér lífið án Magneu, við höfum verið vinir í 30 ár. Vinskapurinn hófst þegar við vorum öll að kenna á Akureyri og á þeim tíma hitt- umst við nánast daglega og bröll- uðum eitthvað saman. Magnea gegndi ýmsum mikilvægum og ábyrgðarmiklum störfum fyrir kennarastéttina og var mjög um- hugað um hag bæði nemenda og kennara. Ef við hefðum ekki ver- ið kennarar sjálf þá hefði okkur líklega verið ókunnugt um þessi störf hennar því aldrei talaði hún um þau. Það kom hins vegar stundum fyrir að hún þurfti að „fara núna og þjóta annað“ en ekki var gert meira mál úr því. Nákvæmni, skipulag, hógværð og traust voru aðalsmerki Magn- eu. Frásagnir hennar voru að okkar mati stundum óþarflega nákvæmar en þegar upp var staðið þá vissum við jú allt um viðkomandi mál, frá a-ö. Á 20 ára stúdentsafmælinu sínu árið 1998 hitti hún drauma- prinsinn sinn hann Jón. Síðan þá hafa þau dansað saman eins og þau hafi verið búin að æfa sig ár- um saman. Þau smellpössuðu hvort við annað, voru samrýmd og höfðu svipaðan lífsstíl. Til að við vinirnir hittumst nógu oft og reglulega, var dreifbýlis- og mat- arklúbburinn Staur stofnaður fyrir nokkrum árum. Eins og Magneu var von og vísa hélt hún nákvæma skrá yfir viðburði klúbbsins og kom það sér oft virkilega vel fyrir okkur hin. Oft- ar en ekki kom hún færandi hendi í Staur með heimagerð listaverk í formi handklæða, dúka, servíettuhringja, flösku- skrauts o.fl. Allt þetta ásamt óteljandi öðrum minningum um þessa einstöku og heilsteyptu vinkonu á eftir að ylja okkur um ókomin ár. Elsku Jón, Kristín, Gurrý, Stebbi, Marín, Stefán og aðrir aðstandendur. Megið þið öðlast styrk til að takast á við þá miklu sorg sem þið upplifið nú. Blessuð sé minning Magneu Hrannar Stefánsdóttur og bróður hennar Ragnars Sigurbjörns Stefáns- sonar. Kristín, Ólafur og Þorbjörg. Mig langar með nokkrum orð- um að minnast vinkonu minnar Magneu Hrannar, sem látin er langt um aldur fram. Ég kallaði hana „Valsvinkonu“ mína, því við kynntumst í gegnum störf eig- inmanna okkar fyrir Knatt- spyrnufélagið Val. Ég hitti Magneu fyrst í boði sem hún og Jón héldu á heimili sínu fyrir þáverandi unglingaráð Vals fyrir nokkrum árum. „Þú hlýtur að vera ættuð úr Skaga- firði, þú ert svo lík Ingu mág- SJÁ SÍÐU 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.