Morgunblaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2012
Á aðfangadagskvöld hvarf úr
jarðneskri vist einn af mínum
elstu og bestu vinum. Kynni
okkar hófust einn vormánuð fyr-
ir 35 árum en þá var ég nýflutt-
ur í Árbæjarhverfið. Frá upp-
hafi var ljóst að Jón Ellert var
leiðtogi. Enginn var fljótari að
sjá möguleika og tækifæri og
ekki síst var hann maður sem
þorði og framkvæmdi. Hann var
afar fljótur að hugsa og fram-
kvæma, kannski of fljótur, geta
sumir sagt, en þannig var bara
Jón Ellert.
Hann var afar hjartahlýr
maður sem hugsaði vel um fjöl-
skyldu sína, foreldra, ömmu, afa
og systkini. Hann var líka afar
barngóður og alltaf spurði hann
reglulega um það hvernig börn-
um manns liði og hvað þau væru
að gera og mat maður það mik-
ils. Alltaf var mikið líf og fjör í
kringum Jón Ellert. Við sem
höfum fylgt honum allan þennan
tíma getum sagt frá hafsjó af
sögum um eftirminnilegar ferðir
sem við fórum í þar sem Jón
Jón Ellert
Tryggvason
✝ Jón EllertTryggvason
fæddist í Reykjavík
29. júlí 1967. Hann
varð bráðkvaddur
að kveldi að-
fangadags, 24. des-
ember 2011.
Útför Jóns Ell-
erts fór fram frá
Árbæjarkirkju 4.
janúar 2012.
Ellert var skip-
stjórinn og passaði
vel upp á að öðrum
í áhöfninni liði vel.
Svo kallað Timor
Sol tímabil er
greypt í minni
þeirra sem það
upplifðu. Hægt er
að nefna tvítugsaf-
mælið hans sem
byrjaði í Hraun-
bænum á laugar-
dagskvöldi, þaðan í Sjallann á
Akureyri með einkaflugvél og
endaði seint á sunnudagskvöldi
á Gauknum með viðkomu á
Holtinu fyrr um kvöldið. Fót-
boltaferðir, einkastúkur á Old
Trafford þar sem kalla þurfti til
aukaþjóna til að þjónusta glaða
Íslendinga. Svona var Jón Ell-
ert. Sögurnar er margar og
komast afar fáir eða nokkrir Ís-
lendingar nálægt Jóni Ellert á
þessu sviði.
Alltaf þegar við vorum er-
lendis kom það okkur jafnmikið
á óvart hvað hann var vel tengd-
ur í knattspyrnuheiminum. Allir
þekkja gríðarlega hæfileika
hans sem sölu- og markaðs-
manns og hafa margir notið
góðs af þeim eiginleikum hans
og þá sérstaklega íþróttafélagið
Fylkir en þar vann hann mikið
og gott starf og verður hans þar
sárlega saknað. Jón Ellert var
einfaldlega afar hæfileikaríkur
maður á mörgum sviðum.
Líf Jóns Ellert var samt ekki
alltaf dans á rósum. Það komu
tímabil í lífi hans þar sem hann
villtist út af þessum vegi sem
flestir feta. Hann fór stundum
of hratt. En vegna hjartalags
hans og sterks persónuleika
hans voru margir tilbúnir að
rétta honum hjálparhönd til að
koma sér af stað aftur. Það sýn-
ir styrk hans sem manneskju að
hann þáði slíka aðstoð og kom
sér af stað aftur og vann sig til
baka úr erfiðum aðstæðum í lífi
sínu og kom sterkur til baka.
Þegar Jón Ellert kveður þá
mun orðstír hans lifa í þeim
anda sem greint er frá í Háva-
málum en það er eitthvað sem
allir þrá en fáum hlotnast.
Við sem söknum Jóns áttum
okkur á því að okkar mannlega
litróf dofnaði við brotthvarf Jóns
Ellerts. Það er svo margt sem
ekki verður samt að Jóni Ellerti
gengnum. Þó söknuður minn og
annarra vina Jóns Ellerts sé
mikill þá liggur sorgin hjá fjöl-
skyldu Jóns Ellerts og er hugur
okkar hjá henni. Ég færi ástvin-
um Jóns Ellerts, foreldrum,
systkinum og öðrum þeim sem
eiga um sárt að binda vegna frá-
falls hans mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sigurður Jensson.
Nú þarf ég að kveðja vin
minn Jón Ellert Tryggvason,
kynni okkar hófust fyrir 31 ári.
Þá var ég nýflutt í Árbæinn og
hann hafði tekið eftir því að það
var komin ný stelpa í hverfið á
DBS hjóli og í Don Cano ano-
rakk. Hann vatt sér að mér í
Skalla, kynnti sig og spurði um
mína hagi. Upp frá þessum degi
urðum við vinir og hann kom
mér í kynni við marga krakka í
hverfinu. Leiðir okkar skildi í
nokkur ár eftir Fjölbraut í Ár-
múla en eftir að ég flutti aftur í
Árbæinn með eiginmanni mín-
um, Gunnari Steini, þá tókum
við aftur upp okkar vinasam-
band.
Jón Ellert og Gunnar Steinn
voru mjög góðir félagar og
höfðu mjög gaman að vera í fé-
lagskap hvor annars. Jón Ellert
var mjög hress, sagði skemmti-
lega frá og var snöggur með
brandarana og tilsvörin. Honum
þótti gaman að borða góðan mat
og oft urðu til matarboð hjá mér
með stuttum fyrirvara eða þau
voru vel skipulögð hjá honum í
góðum félagsskap eins og þegar
við fórum á Eagles og Pál Óskar
og sinfó.
Jón Ellert var sannkallaður
vinur vina sinna og ef maður
gerði honum greiða þá fékk
maður það margfalt borgað til
baka. Ég veit að ég mun sakna
hans verulega og það mun eng-
inn getað fetað í hans fótspor.
Ég mun sakna þess að fá ekki
símhringingu frá honum sem
segir: „Já, er það Guðbjörg
Kristín Pálsdóttir?“ Og Gunnar
Steinn mun sakna hringinganna
á sunnudögum með sögum um
það sem Jón Ellert gerði þá
helgina eða hann var að kalla út-
kall til að horfa á leikinn.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum mínum þakka Jón Ellert
fyrir allar okkar yndislegu
stundir og góðan vinskap. Við
munum sakna hans í félagsstörf-
unum hjá Fylki og í Sjálfstæð-
isfélaginu í Árbæ. Ég sendi mín-
ar dýpstu samúðarkveðjur til
allra aðstandenda og megi Guð
styrkja ykkur í ykkar sorg.
Kær kveðja
Guðbjörg Kristín Pálsdóttir.
Fallinn er frá góður vinur
langt um aldur fram. Ég kynnt-
ist Jóni Ellert þegar leiðir okkar
lágu saman í störfum fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn fyrir rúmum ára-
tug. Hann var einstaklega
áhugasamur og ósérhlífinn í öll-
um þeim störfum sem hann tók
sér fyrir hendur. „Ekkert mál“
var viðkvæðið þegar hann var
beðinn um að taka að sér ákveð-
in verkefni. Jón Ellert vildi
ávallt öllum gott gera, aðstoða
og hjálpa þeim sem leituðu til
hans, ekki einungis í orðum
heldur með athöfnum. Það var
gott að eiga Jón Ellert sem vin
og stuðningsmann.
Það var ávallt létt yfir honum
og glaðværðin og gáskinn skein
úr augunum í allri umræðu sem
hann tók þátt í. Í hans huga
voru vandamálin og viðfangsefn-
in einungis til að leysa þau en
ekki til að vera með eitthvert
svartsýnisraus.
0Þegar upp komu mál, sem
þurfti að takast á við í flokks-
starfinu, hringdi hann gjarnan
og spurði „Hvað get ég gert?“.
Jón Ellert var einkennandi fyrir
þann hóp í flokksstarfinu sem
gjarnan er kallaður „grasrótin“ ,
sem á mikinn þátt í að stjórn-
málaflokkar nái árangri í störf-
um sínum. Hann sat í stjórn fé-
lags sjálfstæðismanna í Árbæ
þegar hann féll frá.
Á vettvangi íþróttanna lét
Jón Ellert mikið að sér kveða.
Hann lék handbolta og knatt-
spyrnu með Fylki á sínum yngri
árum og var einn ötulasti stuðn-
ingsmaður Fylkis. Utan land-
steinanna hafði hann sterk
tengsl við knattspyrnufélagið
Liverpool og var meðal annars
góður vinur Ian Rush. Þau
tengsl nýtti hann vel í þágu ís-
lenskrar knattspyrnu.
Jón Ellert var sannkallaður
gleðigjafi og hans er nú sárt
saknað. Guð blessi minningu
þessa góða drengs.
Ég sendi fjölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Kæri frændi, Jón Ellert
Tryggvason, mikið sakna ég
þess að ekki er hægt að hringja
í þig, kæri frændi. Jón Ellert
var ávallt mikill orkubolti á sín-
um yngri árum. Sem smápatti
vildi hann að allir væru til í að
leika við hann. Ef maður lá
slappur í bæli eftir brölt nætur-
innar, þá kom Jón Ellert vopn-
aður skójárni og bankaði í ilj-
arnar á manni. Þá var kominn
tími til að leika. Frænda var
ýmislegt til listalagt varðandi
talfærin, hann gat sannfært
mann eða talað mann í kaf, en
hjartað var lítið. Á aðfangadags-
kvöldi jóla, um það bil þegar
messan var að byrja í öllum
kirkjum landsins og á gufunni
kemur jólabarnið til dyra, sem
hlakkaði alltaf til jólana. Við
frændur fögnum hvor öðrum
með: Gleðileg jól. Stutt frá úti-
dyrahurð heimilis Jóns segir
hann við mig: Ég get ekki meir,
ég get ekki meir, og hnígur nið-
ur. Við frændurnir vorum sam-
an, þegar minn kæri frændi
missti meðvitund.
Jesús mælti: Ég er upprisan
og lífið. Sá sem trúir á mig, mun
lifa, þótt hann deyi. (Jóh.11,25.)
Ég trúi því að afarnir tveir
hafi tekið á móti þér, Jón minn,
nafni þinn og nafni minn. Vertu
blessaður frændi, við sjáumst
seinna.
Ég votta öllum aðstandendum
mína dýpstu samúð og þakka
allan góðan samhug. Guð blessi
okkur öll.
Ásgeir Ásgeirsson.
Til minningar um elsku
Lindu frænku, sem lést þann
27. desember sl. langt fyrir ald-
ur fram, aðeins 45 ára gömul.
23. október 2011. Við fjöl-
skyldan vorum á ferðalagi fyrir
sunnan og að sjálfsögðu var
rennt suður með sjó og kíkt í
heimsókn til Lindu frænku.
Vorum við varla komin inn fyrir
dyrnar þegar þú varst búin að
bjóða okkur í mat, þú hafðir
verið með læri í kvöldmatinn og
það væri nóg til. Vildum við nú
bara þiggja svo sem einn kaffi-
bolla hjá þér en þá var byrjað
að tína kex, osta og fleira á
borðið, já gestrisnin var ætíð í
fyrirrúmi hjá þér. Er við föðm-
uðumst og kysstumst bless síð-
ar um kvöldið óraði mann ekki
fyrir því að þetta væri síðasta
heimsókn okkar til þín í Kross-
holtið.
Það er margs að minnast og
þakka fyrir, það var alltaf sjálf-
sagður hlutur að koma og gista
hjá ykkur Kidda þegar við vor-
um að fara til útlanda t.d.,
hvort sem það vorum við fjöl-
skyldan eða tengdafólk mitt, þá
var okkur alltaf velkomið að
gista, og er það ekki að ástæðu-
lausu að maður var farinn að
kalla heimilið þitt „Hótel
Linda“.
Ein heimsóknin er nú mjög
Berglind María
Karlsdóttir
✝ Berglind MaríaKarlsdóttir
fæddist á Húsavík
24. júlí 1966. Hún
lést í faðmi fjöl-
skyldu sinnar á
Landspítala-
Háskólasjúkrahúsi
í Fossvogi 27. des-
ember 2011.
Útför Berglindar
fór fram frá Kefla-
víkurkirkju 4. jan-
úar 2012.
svo minnisstæð og
áttum við mikið
eftir að hlæja að
því kvöldi, en það
var þegar við Erla
systir og fjölskyld-
ur gistum hjá ykk-
ur fyrir eina utan-
landsferðina.
Komum við inn
með einhverjum
fíflalátum eins og
okkur er einum
lagið og stóð
Bangsa, hundinum ykkar, ekki
á sama. Fór ég að djöflast í
honum og endaði það þannig að
hann varð svo hræddur að hann
meig í stofusófann ykkar.
Heyrðist þá í þér Linda „Guð,
hvað gerðirðu hundinum eigin-
lega? Hann hefur aldrei látið
svona áður“.
Var mikið hlegið að þessu og
alltaf er við rifjum þetta upp.
Tók Bangsi mig ekki í sátt aft-
ur fyrr en eftir þó nokkrar
sáttaviðræður og ýmiskonar
góðgæti sem ég mátti láta eftir.
Það er stutt á milli sorga,
einungis eru fimm ár síðan
Kalli heitinn, faðir þinn og móð-
urbróðir minn, var jarðsunginn.
Hver hefði trúað því að þú
ættir eftir að hitta hann á ný
eftir svo skamman tíma? Eitt er
víst að hann mun taka vel á
móti þér.
Vil ég ljúka þessari grein
með sömu orðum og þú skrif-
aðir til föður þíns:
„Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki
með tárum, hugsið ekki um dauðann
með harmi eða ótta.
Ég er svo nærri, að hvert eitt tár
ykkar snertir mig og kvelur, þótt lát-
inn mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug, lyftist sál mín upp í
mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem
lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek
þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“
(Kahlil Gibran.)
Elsku Kiddi, Bára, Fanney,
Arna, Hörður og aðrir aðstand-
endur, við sendum ykkur inni-
legar samúðarkveðjur og megi
Guð veita ykkur styrk á þessum
erfiðu tímum.
Sveinn V. Hreinsson
og fjölskylda.
Það er hækkandi sól,
liðin eru jól,
frænka mín kveður,
í örmum Jesú sefur.
(Brynja frænka)
Það nístir hjartað að kveðja
unga frænku mína svo fljótt. Í
mínum huga var hún algjör
hetja því aldrei kvartaði hún
eða bar veikindi sín á borð
þrátt fyrir að hafa verið með
sykursýki frá unga aldri og ég
veit að hún var sko enginn eft-
irbátur fullfrískrar manneskju í
vinnu enda komin af dugnaðar-
fólki og hafði þó þau skilaboð að
hlífa sér. Við frænkurnar vor-
um ekki í miklu sambandi en
það er þessi kærleiksstrengur
sem tengir ætt okkar saman
sem finnst á mannamótum í
faðmlögum og hressilegu knúsi
sem fullvissar mann um vænt-
umþykjuna hvors til annars og
alltaf átti Linda frænka fallegt
bros handa manni og yfirleitt
stutt í hlátur.
Ég er þakklát Báru frænku
fyrir að hafa leyft mér að
kveðja hana, það var ekki auð-
velt en gott.
Elsku Kristinn, Bára, Fann-
ey og Arna. Bára frænka, Elli,
Arna og fjölskylda og Hörður
frændi og fjölskylda. Vinir ykk-
ar og ættingjar.
Ég bið Guð að umvefja ykkur
öll og gefa ykkur styrk á þess-
ari erfiðu stundu. Þess bið ég í
Jesú nafni, Amen.
Brynja frænka
og fjölskylda.
Elsku Linda.
Orð fá ekki lýst því hversu
óraunveruleg tilfinningin er að
vita að þú sért farin, farin frá
öllu sem þú elskaðir svo heitt,
manninum þínum, honum
Kidda, stelpunum þínum, Báru,
Fanneyju og Örnu, og öllum
vinum þínum og fjölskyldu.
Þú varst alltaf svo hress og
skemmtileg, og tókst alltaf þátt
í öllu. Þú fórst í allar fótbolta-
ferðir með dætrum þínum og ég
tala fyrir hönd allra sem fengu
að vera svo heppnar að upplifa
fótboltaferð með þér, að þú
varst alltaf skemmtilegasti og
eftirsóttasti farastjórinn, enda
vantaði aldrei húmorinn og
gleðina hjá þér.
Allan grunnskólaaldurinn
minn var heimilið ykkar Kidda
heimili númer 2 hjá mér. Þrátt
fyrir að ég og Arna áttum það
til að vera rosalegir villingar og
hlýða sem fæstu á yngri árum,
þá varstu alltaf tilbúin að leyfa
okkur að gista og fara allt sam-
an þótt þú vissir að það þýddi
að þú fengir kannski lítið að
slaka á og sofa þær nætur.
Lífið getur verið svo ósann-
gjarnt og erfitt er að skilja af
hverju svona frábær manneskja
eins og þú skyldi þurfa að fara
svona alltof snemma! Guð hefur
greinilega haft mikla þörf fyrir
þig þarna uppi, enda fáir jafn
duglegir og þú. Eina huggunin
sem hægt er að styðja sig við á
þessum erfiðu tímum er að vita
að nú ertu komin á betri stað,
stað þar sem þú þarft ekki að
hafa áhyggjur og finna til. Ég
veit þú fylgist með okkur að of-
an og ert stolt af fjölskyldunni
þinni, þau hafa öll staðið sig
eins og hetjur á þessum sorg-
artímum.
Ég er rosalega þakklát fyrir
allar yndislegu samverustund-
irnar. Þú varst svo frábær og
skemmtileg manneskja. Þín
verður sárt saknað.
Elsku Kiddi, Bára, Fanney,
Arna og fjölskylda, megi guð
vera með ykkur og gefa ykkur
styrk í þessari miklu sorg.
Hvíldu í friði, elsku Linda,
minning þín mun lifa í hjarta
mínu um ókomna tíð.
Birna Helga Jóhannesdóttir.
Þegar heiður-
skonan Pálína Jóns-
dóttir er kvödd
hinztu kveðju leitar hugur til horf-
inna stunda sem enn merla skært í
minningunni. Hversu dýrmætt
var að eiga þessa harðgreindu
málafylgjukonu að fyrir þann sem
þurfti framar öðru á atfylgi og
trúnaði samferðafólks að halda.
Þar var hún Pálína í fremstu röð,
henni mátti alltaf treysta, hún átti
glögga dómgreind, hún var hrein-
skilin og hispurslaus í tali, ein-
lægni hennar í öllum málum var
yfir allan efa hafin.
Mikið var gott að heimsækja
þau hjónin, Guðmund og hana á
árum áður, setjast að veizluborði
hennar og eiga við þau orðaskipti
um hvaðeina sem máli skipti, finna
hlýhug þeirra og hlýða á hiklausar
skoðanir þeirra, þar sem einurðin
var augljós, þar sem mál höfðu
verið hugsuð og rædd og ekkert
undan dregið í hreinskiptni. Fjöl-
mörg símtöl og skemmtileg áttum
við Guðmundur, en minn trausti
vinur Guðmundur hvarf alltof
fljótt af heimi hér, en áfram hélt
Pálína ótrauð í hverju einu.
Hún Pálína var mikil fé-
Pálína Jónsdóttir
✝ Pálína fæddistá Folafæti í Ísa-
fjarðarsýslu 27.
júní 1925. Hún lést
19. desember 2011.
Pálína var jarð-
sungin frá Seyð-
isfjarðarkirkju 30.
desember 2011
lagsvera, hafði unun
af samskiptum við
fólk, glaðsinna og
skemmtileg, söngvin
var hún og þess naut
kórastarf á Seyðis-
firði, þar sem hún
tók þátt af lífi og sál,
en fyrst og síðast var
hún mikil dugnaðar-
kona heima sem
heiman, það munaði
heldur betur um
handtökin hennar, myndvirk og
kappsöm í senn.
Tryggð hennar við sameigin-
legan málstað var fölskvalaus, hún
vildi svo sannarlega sjá betri og
vinhlýrri veröld þar sem jöfnuður
og friður ættu umfram allt athvarf
sitt. En vináttu hennar var þó dýr-
mætast að eiga, síðast bar fundum
saman á flugvelli og enn var Pál-
ína sem alltaf áður, hressileg,
glaðleg og ljúf í senn. Félagarnir á
Seyðisfirði eiga fastan sess í þakk-
látum muna mínum og þar á hún
Pálína, þessi vestfirzka víkings-
kona, sinn mæta sess. Kveðja mín
að leiðarlokum er helguð hlýrri
þökk fyrir ljómandi samfylgd og
trausta tryggð.
Sonum hennar og öðrum að-
standendum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur, fólkið hennar
Pálínu má svo sannarlega vera
stolt af að hafa átt hana á lífsleið-
inni, Þar fór hugumprúð heilla-
kona.
Blessuð sé hin bjarta minning
Pálínu Jónsdóttur.
Helgi Seljan.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein",
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar