Morgunblaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Dagatalsbókin Konur eigaorðið allan ársins hringer nú komin út í fimmtasinn hjá bókaútgáfunni Sölku. Bókinni er ætlað að vera notadrjúg en um leið hvetjandi og í henni er að finna persónuleg inn- legg frá konum á ólíkum aldri af öllum sviðum samfélagsins. Kristín Birgisdóttir, Kría, er ritstjóri bók- arinnar en um hönnun og mynd- skreytingar sér Myrra Leifsdóttir. Persónuleg heilræði „Við fengum þá hugmynd fyrir fimm árum að gefa út fallega og persónulega dagatalsbók. Þær eru auðvitað margar til og sumar með heilræðum en þau eru þá oftast eft- ir fólk sem við þekkjum ekkert eða fólk sem er löngu komið undir græna torfu. Því sendi ég út keðjubréf með tölvupósti á allar konur sem ég hafði á mínum snærum og bað þær að áframsenda á fleiri konur. Ég bað þær að senda mér stuttar setn- ingar og það eina sem þær þurftu að hafa í huga var að þetta væri frá eigin brjósti. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og nú er þetta orðin hefð. Kon- ur vita af bókinni og ég fæ póst all- an ársins hring sem er mjög gam- an. Þegar við Myrra förum af stað vel ég síðan setningar og þá þarf kannski eitthvað að laga eða hnykkja á þeirri grunnhugsun sem liggur í orðunum. Þá upphefst smá- vinna með konunum sem er mjög skemmtilegt. Síðan þegar allar setningarnar eru komnar sendi ég þær til Myrru og hún setur andlit á þetta barn okkar, en hún hefur í þessi fimm ár séð um hönnun káp- unnar og teiknar setningarnar með sinni túlkun og notar ljósmyndir líka,“ segir Kría. Kvenlegt sjónarhorn Í ár búa um 55 konur til bókina og segir Kristín geta verið erfitt að velja úr. Það sé spennandi að hægt skuli vera að hlera stemningu hvers Skyggnst inn í ís- lensku kvensálina Konur eiga orðið allan ársins hring í dagatalsbók Sölku sem nú kemur út í fimmta sinn. Um er að ræða skipulagsbók með fjölda innleggja um lífið og til- veruna frá ólíkum konum á öllum aldri. Ritstjóri bókarinnar er Kristín Birgis- dóttir, Kría, en um hönnun og myndskreytingar sér Myrra Leifsdóttir. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Júní Frumleg útgáfa Þórhildar Þórisdóttur af Ó blessuð vertu sumarsól. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Júlí Fullkomlega hamingjusöm hjón Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar. Á vefsíðunni barnagaman.is er að finna ýmiss konar skemmtileg leik- föng, bækur og fleira skemmtilegt fyrir yngstu kynslóðina. Þessi síða er t.d. tilvalin ef þig vantar hugmynd að einhverju í afmælispakkann handa litlu frænku eða frænda. Á síðunni er t.d. hægt að panta persónulegt snuð með nafni barnsins grafið í snuðið. Hið sama má gera með bakpoka, flís- húfur og handklæði, en það getur t.d. verið gott að hafa hlutina merkta þegar barnið fer á leikskóla. Ýmiss konar falleg leikföng fást líka á barnagaman.is, þar á meðal má nefna trépúsl og þroskaleikföng. Vefsíðan barnagaman.is er rekin af AB ehf. sem er lítið fjölskyldufyrir- tæki stofnað um mitt ár 2008. Er þar lögð áhersla á persónulegar og skemmtilegar vörur fyrir börn á öll- um aldri. Vefsíðan www.barnagaman.is Leikföng Á barnagaman.is er að finna margt skemmtilegt fyrir börnin. Persónulegar gjafir fyrir börn Úrauppboð til styrkt- ar Krafti, stuðnings- félagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og að- standenda þeirra, er nú í fullum gangi og stendur til 20. janúar, en íslenski úrafram- leiðandinn JS Watch co. Reykjavík og lista- mennirnir Erró og Eggert Pétursson hafa tekið höndum saman og hannað úr. Listamennirnir skreyttu sína úraskífuna hvor á sinn hátt og sköpuðu þannig óvenjuleg listaverk. Nú er hægt að bjóða í úrin á vefsíðunni www.jswatch.com/ auction Watch co. en allur ágóði af uppboðinu rennur óskertur til Krafts Endilega … Glæsileg Úr skreytt með listaverkum. Næstkomandi sunnudag, 15. janúar, kemur konungur valsanna, Jóhannes Strauss, í heimsókn í Salinn í Kópa- vogi þegar fjölskyldutónleikaröðin Töfrahurð stendur fyrir Vínartón- leikum. Tónleikarnir hefjast klukkan 13 og eru fyrir börn og fullorðna á öll- um aldri. Vínarvalsarnir verða leiknir af Skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Össurar Geirssonar. Með hljómsveitinni koma einnig fram Gissur Páll Gissurarson tenór og Val- dís Gregory sópran. Boðið verður upp á danskennslu og konungur valsanna, Jóhannes Strauss frá Vín, mætir líka á svæðið. Nemendur í Listdansskóla Íslands dansa vínarvalsa og taka þátt í danskennslunni. Kynnar á tónleik- unum eru leikararnir Sigurþór Heim- isson og Kolbrún Anna Björnsdóttir. Fyrir tónleikana kl. 12:30 verður sprell í anddyri Salarins. Töframað- urinn Einar Mikael sýnir meðal ann- ars nokkur töfrabrögð. Eru áheyr- endur hvattir til að mæta í sínu fínasta pússi; galakjólum og smók- ing. Vínartónleikar Konungur valsanna heimsækir tónleikagesti á öllum aldri Morgunblaðið/Kristinn Hljómar Tónlistarnámskeið hafa verið haldið á vegum Töfrahurðarinnar. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Fjarðarkaup Gildir 12. - 14. janúar verð nú áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði .............. 1.598 2.198 1.598 kr. kg Svínahnakki úrb. úr kjötborði ...... 1.198 1.498 1.198 kr. kg Hamborgarar, 2x115 g ............... 396 480 396 kr. kg Fjallalambs lambasúpukj., frosið. 598 698 598 kr. kg Ísfugl frosinn kjúklingur .............. 669 784 669 kr. kg Ristorane pitsur frosnar, 335 g.... 598 698 598 kr. stk. Pepsi/pepsi max, 2 ltr................ 198 228 99 kr. ltr Hagkaup Gildir 12. - 15. janúar verð nú áður mælie. verð Holta kjúklingalundir .................. 2.238 2.798 2.238 kr. kg Íslandsnaut mínutusteik ............. 2.729 3898 2.729 kr. kg Íslandsnaut club samloka .......... 799 998 799 kr. pk. Holta eldaðar kjúklingabringur .... 2.998 3.598 2.998 kr. kg Myllu heilsubrauð ...................... 289 399 289 kr. stk. Myllu eplalengja ........................ 359 649 359 kr. stk. Myllu ostaslaufa ........................ 199 369 199 kr. stk. Urte mangóskífur, 85 g............... 599 689 599 kr. pk. Krónan Gildir 12. - 15. janúar verð nú áður mælie. verð Grísakótelettur ........................... 998 1.498 998 kr. kg Grísagúllas................................ 998 1.698 998 kr. kg Grísasnitsel ............................... 998 1.698 998 kr. kg Grísahnakki úrb. sneiðar............. 1.189 1.698 1.189 kr. kg Grísaskankar............................. 319 459 319 kr. kg Grísasíða pörusteik .................... 699 998 699 kr. kg Grísasíða Spare Ribs.................. 498 798 498 kr. kg Grísahakk ................................. 699 789 699 kr. kg Nóatún Gildir 12. - 15. janúar verð nú áður mælie. verð Grísalundir úr kjötborði............... 1.798 2.598 1.798 kr. kg Ungnauta gúllas úr kjötborði ....... 1.998 2.498 1.998 kr. kg Lamba framhr.sneiðar, kjötborð .. 1.998 2.298 1.998 kr. kg Lambalæri úr kjötborði ............... 1.498 1598 1.498 kr. kg Ungnauta hamborgari ................ 298 349 298 kr. stk. Keila m/tóm. og basil, fiskboð.... 1.498 1.698 1.498 kr. kg ÍM kjúklingabringur ferskar ......... 2.199 2.769 2.199 kr. kg McCain Superfr. krtöflur, 900 g ... 593 698 593 kr. pk. Jöklabrauð ................................ 299 399 299 kr. stk. Þín Verslun Gildir 12. - 15. janúar verð nú áður mælie. verð Fjallalamb frosin svið ................. 298 598 298 kr. kg Fjallalamb frosið súpukjöt .......... 698 998 698 kr. kg Ísfugl reykt kalkúnasteik, elduð ... 2.449 2.725 2.449 kr. kg KEA skyr vanillu, 500 g............... 285 316 570 kr. kg Hámark heilsudr. súkk., 250 ml .. 189 239 756 kr. ltr Kristall m/lime/ bláberj., 0,5 ltr .. 149 179 298 kr. ltr Jacob́s pítubrauð, 400 g ............ 279 349 698 kr. kg Brink hrískökur, 100 g ................ 155 185 1.550 kr. kg Weetabix morgunkorn, 430 g ...... 498 579 1.158 kr. kg Lambi eldhúsrúllur hvítar, 3 rúllur 439 525 439 kr. pk. Helgartilboðin Morgunblaðið/Árni Sæberg … bjóðið í úr til styrktar Krafti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.