Morgunblaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2012
Ekki fylgir sögunni
hvaða karlleikari hef-
ur verið orðaður við hlutverk
Burtons. 37
»
Strengur, diskur bassaleikarans
Tómasar R. Einarssonar sem kom
út á síðasta ári, var í síðustu viku
valinn ein af latin-plötum ársins
2011 á bandaríska tónlistarvefnum
Descarga.com sem rekinn er í New
York. Vefurinn Descarga, sem stofn-
aður var 1991, er helgaður latin-
tónlist.
Á umræddum disk er upptaka af
samnefndu verki sem frumflutt var
á Listahátíð í Reykjavík á síðasta ári
af Tómasi og slagverksleikaranum
Matthíasi MD Hemstock, en einnig
nýtti Tómas umhverfishljóð af ám,
lækjum, vötnum og hafi á ættar-
slóðum sínum. Disknum fylgir
mynddiskur.
Strengur hlaut þrjár tilnefningar
til Íslensku tónlistarverðlaunanna
sem afhent verða á næstu vikum.
Á lista Descarga.com eru margir
þekktir flytjendur latin-tónlistar, til
að mynda Los Van Van, Jerry
González og Isaac Delgado, en
Strengur er eini diskurinn sem kem-
ur frá landi utan Norður- og Suður-
Ameríku.
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Tilnefndir Tómas R. Einarsson og
Matthías MD Hemstock.
Strengur
með bestu
plötum
Valin ein af
latin-plötum ársins
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Landið þitt er ekki til. Þessi setning
ljómar í neonstöfum framan á Lista-
safni Íslands og er eitt verkanna á
sýningu Libiu Castro og Ólafs Ólafs-
son, sem verður opnuð þar annað
kvöld. Á sýningunni, sem spænsk-
íslenska listtvíeykið kallar „Í af-
byggingu“, má sjá verkin sem þau
settu upp og sýndu á Feneyjatvíær-
ingnum í fyrra, en þau voru þar
fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Eða
„fulltrúar íslenskrar myndlistar,“
eins og Ólafur segir.
Á sýningunni eru skúlptúrar og
myndbandsverk, meðal annars
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands,
tónverk Karólínu Eiríksdóttir sem
kammerkórinn Hymnodia flytur.
Það verk hefur verið sýnt víða upp á
síðkastið, meðal annars í Pompidou-
safninu í París og er það á einkasýn-
ingu þeirra í samtímalistasafninu í
Sevilla um þessar mundir. „Þar hef-
ur þetta verk vakið mikla athygli, ef
til vill vegna erfiðs efnahagsástands
á Spáni,“ segir Libia. „Á Spáni hefur
mikið verið horft til viðbragða fólks
á Íslandi við kreppunni.“
Myndbandsútgáfa af Landið þitt
er ekki til, sem þau gerðu í Fen-
eyjum, verður sýnd hér í fyrsta
skipti. Þar má sjá Ásgerði Júníus-
dóttur söngkonu syngja serenöðu
eftir Karólínu þar sem siglt er með
hana og tónlistarmenn í gondól um
síki borgarinnar. Gjörningurinn var
sýndur í beinni útsendingu á sýning-
unni á sínum tíma. Þá er einnig sýnt
hér í fyrsta sinn verkið Burtrekstur
gamalla drauga, sem er hljóðverk í
grískum vasa.
Hvort frá sínu landinu
„Við erum mjög ánægð með
hvernig tókst til í Feneyjum,“ segja
þau Libia og Ólafur þar sem þau eru
að setja upp sýninguna. „Þetta var
blanda nýrra verka og annarra sem
við höfðum unnið með lengi og tóku
á sig nýja mynd í Feneyjum.
Við sýndum verk gerð á ólíkum
stöðum þar sem við höfum starfað
og búið, Napolí, Berlín, Íslandi og
Feneyjum og verkin endurspegluðu
listsköpun okkar vel. Við komum
hvort frá sínu landinu og búum í því
þriðja, og það má sjá á sýningunni.“
Þau bæta við að í Feneyjum hafi
þau fellt verkin að húsnæðinu sem
íslenski skálinn var nú í fyrsta skipti
í, þvottahúsi gamals armensks skóla.
Afar góð aðsókn var að skálanum á
opnuninni en um kvöldið var plötu-
snúður á sviði þar fyrir utan, þar
sem er stór grasflöt, og komust
færri að en vildu. Þá var jöfn og góð
aðsókn allan sýningartímann. Mikið
hefur verið fjallað um íslenska skál-
ann, einkum í tímaritum, dagblöðum
og ljósvakamiðlum í Þýskalandi,
Hollandi og á Ítalíu.
Í Listasafninu verður seld vegleg
sýningarskrá sem kom út þegar sýn-
ing Libiu og Ólafs var opnuð í Fen-
eyjum, en þar fjallar á annan tug
höfunda um list þeirra.
Fulltrúar íslenskrar listar sýna
framlag sitt frá Feneyjum
Sýning Libiu og
Ólafs opnuð í
Listasafni Íslands
Birt með leyfi Collezione Tullio Leggeri
Íslenski skálinn Hér má sjá neon-textaverkið Landið þitt er ekki til, eftir Libiu Castro og Ólaf Ólafsson á framhlið
íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum síðasta sumar. Tugir þúsunda gesta sáu sýningu þeirra í skálanum.
Ari Bragi Kárason var kjör-inn bjartasta vonin í ís-lensku tónlistarlífi í fyrraog hann er nú í fram-
haldsnámi í trompetleik í New
York. Hann hefur verið í stöðugri
sókn síðan hann sló í gegn fyrir
fjórum árum er hann flutti með
kvintetti sínum svítu Johns Coltra-
nes „A Love Supreme“. Þar var val-
inn maður í hverju rúmi og svo var
á tónleikum kvintettsins er hann
kom á laggirnar fyrir stuttu til að
flytja tónlist einnar framsæknustu
djasssveitar New York um þessar
mundir – Kneebody. Þó fátt sé ein-
faldara á okkar tímum en að kynn-
ast nýrri tónlist gegnum netið þarf
oft einhvern sem býr í suðupott-
inum – í þessu tilviki New York – til
að hreyfa við mönnum sem eru á
kafi í daglegu amstri og fá þá til að
leika nýja tónlist. Ekki það að fé-
lagar Ara Braga séu staðnaðir gaur-
ar, þeir eru allir framsæknir skap-
andi tónlistarmenn og léku þessa
tónlist Kneebody af innlifun.
Tónlist Kneebody er í senn ein-
föld og flókin. Hún sækir í smiðju
frjálsdjassins og fjölbreyttrar rokk-
ættaðrar tónlistar frá fönki til hipp-
hopps. Laglínur eru yfirleitt ein-
faldar. Riff (eða lúpur),
síendurtekinn og gamaldags sam-
hljómur ríkjandi hjá blásurum á
stundum. Takturinn er oftar en ekki
flókinn og þarf reynda menn til að
telja rétt í. Samspilið er aðal Knee-
body frekar en einleiksspuninn.
Ari Bragi og félagar sem kalla sig
„Knémeistara“ fluttu sex verk eftir
félagana í Kneebody og hófu leikinn
á verki af fyrstu plötu þeirra frá
2005, „Never Remember“. Þetta
virtist samsafn sáraeinfaldra riffa
en leyndi á sér. Jóel blés fantagott
sóló eins og oftar þetta kvöld – ekki
síst í „Unforseen Influences“ og
„Nerd Mountain“ af nýjustu skífu
sveitarinnar, en þaðan voru öll lögin
ættuð utan það fyrsta. „Teddy
Ruxpin“ var annað lag á efnis-
skránni og einnig aukalag í styttri
búningi, en síhröðun í riffinu í lokin
byggði upp sterka spennu og áhrifa-
mikla. Áhugaverðasta tónsmíðin í
mínum eyrum var þó „No Thanke
You Mr. West“ þar sem Kjartan fór
eigin leiðir í spuna sínum eins og
jafnan.
Ari Bragi verður sífellt betri og
heitur breiður tónninn hæfir vel
spunahugmyndunum hans. Róbert
og Scott fataðist ekki í þrælerfiðum
hrynleiknum og hljómsveitin var
jafnan samstiga og sjálfstæð í túlk-
un sinni á tónlist Keenbody. Það er
ekki lítið afrek að leika þessa sam-
annjörvuðu tónlist á jafn persónu-
legan hátt og þeir fimmmenningar
gerðu á Rosenberg og verða þessir
tónleikar lengi í minnum hafðir.
Kneebody á íslensku
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Innlifun Ari Bragi Kárason, Jóel Pálsson, Kjartan Valdimarsson, Róbert Þórhallsson og Scott McLemore léku tón-
list New York-sveitarinnar Kneebody af innlifun á Rósenberg á þriðjudagskvöld.
Café Rosenberg
Knémeistarar bbbbm
Ari Bragi Kárason trompet, Jóel Pálsson
tenórsaxófón, Kjartan Valdimarsson
hljómborð, Róbert Þórhallsson rafbassa
og Scott McLemore trommur.
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST
Í afbyggingu / Under decon-
struction er heiti sýningar spænsk-
íslenska listatvíeykisins Libiu
Castro og Ólafs Ólafssonar sem
verður opnuð í Listasafni Íslands
annað kvöld. Þau Libia og Ólafur
voru fulltrúar Íslands á Feneyja-
tvíæringnum á síðasta ári og á sýn-
ingunni í Listasafninu getur að líta
verkin sem þau sýndu þar.
Listamennirnir eru sagðir kanna
ríkjandi efnahagslegar og pólitískar
áherslur á Íslandi og víðar og nota
til þess myndbandsverk, gjörninga,
hljóð og tónlist.
Á sýningunni má m.a. sjá útgáfur
verks sem Libia og Ólafur hafa unn-
ið lengi með, Landið þitt er ekki til,
og kallast það á við verkið Stjórnar-
skrá lýðveldisins Íslands. Þá verður
verkið Burtrekstur gamalla drauga
sýnt hér í fyrsta sinn.
Beita ýmsum miðlum
KANNA EFNAHAGSLEGAR OG PÓLITÍSKAR ÁHERSLUR
Libia Castro og Ólafur Ólafsson.