Morgunblaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2012
Nýtt kortatímabil
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Útsala
Undirföt,
náttfatnaður,
sundfatnaður,
sloppar o.fl.
Skoðið sýnishornin á www.laxdal.is
Sparidress -Vetrardragtir - Peysur - Blússur - Bolir
Laugavegi 63 • S: 551 4422
STÓRÚTSALA
VETRARYFIRHAFNIR Í ÚRVALI
sendir öllum velunnurum sínum bestu óskir um
gleðilegt ár ásamt innilegu þakklæti fyrir allan
stuðninginn á liðnu ári.
Greinilegt er að á erfiðum tímum er íslenska þjóðin
ein stór heild og sýnir stuðning, hver og einn eftir
bestu getu.
Guð blessi ykkur öll.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur
Samtök atvinnulífsins saka ríkis-
stjórnina um að hafa ekki efnt 24 af
36 atriðum sem samtökin hafa tekið
saman úr yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar í tengslum við gerð kjara-
samninganna. SA sendu í forsætis-
ráðherra bréf í gær þar sem fram-
gangur einstakra mála er rakinn í
töflu.
Bent er á að nú standi yfir um-
fjöllun um stöðu mála vegna
opnunarákvæða kjarasamninga þar
sem taka þarf ákvörðun um uppsögn
samninga í síðasta lagi 20. janúar.
SA telja tilgangslaust að óska eft-
ir endurnýjuðum loforðum ríkis-
stjórnarinnar vegna mála sem ekki
hafa gengið fram í samræmi við yf-
irlýsingu hennar. Nú verði það að-
eins verkin sem tala.
Farið er yfir atriði í yfirlýsingunni
sem sýna að mati SA að fjölmörg
áform ríkisstjórnarinnar hafi ekki
náð fram að ganga. „Af 36 atriðum
sem talin eru upp hafa 24 ekki verið
efnd. Afdrifaríkast er að fjárfesting-
ar í atvinnulífi og opinberar fram-
kvæmdir hafa ekki aukist eins og
lagt var upp með. Síðustu efnahags-
spár gera ráð fyrir 7,7% vexti lands-
framleiðslu á árunum 2011-2013 en
samkvæmt spá AGS frá
nóvember 2008 þegar
efnahagsáætlun
ríkisstjórn-
arinnar og
sjóðsins
hófst var
spáð 13,8%
hagvexti á þessu þriggja ára tíma-
bili. Samkvæmt þessu mun vanta
um 100 milljarða króna upp á lands-
framleiðsluna á árinu 2013 miðað við
það sem gert var ráð fyrir og þessi
munur heldur áfram að aukast ár
frá ári meðan hagvöxtur nær ekki
4%-5% á ári yfir a.m.k. þriggja ára
tímabil.
Almennt er enginn ágreiningur
um að auknar fjárfestingar í at-
vinnulífinu, sérstaklega í útflutn-
ingsgreinum, verða að draga vagn-
inn í efnahags- og atvinnumálum og
er eina raunhæfa leiðin til að
tryggja ný og arðbær störf til fram-
tíðar og eyða atvinnuleysi. Lífskjör
á Íslandi geta aðeins batnað á var-
anlegum grunni með framgangi at-
vinnulífsins. Það er atvinnulífið sem
skapar störfin og lífskjörin,“ segir í
bréfinu.
Bent er á að forsendur kjara-
samninganna um auknar fjárfest-
ingar og hagvöxt hafi ekki gengið
eftir og því aukist hætta á að þeir
valdi verðbólgu og atvinnuleysi. Þá
hafi verið settar og boðaðar nýjar og
þungar álögur á atvinnulífið.
omfr@mbl.is
Efndir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar
I. Efnahagsstefnan
Samráð um áherslur í endur-
nýjaðri ríkisfjármálastefnu var
afar takmarkað og eingöngu í
tilkynningaformi.
Engin efnahagsáætlun sem byggði
á sameiginlegum áherslum var
kynnt og aðkoma að reglulegu
endurmati og setningu nýrra
markmiða var lítil sem engin.
Ekkert samráð hefur verið haft við
aðila vinnumarkaðarins ummótun
nýrrar peningastefnu eða um
endurskoðun laga um Seðlabanka
Íslands.
II. Bætur almannatrygginga
og persónuafsláttur
Ágreiningur er við ASÍ um hækkun
bóta almannatrygginga. SA studdu
ekki þá framkvæmd sem viðhöfð
var í kjölfar samningana 5.maí en
töldu það engu að síður niðurstöðu
samninga milli ASÍ og ríkisstjórn-
arinnar og gerðu ráð fyrir að sama
framkvæmd yrði áfram á hækkun
bóta.
Persónuafsláttur hefur hækkað eins
og til stóð.
III. Starfsskilyrði atvinnulífsins
Tryggingagjald hefur lækkað eins
og til stóð.
Umræður um tilraunaverkefni
um þjónustu við atvinnuleitendur
standa yfir og hefur lítt miðað.
Frumvarp til breytinga á skattamál-
um atvinnulífsins var lagt fram á
vorþingi í bærilegri sátt en ákveðnar
breytingar í meðförum þingsins
voru ekki ásættanlegar. Önnur vinna
að skattamálum atvinnulífsins hefur
verið í gangi en hægt miðað.
Stjórnvöld hafa ekki haft samráð
við fyrirtæki og samtök þeirra um
umbætur í skattamálum.
Lagt var í átak gegn svartri
atvinnustarfsemi sem gekk vel.
Lagafrumvarp vegna misnotkunar
félaga hefur ekki séð dagsins ljós.
Engar breytingar hafa orðið á lögum
vegna réttarstöðu starfsmanna við
aðilaskipti.
Ekki hefur verið breytt lögum um
opinber innkaup né hafa stjórnvöld
gefið út tilmæli um samræmt mat á
hæfi bjóðenda.
IV. Sókn í atvinnumálum
Ekki stefnir í að hlutfall fjár-
festinga af landsframleiðslu
aukist umtalsvert hvað þá að 20%
fjárfestingarhlutfall sé líklegt til að
nást á árinu 2013.
Engin hagvaxtar- og fjárfestingará-
ætlun var lögð fram í maí.
Vegaframkvæmdir á Suðvesturlandi
með sérstakri fjármögnun hafa
verið slegnar af.
Rammaáætlun um vernd og nýtingu
orkuauðlinda hefur ekki verið lögð
fram.
Ekki hafa tekist nýir samningar um
tvö umtalsverð fjárfestingaverkefni
en þar af átti annað að vera á
Norðausturlandi.
Bein erlend fjárfesting hefur ekki
verið aukin með nýjum aðgerðum
og engar hindranir aflagðar.
Átakið „allir vinna“ var framkvæmt.
Íslandsstofu hefur ekki verið falið að
setja fram tillögur um hvataaðgerð-
ir vegna fjárfestinga í orkufrekri
starfsemi.
Engar sérstakar nýjar umbætur á
fjármálamarkaði hafa verið gerðar.
Átakið „Ísland allt árið“ hefur farið
vel af stað.
Klasasamstarf á grundvelli
hugmynda Samtaka iðnaðarins fékk
ekki brautargengi í fjárlögum 2012
þótt reynslan væri jákvæð.
Ekkert nýtt hefur verið gert til
að efla Nýsköpunarsjóð eða
Tækniþróunarsjóð.
V.Menntamál og
vinnumarkaðsúrræði
Bráðaaðgerðir til að koma
atvinnulausu fólki í nám gengu vel
haustið 2011.
Átak vegna starfstengdra úrræða er
að hefjast.
Ekki hefur orðið vart við samráð
vegna endurskoðunar laga um LÍN.
Þróunarsjóður og Vinnustaðanáms-
sjóður fengu sín framlög.
VI. Lífeyrismál, starfs-
endurhæfing og húsnæðismál
Engin fundur hefur verið haldinn
í starfshópi vegna samræmingar
lífeyrisréttinda.
Engar aðgerðir hafa verið gerðar
vegna tryggingafræðilegs halla LSR.
Enginn starfshópur hefur verið
settur á laggirnar og engin funda-
höld hafa orðið vegna inngreiðslna í
almennu lífeyrissjóðina.
Frumvarpsvinna vegna starfsend-
urhæfingar hefur verið í gangi og er
á lokastigi.
Vinna vegna húsnæðismála hefur
farið af stað.
Bókun um málsmeðferð
í sjávarútvegsmálum
Bókunin gekk á engan hátt eftir.
Bókun um framkvæmd
yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar
Starfshópur hefur verið nánast
óvirkur.
Heimild: Bréf Samtaka atvinnulífsins til forsætisráðherra
Segja 24 af 36 loforðum
ekki hafa verið efnd
Samtök atvinnulífsins senda forsætisráðherra harðort bréf
Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis-
ráðherra í gær er fjallað ítarlega
um skattahækkanir sem af-
greiddar hafa verið en samtökin
segja að keyrt hafi um þverbak við
afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2012
og fylgifrumvarpa þeirra. Þessar
hækkanir hafi
sannarlega
ekki verið
niðurstaða
samráðs
eins og boð-
að var.
,,Vanefndir ríkisstjórnarinnar
hafa skapað mikið vantraust í
hennar garð hjá Samtökum at-
vinnulífsins. Samtökin voru tilbúin
til þess að vinna náið með ríkis-
stjórninni til þess að skapa skil-
yrði fyrir endurheimt starfa og
lífskjara í kjölfar hrunsins 2008
svo sem stöðugleikasáttmálinn í
júní 2009 og kjarasamningarnir 5.
maí sl. bera glöggt vitni um. Ríkis-
stjórnin hefur með getuleysi og
viljaleysi brugðist því trausti sem
Samtök atvinnulífsins hafa sýnt
henni.“
„Getuleysi og viljaleysi“
SA SEGJA SKATTAHÆKKANIR KEYRA UM ÞVERBAK
Guðbjartur
Hannesson vel-
ferðarráðherra
segir að á fundin-
um með fulltrú-
um ASÍ í gær hafi
staðan verið kort-
lögð og hvaða mál
þyrfti að fara yfir
áður en for-
mannafundur
ASÍ verður hald-
inn 19. janúar. Stjórnvöld vinni að
þessum málum með samtökunum á
vinnumarkaði eins og gert hafi verið.
Guðbjartur segir að sum mál sem
tímasett voru hafi dregist og sátt
hafi verið um nokkur þeirra, þar sem
tekið hafi lengri tíma að vinna að
þeim en ráðgert var. ,,Annað finnst
þeim hafa gengið of hægt en það er
eins og gengur,“ segir hann.
,,Varðandi ýmis verkefni er það
þannig að það er enginn ágreiningur
um að ráðast eigi í þau en menn geta
svo tekist á um af hverju því er ekki
lokið þegar kemur að endurnýjun
samninganna. Það verður farið yfir
þetta í heild,“ segir hann og bendir
einnig á að endurskoðun almanna-
trygginganna standi yfir og unnið sé
að húsnæðismálum án þess að
ágreiningur sé uppi.
Þegar gagnrýni SA um að ríkis-
stjórnin hafi ekki efnt fjölmörg lof-
orð er borin undir Guðbjart segir
hann að það hafi vakið athygli hans
að Samtök atvinnulífsins virðist
treysta á að ríkið búi til atvinnu á Ís-
landi umfram aðra. „Það er mjög
merkileg niðurstaða frá frjálsum
samtökum atvinnurekenda í einka-
rekstri.“ omfr@mbl.is
Vinna
saman að
lausnum
Guðbjartur
Hannesson
- nýr auglýsingamiðill
569-1100