Morgunblaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2012 ✝ Hjálmar ÖrnJónsson fædd- ist á Dalvík 10. nóvember 1932. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 2. janúar 2012. Foreldrar hans voru Ágústa Guðmundsdóttir frá Bæ í Stein- grímsfirði, f. 4.8. 1909, d. 12.1. 1985, og Jón Björnsson smiður á Dal- vík, f. 16.10. 1907, d. 7.1. 1991. Alsystkini Hjálmars Arnar eru Sigríður, f. 20.7. 1930, og Her- mann Heiðar, f. 27.3. 1935, d. 2007. Hálfsystkini sammæðra: Elísabet, f. 11.8. 1938, d. 2009, Sæmundur, f. 13.4. 1940 og Ragnheiður, f. 2.2. 1947. Hálf- systkini samfeðra eru Brynjar, f. 18.9. 1935, Birnir, f. 25.1. 1940, Bragi, f. 28.2. 1941, Gunnar, f. 22.4. 1946, Ágúst- ína, f. 2.5. 1949, Auður, f. 27.4. 1950 og Sigurgeir, f. 27.11. 1955. Hjálmar Örn kvæntist 26.12. 1958 Elísabetu Ástu Dungal, f. reksson, f. 9.7. 1982, sonur þeirra Patrekur Victor, f. 9.7. 2008, b) Erna Móey, f. 8.4. 1992 og c) Örn Óli, f. 19.10. 1995. 4) Jón Örn, f. 1.6. 1974, eiginkona Margrét Helga Skúladóttir, f. 20.9. 1972. Synir Jóns Arnar og Margrétar eru Sindri Örn, f. 8.3. 2001 og Steinn Snorri, f. 18.7. 2004. Hjálmar Örn ólst upp hjá föður sínum á Dalvík til 13 ára aldurs er hann flutti til móður sinnar á Hólmavík. 17 ára gamall flutti hann til Reykja- víkur og stundaði nám árin 1950-57 í skrifvélavirkjun hjá Otto A. Michelsen til meist- araprófs. Hann lærði einnig á IBM bókhaldsvélar í Stokk- hólmi. Hjálmar Örn stofnaði fyrirtækið Skrifvélina 1957 og rak hana í 25 ár. Hann stofnaði fyrirtækið X-prent 1985. Frá 1991-2010 var Hjálmar Örn verkstjóri hjá starfsþjálf- unarstaðnum Örva í Kópavogi, og vann jafnframt við hönnun og smíði móta og stansa til dánardags. Hjálmar Örn hafði alla tíð mikinn áhuga á stang- veiði. Hann var hagur mjög og listrænn og síðustu árin fékkst hann við að mála myndir. Hjálmar Örn verður jarð- sunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 12. janúar 2012 kl. 13. 26.6. 1939. Börn þeirra: 1) Gunnar, f. 3.6. 1958, eig- inkona Eyrún Harpa Eiríks- dóttir, f. 27.11. 1959, þau skildu. Börn Gunnars og Eyrúnar Hörpu: a) Atli Örn, f. 19.3. 1985, í sambúð með Herdísi Jónu Birgisdóttur, f. 4.3. 1982, þeirra sonur Veigar Örn, f. 16.12. 2010, b) Birgir, f. 26.7. 1991 og c) Eyrún, f. 30.7. 1994. 2) Elísabet, f. 30.1. 1961, fyrrverandi eiginmaður G. Pét- ur Matthíasson, f. 18.6. 1960. Börn Elísabetar og Péturs: a) Ásta Heiðrún, f. 27.9. 1984, b) Matthías, f. 14.6. 1991 og c) Hjalti, f. 12.2. 1995. Sambýlis- maður Elísabetar er Hjálmar G. Theodórsson, f. 16.4. 1963. 3) Anna Berglind, f. 6.8. 1964, eiginmaður Victor Strange, f. 30.10. 1956, börn Önnu Berg- lindar og Victors: a) Anna Sig- ríður, f. 11.9. 1985, fyrrverandi sambýlismaður Patrekur Pat- Afi minn var merkilegur mað- ur, hann var annar tveggja fyrstu á landinu sem útskrifuðust með skrifvélavirkjamenntun. Hann stofnaði tvö fyrirtæki. En þegar ég var lítil fannst mér merkileg- ast við afa hvað hann kunni margt sniðugt. Hann gat nefni- lega prentað rauða rós á derhúfu. Hann gat búið til klukku með fæðingardeginum mínum og með mynd af storki (sem ég hélt reyndar í mörg ár að væri mynd af gráhærðum, hugsandi manni). Þetta fannst mér merkilegt. Ég leit upp til afa sem var svona klár. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til afa og ömmu, fela sig undir burknanum og njósna um fullorðna fólkið, sigla í bátn- um hans afa (í innkeyrslunni), stofna bakarí úti í garði. Sérstak- lega var gaman að koma í heim- sókn á páskunum, en þá var afi búinn að dunda sér við að fela páskaeggin okkar á lymskuleg- um stöðum víðsvegar í garðinum – dregin upp að húni á flagg- stönginni, undir bogna steininum (þar sem var alltaf eitt páskaegg á hverjum einustu páskum), og einu sinni undir bílnum, kyrfilega falið ofan við dekkið alveg úr aug- sýn. Þegar ég var unglingur fékk ég að vinna með afa í Örva tvö sumur. Það þótti mér vænt um. Alltaf heyrði maður þegar afi kom fyrir horn, því hann flautaði sömu tvo taktana úr „Det var en lördagsaften“. Hann skipti aldrei um lag, og enn í fyrra flautaði hann þessa tvo takta. Þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla hélt afi ræðu og í lokin dró hann upp þvælda skoska peningabuddu. Veskið hafði hann notað hátt í tíu ár síð- an ég staulaðist með það heim ell- efu ára, úr lúðrasveitarferð til Skotlands, og færði afa það. Ekki hafði ég hugmynd um að afi hefði notað það allan þennan tíma. Veskið innihélt útskriftargjöfina mína, og afi sagði að ég ætti alltaf að passa að hafa pening í þessu veski. Það hef ég gert. Það er skrítið að hugsa til þess að eiga ekki eftir að heyra blístrið hans afa aftur. Afa verður sárt saknað. Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir. Kærasti Ástu frænku snarað- ist inn í líf okkar með stæl. Hann ók heimreiðina að Hvammi held- ur greitt og út úr rykmekkinum steig fullmótuð íslensk útgáfa af James Dean. Það leyndi sér ekki að komumanni var eðlislægt að vera svalur, afslappað svipmótið og taktfast göngulagið báru því órækt vitni. Örn Jónsson kom með hrynþokka nýrra tíma inn í líf fjölskyldunnar og færði okkur systkinum um leið nýtt og spenn- andi viðmið um manngildi. Örn braust áfram í lífinu af eigin rammleik. Hann var maður skarpgreindur, hagur og hugvits- samur eins og hann átti kyn til. Hann nýtti atgervi sitt til að stofna eigin fyrirtæki og gat sér afar gott orð fyrir dugnað og færni á sínu sviði. Það var gaman að líta inn til Arnar og félaga á verkstæðinu í Bergstaðastræti og síðan í fyrirtækinu á Suður- landsbraut á tímum bjartsýni, uppgangs og starfsgleði. Þá var heldur ekki amalegt að njóta gestrisni og hlýju á heimili Arnar og Ástu frænku sem voru okkur systkinum tíðum athvarf í öldu- róti lífsins. Örn velti fyrir sér gangverki heimsins engu síður en þeirra véla sem hann lagfærði og smíð- aði. Þannig kom hann með nýja vídd í umræðurnar við eldhús- borðið þar sem hátt var seilst og stóru málin brotin til mergjar af hugmyndaauðgi og rökvísi. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á geimvísindum og framþróun í stjarnfræði og eðlisfræði og setti meira að segja sjálfur fram áhugaverðar kenningar um eðli alheimsins. Örn var einn þeirra samtíðar- manna sem ósjálfrátt setja mark sitt á líf þeirra sem kynnast hon- um. Hann bar mikla persónu og það var í senn fróðlegt og upplífg- andi að spjalla við hann um alla heima og geima. Þeirra stunda sakna ég. Nú hefur húmað að góðum vini en það er bjart yfir minningunni um genginn sóma- mann. Elskulegri móðursystur minni, Ástu, börnum þeirra hjóna og öðrum ástvinum sendi ég dýpstu samúðarkveðjur. Jón Þorvaldsson. Hæglátur töffari, hugmynda- ríkur hagleiksmaður, greiðvikinn fjölhagi, traustur bakhjarl og ljúflingur. Þessa mynd kallar minningin um Örn fram. Það var hreint ekki ónýtt að eiga slíkan mann að og mikil gæfa að njóta væntumþykju hans og Ástu frænku alla tíð. Hugurinn leitar til baka og staldrar við eitt og annað. Örn á mótorhjóli að heimsækja Ástu í Hvamm. Örn og Ásta nýgift, ung og falleg. Örn og Ásta að rokka. Örn með Skrifvélina í Bergstaða- stræti og framúrstefnulegar inn- réttingar, svartmálað loft með stjörnum. Stofan á Öldugötunni þar sem Örn hafði sett upp frum- legan og flottan millivegg með vírstrengjum, málaraspjaldi og stálnótum, svo var veggur með netamynstri og netakúlum og skemmtilegheit sem sáust hvergi annars staðar. Örn kominn með Skrifvélina á Suðurlandsbraut og í reglulegum heimsóknum til Japans þar sem hann kynntist alls kyns tækni- nýjungum. Örn á Hlíðaveginum að segja frá ritvélum sem hefðu minni og maður þyrfti hvorki að nota leiðréttingalakk, kalkípapp- ír né annað sem var lyginni lík- ast. Örn að lesa í brúna sófanum, niðursokkinn í merkilegar pæl- ingar. Örn var alltaf ungur, virkur og hélt sínu striki sama hvað á gekk og þess vegna er erfitt að með- taka þá staðreynd að hann sé far- inn. Þessu ferðalagi verður víst ekki vikist undan en nú þegar leiðir skilur vil ég þakka fyrir mig og óska miklum sómamanni vel- farnaðar hvert sem för hans er heitið. Ástu frænku og öllum hans afkomendum, vinum og vandamönnum votta ég innilega samúð. Steinunn Þorvaldsdóttir. Það er með virðingu og þökk sem við kveðjum í dag samstarfs- mann okkar og vin Hjálmar Örn Jónsson. Okkur barst harma- fréttin á fyrsta vinnudegi á nýju ári. Alla setti hljóða því við höfðum haldið í vonina um bata þótt útlit- ið hafi ekki verið gott. Örn hóf störf í Örva 1. febrúar 1991 og var í starfi allt til 1. febr- úar 2010. Þrátt fyrir að hann hafi lokið störfum leit hann inn hjá okkur daglega fram í desember 2011. Hann kom til að athuga hvort hann gæti orðið að liði, hvort allt gengi ekki vel og svo til að rækta og viðhalda vináttu við starfsfólk. Á þessum langa og farsæla starfsferli lagði Örn grunninn að mörgu því sem einkennir Örva í dag. Það yrði löng upptalning að tíunda allt sem hann hafði fram að færa. En nefna má að hann smíðaði mót og hnífa vegna fram- leiðslu Örva á umbúðum úr plast- filmu og hann annaðist viðhald og viðgerðir á tækjabúnaði. Einnig hannaði hann og smíðaði vélar og hjálpartæki. Hann var uppfinn- ingamaður og þúsundþjalasmið- ur sem gat leyst úr öllum málum. Það sem stendur þó upp úr í okkar huga eru hinir miklu mannkostir Arnar og sú tryggð sem hann sýndi ávallt Örva og okkur öllum. Jafnt okkur starfs- mönnunum sem notendum í starfsprófun og starfsþjálfun. Hjá öllum skipaði Örn sérstakan sess. Þetta kom einkar skýrt fram er séra Guðný Hallgrímsdóttir kom og sagði okkar fólki frá and- láti Arnar og var með stutta en einkar fallega kveðjustund hér á vinnustaðnum. Viðbrögðin sýndu glöggt hvaða stöðu Örn hafði í huga viðstaddra. Að leiðarlokum er efst í huga þakklæti til Arnar fyrir allt sem hann var okkur og þá einstöku ræktarsemi sem hann sýndi Örva og starfsemi staðarins alla tíð. Við minnumst einnig með þakk- læti allra gleðistundanna sem við áttum fyrir utan vinnu með þeim hjónum, bæði hérlendis og einnig erlendis. Við vottum Ástu og aðstand- endum öllum samúð okkar og biðjum Guð að vaka yfir þeim á þessum erfiðu tímum. Með virðingu og þakklæti. Starfsfólk Örva, Kristján, Anna Marín, Ingigerður, María, Nína Dóra, Sigurlaug og Steinar. Hjálmar Örn Jónsson Ef lýsa á Önnu Hjartardóttur tengdamóður minni verða notuð orð eins og umhyggja, góðvild og einstakur félagslegur þroski. Og á bak við þessi orð býr hlýhugur okkar sem fengum að njóta sam- vista við hana. Hún hafði góða nærveru og það var gott að heimsækja hana. Og þegar hún var orðin fötluð af MND-sjúkdómnum leiddi hún mann á sinn yndislega veg framhjá meðaumkun og volæði; athygli og umræðu var á jákvæð- an hátt beint að því sem fólkið okkar var að fást við og því sem framundan var. Með þroska ár- anna greindi ég betur þessa dásamlega eiginleika og að þeir eru ekki sjálfgefnir. Sagt er að listin að lifa sé að úti- loka það sem ekki skiptir máli. Og það er víst að Anna vissi í hjarta sínu hvað skipti mestu í lífinu, eitt- hvað sem við getum öll lært nokk- uð af. Ég kveð þessa glæsilegu og ástríku konu með þakklæti í huga. Óskar Jónsson. Takk fyrir öll árin, amma mín. Við munum hugsa til þín um ókomna tíð með minningar um Anna Hjartardóttir ✝ Anna Hjart-ardóttir fædd- ist í Reykjavík 9. desember 1931. Hún lést 19. desem- ber 2011. Útför Önnu fór fram frá Digra- neskirkju 30. des- ember 2011. góðar stundir í huga okkar og fallegar minningar í hjarta. Afi kvaddi okkur á fyrsta degi rjúpna- veiði á þessu ári, og nú ert þú farin líka. Ég er sannfærður um að nú hafi hann verið komin til baka af rjúpnaveiðum og vantaði þig til að elda fyrir sig. Ég þakka þér fyrir allar útilegurnar og veislurnar sem ég og við Helga vorum með ykkur í. Þreytt var hún orðin á þessu fári örlaga sinna móttöku búin en án þess að vera með væl kvaddi hún okkur með stæl. Góða ferð. Gunnar Örn og Helga Soffía. Það er skammt stórra högga á milli. Í byrjun nóvember fylgdi ég Alla föðurbróður mínum til grafar og nú er Anna kona hans einnig horfin á braut. Margs er að minn- ast og margs að sakna. Með þeim er horfin sú kynslóð sem hefur verið mér samferða alla ævi og hafði mikil áhrif, bæði á líf mitt og þroska. Þegar ég sit og skrifa þessi kveðjuorð horfi ég á mynd sem ég ætlaði að gefa Önnu á áttræðisaf- mælinu hennar 9. des. sl. Vegna utanfarar minnar komst ég ekki í afmælið en ætlaði að láta það vera mitt fyrsta verk að færa henni gjöfina þegar heim kæmi. Daginn fyrir heimkomuna fékk ég símtal um andlát hennar. Myndin var tekin á 75 ára afmæli móður minn- ar og á henni eru svilkonur mömmu ásamt Soffu frænku og Sonju. Allar höfðu þær mikil áhrif á mig á uppvaxtarárum mínum enda nánast í daglegu sambandi við æskuheimilið. Fyrir miðri mynd stendur Anna brosandi í glæsilegri drakt með perlufesti og eyrnalokka sem segja má að hafi verið einkennismerki hennar. Pabbi og bræður hans höfðu verið aðskildir í æsku þegar amma þurfti að leysa upp heimilið og koma börnum sínum fyrir eftir fráfall afa. Amma gerði sitt til þess að viðhalda tengslunum og sameina hópinn þegar þeir fluttu síðar til Reykjavíkur. Það voru síðan svilkonurnar með Önnu í fararbroddi sem sáu um að við- halda og efla fjölskylduböndin enda bræðurnir Alli, Ari og pabbi löngum til sjós. Það gerði hún svo sannarlega, enda sjálf úr stórri og samheldinni fjölskyldu. Ég á ótal minningar um glað- værð og jákvæðni Önnu, úr Safa- mýrinni, Grænuhlíð og Búlandi að ógleymdum jólaboðum, sumarbú- staðaferðum og ættarmótum. Alls staðar var Anna hrókur alls fagn- aðar og nærvera hennar eftir- sóknarverð. Samband Önnu við mömmu var einstakt. Önnu var umhugað um velferð hennar alla tíð og ekki síst þegar mamma var að hverfa inn í heim gleymskunnar. Fyrir það ber að þakka. Elsku Anna mín, þín verður sárt saknað af öllum sem þér kynntust. Við sem trúum á fram- haldslíf erum ekki í nokkrum vafa um að Alli bíður óþreyjufullur eft- ir þér enda var samband ykkur einstakt. Hafðu þökk fyrir allt og blessuð sé minning þín. Guðrún Guðmundsdóttir. Anna Hjartar stórfrænka er látin, við vorum systradætur. Það sem einkenndi Önnu krist- allast í þessum orðum: „Maður er manns gaman.“ Anna hafði sérstaka nærveru, alltaf þegar við hittumst í frænku- boðum, laðaðist ég að henni. Mér fannst við alltaf vera jafnaldra, því við náðum svo vel saman. Það voru samt nákvæmlega 20 ár á milli okkar, báðar bogmenn. Kannski var það þess vegna sem við náðum svona góðum tengslum. Hún hafði alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja og húmor- inn skammt undan. Hún var góður hlustandi, tók þátt og sýndi áhuga á því sem maður sagði henni. Anna og mamma voru góðar vinkonur. Margt finnst mér líkt með þeim þegar ég lít til baka. Þær voru báðar miklir fagurkerar og nutu þess að hafa heimilin hugguleg. Að koma vel fyrir og vera vel til hafðar var stór þáttur í fari þeirra. Og ég tala nú ekki um það að halda veislur og bjóða að- eins upp á það besta. Svo giftust báðar þessar fínu borgardætur ekta sveitamönnum, þeim Aðal- steini og Guðmundi. Þessi vinskapur á milli þeirra fannst mér koma vel fram þegar mamma féll frá, þá hafði ég mik- inn stuðning af Önnu. Hún var mér ráðagóð og gott að fá að leita til hennar. Það var gaman að því, hvað hún Anna fylgdist vel með tækninýj- ungum, var með öll tölvumál á hreinu og svo fær í farsímanotkun. Þar gaf hún unga fólkinu ekkert eftir. Sterkur persónuleiki Önnu kom í ljós eftir að hún veiktist. Hún tók veikindum sínum með æðruleysi og hélt sínu striki. Sýndi umhverfi sínu áhuga, hafði áfram sínar skoðanir á mönnum og málefnum. Það var alltaf gam- an að heimsækja hana og maður kom ríkari af hennar fundi. Ég er fegin því að hún lifði með reisn til síðasta dags, þurfti ekki að liggja bjargarlaus og öðrum háð. Það var ekki hennar stíll. Ég og mín fjölskylda sendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til barna Önnu og allra afkom- enda. Magnea Antonsdóttir. Núna ertu komin í sumarlandið til afa, elsku amma. Ég man þegar ég fékk bleikan krumpuglansgalla þegar ég var lítil, það var það flottasta og ennþá flottara af því að þú og afi áttuð al- veg eins, þú áttir bleikan en afi bláan og við löbbuðum um Foss- voginn í göllunum, öll í stíl. Þú varst svo góð, gafst þér allt- af tíma til að spjalla, hlusta og gefa ráð. Ég man þau ófáu skipti sem ég fékk að koma til ykkar í Bú- landið, það var alltaf gaman, þú settir á mig svuntu og við bökuð- um og þú sagðir mér sögur. Stundum spiluðum við á píanóið meðan afi lúrði yfir fréttunum. Stundum lék ég mér að gervi- nöglunum þínum sem voru fallega bleikar. Ég sorteraði þær og mát- aði og ímyndaði mér að ég væri skrifstofukona. Þú varst alltaf jákvæð, alltaf vel til höfð, alltaf flottust. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín svo mikið en ég er hepp- in að eiga svona margar fallegar minningar um þig og afa. Ég kveð þig með sorg í hjarta en samt með svo mikilli gleði fyrir að hafa fengið að hafa þig sem ömmu og fyrir minningarnar sem þú gafst mér. Ég elska þig alltaf og þú ert alltaf í hjartanu mínu. Þín ömmustelpa, Lára. Elsku Anna amma. Ég hugsa til þín með þakklæti fyrir allar stundirnar sem þú gæddir gleði þinni og jákvæðni. Ég hugsa til þín og ég vona að mér takist jafnvel til og þér. Það eru ekki allir sem eru búnir þeirri já- kvæðni til að takast á við lífið og þú varst. Það er mikill mannkost- ur og margir dáðust að þér fyrir hann. Þegar ég sit hér og hugsa um þig detta mér margar minningar í hug. Í öllum þeim ertu hlæjandi. Þú hlóst svo dátt í skírninni hans Ríkharðs um daginn þegar þú varst ásökuð um að svindla í leik. Og ég man hvað þú hlóst eitt sum- arið í ferðalaginu þar sem þú tókst laumulega í nefið. Ég var svo hissa en þá skildi ég hvað amma mín, sem alltaf bar af í glæsileik og flottheitum, var mikill töffari inn við beinið. Og augun þín voru hlæjandi þegar afi kyssti þig á kinnina og kallaði þig öllum fögr- um nöfnum og þú brostir til hans blíðlega. Það gat ekki verið að þú yndir hér lengi án hans. Amma, ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þig sem ömmu. Mér fannst ég alltaf svo heppin að eiga þrjár ömmur og allar svona frábærar. Þú og mamma voruð miklar vinkonur og ég minnist góðrar stundar sem ég og þú áttum saman ekki alls fyrir löngu þar sem þú rifjaðir upp með mér liðna tíma. Ég mun sakna þín, amma. Ég tek lífsviðhorf þitt sem veganesti í lífið. Ástarkveðjur, Halla Þórlaug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.