Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 Fólksbíll valt í Ártúnsbrekku í Reykjavík, rétt við N1 bensínstöðina, um klukkan 17.00 í gær. Óhappið olli töluverðum umferðartöfum í vest- urátt, enda mikill álagstími í umferðinni og Ár- túnsbrekkan með fjölförnustu vegarspottum á landinu. Ökumaður var einn í bílnum og meidd- ist hann ekki mikið, að sögn lögreglunnar. Hann var ekki grunaður um ölvun við akstur. Gatan var blaut og skyggni ekki upp á það besta þegar óhappið varð. Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni í gær ætlaði bílstjórinn að koma sér sjálfur á slysadeild. gudni@mbl.is Töluverðar tafir urðu á umferð í Ártúnsbrekku síðdegis í gær vegna umferðaróhapps Morgunblaðið/Ómar Bíll valt og endaði utan vegar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrirhuguðu þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri hefur verið val- inn staður skammt frá Skaftá. Lóðin er að minnsta kosti að hluta í gömlum farvegi árinnar og varar Land- græðslan við nýbyggingu þar. „Þetta er nauðsynlegt verkefni fyr- ir Kirkjubæjarklaustur og Skaftár- hrepp, eitt af þeim verkefnum sem verður að fara í ef samfélagið á að lifa,“ segir Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri um áformaða byggingu. Gestastofa þjóðgarðsins Þekkingarsetrið er samstarfsverk- efni sveitarfélagsins og stofnana rík- isins. Vatnajökulsþjóðgarður verður fyrirferðarmestur en þar verður gestastofa hans. Skaftárhreppur verður þar með stjórnsýslu sína. Kirkjubæjarstofa flytur í setrið sem og fyrirhugað Errósetur þar sem ævi og list Errós verður kynnt en Guð- mundur Guðmundsson, listamaðurinn Erró, ólst upp á Klaustri. Fyrirhugað er að hafa upplýsingaþjónustu fyrir ferðafólk opna allt árið. Þá segir Eygló áformað að hafa 15-20 skrif- stofurými fyrir stofnanir sem þjóna svæðinu en hafa þar ekki fasta starfs- menn sem og háskólasamfélagið. Nefnir hún aðstöðu fyrir starfsmenn búnaðarsambandsins, Landgræðsl- unnar, Suðurlandsskóga og atvinnu- þróunarsjóðs Suðurlands sem dæmi um það. Eygló segir að út frá þekkingar- setri geti myndast hálaunastörf. Nefnir hún að vísindamenn Háskóla Íslands séu með margskonar rann- sóknir á svæðinu, ekki síst eftir síð- asta gos í Grímsvötnum. Áætlað er að bygging þekkingar- seturs kosti 700-800 milljónir króna. Eygló segir að fjármögnun sé skammt á veg komin. Þó var gert ráð fyrir því á fjárlögum ríkisins í ár að Vatnajökulsþjóðgarður gæti varið 30 milljónum króna til hönnunar og und- irbúnings. Jökulvötn flæmast um farvegi Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri varar eindregið við fyrirhugaðri staðsetningu þekkingarsetursins. Tel- ur hann að lóð og fyrirhugað bygging- arsvæði sé í farvegum Skaftár. „Vitað er að Skaftá hefur runnið þarna á lóð- arsvæðinu öðru hvoru á síðastliðnum áratugum og árhundruðum. Eðli jök- ulvatna er að flæmast um farvegi sína fram og til baka, háð framburði, rennsli og legu landsins,“ segir í bréfi sem Sveinn sendi sveitarstjórninni. Fram kemur að Landgræðslan lét á sínum tíma byggja lága bakkavörn og lítinn varnargarð til að færa álana að- eins fjær kauptúninu. Lítið þurfi að hækka í Skaftá til þess að hún flæmist yfir bakkavörnina og fyrirhugað byggingarsvæði. Eygló segir að Skaftárhreppur eigi sjálfur ekkert byggingarland. Tekist hafi að fá umrædda lóð. Húsið sé vel staðsett, með góð tengsl inn í sam- félagið. Hún telur að húsið standi það hátt í landinu, í svipaðri hæð og félagsheim- ilið, að ekki sé hætta á ferðum. Þó hafi verið ákveðið að gefnu tilefni að fá verkfræðilega úttekt á lóðinni. Þekkingarsetur í farvatninu  Skaftárhreppur og stofnanir ríkisins undirbúa byggingu þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri  Mikilvæg uppbygging fyrir samfélagið  Landgræðslustjóri varar við flóðahættu Eygló Kristjánsdóttir Sveinn Runólfsson „Það er alveg óumdeilt að áhrifin af þessari virkjun falla til hér í Hveragerði með miklu meiri hætti en fólk almennt gerði sér grein fyr- ir,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, en með hliðsjón af orðum forstjóra Orku- veitu Reykjavíkur, Bjarna Bjarna- sonar, í Morgunblaðinu í gær um mikilvægi þess að niðurdælingin sé stöðug sé áhugavert að fá fram hvað hafi komið skjálftunum af stað. Á fjórða tug smáskjálfta mældist við Hellisheiðarvirkjun yfir helgina, þar af fjórir eða fimm yfir tvö stig. Víðir Reynisson hjá almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra seg- ir Bjarna og Aldísi hafa farið yfir ferla í tengslum við skjálfta og var ekki talin ástæða til að hafa Al- mannavarnir þar sem millilið. „Við vorum í samskiptum við Al- dísi og fórum yfir málið á sínum tíma þegar menn höfðu mestar áhyggjur af þessu,“ segir Víðir en ekki hafi þótt ástæða til að grípa til sérstakra aðgerða hjá þeim. Hann bendir á að það sé til jarðskjálfta- áætlun fyrir þetta svæði. Þá sé horft á stærri skjálfta. Hingað til hafi þeir skjálftar sem mælst hafa frekar verið til óþæginda. Aldís segir erfitt fyrir OR að til- kynna fyrirfram um skjálfta enda óvíst hvenær og hversu öflugir þeir verði. Hún hafi sjálf fundið skjálft- ana á laugardagskvöldið. „Ég hef ekki heyrt í Orkuveitunni vegna þessa en okkar fulltrúi í stýrihópn- um sendi fyrirspurn inn á þann hóp til að kanna hvað var í gangi.“ Ey- þór H. Ólafsson bæjarfulltrúi situr fyrir hönd bæjarins í ráðgjafarhópi OR. sigrunrosa@mbl.is Spyrjast fyrir um skjálfta  Segir áhrifin af Hellisheiðarvirkjun í Hveragerði mun meiri en fólk almennt gerði sér grein fyrir í upphafi Morgunblaðið/Golli Skjálftar Tugir smáskjálfta urðu við Hellisheiðarvirkjun um helgina. Bílstjórar í Suður- landsstrætó taka ekki pakka. Fram- kvæmdastjóri Samtaka sunn- lenskra sveitarfé- laga segir að fram hafi komið ein- hverjar spurn- ingar og at- hugasemdir vegna þess. „Leyfi okkar takmarkast við far- þegaflutninga. Við höfum ekki talið það í okkar verkahring að annast pakkaflutninga,“ segir Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Sam- taka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og bendir á að Pósturinn og vöruflutningafyrirtækin starfi á því sviði. Reiknar hann með að gerðar yrðu athugasemdir við það ef Strætó færi inn á þeirra svið. Íbúar á landsbyggðinni hafa lengi notfært sér sérleyfisferðir til pakka- sendinga enda oft fljótvirkasta send- ingin. Ekki er gert ráð fyrir því í þeim héruðum þar sem Strætó kemur að skipulagningu almenningssamgangna, eins og á Suðurlandi frá síðustu ára- mótum. Þorvarður segir að ákveðið umstang fylgi pakkaflutningum og áætlunin sé knöpp. Bílstjórarnir hafi hreinlega ekki tíma til að sinna þessu verkefni, að minnsta kosti ekki á anna- sömustu leiðum. helgi@mbl.is Suðurlands- strætó tekur ekki pakka Aska sem féll á afréttina vestur af Grímsvötnum í fyrra hefur valdið jarðvegsrofi og miklum aurframburði í jökulvötnunum. Skaftá er engin undantekning og hefur til dæmis mikill fram- burður safnast í farvegi hennar austur af Landbroti svo í óefni stefnir. Landgræðslustjóri telur að gera verði ráð fyrir að far- vegurinn hjá Kirkjubæjar- klaustri muni hækka og Skaftá fari þá senn að renna yfir fyr- irhugað byggingarsvæði. Aurfram- burður aukist ASKAN VELDUR ROFI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.