Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 ✝ Gylfi Valtýssonfæddist í Kefla- vík 16. desember 1937. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 27. jan- úar 2012. Foreldrar hans voru hjónin Valtýr Guðjónsson f. 8. maí 1910, d. 25. maí 1998 og Elín Þor- kelsdóttir f. 18. febrúar 1909, d. 6. apríl 1994. Systkini Gylfa eru Emil f. 1936 og Guðrún f. 1948, hennar synir eru Emil f. 1975 og Guðmundur Valtýr f. 1977. Gylfi kvæntist 19. ágúst 1961 Áslaugu Bergsteins- dóttur f. 11. febrúar 1941, þau skildu. Börn Gylfa og Áslaugar eru Elín f. 1960, hennar synir eru Gylfi Freyr f. 1985, maki Ester Harpa f. 1989, þeirra sonur Daní- el Smári f. 2010, og Kristján f. 1988, maki Ása Lilja f. 1992, þeirra dóttir Vaka f. 2011. Ágústa Guðrún f. 1961, maki Guðmundur Heinsson f. 1957, þeirra börn eru Jana María f. 1981, Ingvi Rafn f. 1984, maki Kristný Rós f. 1986, og Ari Steinn f. 1996. Valtýr f. 1970, maki Erla Jónsdóttir f. 1970, þeirra synir eru Elvar Örn f. 1998 og Unnar Ernir f. 2000. Á uppvaxtarárum sínum dvaldi Gylfi á sumrin í sveit hjá afa sínum Guð- jóni Þórarinssyni og Maríu Guð- mundsdóttur í Lækjarbug á Mýr- um, einnig vann Gylfi í Kaup- félagi Suðurnesja, Esso Keflavíkurflugvelli og lærði síð- an plötu- og ketilsmíði hjá Birni Magnússyni í Keflavík. Eftir námið vann hann á Vélaverk- stæði Sverre Steingrimsen sem hann eignaðist síðar. Síðustu ár vann hann hjá Hjalta Guðmunds- syni. Gylfi starfaði við iðn sína allt til loka árs 2011. Útför Gylfa fer fram í Kefla- víkurkirkju í dag, 8. febrúar 2012 kl. 14. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Elsku pabbi, í dag kveðjum við þig. Við hefðum viljað njóta sam- veru þinnar miklu lengur. Við þökkum allar góðu stund- irnar sem við áttum með þér, ógleymanlegu ferðirnar í sveitina, bústaðinn og veiðiferðirnar, alltaf varstu tilbúinn að leiðbeina okkur og aðstoða. Barnabörnin eiga eft- ir að sakna samverustundanna með þér. Minningarnar hrannast upp og eru margar og góðar og eiga eftir að ylja okkur um ókom- in ár. Þakka þér fyrir allt sem þú gafst af þér til okkar. Guð geymi þig. Elín, Valtýr og fjölskyldur. Elsku besti pabbi minn. Þú varst svo góður og svo fal- legur. Nú ertu farinn, við áttum ekki von á að þú færir svo fljótt. Fyrir mér varstu alltaf besti pabbi í heimi. Þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera. Þú varst sterkur, með stóra og flotta lófa, með eindæmum duglegur og sívinnandi. Hæverskur, yfirlætislaus og jafningi okkar allra. Ég á svo margar yndislegar minningar um þig. Ég minnist með gleði er við vorum að vaxa úr grasi, allar veiðiferðirnar vestur á Mýr- ar í Langá og nutum við þess að vera saman fjölskyldan. Þetta var og er alltaf sveitin okkar. Alltaf máttum við systkinin vera í kringum þig á verkstæðinu og sýsla eitthvað. Alla tíð hafðir þú endalausa þolinmæði. Þið Valli bróðir unnuð alla tíð saman og voruð góðir vinir. Þér þótti vænt um það. Þið nutuð þess að fara saman í veiðitúra með Neville besta vini þínum og fleiri góðum vinum. Þetta var þitt yndi, einnig að hlusta á djass og fylgjast með Liv- erpool spila. Barnabörnin voru þér hugleik- in, enda gastu leikið endalaust við þau, svo barngóður sem þú varst. Þú varst æðrulaus varðandi veikindin þín og barst þig ávallt svo vel og kvartaðir aldrei. Ég geymi í hjarta mínu allar minningarnar sem við eigum sam- an, elsku besti pabbi minn. Megi englarnir umvefja þig. Hvíl þú í friði. Þín Ágústa. Elsku hjartans fallegi afi minn. Nú hefur þú kvatt í hinsta sinn, allt of snemma. Skarðið sem þú skilur eftir þig er feiknastórt, svo stórt að ég á aldrei eftir að trúa því fyllilega að þú sért farinn. Djassinn, glettnin og allar ótal fögru minningarnar hjálpa mér að muna þig eins og þú varst. Ég var hjá þér þegar englarnir komu og sóttu þig. Birtan og yl- urinn sem umlukti þig var und- urfagur, enda sæmir ekkert minna manni eins og þér. Síðast þegar við töluðum saman varstu glaður í bragði og augun ljómuðu – rétt eins og alltaf. Ein af fyrstu minningum mín- um var þegar þú hélst fótum okk- ar í lófa þínum, nautsterkur, sagð- ir okkur að vera teinrétt og sterk á meðan þú lyftir okkur hátt upp í loft. Skrækirnir og tístið í okkur fékk þig til að hlæja en þarna kenndir þú okkur að sýna kjark. Bara með afa fékk maður að sjá veröldina öðrum augum. Þinn besti staður var inni í her- bergi að hlusta á djass. Þegar þú varst úti í bæ að útrétta laumaðist ég stundum inn í herbergi og setti Gling gló á fóninn og hermdi eftir Björk syngja lagið Bella síma- mær með álíka tilþrifum. Seinna uppgötvaði ég sameiginlega ástríðu okkar fyrir djassinum því þú áttir tónlist Ellu Fitzgerald, Louis Prima og Oscars Petersons uppi í bústað, mér til mikillar ánægju. Sumarbústaðurinn er og verð- ur alltaf táknmynd um þig og vinnusemi þína. Borgarfjörðurinn minnir mig á þig, landið þitt, ferð- irnar gegnum Hvalfjörðinn, veiði- túrana, hvað þú varst duglegur að mála og dytta að húsinu. Ég man þegar uppstoppaðir fuglar voru stolt þitt og prýði. Sem fyrr var ekkert mál að fá bústaðinn lán- aðan en með því skilyrði að ég leyfði ekki fuglunum að fljúga út úr húsinu – sagðir þú og glottir við tönn. Ég gleymi þessu aldrei, prakkarinn sem þú ert! Risastórar sterkar hendur þín- ar, mótaðar af margra ára járn- smíði og erfiðisvinnu, líða mér aldrei úr minni. Þær gátu bókstaf- lega allt. Í faðmi þínum var maður öruggur fyrir hverju sem bjátaði á og þú varst alltaf tilbúinn að hlusta. Ég man hve allt var spennandi inni á skrifstofunni þinni heima: reiknivél, pennar, stimplar og allskyns pappírar. Leikurinn kárnaði þó fljótt þegar þú áttaðir þig á að því að ég hefði komist í númeruðu reikningana í skúff- unni. Með jafnaðargeði leiddirðu mig fram og gafst mér möndlu- köku og mjólkurglas. Það mættu fleiri vera eins og þú. Þú varst alltaf sérlega mynd- arlegur maður og miklum kostum gæddur. Hávaxinn, sterkbyggður og fallegur. Skemmtilegur, stríð- inn en góðhjartaður. Yfirvegaður, verklaginn og laus við allt yfirlæti. Sem barn óskaði ég þess að eign- ast mann eins og þig og þó þú sért farinn, elsku afi minn, þá ert þú enn fyrirmyndin. Það mættu sannarlega fleiri vera eins og þú. Minningarnar eru ótalmargar og ég er ljónhepp- in að eiga þær allar með þér. Ég hlakka til að hitta þig hinum meg- in, ég bið englana mína fyrir þér. Þeir skrýðast sínum fínustu stór- sveitarfötum og blása bláa tóna í alla heimsins lúðra þér til heiðurs, með ástarkveðju frá mér og gæta þín fyrir mig. Elska þig að eilífu. Þín Jana María. Mig langaði með nokkrum orð- um að kveðja Gylfa móðurbróður minn. Erfitt að sjá á eftir svona manni sem var án efa fyrirmynd margra í sinni fjölskyldu og vina- hóp enda maður sem allt gerði fyrir alla og allt var sjálfsagt. Minnist alltaf tímans á Suðurgöt- unni þar sem Gylfi og Áslaug bjuggu við hliðina á mömmu hans og pabba (ömmu og afa), var mað- ur með annan fótinn þar og ávallt velkominn, góðir tímar þar sem maturinn var líka alltaf góður, fyrst borðaði maður þar og svo yf- ir til ömmu og afa í matinn hjá þeim eða öfugt. Sama sagan var í Heiðarbólinu þar sem alltaf var gaman að vera, spilandi bobb í bíl- skúrnum, Boulder Dash í Commador 64 eða bara snúandi sér í hringi í skrifstofustólnum hans, andrúmsloftið hjá frænda var alltaf afslappandi. Sumarbú- staðaferðirnar voru líka mjög skemmtilegar, mikið leikið og allt- af fékk maður athygli frá frænda, nóg af sælgæti og gosi og best var þegar ég fékk að sitja á pallinum á pikkanum hans um allar trissur í sveitinni. Magnaður karakter og tala nú ekki um dugnaðinn, ég hitti Gylfa á verkstæðinu sem hann átti í mörg ár núna rétt fyrir jól og að sjá þennan mann eftir öll hans ár og tala nú ekki um veikindin standa þar í báða fæturna berj- andi og beygjandi stál allan dag- inn var ótrúleg sjón, er alveg viss um að hann hefur étið góðan slatta af stálinu gegnum tíðina miðað við úr hverju hann var gerður, og gaman líka að sjá að það smitaðist vel í Valla frænda, en þeir feðgar eiga það sameig- inlegt að vilja allt fyrir alla gera og allt miklu meira en sjálfsagt. Gylfi Valtýsson ✝ Geirlaug Jóns-dóttir fæddist að Suðurgötu 24, Siglu- firði, 19. september 1930. Hún lést á Hrafnistu, Boða- þingi, Kópavogi, 31. janúar 2012. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Jónsdóttir og Jón Kristjánsson. Systk- ini: Jóhann Friðrik, f. 1926, d, 1927; Sigurlaug Jóna, f. 1927; Kristinn Jón, f. 1929. Geirlaug giftist 31. desember 1958 Sigurði Guðmundssyni, kaupmanni frá Ísafirði, f. 30. maí 1928, d. 26 desember 2006. Synir þeirra: Gunnar Bachmann, f. 11. ágúst 1959, d. 14. september 2001; Birgir Sigurðsson, f. 10. október 1962, kvæntur Sólveigu Bjarnþórsdóttur, f. 1.2. 1959. Fósturdóttir: Nanna Lára Sig- urjónsdóttir, f. 4. júlí 1990. Geirlaug ólst upp á Siglufirði. Þar var hún virkur félagi í skáta- hreyfingunni. Hún var í fim- leikaflokki íþróttakennarans Helga Sveinssonar. Þessi flokkur ferð- aðist um landið sumarið 1947 og sýndi listir sínar. Hún var gagn- fræðingur frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Lauk námi við Hús- mæðraskólann Ósk, Ísafirði, 1953. Hún fluttist til Reykjavíkur 1955 er hún gerðist starfsmaður nýrrar verslunar Sambandsins í Austurstræti. Á Siglufirði hafði hún unnið í verls- un Gests Fanndal um árabil. Eft- ir að hún giftist vann hún með manni sínum í verslun þeirra, Matvali á Þinghólsbraut í Kópa- vogi. Síðar vann hún um tíma í Sunnuhlíð og naut seinna að- hlynningar þar. Um árabil hafði hún þjáðst af lungnaþembu og var lungnasjúklingur um langan tíma. Útför Geirlaugar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 8. febrúar 2012, kl. 13. Geirlaug var íbúi í Sambýlinu Gullsmára, hún varð yngsta heimiliskonan er hún flutti inn. Það vafðist ekki fyrir henni að skipta um herbergi við Siglfirð- inginn Bíbí sem fannst her- bergið heldur mikil bora, en í þessari vistarveru leið Geir- laugu vel og hún hafði vakandi auga með því sem fór fram fyr- ir utan gluggann. Ósjaldan vinkaði ég til hennar er ég mætti til vinnu. Nú er það hennar að vinka mér og okkur öllum úr himnaríki. Birgi og öðrum ástvinum Geirlaugar sendi ég samúðarkveðju með eftirfarandi ljóði. Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós ljúfust allra er dáin. Drjúpa hjóðlát tregatárin og tómið fyllir allt. Ekkert sefar hjartasárin í sálu andar kalt. Þögul sorg í sál mér næðir, sár og vonar myrk en Drottinn ætíð af gæsku græðir og gefur trúarstyrk. Hnípinn vinur harmi sleginn, hugann lætur reika. Kannski er hún hinumegin í heilögum veruleika. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Heimur bjartur bíður þar og bráðum kem ég líka. Þá verður allt sem áður var er veröld finnum slíka. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. Aftur færðu aukinn þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós, elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran) Blessuð sé minning Geirlaug- ar Jónsdóttur. Jóhanna B. Magnúsdóttir. Geirlaug Jónsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, EINAR GÍSLI GUNNARSSON, Logafold 29, Reykjavík, fórst með Hallgrími SI-77 miðvikudaginn 25. janúar. Minningarathöfn fer fram í Grafarvogskirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Slysavarnaskóla sjómanna njóta þess. Ásrún Sólveig Leifsdóttir, Gyða Hrönn Einarsdóttir, Áslaug Rán Einarsdóttir, Sóley Unnur Einarsdóttir, Dýrleif Bára Einarsdóttir, Guðbjörg Rún Torfadóttir. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR frá Fífuhvammi, Digranesheiði 14, Kópavogi, lést í Sunnuhlíð laugardaginn 4. febrúar. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 13.00. Sigurjón Antonsson, Hrafn Antonsson, Iða Brá Þórhallsdóttir, Hilmar Antonsson, Þóra S. Guðmundsdóttir, Rúnar Antonsson, Birna H. Ragnarsdóttir, Guðmundur Antonsson, Auður Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR JÓNÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Inga Þórðardóttir, frá Sandfelli Vestmannaeyjum, síðast til heimilis á hjúkrunar- og dvalarheimili Holtsbúð, Vífilsstöðum, Garðabæ, lést á heimili sínu fimmtudaginn 2. febrúar. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 14. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Holtsbúðar, s. 535 2200. Snorri Þ. Rútsson, Hrefna Baldvinsdóttir, Jónína Rútsdóttir, Jón Pétur Jónsson, Gylfi Þ. Rútsson, Ágústa Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT SIGHVATSDÓTTIR, Víðigerði 8, Grindavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunar- heimilinu Víðihlíð í Grindavík föstudaginn 3. febrúar. Útförin verður gerð frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 14.00. Páll Hreinn Pálsson, Margrét Pálsdóttir, Ársæll Másson, Páll Jóhann Pálsson, Guðmunda Kristjánsdóttir, Pétur Hafsteinn Pálsson, Ágústa Óskarsdóttir, Kristín Elísabet Pálsdóttir, Ágúst Þór Ingólfsson, Svanhvít Daðey Pálsdóttir, Albert Sigurjónsson, Sólný Ingibjörg Pálsdóttir, Sveinn Ari Guðjónsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, STEFÁN BJARNASON flugvélstjóri, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 22. janúar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstu- daginn 10. febrúar kl. 13.00. Eygló Gunnarsdóttir, Ómar Stefánsson, Sara Stefánsdóttir, Rakel Stefánsdóttir, Stefán Þór Stefánsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.