Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Því verðurekki haldiðfram að Al- þýðusamband Ís- lands leggi sig fram um að draga upp dökka mynd af stöðu og horfum í efnahags- málum hér á landi. Þvert á móti má segja að í endurskoð- aðri hagspá ASÍ sé fremur reynt að draga fram það sem helst má telja jákvætt, eins og sést af fyrirsögn frétta- tilkynningar sem ASÍ sendi frá sér í gær: Hagkerfið tekur við sér. Tilefni þeirra orða er að ASÍ gerir ráð fyrir að hag- vöxtur í fyrra hafi verið 3,1%, en að hann lækki svo aftur á þessu ári í 1,5%, fari í 2% á því næsta og verði svo 1,4% árið 2014. Vissulega má segja að eftir samdrátt sé hagkerfið að taka við sér þegar tölurnar eru komnar réttum megin við núll- ið en eftir mikinn samdrátt er þó varla hægt að tala um hag- vöxt þegar tölurnar eru svo lágar. Enda er það svo að þrátt fyrir jákvæða fyrirsögn er margt í spá ASÍ sem sýnir þá dökku mynd sem því miður blasir við í efnahagsmálum þjóðarinnar. Af mörgu er að taka en eitt helsta vandamálið sem lesa má út úr tölunum eru fjárfestingar atvinnuveganna, eða öllu heldur skortur á þeim fjárfestingum. ASÍ spáir því að fjárfest- ingar atvinnuveganna aukist um 10-22% á ári á árunum 2011-2013. Þetta er langt und- ir því sem fjárfestingin gæti verið og þyrfti að vera til að standa undir þeim lífskjara- bata sem æskilegur væri í landinu. Að auki byggjast þessar tölur að hluta til á framkvæmdum sem ekki liggur endanlega fyrir hvort ráðist verð- ur í, enda hafa þær verið pólitísk bit- bein á milli ríkis- stjórnarflokkanna og ein- stakra ráðherra eða stjórnarliða. En þó að tölurnar fyrir árin 2011-2013 séu of lágar og óvissan um þær töluverð má segja að vandinn komi fyrst í ljós þegar horft er til ársins 2014. Það ár gerir ASÍ ráð fyrir að fjárfesting atvinnu- veganna vaxi aðeins um 0,6%, sem þýðir með öðrum orðum að hún standi í stað. Eitt af því sem skýrir þessa dökku spá er að afgreiðsla rammaáætlunar hefur tafist, eins og bent er á í hagspánni. Þar segir að óvissan sem ríki um afgreiðslu rammaáætl- unarinnar setji margar fram- kvæmdir í orkufrekum iðnaði í biðstöðu. Rammaáætlunin sé forsenda þess að hægt sé að taka ákvarðanir um frekari virkjanaframkvæmdir og fjár- festingar í orkufrekum iðnaði. Þetta er rétt, en forsendur aukinna fjárfestinga hjá at- vinnulífinu eru fleiri og ein sú helsta er almennt viðhorf stjórnvalda til atvinnulífsins. Þetta viðhorf birtist svo með ýmsum hætti, til að mynda í því hvort áhersla er lögð á að greiða fyrir framkvæmdum eða hvort þær eru tafðar. Ennfremur í því hvort skattar eru sífellt hækkaðir og frekari hækkunum hótað, eða hvort skattaumhverfi er hóflegt og stöðugt. Þegar allt leggst á eitt um að hindra vöxt at- vinnulífsins verður afleiðingin því miður sú sem sést í spá ASÍ fyrir fjárfestingu atvinnu- veganna árið 2014. Horfur í fjárfest- ingum atvinnuveg- anna eru dökkar að mati ASÍ} Tvö ár í stöðnun Netið hefurvaldið mikl- um breytingum í samskiptum manna og á hinum svokölluðu sam- skiptavefjum verð- ur líf margra eins og opin bók. Í gær var alþjóðlegur dagur netöryggis og flutti Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskiptasviðs fyrirtækisins Advania, af því tilefni fyr- irlestur um einkalíf og int- ernetið á málþingi á vegum Háskóla Íslands. Í sjónvarps- samtali við mbl.is sagði hann að fólk gerði sér oft ekki grein fyrir því hversu varan- legar upplýsingar væru á net- inu. „Allt þetta efni er geymt einhvers staðar,“ sagði hann. „Ef það er einu sinni komið í loftið þá sennilega verður það í loftinu.“ Umræða um persónuvernd og friðhelgi einkalífsins er síst of mikil í samfélaginu og finnst mörg- um skorta á virðingu fyrir henni. Í þeirri umræðu gleym- ist að oft eru það einstakling- arnir sjálfir, sem minnsta virðingu bera fyrir friðhelgi síns einkalífs og gæta ekki að því hvaða upplýsingar þeir bera á torg. Netið er vita- skuld mikið þing en það verð- ur að umgangast af varúð eins og alla aðra hluti. Á netinu er ekkert einkalíf. Oft bera einstak- lingarnir minnsta virðingu fyrir einka- lífi sínu} Einkalíf á netinu M aður heitir Ólafur Ragnar og er Grímsson. Hefur hann nú setið sem forseti Íslands í 16 ár, en aldrei hefur neinn bor- ið þann titil lengur. Þegar téður Ólafur Ragnar bauð sig fyrst fram var ég í 6. bekk í grunnskóla. Ég á fallega minn- ingu um vorferð á Þingvelli, þar sem við skóla- börnin sátum á Lögbergi og diskúteruðum hvern við myndum kjósa hefðum við kosn- ingarétt. Ekki man ég hvern ég taldi álitleg- astan, en man að bekkjarbróðir minn sagðist vilja kjósa Guðrúnu Pétursdóttur vegna þess að hún minnti svo á ömmu hans. Þetta var árið 1996 og síðan þá hefur Ólafur Ragnar meira og minna átt forsetaembættið. Ef hann situr eitt kjörtímabil enn þýðir það að ég og mínir jafnaldrar verðum komin á fertugsaldur þeg- ar við fáum í fyrsta sinn sem kjósendur raunverulegt val um að kjósa einhvern annan en Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta Íslands. Það er ekki eðlilegt. Útlit er hinsvegar fyrir að sú gæti orðið raunin því ef marka má undirskriftalista á netinu vilja hátt í 30 þús- und manns að Ólafur Ragnar fái að eiga forsetatitilinn áfram. Með því að bregðast ekki við þessari áskorun og segja af eða á um hvað hann ætlar sér heldur Ólafur Ragnar embættinu í gíslingu, því sú slæma hefð hefur myndast í íslenskum stjórnmálum að enginn trúverð- ugur bjóði sig fram gegn sitjandi forseta. Í ljósi þess hve þaulsætnir íslenskir forsetar eru er þessi hefð afar ólýð- ræðisleg. Þeir sem fara með völd eru gjarnir á að vilja hanga á þeim og finnast þeir sjálfir vera ómissandi, en það er ekki hollt að sami mað- urinn fari einn með eitt af valdamestu emb- ættum þjóðarinnar í 20 ár. Það er ekki hollt fyrir hann og það er ekki hollt fyrir sam- félagið. Forsetaembættið er ungt og ákvæði stjórnarskrár um það óljós, svo þeir sem gegna því hverju sinni hafa getað mótað það talsvert og túlkað. Ólafur Ragnar hefur nú þegar breytt eðli embættisins meira en for- verar hans gerðu, hann hefur gert það póli- tískara og í tvígang beitt málskotsréttinum sem áður var deilt um hvort væri raunveru- lega til staðar. Þetta eitt hefur efalaust áhrif á það hverjir bjóða sig fram. Því það er alveg ljóst að næsti forseti fær ekki að vera táknrænn „menningarforseti“ í friði heldur mun hann verða fyrir pólitískum þrýstingi um að beita málskotsréttinum, sem erfiðara verður að hafna en áður í ljósi fordæmisins. Það hvernig næsti forseti fer með embættið mun hafa talsvert um það að segja hvernig áhrif þessa verða til lengri tíma og sama hvort breytingarnar í tíð núverandi forseta njóta al- menns stuðnings eða ekki, þá ætti Ólafur Ragnar ekki að hafa einn frjálsar hendur um það að festa þær í sessi. Málflutningur margra þeirra sem skora á Ólaf Ragnar að sitja í 20 ár er á þá leið að það sé enginn annar. Árið 2011 voru 133.806 Íslendingar á aldrinum 35-70 ára. Ef aðeins einn maður í þessum hópi getur með sóma verið forseti horfir ekki vel fyrir þessari þjóð. Þá liggur ljóst fyrir að Ólafur þarf að sitja til dauðadags. una@mbl.is Una Sig- hvatsdóttir Pistill 133.806 manns – bara einn hæfur? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is A llir félagsmenn í Félagi leikskólakennara, sem starfa hjá Leikskólum Reykjavíkurborgar, missa 25% af yfir- vinnugreiðslum neysluhlés 1. apríl næstkomandi. Það á síðan að fella niður hjá þeim í áföngum eftir það. Haraldur Freyr Gíslason, for- maður Félags leikskólakennara (FL), segir þá hafa mótmælt þessu harðlega. „Málshöfðun er í und- irbúningi og við erum búin að til- kynna Reykjavíkurborg það form- lega að ef af verður munum við leita réttar okkar.“ Haraldur segir það liggja ljóst fyrir að aldrei hafi verið samið um niðurfellingu þessarar greiðslu. Leikskólakennarar í Reykjavík hefðu ekki samþykkt kjarasamn- ingana fyrir jól á þeim forsendum. Þrjár skrifuðu ekki undir Lilja Eyþórsdóttir, leik- skólastjóri hjá Klettaborg í Reykja- vík, ákvað að skrifa ekki undir upp- sagnarbréf í nafni stöðu sinnar og senda þeim starfsmönnum sínum sem eru í FL. „Ég veit að við vorum þrjár sem sendum ekki félögum í Leik- skólakennarafélaginu þetta bréf,“ segir Lilja aðspurð. Hver og einn leikskólastjóri hafi tekið sjálfstæða ákvörðun. Starfsmenn hennar fengu samt sem áður bréf með upp- sögn neysluhlés, frá næsta yf- irmanni fyrir ofan Lilju. Hún telur að með niðurfellingu greiðslunnar sé Reykjavík að brjóta gegn jafn- ræðisreglu og taldi sér því ekki stætt á að skrifa undir bréf sem mismunaði starfsmönnum hennar á þennan hátt. „Málið, að mínu mati, snýst um að það er ekki verið að fella neyslu- hléið niður hjá öllum starfsmönnum leikskólanna, sem fengu það á sín- um tíma, allir jafnt. Heldur ein- göngu hjá félagsmönnum í Félagi leikskólakennara,“ segir Lilja. Hin- ir starfsmenn leikskólanna, sem séu í fimm stéttarfélögum, haldi allri neysluhlés-greiðslunni. Hún segir aðspurð að hlutfall leikskólakennara í FL, innan leik- skólans sé tæp 30% af starfs- mannafjölda. „Þannig að í mínum huga er þetta gríðarlegt ójafnræði.“ Lilja segir málið ekki snúast um hver eigi að sitja með börn- unum í hádegistíma. Neysluhlé hafi verið sett á árið 2007 jafnt á alla starfsmenn sem höfðu sömu for- sendur. Það felst í því að vera í vinnunni á ákveðnum tíma dagsins og borða með börnunum. Leik- skólakennarar sem ætli að taka sér hádegishlé, þurfi að lengja sinn vinnutíma sem nemur því. Orðið „neysluhlé“ sé yfirvinna í formi 10 tíma. „Það voru forsendurnar. Óháð því hvaða stéttarfélagi þeir til- heyrðu,“ segir Lilja. Höfðu tækifæri til að bóka Hún gagnrýnir að Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi beri það fyrir sig að gerður hafi verið samn- ingur við FL sem feli í sér að með þeim kjarahækkunum sem samið var um dytti neysluhléið hjá fé- lagsmönnum í FL út. „Grundvall- aratriðið er að það er engin bókun um þetta í kjarasamningum og ef Reykjavíkurborg hefði viljað setja þetta sem skilyrði fyrir þessum samningum þá hafði hún algjörlega fullt frelsi til að setja fram bókun sína sem sveitarfélag inn í kjara- samninga um að þetta stæði til. En þau gerðu það ekki. Þar af leiðandi lít ég svo á sem leikmaður að það hafi ekki verið samið um það. Enda hefðu félagsmenn hér í Reykjavík þá varla samþykkt slíka samninga.“ Málshöfðun verði neysluhlé afnumið Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikskólinn Leikskólakennarar í Reykjavík berjast fyrir því að halda neysluhlésgreiðslum sem borgin hefur samþykkt að afnema í áföngum. Bjarni Brynj- ólfsson, upp- lýsingastjóri Reykjavík- urborgar, segir búið að ákveða að færa neyslu- hlés- greiðslur leikskóla- kennara í Reykjavík niður í áföng- um í tengslum við launahækkanir. „Það þýðir að þeir verða betur launaðir en aðrir leikskólakenn- arar. Út samningstímabilið,“ segir Bjarni. Alltaf hafi verið skýrt í um- ræðum af hálfu Reykjavíkuborgar að greiðslan félli niður ef samn- ingurinn yrði samþykktur. Um það vísar Bjarni aðspurður til orða mannauðsstjóra borg- arinnar. Bjarni segir ekki rétt að verið sé að mismuna starfs- mönnum leikskóla með niðurfell- ingu greiðslunnar hjá leik- skólakennurum, þar sem þeir hafi fengið umtalsvert meiri kjarabæt- ur en önnur stéttarfélög. Á betri laun- um en hinir NEYSLUHLÉ Í LEIKSKÓLUM Bjarni Brynjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.