Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Brennimelslína sem hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur hafnað að verði endurnýjuð innan marka sveitarfé- lagsins er hugsuð til að auka öryggi og flutningsgetu raforkukerfisins á suðvesturhorninu. Hún nýtist nú fyrst og fremst sem öryggistenging, þegar aðrar bregðast, en í framtíð- inni verður þörf á henni við aukna eftirspurn eftir raforku á Suðvest- urlandi, ekki frekar á Grundartanga en annars staðar á svæðinu. Landsnet hefur verið að byggja upp 400 kílóvolta línur á milli virkj- ana á Suðurlandi og stærstu notenda sem eru á höfuðborgarsvæðinu og í Hvalfirði. Guðmundur Ingi Ás- mundsson, aðstoðarforstjóri Lands- nets, segir að það sé gert til þess að ekki þurfi að fjölga háspennulínum. Liður í spennuhækkun Eftir er að stækka línuna sem liggur frá Geithálsi að Bennimel við Grundartanga, til að loka þessum hring. Landsnet hefur kynnt sveit- arfélögunum áform sín og óskað eft- ir að gert verði ráð fyrir 400 kílóvolta línu í aðalskipulagi í stað 220 kV lín- unnar sem fyrir er. Sú eldri verður rifin eftir að ný lína með hærri spennu hefur verið byggð við hlið hennar. Ljóst er að framkvæmdin mun þurfa að fara í umhverfismat. Hreppsnefnd Kjósarhrepps brást illa við beiðni Landsnets og hafnaði hugmyndunum alfarið í ályktun sem birt var á vef hreppsins. Þau rök eru færð fram að hreppsnefndin sé alfar- ið á móti aukinni mengandi iðnaðar- uppbyggingu í Hvalfirði og telji að starfsemin á Grundartanga hafi þeg- ar valdið íbúum og fasteignaeig- endum í Kjósarhreppi ómældu tjóni. Forgangsverkefnið sé að draga úr umhverfisáhrifum þegar starfandi iðnfyrirtækja á Grundartanga. Nú er það svo að fyrirtækin á iðn- aðarsvæðinu á Grundartanga fá orku sína eftir annarri línu, sem ligg- ur frá Sultartangavirkjun, yfir há- lendið og að Brennimel. Línan sem fer um Kjós og Hvalfjarðarsveit liggur þvert á flutningsleiðir og tengir saman höfuðborgarsvæðið og Hvalfjörð. Guðmundur Ingi segir að lítill flutningur sé um hana við eðli- leg skilyrði en þegar bilanir komi upp þurfi þessi hringtenging að vera virk. Þá þurfi að hugsa til aukinnar eftirspurnar í framtíðinni og það geti alveg eins orðið í Hafnarfirði eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu eins og á Grundartanga. Spyrna við fótum Hann tekur fram að það sé lög- bundin skylda Landsnets að flytja orkuna og fyrirtækið geti ekki blandað sér í deilur milli sveitarfé- laga eða í stjórnmálaumræðu. Guðmundur Davíðsson, oddviti Kjósarhrepps, segir að hrepps- nefndin hafi lagt saman tvo og tvo þegar kynnt voru áform um aukna flutningsgetu Brennimelslínu í fram- haldi af stækkun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga og fengið út fjóra. „Eitt leiðir af öðru. Þegar búið er að styrkja flutningskerfið kemur næsta mál á dagskrá. Ályktun hrepps- nefndar felur í sér að menn vilja spyrna aðeins við fótum, benda á að ekki er sjálfgefið að halda áfram og stækka og stækka á Grundartanga,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að þótt iðnaðar- svæðið á Grundartanga sé í öðru sveitarfélagi snerti það hagsmuni íbúa Kjósarhrepps mjög. Stutt sé á milli. Skipaumferð hafi stóraukist og mengun aukist. Kjósarhreppur hafi skilgreint sig sem landbúnaðarhérað og það samrýmist illa aukinni stór- iðjuuppbyggingu. Þá nefnir oddvitinn að háspennu- línan fari yfir eignarlönd allmargra jarða í Kjósarhreppi og stækkun lín- unnar kalli á stærra helgunarrými. Bændur tapi því miklu landi. Hreppsnefndin hefur óskað eftir að heyra afstöðu landeigenda til beiðni Landsnets um breytt aðalskipulag. Sveitarstjórn hefur skipulags- valdið og línan verður ekki end- urnýjuð nema hún samrýmist skipu- lagi. „Ég á von á því að menn tali saman um þetta,“ sagði Guðmundur þegar hann var spurður um fram- haldið. Mál Landsnets og Kjósar „Þetta er bara þeirra afstaða. Ég get ekkert um hana sagt,“ segir Sig- urður Sverrir Jónsson, oddviti Hval- fjarðarsveitar. Iðnaðarsvæðið á Grundartanga er innan sveitar- félagsins en Faxaflóahafnir eiga landið og útvega fyrirtækjunum þjónustu. Sigurður Sverrir segir að Landsnet hafi kynnt fyrir sveit- arstjórninni þrjár útfærslur um legu Brennimelslínu innan Hvalfjarð- arsveitar. Þau mál fái umfjöllun í sveitarstjórn og umhverfis-, skipu- lags- og náttúruverndarnefnd. Lega línunnar í Kjós sé málefni Landsnets og Kjósarhrepps. Öryggistenging um Hvalfjörð  Hreppsnefnd Kjósarhrepps hafnar endurnýjun háspennulínu til að mótmæla stóriðju  Tengir sam- an meginflutningsleiðir til Suðvesturlands  Ekki áhrif á atvinnuuppbyggingu á Grundartanga í bráð 400 kílóvolta hringurinn Brennimelur Sultartangi BúrfellSandskeið Geitháls Reykjavík Akranes Borgarnes Selfoss Hveragerði Stokkseyri EyrarbakkiÞorlákshöfn Laugarvatn Flúðir Grunnkort/Loftmyndir ehf. 400 kV lína rekin á 220 kV Ný 400 kV lína (eldri lína rifin) Morgunblaðið/ÞÖK Háspenna Brennimelslína tengir saman aðalflutningslínur. Afstaða hreppsnefndar Kjós- arhrepps til endurnýjunar Brennimelslínu hefur ekki áhrif á áform um uppbyggingu á iðn- aðarsvæðinu á Grundartanga næstu árin, að mati Gísla Gísla- sonar, hafnarstjóra Faxaflóa- hafna. Hann telur að skoða þurfi betur áhrifin til lengri tíma. „Þótt við berum virðingu fyrir ályktunum þessa 210 manna sveitarfélags þarf að horfa til mikilvægis innviða samfélags- ins, eins og flutnings á raforku sem nær yfir mörg sveitarfélög. Þetta sýnir þá bútasaums- stjórnsýslu sem við búum við. Um það fáum við engu ráðið en æðri stjórnvöld ættu að íhuga hvort málin eru í réttum far- vegi,“ segir Gísli. Nokkur uppbygging á sér stað á iðnaðarsvæðinu á Grund- artanga, í skjóli tveggja stór- iðjufyrirtækja. Það eru meðal annars fóðurverksmiðja og þrjú verkstæði og nú er verið að byggja upp verksmiðjur til end- urvinnslu á stáli og álgjalli. Þessi fyrirtæki eru miklu minni en stóriðjan. Fleiri fyrirtæki hafa sýnt áhuga á lóðum. Gísli mótmælir sérstaklega þeirri fullyrðingu sem fram kemur í ályktun hreppsnefndar Kjósarhrepps að starfsemin á Grundartanga hafi valdið íbúum og fasteignaeigendum ómældu tjóni. Segir hann óviðunandi að slíkum fullyrðingum sé kastað fram án þess að þeim fylgi nokkur haldbær rök. Ekki áhrif á uppbyggingu IÐNAÐARSVÆÐIÐ STÆKKAÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hagvöxtur varð meiri í fyrra en bú- ist var við og hann er áætlaður 3,1%, samkvæmt endurskoðaðri hagspá hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ) fyrir árin 2012-2014. „Okkur sýnist að það versta sé að baki og við spáum hagvexti út spá- tímabilið, en hann verður ekki mjög kröftugur,“ sagði Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ. Hann sagði að miðað við hagspá ASÍ frá liðnu hausti hefði viðsnún- ingurinn í fyrra verið heldur kröft- ugri en gert var ráð fyrir. Hagvöxtur þá upp á 3,1% skýrist bæði af heldur meiri einkaneyslu og útflutningi en gert hafði verið ráð fyrir. „Það er ekki mikil breyting á hag- vaxtarspánni fyrir árin 2012 til 2014. Við spáum frekar veikum hagvexti, 1,4% til 2%,“ sagði Ólafur Darri. Hann segir það neikvæðasta í spánni líklega vera að verðbólguhorfur séu heldur lakari nú en þær voru í októ- ber 2011. Hagspáin gerir ráð fyrir að verðbólgan verði 5,1% í ár. Hún muni svo minnka smám saman og verðbólgumarkmið (2,5%) nást í árs- lok 2013. Ólafur Darri sagði ákveðin vonbrigði felast í dræmum horfum varðandi auknar fjárfestingar en spá um þær byggist á sömu forsendum og spá ASÍ í október. „Þrátt fyrir að gerðardómur hafi fallið í Svíþjóð varðandi Helguvík [í máli HS Orku og Norðuráls] þá sýn- ist okkur það mörg ljón í veginum að við erum ekki með álversverkefnið í Helguvík inni,“ sagði Ólafur Darri. Hagspáin gerir ráð fyrir því að fram- kvæmdum við endurbætur á ál- verinu í Straumsvík og við tengd orkuver ljúki í árslok 2014. Þá er gert ráð fyrir að framkvæmdum við kísilver í Helguvík seinki lítillega og þær hefjist af fullum krafti á fyrri hluta þessa árs. Ef hins vegar yrði af framkvæmdum við álver í Helguvík og tengd orkuver myndi það hafa sýnileg áhrif til aukningar á hag- vexti, að sögn Ólafs Darra. Staða heimilanna batnar hægt samkvæmt hagspánni. Ráðstöfunar- tekjur hafa verið að aukast vegna launahækkana og tímabundinna að- gerða til stuðnings skuldugum heim- ilum. Ólafur Darri sagði gert ráð fyr- ir því að launahækkanir yrðu áfram en heldur minni en árið 2011. Stuðn- ingur við skuldug heimili er tíma- bundinn að hluta, þ.e. viðbótarvaxta- bætur árin 2011 og 2012. Þegar dregur úr honum er gert ráð fyrir að það dragi úr svigrúmi heimilanna. Einkaneysla mun halda áfram að aukast en líklega hægir á þegar stuðningurinn minnkar. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé svört spá, því við gerum ráð fyrir að einkaneyslan aukist og ráð- stöfunartekjur hækki, en þetta er frekar veikur bati,“ sagði Ólafur Darri. Spáin gerir ráð fyrir að gengi krónunnar styrkist um 5% á spátím- anum. Ólafur Darri sagði veikingu gengisins frá því í október hafa kom- ið á óvart. Það ætti eftir að koma í ljós hvort um væri að ræða árstíða- bundna sveiflu eða hvort krónan væri í veikingarfasa. Hagvexti spáð til ársloka 2014  Hagspá ASÍ gerir ráð fyrir 5,1% verðbólgu í ár og að hún fari undir verðbólgumarkmið í lok 2013  Staða heimilanna batnar hægt samkvæmt hagspánni en einkaneysla mun halda áfram að aukast Morgunblaðið/Golli Framkvæmdir Gert er ráð fyrir endurbótum í Straumsvík og kísilveri í Helguvík í hagspánni. Ef þar að auki yrði af framkvæmdum við álverið í Helguvík og tengd orkuver þá myndi það hafa sýnileg áhrif til aukningar á hagvexti. Hagspá ASÍ 2012-14 » Staðan á vinnumarkaði verður áfram erfið en spáð er hægum bata. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði 4,9% í lok ársins 2014. » Gert er ráð fyrir að kaup- máttur ráðstöfunartekna heimilanna hafi vaxið um 6,5% í fyrra. Spáð er 2,2% vexti á þessu ári, 1,1% árið 2013 og 2,1% árið 2014. » Skuldir heimilanna hafa minnkað síðustu tvö ár. Búast má við að þær haldi áfram að minnka. Staða margra verður þó þröng vegna skulda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.