Morgunblaðið - 23.02.2012, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 3. F E B R Ú A R 2 0 1 2
Stofnað 1913 45. tölublað 100. árgangur
MITT HLUTVERK
ER AÐ SKILA
TÖFRUNUM
ÞRÍR AF FIMM
STUDDU VAXTA-
ÁKVÖRÐUN
MAÐUR VERÐUR
VÍKINGUR AF
ÞVÍ AÐ HJÓLA
VIÐSKIPTI OG FINNUR.IS HJÓLAR 28 KM Á DAG 10SIMONE KERMES Í HÖRPU 34
Fálkinn Gústi er nú í Húsdýragarðinum eftir að hafa
lent í grút fyrir utan Grundarfjörð. Feðgarnir Gústav
Ívarsson og Gústav Alex Gústavsson í Grundafirði tóku
eftir fálkanum á leið heim frá vinnu og sáu að hann gat
ekki hafið sig til flugs. Þeim tókst að ná fálkanum með
því að kasta úlpu yfir hann, grípa í fæturna og hlaupa
með hann í bíl. Feðgarnir höfðu samband við Náttúru-
stofu Vesturlands og fuglinn var fluttur í Húsdýragarð-
inn þar sem hann verður þrifinn. Jón Gíslason dýra-
hirðir segir að fálkanum verði gefið að éta áður en
hann verður baðaður, líklega í dag eða á morgun. Eftir
baðið verður fuglinn settur í útibúr í Húsdýragarð-
inum. Þar mun hann safna kröftum þar til honum verð-
ur sleppt.
Morgunblaðið/Ómar
Grútarblautur Gústi settur í bað
Feðgar björguðu fálka sem lenti í vandræðum
Hreiðar Már Sigurðsson, fv. forstjóri
Kaupþings, er m.a. ákærður fyrir
umboðssvik með því að hafa misnotað
aðstöðu sína sem forstjóri bankans
þegar hann fór út fyrir heimildir sín-
ar til lánveitinga. Varðar ákæran þá
ákvörðun að láta bankann veita
eignalausu félagi á Tortola, í eigu Als
Thanis, sjeiks í Katar, 50 millj. dala
lán án þess að lánið væri tryggt og án
samþykkis lánanefndar bankans.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í ákæru embættis sérstaks sak-
sóknara á hendur þeim Hreiðari Má,
Sigurði Einarssyni, fv. stjórnarfor-
manni Kaupþings, Ólafi Ólafssyni,
eiganda Samskipa, og Magnúsi Guð-
mundssyni, bankastjóra Kaupþings í
Lúxemborg. guna@mbl.is »4
Stjórn-
endur
ákærðir
Ákært vegna Katar-
fléttu Kaupþings
Áform eru um
að reisa nýja 16-
18.000 fermetra
verslunar- og
þjónustumiðstöð
við hringveginn
rétt vestan við
Selfoss. Undir-
búningur er
kominn langt á
veg og er stefnt á
að hefja framkvæmdir eins fljótt og
auðið er.
Miðstöðin hefur hlotið heitið
Miðja Suðurlands og verður á sex
hektara lóð á mótum Biskups-
tungnabrautar og Suðurlands-
vegar. Hún er hönnuð til að passa
við nýja Suðurlandsveginn þegar
hann kemur fyrir austan Selfoss. Ef
af byggingunni verður er um að
ræða stærstu þjónustumiðstöð í
sögu Suðurlands. »15
Ný verslunar- og
þjónustumiðstöð
vestan við Selfoss
Ölfusárbrú
Í niðurstöðum
viðhorfskönn-
unar á meðal
starfsmanna
Reykjavík-
urborgar kemur
fram að starfs-
menn eru ekki
jafnsáttir í starfi
árið 2011 og þeir
voru 2009. Það
ár höfðu flestar
einkunnir fyrir þætti sem mældir
eru hækkað frá árinu á undan.
Nokkrir þættir sem spurt var um
ná ekki 7 í heildareinkunn, þeirra á
meðal starfsöryggi, sem lækkar
hvað mest. Sérstaka athygli vekur
að mun færri hafa farið í starfs-
mannaviðtöl 2011 en 2009.
Oddviti sjálfstæðismanna segir
að borgarstjórn beri að taka nið-
urstöðurnar alvarlega. »16
Borgarstarfsmenn
ósáttari í starfi
Borgarstjórn ræddi
málið á þriðjudag.
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Lögum samkvæmt getur ákærandi
afturkallað ákæru allt þar til dómur
fellur. Það er dálítið sérkennileg
staða og talsvert virðingarleysi við
vinnu allra ef það yrði gert alveg á
hinsta degi. Ég vona að það fari að
komast botn í þetta, að minnsta kosti
áður en aðalmeðferðin hefst,“ segir
Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari
Alþingis, um þingsályktunartillögu
um afturköllun ákærunnar á hendur
Geir H. Haarde sem er nú til af-
greiðslu í þingnefnd.
Aðalmeðferð í landsdómsmálinu á
að hefjast í Þjóðmenningarhúsinu
mánudaginn 5. mars nk. Sigríður seg-
ir þá dagsetningu standa og stefnt sé
að því að klára málið á tveimur vikum.
Reiknað er með að vitnaleiðslum
verði lokið 13. mars. Vitni í málinu eru
yfir fimmtíu talsins og er nú unnið að
því að boða þau fyrir dóminn. Und-
irbúningur málsmeðferðarinnar
gengur ágætlega að sögn Sigríðar en
hún hefði viljað að Alþingi væri búið
að afgreiða þingsályktunartillöguna
um afturköllun ákærunnar.
Ákaflega önugt
„Það væri æskilegt að hún klárað-
ist sem allra fyrst og hefði verið enn
betra ef málið hefði klárast fyrir ein-
hverju síðan svo við vissum nákvæm-
lega í hvaða sporum við værum. Það
er ákaflega önugt að það sé lögð mikil
vinna og miklir peningar í mál sem
yrði afturkallað daginn sem dómur-
inn á að falla. Að sjálfsögðu hefði ver-
ið praktískast að búið hefði verið að
afgreiða þetta fyrir einhverju síðan. Í
sjálfu sér breytir þetta engu um vinn-
una, menn undirbúa sig fyrir málið og
svo kemur hitt í ljós,“ segir Sigríður.
Enn verið að skoða málið
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
Alþingis er með þingsályktunartil-
lögu Bjarna Benediktssonar um
afturköllun ákærunnar til meðferðar.
Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, er formaður
nefndarinnar og segist hún ekkert
geta sagt um hvenær málið verður af-
greitt úr henni. „Við erum enn að
skoða málið.“
Valgerður vonast til að málið verði
búið fyrir 5. mars. Hún sagði í viðtali í
Morgunblaðinu á þriðjudaginn að það
sem tefði m.a. að málið færi úr nefnd-
inni væru ákveðnar spurningar sem
verið væri að ræða og að leita svara
við því hvort þingmenn sem eru á
vitnalista væru hugsanlega vanhæfir.
Virðingarleysi við vinnu allra
Saksóknari Alþingis segir að það yrði virðingarleysi við vinnu allra ef Alþingi
afturkallaði ákæruna á hendur Geir H. Haarde á hinsta degi aðalmeðferðarinnar
Sigríður J.
Friðjónsdóttir
Valgerður
Bjarnadóttir
Pawel Bartoszek hyggst ekki taka
þátt í boðuðum fundi stjórnlagaráðs
í mars. Hann er fyrrverandi for-
maður nefndar á vegum stjórnlaga-
ráðs sem fór með endurskoðun
stjórnarskrárinnar. Pawel rök-
studdi þessa ákvörðun í símaviðtali
frá Póllandi í gærkvöldi en hann er
afar ósáttur við meðferð þingsins
og óttast að lítið verði að marka
þjóðaratkvæðið í sumar. »14
Tekur ekki þátt í
fundi stjórnlagaráðs