Morgunblaðið - 23.02.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.02.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012 Stjórn Fjármálaeftirlitsins ætlaðisér að gefa forstjóra þess einn virkan dag til að svara ásökunum um áratugagömul atvik, sem hugs- anlega gætu leitt til brottrekstrar hans nú.    Hún sá að sér ogframlengdi frestinn um fáeina daga.    En þá bætti húnþví við að nú hefðu mál þróast þannig að ekki yrði komist hjá því að reka forstjórann úr starfi.    Fyrst forstjórinn stendur frammifyrir gerðum hlut, út á hvað gengur þá andmælandaréttur hans?    Ef rétt er skilið þá telur stjórnFjármálaeftirlitsins að Gunnar Andersen hafi ekki svarað spurn- ingu frá FME hundrað prósent rétt árið 2001. Þess vegna vill það reka hann samstundis, 11 árum síðar!    Stjórn FME sorterar undir sóma-manninn Steingrím J. Sigfús- son. Hann hefur verið bærilega virk- ur í stjórnmálum öll þessi sömu 11 ár. Gunnar Andersen er talinn hafa svarað einni spurningu loðið fyrir 11 árum.    Ef finna ætti af öryggi að Stein-grímur hefði örugglega sagt satt svo sem einu sinni á dag á hverju og einu af þessum 11 árum, þyrfti að fá Flugbjörgunarsveitina til leitarinnar og helst með þraut- þjálfaða hunda, með lyktarskyn sem ræður við dýpstu snjóflóð.    Sennilega yrði uppskeran þó rýr. Gunnar Andersen Ein ósannindi verri en 3015? STAKSTEINAR Steingrímur J. Veður víða um heim 22.2., kl. 18.00 Reykjavík 4 léttskýjað Bolungarvík 1 alskýjað Akureyri 0 skýjað Kirkjubæjarkl. 2 léttskýjað Vestmannaeyjar 5 heiðskírt Nuuk -5 skafrenningur Þórshöfn 6 skýjað Ósló 3 heiðskírt Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 5 alskýjað Helsinki 0 snjókoma Lúxemborg 7 heiðskírt Brussel 7 heiðskírt Dublin 12 skýjað Glasgow 12 skýjað London 8 skúrir París 7 heiðskírt Amsterdam 7 heiðskírt Hamborg 7 skýjað Berlín 8 skýjað Vín 7 heiðskírt Moskva -2 snjókoma Algarve 13 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 13 léttskýjað Róm 16 léttskýjað Aþena 10 skúrir Winnipeg -6 snjókoma Montreal 5 skýjað New York 10 heiðskírt Chicago 2 alskýjað Orlando 22 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:58 18:26 ÍSAFJÖRÐUR 9:10 18:23 SIGLUFJÖRÐUR 8:54 18:06 DJÚPIVOGUR 8:29 17:53 Þrír karlmenn sem ákærðir eru fyrir tilraun til manndráps neituðu sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn þeirra er ákærður fyrir að hleypa tvívegis af haglabyssu að bif- reið sem í sátu tveir menn í Bryggju- hverfinu í Reykjavík 18. nóvember síðastliðinn. Hinir tveir eru ákærðir fyrir hlutdeild í árásinni. Með hátt- semi sinni eru mennirnir taldir hafa stofnað lífi og heilsu mannanna tveggja í augljósan háska. Athygli vakti að tveir mannanna voru leiddir fyrir dómara vel járn- aðir, þ.e. í handjárnum festum við belti, og í fylgd lögreglumanna en þriðji maðurinn gekk án handjárna í fylgd fangavarða. Telja má líklegt að viðbúnaður sem þessi sé vegna þess að mennirnir eru taldir tengjast vél- hjólasamtökum sem hér á landi starfa, og eru talin til skipulagðra glæpasamtaka. Lögreglumenn tóku heldur aldrei augun af mönnunum á meðan þeir voru í dómsal. Í ákærunni segir að mennirnir þrír, Axel Már Smith, Kristján Hall- dór Jensson og Tómas Pálsson Ey- þórsson, hafi mælt sér mót við fjórða mann á bifreiðastæði við bifreiðasöl- una Höfðahöllina á Tangarbryggju. Hafi það verið vegna ágreinings um fjárskuld. Kristján Halldór Jensson hafi skotið úr haglabyssu einu skoti í átt- ina að bílnum með fjórða manninum og félaga hans, en ekki hæft. Þegar bifreiðinni var ekið á brott veittu Kristján, Axel og Tómas honum eft- irför og skaut Kristján Halldór öðru skoti út um glugga bifreiðarinnar. Við skotið brotnaði afturrúða hins bílsins og miklar skemmdir urðu á honum. Aðalmeðferð í málinu fer fram 6. og 7. mars næstkomandi. Morgunblaðið/Golli Sakborningur Lögreglumenn færa Kristján Halldór Jensson í dómsal. Neituðu sök í skotárásarmáli  Mikill viðbúnaður lögreglu í dómsal Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Norðurlands eystra yfir karl- manni sem grunaður er um tilraun til manndráps. Ástæðan var sú að farið var fram á varðhald á grund- velli rannsóknarhagsmuna en ekki almannahagsmuna. Um er að ræða mál sem kom upp á Þórshöfn 11. febrúar sl. en mað- urinn, sem er rétt yfir tvítugu, braust inn til manns sem fæddur er árið 1941 og veittist að honum. Meðal annars notaði hann munn- hörpu sem hnúajárn. Fórnarlambið hlaut heilablæð- ingu og mar eða bjúg á heila, en að auki hafi það kinnbeins-, nef- og rif- brotnað og hlotið fjölmarga aðra áverka. Í dómi Hæstaréttar segir að rannsóknin sé langt á veg komin, og því séu ekki lagaskilyrði um rannsóknarhagsmuni uppfyllt í málinu. Notaði munnhörpu sem hnúajárn Til hamingju með framúrskarandi árangur Við óskum Ágústu Ýri Sveinsdóttur til hamingju með þær viðurkenningar sem hún hlaut á nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur, fyrir að hafa náð bestum árangri allra nemenda á sveinsprófi í rafvirkjun síðastliðið sumar. Ágústa lauk starfsnámi sínu hjá álverinu í Straumsvík undir handleiðslu meistara síns Rúnars Pálssonar en hann hefur starfað hjá álverinu í ríflega 40 ár. Metnaður Ágústu er okkur öllum hvatning. Rio Tinto Alcan Straumsvík Pósthólf 244 222 Hafnarfjörður Sími 560 7000 www.riotintoalcan.is Ágústa ásamt meistara sínum Rúnari Pálssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.