Morgunblaðið - 23.02.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012
Morgunblaðið/Kristinn
Vel útbúinn Hér er Hlynur í fullum herklæðum og viðbúinn öllum veðrum, með brettagleraugu og í hlífðargalla.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég hjóla á hverjum degibæinn á enda til að kom-ast í vinnuna og svo afturheim, en ég bý í Sel-
áshverfi og vinnan mín er á Granda-
vegi, vestur í bæ. Þessi leið er fjórtán
kílómetrar svo ég hjóla 28 kílómetra
hvern dag,“ segir Hlynur Stefánsson
sem hefur ekki sleppt því að hjóla í
vinnuna einn einasta vinnudag síðan
hann byrjaði á þessu fyrir rúmu ári.
„Ég tók upp á þessu til að verða
mér úti um daglega hreyfingu en það
er heilmikil líkamsrækt fólgin í því
að hjóla 28 kílómetra á dag. Mér
fannst líka ástæðulaust að reka bíl
sem stóð allan daginn fyrir utan
vinnuna mína. Ég seldi því aukabíl-
inn á heimilinu, til að spara pening,
en við eigum ennþá fjölskyldubíl sem
frúin er á. Ég reiknaði út að það
kostaði mig hátt í hundrað þúsund á
Maður verður vík-
ingur af því að hjóla
Hann hjólar á hverjum degi til og frá vinnu, samtals tæplega þrjátíu kílómetra,
og sparar með því peninga. Hann er orðinn háður þessum lífsstíl sem færir hon-
um heilsubætandi hreyfingu og nú stefnir hann á að hjóla Laugaveginn í sumar.
Morgunblaðið/Kristinn
Tvö hjól Hlynur með bæði hjólin sín, fjallahjólið hvíta og rafhjólið bláa.
Ekki veitir af að skerpa á heila-
starfseminni við og við og er vefsíðan
sporcle.com tilvalin til þess. En þar
er að finna ýmiss konar sniðugar
þrautir og krefjandi verkefni sem sjá
til þess að heilinn fái engan frið.
Orðaleikir og orðarugl er vinsælt
en ein þrautin byggist á því að fylla
inn í heiti þekktra ævintýra.
Skemmtilegt og krefjandi um leið.
Fyrir þá sem eru vel að sér í ártölum
er líka sniðugt að takast á við alls
konar spurningar frá ákveðnum ára-
tug. Það er örugglega hægt að æfa
sig vel fyrir ýmiss konar spil og leiki
með þessu. Einna vinsælasti leik-
urinn á Sporcle er þó sá sem maður á
að fylla inn eins mörg heiti á löndum í
Evrópu og maður getur á sjö mín-
útum. Þetta er nokkuð krefjandi og
alls ekki jafn auðvelt og það hljómar
enda tifar klukkan. Prófaðu bara og
sjáðu hvernig þér gengur.
Vefsíðan www.sporcle.com
Landakort Hversu mörg lönd getur þú nefnt undir tímapressu?
Skemmtilegt heilabrak
Styrktarfélagið Göngum saman, sem
stofnað var árið 2007, stendur fram að
páskum fyrir reglulegum fræðslu-
fundum. Fundirnir eru ætlaðir almenningi
og þar kynnt gildi rannsókna sem beinast
að því að skilja eðli og uppruna brjósta-
krabbameins. Fæðslufundirnir kallast
„Vísindi á laugardegi – Göngum saman í
leit að lækningu á brjóstakrabbameini.“
Laugardaginn 25. febrúar kl. 13 hefst
næsti fundur. Þar mun rannsóknahópur
Þórarins Guðjónssonar og Magnúsar
Karls Magnússonar taka á móti gestum í
Læknagarði og segja frá stofn-
frumurannsóknum og brjóstakrabba-
meini.
Endilega …
… sækið
fræðslufund
Morgunblaðið/Golli
Félag Lagt af stað í Öskjuhlíð.
Landssamtök hjólreiðamanna standa
fyrir málþingi nú á föstudaginn, 24.
febrúar. Á málþinginu verður fjallað
um tækifærin sem fólgin eru í hjóla-
ferðamennsku, hver staðan er á Ís-
landi núna og hvað við þurfum að
gera til að geta nýtt þessi tækifæri.
Málþingið er liður í verkefninu
Hjólaleiðir á Íslandi sem er sam-
starfsverkefni fjölmargra aðila, um
að skilgreina landsnet hjólaleiða á Ís-
landi og fleira því tengt. Fjöldi fyrir-
lesara mun halda erindi og eru um-
ræðuefnin meðal annars erlendir
hjólaferðamenn á Íslandi og ýmsar
lausnir er varða hjólastíga.
Bein útsending á netinu
Allar nánari upplýsingar má nálg-
ast á vefsíðu Landssamtaka hjól-
reiðamanna lhm.is. Þar er hægt að
skrá sig til hádegis í dag en mál-
þingið fer fram í Eflu verkfræðistofu,
Höfðabakka 9, og hefst klukkan
10:30 í fyrramálið. Þeir sem eiga
lengra að sækja geta fylgst með mál-
þinginu í beinni útsendingu á netinu í
gegnum vefsíðu samtakanna.
Málþing Landssamtaka hjólreiðamanna
Margvísleg tækifæri í hjóla-
ferðamennsku á Íslandi
Hjólað Margir nýta sér hjólið sem samgöngutæki allan ársins hring.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Eftir nokkurra ára hlé hefur Leik-
félagið sunnan Skarðsheiðar tekið
saman á ný. Leikfélagið sam-
anstendur af áhugaleikurum frá Hval-
fjarðarsveit og eru þau um þessar
mundir að setja upp leikrit undir leik-
stjórn Margrétar Eirar sem ber heitið
„Ef ég væri gullfiskur“ eftir Árna Ib-
sen. En leikritið er farsi sem snýst
um fjölskyldudrama, peninga,
framhjáhald og drykkju.
Leikritið verður sýnt að Hlöðum í
Hvalfjarðarsveit helgina 24.-25. febr-
úar 2012 og hefst sýningin kl. 20:00.
Miðaverð er kr. 2000 fyrir full-
orðna og kr. 1000 fyrir börn yngri en
12 ára. Hægt er að hringja og panta
miða hjá Guðjóni Sigmundssyni, þ.e.
Gaua litla, framkvæmdastjóra Hlaða í
síma 660-8585 eða á gaui@gauilitli-
.is. Fylgjast má með leikfélaginu og
sýningum þess á Facebook-síðu fé-
lagsins undir nafni þess.
Leikfélagið sunnan Skarðsheiðar
Hlaðir Félag áhugaleikara úr Hvalfjarðarsveit setur upp leikrit Árna Ibsen.
Farsi settur á
svið á Hlöðum