Morgunblaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012
Sigrún Rósa Björnsdóttir
Hjörtur Guðmundsson
Meirihluti viðstaddra þingmanna á Alþingi
samþykkti í gær með 30 atkvæðum gegn 15
þingsályktunartillögu um að stjórnlagaráð
verði kallað saman á ný til fundar í mars til þess
að ræða það hvort gera þurfi frekari breytingar
á frumvarpi þess að nýrri stjórnarskrá sem ver-
ið hefur til meðferðar í þinginu.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, sagðist fyrir atkvæðagreiðsl-
una efins um að um væri að ræða skref fram á
við og sæti því hjá. Sautján þingmenn voru fjar-
verandi við atkvæðagreiðsluna.
Hart hefur verið deilt um málið í þinginu.
Hafa bæði þingmenn Sjálfstæðisflokks og flest-
ir þingmenn Framsóknarflokks gagnrýnt
vinnubrögð meirihlutans í málinu harðlega.
Verkefnið væri óskýrt, lítið sem ekkert unnið
og þarfnaðist mun meiri tíma til fullvinnslu áð-
ur en hægt væri að leggja það fyrir þjóðina í
þjóðaratkvæðagreiðslu í júní næstkomandi.
Í nefndaráliti 1. minnihluta stjórnskipunar-
og eftirlitsnefndar, frá fulltrúum Sjálfstæð-
isflokks, er deilt á að óljóst sé hvaða verk
stjórnlagaráð eigi að vinna á þeim fjórum dög-
um sem lagðir eru til verksins. Svo stuttur
starfstími hljóti að teljast vanvirðing við það
verkefni að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá.
Átti að vera tilbúið í febrúar
Tillaga um meðferð frumvarpsins sem var
lögð fram á Alþingi 4. október í fyrra er fjór-
þætt en í henni er lagt til í hvaða ferli skuli setja
frumvarp til stjórnskipunarlaga sem stjórn-
lagaráð afhenti Alþingi 29. júlí fyrr það ár. Var
gert ráð fyrir að frumvarpið yrði tekið á dag-
skrá Alþingis fyrir 1. nóvember það ár, og þá
rætt sem skýrsla. Tillögunni var vísað til stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis eftir
fyrstu umræðu. Samkvæmt tillögunni skyldi
fela sjö manna sérfræðinefnd (stjórnlaganefnd)
að leggja heildstætt mat á efni frumvarpsins.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd legði síðan
fram tilögur að breytingum fyrir stjórnlagaráð
í síðasta lagi 1. desember. Frumvarpið væri
tilbúið til kynningar almenningi í síðasta lagi 1.
febrúar í ár. Tveir síðari liðir tillögunnar
byggðust á því að þessari vinnu væri lokið en
kemur fram að stjórnlaganefnd eigi að standa
að kynningu á frumvarpinu og taka tillit til
breytinga, komi fram afgerandi óskir í þá átt. Í
tillögunni er jafnframt lagt til að stjórnlagaráð
leggi til að frumvarpið fari í ráðgefandi þjóð-
arakvæðagreiðslu ekki síðar en 20. júní nk.
samhliða forsetakosningum.
Tímaramminn var sprunginn
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd afgreiddi
þingsályktunartillöguna út úr nefnd hinn 16.
febrúar og samþykkti við hana breytingar-
tillögu. Í nefndaráliti meirihlutans segir að
fljótlega hafi komið fram að það vinnulag sem
lagt var upp með í byrjun gengi ekki, að teknu
tilliti til aðstæðna.
Þar sem fyrri tímarammi er sprunginn er í
breytingartillögunni gert ráð fyrir að stjórn-
lagaráð verði kallað saman til fjögurra daga
fundar í mars. Ráðið taki breytingartillögur og
spurningar nefndarinnar til umfjöllunar og skili
af sér í síðasta lagi 12. mars. Í framhaldinu
leggi meirihluti nefndarinnar fram tillögur til
Alþingis um að „tillögurnar í heild, með breyt-
ingartillögum stjórnlagaráðs ef við á, ásamt
spurningum um helstu álitaefni verði bornar
upp í ráðgefandi atkvæðagreiðslu“. Loka-
afgreiðsla verði ekki síðar en 29. mars. Er sú
dagsetning skýrð þannig í nefndaráliti meiri-
hlutans að lög um þjóðaratkvæðagreiðslu
áskilji að þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram
í fyrsta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt
þingsályktunar. Dagsetningin 29. mars sé því
nauðsynleg til að kosningin geti farið fram sam-
hliða forsetakjörinu 30. júní nk.
Morgunblaðið/Golli
Klappað og sungið Glatt var á hjalla þegar stjórnlagaráð kom saman í fyrsta sinn. Börn sungu og leikið var á hljómborð.
Deilt á vinnubrögð í
stjórnarskrármálinu
Mikið verk óunnið áður en hægt er að leggja frumvarpið undir þjóðina
Í nefndaráliti 1. minnihluta, fulltrúa Sjálf-
stæðisflokks, er m.a. gagnrýnt að stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd hafi ekki enn
tekið saman yfirlit yfir þær athugasemdir
og gagnrýni sem komið hefur fram við til-
lögur stjórnlagaráðs frá því fyrrasumar.
Í 2. minnihlutaáliti frá Framsóknarflokki er
vísað til þess að þeir sérfræðingar sem
komu fyrir nefndina hafi allir varað við að
setja skýrslu stjórnlagaráðs í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Með áliti 2. minnihluta
fylgir skýrsla frá Ágústi Þór Árnasyni, deild-
arformanni lagadeildar Háskólans á Ak-
ureyri, og Skúla Magnússyni, dósent við
lagadeild Háskóla Íslands. Báðir áttu þeir
sæti í stjórnlaganefnd.
Í skýrslunni telja Ágúst og Skúli að það
skorti á að „farið hafi fram fullnægjandi
umræða og greining á markmiðum“. Þau
séu um margt óljós og umdeild. Stjórnar-
skráin sé nánast endursamin frá grunni,
óháð því hvort reglur hafi sætt gagnrýni.
Slíkar breytingar beri að gera með varúð.
Þeir fara í gegnum ríflega 100 greinar frum-
varpins. Ef gripið er niður í umfjöllun þeirra
um 14. gr. er snýr að skoðana- og tjáning-
arfrelsi, þá segir þar að erfitt sé að sjá þörf
fyrir breytingu á orðalagi, án þess að reynt
sé að breyta núverandi ákvæði.
Í 5. gr. frumvarpsins um skyldur borg-
aranna segir:
„Stjórnvöldum ber að tryggja að allir fái
notið þeirra réttinda og þess frelsis sem í
þessari stjórnarskrá felast.
Allir skulu virða stjórnarskrá þessa í hví-
vetna, sem og þau lög, skyldur og réttindi
sem af henni leiða.“
Ágúst og Skúli segja greinina ekki hafa
sjálfstætt efnislegt inntak. Slíkt ákvæði sé
almennt til óþurftar og til þess fallið að
skapa vafa frekar en vissu og öryggi.
Breytingar með varúð
Morgunblaðið/ÞÖK
„Það er alveg nægur tími ef
vilji þingsins stendur til
þess,“ segir Valgerður
Bjarnadóttir, formaður
stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar Alþingis, um undir-
búning þjóðaratkvæða-
greiðslu um tillögur
stjórnlagaráðs. Gert sé ráð
fyrir að stjórnlagaráðs-
fulltrúar fundi saman dagana 8.-11. mars.
Svo virðist sem Pawel Bartoszek ætli ekki
að mæta en hann gagnrýnir m.a. að yfirlit
tillagna vanti frá nefndinni. Valgerður segir
slíkt skjal koma um helgina. Komi í ljós að
einhverjir vilji ekki vera með sé a.m.k. ljóst
hverjir ætli að vera með.
Segir nægan tíma
til undirbúnings
STJÓRNARSKRÁIN
Valgerður
Bjarnadóttir
Birgir Ármannson, fulltrúi
Sjálfstæðisflokks í stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd,
gagnrýnir meðferð meiri-
hluta nefndarinnar á
stjórnarskrármálinu. „Eðli-
legra hefði verið að taka
þær tillögur sem eru
komnar frá stjórnlagaráði
og aðrar tillögur sem hafa
komið fram um breytingar á stjórnarskrá
og fara gaumgæfilega yfir þær í nefndinni,“
segir Birgir og reyna þannig að ná sáttum.
Hann lýsir áhyggjum af því að ferlið sem
farið sé í gang verði ómarkvisst og rugl-
ingslegt. Erfitt verði að vinna þetta vel í
tíma fyrir áætlaða þjóðaratkvæðagreiðslu.
Erfitt að vinna vel
í tíma
STJÓRNARSKRÁ
Birgir
Ármannsson
„Mínar væntingar voru
þær að þegar við skiluðum
sem ráðgefandi stjórnlaga-
ráð inn okkar tillögum að
nýrri stjórnarskrá í 115
greinum myndi þingið
fylgja því eftir með mjög
ýtarlegri skoðun á þeim til-
lögum og síðan móta sér
efnislega afstöðu til tillagn-
anna sjálfra … Það væri þá
eitthvað sem mætti taka afstöðu til en það hef-
ur þingið ekki gert,“ segir Pawel Bartoszek,
fv. formaður nefndar C innan stjórnlagaráðs,
nefndar sem m.a. hafði stjórnarskrárbreyt-
ingar á verksviði sínu, um vonbrigði sín með
þingið.
„Mér finnst þetta ekki vera góður farveg-
ur … Það hefði verið mjög gott ef þingið, sem
hefur langa reynslu sem löggjafar- og stjórn-
arskrárgjafi, hefði beitt sér af öllu afli til að
sigla þessu máli eins vel áfram og kostur var.
Þetta hálfa ár sem liðið er hefur ekki verið
nýtt vel í það verk.“
Framvindan óljós
Pawel segir ekki skýrt hvernig unnið verði
úr niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
„Það er óljóst hver uppsetningin verður á
ferlinu í framtíðinni. Nú veit ég ekki hvort
kosið verður um tillöguna í heild eða einstaka
kafla hennar og hvernig svo verður farið með
þær niðurstöður. Ef 51% þjóðarinnar kýs með
tillögunni líta menn þá svo á að hún hafi verið
samþykkt orðrétt og að henni verði ekki
haggað? Eða ætla menn þá að gefa sér að
þetta sé meginlínan og að þeir geti pússað af
helstu vankantana?
Hvað ef 51% þjóðarinnar kýs á móti? Ætla
menn þá að taka því sem skilaboðum um að
kjósendur vilji alls ekki tillögurnar eða að það
séu skilaboð um að sníða þurfi af helstu van-
kantana? Hvernig sem kosið er er hætt við að
ekki verði mikið að marka þjóðaratkvæða-
greiðsluna. Þessu er mjög ábótavant, að fram-
haldið sé skýrt að þessu leyti.“ baldura@mbl.is
Lítið að marka
þjóðaratkvæðið
að óbreyttu
Pawel Bartoszek