Morgunblaðið - 23.02.2012, Síða 20

Morgunblaðið - 23.02.2012, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ DómarHæsta-réttar kalla á mismikla athygli. Þeir, sem að efni til fjalla um atvik sem æsifréttamenn láta helst til sín taka, lúta sérstökum lögmálum. Og svo eru það stóru málin sem tengjast bönkum og fjármála- lífi. Þar eru einatt stórar upp- hæðir á ferðinni, en það ræður þó ekki öllu um athyglina. Hún verður eðlilega mest þegar nið- urstaða réttarins snertir hags- muni margra venjulegra borg- ara og getur jafnvel ráðið miklu um hvort þeir haldist efnahags- lega á floti og sjái til lands, þótt enn sé drjúgt í fast. Umræðan um dóma Hæsta- réttar snýst nær alfarið um það álit dómsins sem meirihluti hans styður hverju sinni. Það er fullkomlega eðlilegt. Þeim megin liggur hin formlega nið- urstaða, hið eina sem ræður því hvernig með ágreiningsmálin verður farið eftir birtingu dómsins. Málsaðilar, stefn- endur og stefndu hljóta því að sökkva sér ofan í niðurstöðu meirihlutans, þegar þeir meta hverjar afleiðingar dómsins verða fyrir sig. Og það gera miklu fleiri en beinir aðilar máls, því dómurinn getur stundum skipt miklu fyrir fjár- hagslega stöðu fjölda manna, heimila og fyrirtækja, sé for- dæmisgildi hans ótvírætt og augljóst. Lögfræðingar og aðrir slíkir áhugamenn skoða á hinn bóg- inn sératkvæðin einnig vel, því sagan sýnir að vönduð og vel rökstudd sératkvæði í Hæsta- rétti með sterkum lög- fræðilegum þankagangi geta með tíð og tíma haft áhrif á réttarþróunina, þótt hin form- legu fordæmisáhrif í bráð verði auðvitað aðeins sótt í nið- urstöðu meirihlutans. Áhugamenn um úrlausnir Hæstaréttar Íslands, sér- staklega þeir sem byggja á nokkurri lögfræðilegri þekk- ingu og þjálfun velta einatt fyr- ir sér hvort tiltekin niðurstaða Hæstaréttar sé rétt eða röng að þeirra mati. Slíkar vanga- veltur skipta litlu fyrir aðra og þýða ekki að það svo mikið sem flögri að viðkomandi að ekki beri að virða niðurstöðuna í hvívetna. Lögfræðijöfur benti eitt sinn á, sjálfsagt bæði í gamni og al- vöru, að hvergi væri tekið fram í skrifuðum lagatexta að lög- gjafinn ætlaðist til þess að Hæstiréttur kvæði jafnan upp lögfræðilega rétta dóma. Því væri léttvægt þótt einhver héldi því fram að tilteknir dóm- ar réttarins væru efnislega rangir. Og oft hafa menn talið að Mannréttinda- dómur Evrópu hafi „sannað“ slíka nið- urstöðu. En það er þó fjarri því að vera rétt því engin trygging er fyrir því að slíkir dómar séu „réttari“ en dómar Hæstaréttar Íslands. Engu að síður er enn almennt horft á dóma Mannréttindadómstóls- ins þeim augum að falli þeir öndvert niðurstöðu Hæsta- réttar felist í því verulegt áfall fyrir réttinn. En þar sem ekki er þannig hægt að gera þá fortakslausu kröfu um að æðsti réttur lands- ins, sjálfur Hæstiréttur, kveði jafnan upp dóm sem ekki megi efast um að sé réttur, hvaða kröfu má þó að lágmarki gera til hans. Auðvitað þá að sérhver dómari geri sitt besta og stand- ist ágang og þrýsting fjölmiðla og ærubrjótandi blogghópa, sem reyna að knýja á um til- tekna niðurstöðu. Með öðrum orðum að Hæstiréttur verði aldrei staðinn að því að hleypi- dómar og utanaðkomandi há- vaði villi honum sýn. Ekki er frítt við að stundum flögri það að mönnum, með réttu en þó vonandi oftast röngu, að ekki sé öruggt að slíks hafi ekki gætt. En ef samkvæmt fram- ansögðu er ekki hægt að gera þá óskilyrtu og fortakslausu kröfu að Hæstiréttur kveði upp hinn eina sanna dóm, þótt hon- um sé örugglega skylt að leit- ast við að gera það, hvaða kröfu má þá gera? Hinn gamli jöfur, sem áður var nefndur til sög- unnar, sagði að þegar Hæsta- rétti tækist best upp hefði hon- um lánast að láta niðurstöðu sína verða endi allra deilna, og að auki gert það með galla- litlum forsendum. Í hinum nýja dómi Hæsta- réttar um vaxtaauka vegna nið- urfallinnar gengisbindingar virðist ekki hafa svo vel tekist til, enda málið vissulega snúið. Dómurinn sýnist þvert á móti hafa vakið upp fleiri spurn- ingar og deiluefni en hann leysti úr. Hann virðist raunar enda eina afmarkaða deilu, en með rökstuðningi sínum og fyr- irvörum fleyta fjölda spurninga og óljósra álitaefna af stað. Til þess hefur hann væntanlega ekki viljað stofna. Þá hafa að auki vaknað upp mjög áleitnar spurningar, um hvort í einu og sama dómsmálinu geti afstaða til vanhæfis einstakra dóm- enda, sem allt virðist af sömu rót og sama toga, verið metið og meðhöndlað eftir hent- ugleikum hvers og eins, þannig að eitt stangist á annars horn. Hvernig má það gerast? Í því mikla umróti sem nú gengur yfir gegna dómstólar ábyrgðarmiklu hlutverki} Dómur vekur spurningar R íkisstjórn Íslands hangir saman á þrjóskunni einni. Það má reynd- ar stundum komast óvenjulangt á þrjósku, eins og þeir vita mætavel sem hafa beitt henni fyrir sig, en þegar hún er eina vopnið í erfiðri baráttu þá er einungis spurning um tíma hve- nær ósigur er orðinn að óumflýjanlegri stað- reynd. Vinstri stjórnin getur reynt að þrauka fram að kosningum á næsta ári, en þeir sem hafa sæmilegt jarðsamband vita að líf hennar er að fjara út. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þótt þrjóskir séu, geta ekki verið svo óraunsæir að ætla að þjóðin muni klappa þá upp. Ljóst er að þjóðin mun leita á önnur mið, og þar er sannarlega ýmislegt í boði. Ný framboð spretta upp eins og gorkúlur og lofa öllu fögru. Okkur er sagt að við eigum skilyrðislausan rétt á niðurfellingu skulda og afnámi verðtryggingar, auk alls kyns leiðréttinga á þeim kostn- aði sem við þurfum að bera vegna þess að við neyddumst til að taka lán til að kaupa okkur húsnæði. Hver vill ekki losna við kostnað og vexti? Þannig að í fljótu bragði mætti ætla að fram á svið væru komin draumframboð allra þeirra sem andvarpa um hver mánaðamót vegna þess að þeir þurfa að borga reikningana sína. Ríkisstjórnin var á sínum tíma bæði sein og treg til að taka á skuldavanda heimilanna. Aðgerðir hennar hafa verið máttlausar og tilviljanakenndar og einkennst af áberandi ráðleysi. Ráðherrar segja eitt í dag og annað á morgun og þjóðin finnur að þeim er ekki treystandi. Einn daginn er svigrúm til að- gerða varðandi skuldavanda heimila. Næsta dag fyrirfinnst ekkert svigrúm. Ráðherrar tala út og suður, í eilífri mótsögn við sjálfa sig. Ríkisstjórnin hefur verið staðin svo oft að ósannindum að það er ekki nokkur leið fyrir landsmenn að treysta henni. Um leið skapast nægt rými fyrir nýja stjórnmálaflokka sem mæta galvaskir með ævintýraleg yfirboð: „Skuldaniðurfellingu á línuna!“ „Afnemum verðtryggingu hið snarasta!“ „Niður með hið fyrirlitlega auðmagn!“ Auðvitað er garg af þessu tagi einungis lýðskrum sem ætti að vera auðvelt að sjá í gegnum. En ríkisstjórnin bauð upp á þessi óp. Hún var sein og sinnu- laus, ráðalaus og dómgreindarlaus, og gerði hluti með hangandi hendi, loksins þegar hún nennti á annað borð að gera eitthvað. Dugandi ríkisstjórn sem hefði haft til að bera skerpu og skynsemi hefði strax hug- að að velferð þegnanna og sent þeim skýr og rétt skila- boð um hvað væri hægt að gera og hvað væri óraunsætt og óskynsamlegt. Hún hefði ekki látið hæstarétt fella yf- ir sér áfellisdóma. Nú trúir vart nokkur maður orði af því sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja. Með sauðshætti hefur ríkisstjórnin svo vakið upp ótal lýðskrumara sem vilja komast á þing, og telja ekki eftir sér að lofa þjóðinni skuldlausu lífi, bara ef hún merki við réttan bókstaf í næstu kosningum. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Skuldlaust líf eftir kosningar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þ að er ekki nóg að tækifær- in séu til, einstakling- urinn þarf að hafa hvata til þess að sjá þá mögu- leika sem hann hefur á að nýta sér þau,“ segir dr. Sigrún Júl- íusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf og formaður stjórnar RBF, Rannsókn- arstofnunnar í barna- og fjölskyldu- vernd við félagsráðgjafadeild Há- skóla Íslands. Rannsóknarstofnunin stendur í dag fyrir málþingi í sam- starfi við Lionshreyfinguna á Íslandi, undir yfirskriftinni „Framtíð barna: Forvarnir 1, 2 og 3!,“ en þar verður fjallað um ýmis málefni er varða börn og fjölskylduvernd, m.a. það sem Sig- rún hefur kosið að kalla „óham- ingjugildruna“. „Í hverju velferðarsamfélagi, sama hversu vel það er statt, eru ákveðnir hópar barna sem eiga undir högg að sækja og eru í áhættuhópum,“ út- skýrir Sigrún. „Þau fæðast inn í að- stæður þar sem foreldrar þeirra hafa ekki bolmagn eða getu til að veita þeim stuðning og efla þau og þau standast ekki samkeppnina í skól- anum, eru með bjagaða sjálfsmynd og liggja þar af leiðandi vel við höggi,“ segir hún. Ekki teknir út fyrir hópinn Sigrún mun á málþinginu kynna verkefnið Læsi á lífið en það miðar að því að ná til þessara barna og ung- menna, t.d. með fræðslu og samtals- hópum. „Oft eru þetta einstaklingar sem búa yfir seiglu og hafa styrk sem þó hefur ekki tekist að leysa úr læð- ingi. En með tiltölulega litlu átaki; að það sé einhver sem trúir á þau, að þeim bjóðist þátttaka í verkefnum, fræðslu eða annarri virkni, þá vaknar þessi kraftur í þeim,“ segir Sigrún. Ef ekkert sé að gert sé hins vegar hætt við því að þau samsami sig við og erfi félagslegar aðstæður foreldra sinna. Sigrún segir mikilvægt að í þessari vinnu séu þessir einstaklingar ekki teknir út fyrir hópinn. „Þvert á móti förum við út með almenna fræðslu eða verkefni og vekjum þau þannig til meðvitundar. Þá kannski vaknar áhugi og þau verða sýnileg,“ segir hún. Þessi nálgun gangi út á að unnið sé út frá styrk einstaklingsins en ekki veikleikum. „Og það er alltaf betra en að setja merkimiða á fólk fyrirfram þannig að það skilgreini sig út frá ein- hverjum sjúkdómi eða vangetu,“ seg- ir hún. Sem dæmi um fræðslu eða verk- efni sem geta hjálpað ungmennum að verða „læs á lífið“ nefnir Sigrún fjöl- skyldufræðslu í framhaldsskólum, þar sem ungu fólki er kennt hvað felst í því að stofna fjölskyldu, verða for- eldri og axla ábyrgð. Hún leggur áherslu á að í þessari vinnu sé sam- vinna lykilatriði, sérstaklega þegar margir aðilar koma að málefnum eins einstaklings en þetta sé nokkuð sem rík áhersla sé lögð á í námi í fé- lagsráðgjöf, bæði hvað varðar þver- faglegt samstarf en einnig samstarf milli ólíkra kerfa og stofnana. Samvinna lykilatriði „Svokölluð samsmíð er sú hug- myndafræði sem er nú ráðandi í allri velferðarþjónustu en hún gengur út á að fagfólk komi saman úr ólíkum átt- um og stilli saman strengi sína varð- andi málefni einstaklingsins. Þetta er lýðræðisleg nálgun og í staðinn fyrir að einhver einn taki ákvörðun fyrir Jón Jónsson þá er hann hafður með í vinnunni, efnt er til samstarfsfunda og byggt upp prógramm þannig að hann fái stuðning úr mörgum áttum. Þetta tekur meiri tíma og kostar meiri peninga en við teljum að þessi leið skili meiri ánægju og árangri,“ segir Sigrún. Málþingið er haldið í Öskju í Há- skóla Íslands og hefst kl. 16.30. Börn og unglingar í „óhamingjugildru“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Möguleikar Öll ungmenni þurfa að fá tækifæri til þess að blómstra. 9.233 tilkynningar bárust til barnavernd- arnefnda árið 2010, flestar vegna vanrækslu varðandi umsjón og eftirlit eða 26,1%. 12,6% barna yngri en 18 ára bjuggu á heimilum undir lágtekjuviðmiði árið 2010. 102 ungmenni undir 18 ára aldri lögðust inn á Vog vegna vímuefnavanda árið 2010. 80.682 var fjöldi Íslendinga undir 18 ára aldri árið 2010. ‹ UNGA FÓLKIÐ › »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.