Morgunblaðið - 23.02.2012, Síða 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012
Eins hreint loft og
mögulegt er er nauð-
synlegt öllum þeim
sem eru haldnir of-
næmi, bronkítis og/eða
astmakvillum sem
virðast sívaxandi um
allan heim. Hvar má þá
finna slíka staði með
hreinu lofti? Á norð-
urslóðum við sjávarsíð-
una er oftast hreinna
loftið en sunnar á
hnettinum. Sama er að segja um
loftið á fjöllum uppi. Ferðamanna-
staðir fyrir sólarstrandafara eru
síðri varðandi loftgæði. Þá er sjáv-
arloft á norðurslóðum líkast fjalla-
lofti hvað snertir áhrifin á blóðrásina
og efnaskiptin vegna lágs hitastigs
sem er ekki að heilsa á sólar-
ströndum. Við brimsorfna sjávarsíð-
una eru líka sölt og joð í loftinu sem
við öndum að okkur og virka slímlos-
andi á öndunarveginn og ekkert
jafnast á við köld sjávarböð til herð-
ingar blóðrásarkerfisins. Heit sjáv-
arböð hafa hins vegar góð áhrif á
blóðflæði í húðinni en henta ekki
astmasjúklingum, en þó helst þeim
sem þjást af húðsjúkdómum. Hér á
landi eru loftgæði víðast mun meiri
en á höfuðborgarsvæðinu.
Sólargeislar endurkastast 64-89%
frá snjó, en 27% frá ljósleitum sjáv-
arsandi og 17% frá
vatnsfleti. Fólk verður
því fljótt brúnt í snjó á
fjöllum uppi og fyrr
brúnt í hvítleitum sandi
en í stól við sjóinn. Það
eru útfjólubláu geislar
sólarljóssins sem valda
brúnkunni og mynda
D-vítamín í undirhúð-
inni.
Þá eru kunn áhrif
geislanna á ósjálfráða
taugakerfið og örvun
efnaskiptanna. En birt-
an er mun lengri á
sumrin á norðurslóðum en sunnar á
hnettinum auk þess sem sólargeisl-
arnir skila sér þá líka lengur þótt oft
bara gegnum skýin. Ísland mun þó
ekki geta keppt um sólina við önnur
lönd sunnar á hnettinum.
Dægurritminn raskast ekki svo
lengi sem fólk ferðast innan sama
tímabeltis, norður eða suður, en
þverun tímabelta eins og með ferð
frá Íslandi til t.d. Flórída veldur því
að það tekur um tvö dægur fyrir lík-
amann að jafna sig á tímamuninum.
Þá er talið af sérfræðingum að
tveggja vikna frí við sjó á norð-
urslóðum í hreinu lofti jafnist á við
fjórar vikur á sólarströnd til að end-
urnýja sig fyrir fullfrískar mann-
eskjur. Það er því að sækja vatnið
yfir lækinn að fara í dýrar sólar-
landaferðir hvað hollustuna varðar.
Við getum því keppt við sólarlöndin
og ættum að reyna að laða að orlofs-
ferðamenn á alla óbyggða firði, víkur
eða (Hóls)fjöll í framtíðinni. Tíminn
er líka verðmætur í sumarleyfinu og
að geta endurnært sig á bara tveim-
ur vikum í stað fjögurra er bara
stórkostlegt. Þá er þetta það besta
sem fólk með ofnæmi og astma get-
ur gert sjálfu sér.
Það ætti því að vera auðvelt að
laða að innlenda sem erlenda gesti í
tveggja vikna orlofsdvöl í hreinu
lofti, með hreinu vatni og sjó eða
snjó í óbyggðum landsins. Það eina
sem þyrfti að vanda sig við væri gott
framboð á sem ferskustum og lítt
eða ekki unnum íslenskum mat og
einhverja afþreyingu svo fólk dræp-
ist ekki úr leiðindum. Hið óstöðuga
veðurfar mætti virkja og gæti gert
dvölina að óvissusafaríi. Það eru
ekki að verða margir staðir í heim-
inum sem geta boðið annað eins og
þetta og það á viðráðanlegu verði og
í næsta nágrenni með flugi.
Sólarlandaferðir og hollustan
Eftir Pálma
Stefánsson » Ísland ætti að geta
keppt við sólarlönd-
in um þá orlofsþega sem
setja heilsuna í fyrsta
sæti eða eru þjakaðir af
ofnæmi og astma.
Pálmi
Stefánsson
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Veistu að eitt sinn
varst þú aðeins
draumur. Fallegur
draumur í huga Guðs.
Draumur sem rættist.
Þú ert nefnilega
ekki mistök eða slys
eða eins og hver ann-
ar aðskotahlutur í
þessari veröld. Heldur
ljóð sem hann hefur
ort. Ástarljóð, sem
Guð hefur ort og vill fá að yrkja
með þér frá degi til dags. Ljóð
sem ætlað er að bera birtu og yl
inn í aðstæður fólks. Því er svo
mikilvægt að þú standir vörð um
sjálfan þig og lífið dýrmæta sem í
þér býr. Því að með þér vill Guð
fá að skrifa eða skapa réttlátari,
kærleiksríkari og betri heim.
Einstakur gimsteinn
Í ljósi mannlegs veruleika kann
þér líklega eins og mér stundum
að líða eins og sandkorni á
strönd, sem treðst undir í áreiti
og baráttu daganna.
En í ljósi Guðs ertu eins og
óendanlega fögur dýrmæt perla,
einstakur gimsteinn, fylltur lífi og
leyndardómsfullum tilgangi í ei-
lífri áætlun Guðs. Þess Guðs sem
elskar þig út af lífinu. Þú ert
nefnilega eilífðar verðmæti, nátt-
úruperla sem ber að huga að,
sýna virðingu, pússa og gæta.
Það er nefnilega enginn eins og
þú. Enginn gengur með sama
göngulagi og þú í þessari veröld.
Og þér er ætlað mikilvægt hlut-
verk. Eins og þú ert og þar sem
þú ert hverju sinni.
Áhrif Guðs á þig
Guð er nefnilega ekki eitthvert
órætt ósýnilegt afl, óréttlátt afl.
Hann er andi sem klæddist
mannlegu holdi og gæðir orðið
lífi. Sendur með erindi kærleik-
ans, fyrirgefningar og friðar,
ljóssins og lífsins, fegurðar og
fagnaðar, til þín, svo þú komist
af. „Því svo elskaði Guð heiminn
að hann gaf okkur einkason sinn
til þess að hver sem á hann trúir
glatist ekki heldur hafi eilíft líf.
Guð sendi soninn ekki í heiminn
til þess að dæma okkur heldur til
þess að frelsa okkur.“
Áhrif komu Jesú
Krists í heiminn eru
meiri og magnaðri,
áhrifaríkari og var-
anlegri en aðrar uppá-
komur sem yfir
heimsbyggðina hafa
gengið.
Sjálfur Guð kom inn
í þennan heims sem
ósjálfbjarga barn við
verstu aðstæður.
Hann kom ekki sem
þruma úr heiðskíru
lofti og hann þrengdi sér ekki inn í
þennan heim fremur en hann treð-
ur sér inn í hjarta þitt.
Hann kom til þess að taka sér
stöðu með þér. Þjást með þér,
gráta með þér og gleðjast með þér,
jafnvel í gegnum tárin, þrátt fyrir
allt, þegar þannig stendur á. Hann
kom til að veita þér von og fylla líf
þitt eilífum tilgangi.
Liður í eilífri áætlun
Enginn fer í gegnum ævina eins
og þú. Enginn bregst eins við og
þú. Og enginn hefur það fram að
færa sem þér er gefið að gefa af
þér. Það er ekki þér að þakka, það
er Guðs gjöf.
Þú ert nefnilega ómetanlegur
liður í eilífri áætlun Guðs. Þér er
ætlað að bera ávöxt með lífi þínu
samferðafólki þínu til blessunar,
sjálfum þér til heilla og Guði til
dýrðar. Þú ert kallaður til að vera
til heilla í þessum heimi en ekki til
að valda óhamingju.
Að lifa í þakklæti
Guð er nefnilega ekki að leita
eftir sjálfskipuðum hetjum eða
snillingum, hvorki í prófgráðum né
ræðumennsku, kærleiksverkum
eða framkomu. Hann er fyrst og
fremst að kalla eftir auðmýkt og
fúsleika, sem leiðir til þess að við
lifum í þakklæti.
Líklega er það svo okkar eini til-
gangur hér á jörð eftir allt saman,
það að bera ávöxt. Ávöxt sem varir
til eilífs lífs.
Já, hvað veistu merkilegra en
það að vera valinn í lið lífsins og fá
að spila með til sigurs? Og þótt
einstaka viðureignir kunni að tap-
ast muntu að lokum standa uppi
sem sigurvegari.
Elskaður út af lífinu
Og hvað veistu betra þegar þér
finnst þú lítils virði, líður illa, ert
umkomulaus, en að mega horfa í
augun á Jesú?
Það er nefnilega þannig að eftir
því sem þú horfir lengur og dýpra,
muntu finna að þú ert elskaður af
ómótstæðilegri ást. Þú munt finna
hve óendanlega dýrmætur þú ert.
Elskaður út af lífinu. Elskaður af
sjálfu lífinu.
Þú ert ekki mistök eða slys
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson » Í ljósi Guðs ert þú
eins og óendanlega
fögur, dýrmæt perla,
einstakur gimsteinn,
fylltur lífi og leynd-
ardómsfullum tilgangi í
eilífri áætlun Guðs.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur.
Á sama tíma og rétt-
indi og kjaramál eldri
borgara eru endalaust
skert eru þingmenn og
ráðherrar enn og aftur
að mata krókinn. Komið
hefur fram að þing-
menn og ráðherrar hafa
fengið nokkur hundruð
þúsund króna hækkun
á síðustu vikum. Hvers
konar þjóðfélagi er vinstri stjórnin að
framfylgja, eru menn gjörsamlega
búnir að tapa áttum? Hvar eru jafn-
aðarmenn stjórnarinnar? Spyr sá er
ekki sér.
Við sem störfuðum í kjarabaráttu
fyrir opinbera starfsmenn hér á árum
áður fengum það ávallt í hausinn að
við hefðum svo góðan lífeyrissjóð að
við ættum að sætta okkur við lægri
laun en á almennum vinnumarkaði
væru. Hvert er svo aðalmarkmið rík-
isstjórnar Íslands í dag? Það er að
tekjutengja lífeyrisgreiðslur við fram-
lög frá Tryggingastofnun ríkisins.
Maður var svo barnalegur að skilja
hlutina þannig að við ættum að fá lá-
marksbætur frá TR þó að við værum
með þokkalega lífeyrissjóð. En maður
er hundeltur af stjórnvöldum, allt
tekjutengt og fólki refsað fyrir að hafa
safnað peningum í banka.
Er ekki eitthvað und-
arlegt við þetta kerfi? Það
er að mínu viti sjálfsagt að
jafna lífeyriskjör lands-
manna, en ekki með því að
skerða lífeyrisréttindi
þeirra er hafa þokkalegan
lífeyrissjóð. Heldur að
koma öðrum lífeyr-
isþegum á sama stall og
félagar LSR og LH hafa,
það er réttindamál. Ég er
ansi hræddur um að
stjórnarflokkarnir verði að fara að
skoða á hvaða vegferð þeir eru. Heil-
brigðiskerfið er á brauðfótum, réttindi
lífeyrisþega stórskert með endalaus-
um skattlagningum, menntakerfið
svíður undan niðurskurði og svo mætti
lengi telja. Hvað um stórfram-
kvæmdir sem allir vita sem vilja vita
að er forsenda að fjárhagur, ríkis,
sveitarfélaga og einstaklinga batnar.
Ekkert gerist þar, blaðrað út og suður
og ekkert verður úr framkvæmdum.
Er þetta
réttlætanlegt?
Eftir Jón Kr.
Óskarsson
Jón Kr. Óskarsson
»Hvers konar þjóð-
félagi er vinstri
stjórnin að framfylgja,
eru menn gjörsamlega
búnir að tapa áttum?
Höfundur er formaður FEBH.
Því miður virðist
Frankenstein í gervi
Icesave IV vera á
teikniborði ríkisstjórn-
arinnar og eiga að sjá
til þess að ríkisstjórnin
fái nokkra uppreist
æru eftir hraksmán-
arlega frammistöðu
sína í málinu.
Ráðning þeirra
tveggja lögmanna
(annar breskur!) sem halda eiga
uppi vörnum Íslands fyrir EFTA-
dómstólnum bendir til að rík-
isstjórnin sé staðráðin í að tapa mál-
inu þar.
Furðuviðtal á RÚV við annan lög-
manninn, Jóhannes Karl Sveinsson,
sem sat í samninganefndinni í Ice-
save-málinu virðist staðfesta þetta
(Spegill RÚV 14.12. sl.) Þar segist
hann naga sig enn meira í hand-
arbökin út af því en áður að Íslend-
ingar skyldu ekki hafa borið gæfu til
að samþykkja Icesave III við Breta
og Hollendinga. M.ö.o. lýsir þessi
málpípa ríkisstjórnarinnar því yfir
að málið sé fyrir fram tapað fyrir
EFTA-dómstólnum. Þessi ummæli
endurspegla annarlegar hvatir rík-
isstjórnarinnar í málinu og eru þeim
mun dapurlegri í ljósi þess að með
samþykki Icesave III væri þjóð-
arbúið nú þegar búið að sjá af nær
50 milljarða óafturkræfri vaxta-
greiðslu í beinhörðum gjaldeyri í
þetta svarthol sem væri aðeins byrj-
unin.
Eftirfarandi ummæli lögmannsins
í viðtalinu, um þá stöðu sem upp
kæmi ef dómsmál tapaðist, eru þó
sýnu alvarlegri:
„Að mínu mati væri það óðs
manns æði að reyna ekki að ná
samningum.“
Það liggur sem sé fyrir að rík-
isstjórnin ætlar að berjast um á hæl
og hnakka fyrir því að málið endi
ekki fyrir Hæstarétti Íslands (sem
myndi gera uppreistaráform hennar
að engu) þó svo fyrir liggi lögfræði-
álit virtustu lögspekinga um að yf-
irgnæfandi líkur séu á að B&H gjör-
tapi skaðabótamáli þar. Þvert á móti
ætlar ríkisstjórnin sér í framhaldinu
að grátbiðja bresk og
hollensk stjórnvöld um
að setjast enn á ný að
samningaborði um nýja
hrollvekju, Icesave IV.
Ríkisstjórnin mun
ekki fella stór tár þó svo
hin nýja afturganga,
Frankenstein fjórði,
yrði enn ógnvænlegri
þjóðinni en Franken-
stein þriðji sem felldur
var í þjóðaratkvæða-
greiðslunni sl. vor, enda
á þjóðin og forsetinn
ekkert betra skilið að mati rík-
isstjórnarinnar fyrir að þverskallast
gegn vilja hennar í málinu.
Í millitíðinni mun svo ríkisstjórnin
auðvitað gera allt sem í hennar valdi
stendur til að koma auðsveipum
handlangara að á Bessastöðum í vor
til að leggja blessun sína yfir hinn
nýja uppvakning þegar hann bankar
þar á dyr eftir að hafa riðið húsum á
Alþingi og knúið þingheim til upp-
gjafar.
Ljóst er að aðeins galdramaður
ættaður af Vestfjörðum mun vera í
stakk búinn til að kveða þennan
draug niður og þar með þráhygg-
juáform ríkisstjórnarinnar að láta
þjóðina axla Icesave-klafann. Maður
þessi hefur sagt þjóðina hafa lögsög-
una í málinu. Hann mun vonandi
tryggja að svo verði áfram þar til
afturganga þessi hefur endanlega
verið kveðin niður.
Því miður virðist martröðin um
einbeittan ásetning forystumanna
ríkisstjórnarinnar um að koma Ice-
save-klafanum á þjóðina enn geta
orðið að ísköldum veruleika.
Stöndum saman að áskorun til nú-
verandi forseta um að standa áfram
vaktina: http://askoruntilforseta.is/
Afturgenginn Fran-
kenstein: Icesave IV
Eftir Daníel
Sigurðsson
Daníel Sigurðsson
» Ljóst er að aðeins
galdramaður ætt-
aður af Vestfjörðum
mun vera í stakk búinn
til að kveða þennan
draug niður.
Höfundur er véltæknifræðingur.
Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala
Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja
eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali