Morgunblaðið - 23.02.2012, Side 24

Morgunblaðið - 23.02.2012, Side 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012 Þann 11. febrúar 1912 fór þilskipið „Geir“, eign Ed- inborgarverslunar, út frá Hafnarfirði til veiða á Selvogsbanka. Skipstjóri var Sig- urður Þórðarson, ætt- aður úr Kjós, þaul- vanur sjómaður og hafði verið skipstjóri í 12 ár. Haft var eftir sjómönnum sem komu til hafnar snemma á vertíðinni að þeir hefðu séð „Geir“ og virtist hann afla vel. Aðfaranótt 23. febrúar gerði gríð- arhvasst austan fárviðri suður af landinu. Nokkur fiskiskip, sem voru þar að veiðum, komust til lands meira eða minna brotin og skemmd. Af þessum skipum drukknuðu 6 menn, þar af 5 sem tók út þegar alda reið yfir. „Geir“ var ekki eitt af þeim skip- um sem komu til lands, en ein- hverjir þóttust hafa séð til skipsins við Vestmannaeyjar eftir ofviðrið mikla. Jók það mönnum vonir um að það hefði komist af. En dagarnir liðu, fólk beið milli vonar og ótta og ekki kom skipið inn. Upp úr miðjum mars þótti sýnt að fiski- skipið „Geir“ hefði farist með allri áhöfn í fárviðrinu á Selvogsbanka. Með „Geir“ fórust 27 menn. Langflestir voru fjölskyldumenn eða áttu fyrir heimili að sjá. Flestir þeirra voru úr Hafnarfirði og af Suðvestur- og Suðurlandi, en 5 af Vestfjörðum. Við fráfall þeirra urðu 14 konur ekkjur og um 60 ung börn misstu föður sinn. Auk þess voru 11 þeirra sem fórust stoð og stytta aldraðra foreldra eða vanda- manna sem þannig misstu fyr- irvinnu sína. Margir áttu því um sárt að binda eftir þetta hörmulega slys. Skipuð var nefnd til að gang- ast fyrir samskotum til hjálpar þeim bágstöddu og birtist ávarp til almennings þess efnis í Lögréttu og í fleiri blöðum. Eins var efnt til söngskemmtana til að safna fé. Til merkis um það hvað þetta sjóslys vakti mikil viðbrögð barst ráðherra Íslands skeyti frá Friðriki 8. kon- ungi, þar sem hann vottaði að- standendum hinna látnu samúð og lét fé af hendi rakna til söfnunar- innar. Einn þeirra sem fórust með þil- skipinu „Geir“ var móðurbróðir minn og nafni, Halldór Jónsson. Hann var stýrimaður á skipinu, 22 ára gamall, og var að ljúka námi við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Hann hafði ekki ætlað að fara þessa ferð, en lét til leiðast í for- föllum annars manns. Halldór var fæddur 11. júlí 1889 á Þórodds- stöðum í Ölfusi, elsta barn hjónanna Jóns Ólafssonar bónda og síðar verkamanns í Reykjavík, f. í Neðri-Dal í Mýrdal 18. desember 1858, d. í Reykjavík 4. janúar 1941, og konu hans Guðrúnar Gísladóttur húsmóður, f. á Þóroddsstöðum í Ölfusi 26. ágúst 1870, d. í Reykja- vík 22. desember 1910. Systkini Halldórs voru 1) Eydís, húsmóðir í Reykjavík, f. 1891, d. 1954. Eig- inmaður hennar var Jón Tómasson, skipstjóri. 2) Ástríður, húsmóðir í Reykjavík, f. 1893, d. 1979. Eig- inmaður hennar var Sigurður Kjartansson, kaupmaður. 3) Skúli, f. 1895, d. 1911. 4) Ólína Marta, húsmóðir í Laufási við Eyjafjörð og síðar í Reykjavík, f. 1898, d. 1991. Eiginmaður hennar var Þorvarður G. Þor- mar, sóknarprestur í Laufási. 5) Guðjón, verkamaður í Reykja- vík, f. 1900, d. 1961. 6) Helga, kennari og hús- móðir í Reykjavík, f. 1910, d. 2002. Eig- inmaður hennar var Gunnar Rocksén, sendiráðsfulltrúi. 7) Anna Sigríður, hús- móðir í Reykjavík, f. 1910, d. 2002. Eig- inmaður hennar var Gunnar Jón- asson, forstjóri. Foreldrar Halldórs bjuggu fyrstu árin á Þóroddsstöðum í Ölf- usi en fluttust þaðan í kjölfar Suð- urlandsskjálftans mikla, fyrst til Krísuvíkur og síðar á Vatnsleysu- strönd. Með þeim fluttu Eydís, móðir Guðrúnar, og fimm börn þeirra, en Skúla hafði verið komið í fóstur hjá fjölskyldu í Reykjavík jarðskjálftaárið 1896. Hann fór 7 ára með fósturforeldrum sínum til Kanada og lést þar 16 ára gamall. Fjölskyldan flutti af Vatnsleysu- strönd til Reykjavíkur árið 1905. Í desember 1910 dó Guðrún úr krabbameini, fertug að aldri, og lét eftir sig stóran barnahóp, þar á meðal tvíburasysturnar Önnu og Helgu, 10 mánaða gamlar. Guðrún hafði þá nýlega misst aldraða móð- ur sína, Eydísi. Það var því mikill harmur kveðinn að Jóni og barna- hópnum hans, auk þess sem hann átti við heilsuleysi og fátækt að glíma. Vonir voru bundnar við að Hall- dór yrði fyrirvinna heimilisins ásamt föður sínum næstu árin, enda hafði hann aflað sér mennt- unar í Stýrimannaskólanum. Það var því mikið áfall þegar hann drukknaði rúmu ári eftir andlát móður hans og ömmu og við sorg- ina vegna ástvinarmissis bættust áhyggjur af afkomu fjölskyldunnar. Jón hélt heimilinu saman næstu ár- in með hjálp elstu dætra sinna, Ey- dísar 19 ára og Ástríðar 17 ára. Systkinin fóru þó að heiman hvert af öðru, fyrst Ólína og Guðjón, en síðan Eydís og Ástríður, þegar þær giftust. Þá sá faðir þeirra sér ekki lengur fært að hafa báðar yngstu dæturnar hjá sér og varð að láta aðra þeirra í fóstur til frændfólks í fjarlægu héraði. Saga þessarar fjölskyldu frá byrjun 20. aldar er í raun saga fjöl- margra annarra sem á þessum tíma misstu ástvini og fyrirvinnur í hinum tíðu skipsköðum sem þá urðu. Nú eru 100 ár liðin frá þessu mannskæða slysi. Blessuð sé minn- ing Halldórs Jónssonar og allra þeirra sem fórust með þilskipinu „Geir“ í febrúar 1912. Heimildir um þilskipið “Geir“: Lögrjetta VII. árg. 28. febrúar 1912; 23. mars 1912; 27.mars 1912; 3. apríl 1912. Ísafold XXXIX. árg. 23. mars 1912; 20. apríl 1912. Reykjavík XIII. árg. 30. mars 1912; 6. apríl 1912. Ingólfur X. árg. 28. mars,1912; 4. júní 1912. Suðurland II. árg. 30.mars 1912. Ægir 5. árg. marz 1912. Mannskaðinn mikli á þilskipinu „Geir“ Halldór Jónsson » Þilskipið Geir fórst með allri áhöfn, 27 mönnum, í febrúar 1912. Höfundur er fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands. Eftir Halldór Þormar Ég varð snemma haldinn forvitni um Kína þar keisarans hallir skína, svo sem skáldið kvað. Huliðs- blær hvíldi yfir þessu landi sem ég fræddist um af bókinni Marco Polo, varðveittri af- mælisgjöf frá föður mínum árið 1940. Sagan nær til þús- unda ára, þjóðin telur 1,3 milljarða íbúa og er fimmtungur alls mann- kyns. Kína verður efnahagslegt stórveldi á við Bandaríkin og næst þeim að hernaðarmætti. Það var mér til mikillar ánægju að heim- sækja Beijing þegar þar að kom og fá að sjá múrinn mikla. Síðan fékk Kína nýja birtingarmynd við að athafnamaðurinn Huang Nubo sýndi óvenjulegan áhuga á landa- kaupum hér. Þeir hugsa langt fram í tímann,heyrði maður á ár- um áður í Washington. Hér er langstímaspá gerð til fjögurra ára kjörtímabils, var sagt, en skamm- tímasýn Kínverja er fimmtíu ár! Maó Zedong lýsti stofnun Kín- verska alþýðulýðveldisins 1949. Kína stígur ekki inn í alþjóða- samfélagið fyrr en einangrun landsins er rofin og Zhou Enlai og Richard Nixon ná samkomulagi 1972 um tengsl landanna. Þá er Kínverska alþýðulýðveldið tekið í Sameinuðu þjóðirnar í stað Taív- ansog fékk þar með fasta setu í Öryggisráðinu. Maó hafði komið upp miklu herveldi í sigursælu borgarastríði við Chiang Kai-shek og Kuomintang flokk þjóðarhetj- unnar Sun Yat-sen. Með sigrinum og ekki síður skipulagi, aga og áróðri kommúnistaflokksins, náði Maó völdum í miklu ríkari mæli en verið hafði á keisaratímanum. Það skipti máli fyrir seinni tímann því flokkurinn í þeirri stöðu stýrir landinu í efnahags-, utanríkis og hernaðarmálum Sagt er að hugsanlega muni enginn sem uppi var á 20. öld hafa slík áhrif til langs tíma á verald- arsöguna og Deng Xiaoping, eft- irmaður Maos. Á valdatíma hans, sem eru árin 1976-1992, er lagður grundvöllurinn að Kína hinu efna- hagslegu stórveldi nútímans. Deng leit til hagkvæmra lausna og var drífandi kraftur í agaðri stórbreytingu á kínverska hag- kerfinu. Hann tókst á við skaðann af Menningarbyltingunni, afnam persónudýrkunina á Mao, og losaði efnahags- og félagslegar stjórn- valdsaðgerðir, eins og sam- yrkjubúskap, sem voru höft á hag- vöxtinn í Kína. Þetta kom hundruðum milljóna úr fátækt. En hann svaraði líka kalli pólitískrar fortíðar og lét bæla niður mót- mælin á Tiananme- torginu í Beijing 1989 með beitingu hervalds og blóðsúthellingum til fordæmingar á heimsvísu. Ný valdakynslóð undir forystu Jiang Zemin ríkti á árunum 1992-2003. Þessir leið- togar voru skólaðir í Moskvu eftir bylting- una en fyrir ágreining Kína við Sovétríkin. Enn nýr hópur vald- hafa leiddur af Hu Jintao kemst að 2003 og stjórnar fram til 2012. Efnahagsframfarir og nútímavæð- ing halda áfram. Kína náði þeim fádæma árangri að hagvöxturinn var árum saman 9-10%. Sparnaður þjóðfélagsins gat af sér gjaldeyr- isvarasjóð sem er 3,2 trilljónir dollara. Hann er mikið ávaxtaður í amerískum ríkisskuldabréfum og er Kína langstærsti eigandi þeirra. Þá er fé lagt í 50 ríkisfyrirtæki er- lendis enda gengur hagstjórn- arfyrirkomulagið undir heitinu rík- iskapítalismi. Kína hefur 2,25 milljónir manna í fullri herþjónustu en herinn nær um 3 milljónum með aukaliði. Kín- verski herinn ber heitið Þjóðfrels- isherinn (e. Peoples Liberation Army- PLA) og er hann sá stærsti í heimi. Samræmd heildarstjórn Þjóðfrelsishers nær til allra her- deilda, þ,e. landherja, sjóhers, strategískra eldflauga og flughers. Kína er viðurkennt kjarnavopna- veldi í Öryggisráði Sþ eins og aðr- ir með fasta setu í ráðinu, og talið er að þeir hafi yfir að ráða a.m.k. 195 kjarnavopnavæddum flug- skeytum og þar af séu 75 lang- dræg vopn. Kína hefur einnig kjarnorkuknúna kafbáta sem bera langdrægu eldflaugarnar. Fyrsta flugvélamóðurskip þeirra var tekið í notkun 2011. Kínverskar orr- ustuþotur þykja ágætar. Kína hefur í stórum stíl aukið sín efnahagslegu umsvif í Suður- Ameríku og Asíu en þó mest í Afr- íkuríkjum sunnan Sahara. Því er spáð að fjárfestingar Kínverja í Afríku nemi 50 milljörðum dollara 2015. Um er að ræða mikil upp- kaup eða söfnun á náttúru- auðlindum, s.s. olíu, járnmálmi og kopar og er ásækni Kínverja slík að heimamenn hafa lítil tök á framleiðslueftirliti, bæði vegna vinnu- og umhverfisverndar. Óeirðir hafa brotist út vegna ým- issar óánægju, en á hinn bóginn er bent á ágæt samskipti, eins og í Angóla sem þar er stærst í olíu- sölu til Kína. Takmarkanir eru á landakaupum Kínverja í Argentíu og Brasilíu. Græðgi Kínverja í landakaup á Nýja-Sjálandi hefur nýlega leitt til málareksturs og er fyrir hæsta- rétti landsins. Kínverskt félag, Shanghai Pengxin, áformar að kaupa 16 bújarðir, alls 8.000 hekt- ara, á Norðureyjunni fyrir 84 millj. dollara. Rétturinn hefur and- mælt því að gefa megi út leyfi fyr- ir kaupunum. Talsmaður kín- verska félagsins segir að engu að síður verði þrýst á að ljúka samn- ingi. Og þá kemur að fyrirætlunum Huangs Nubo um kaup á 300 fer- kílómetra landi Grímsstaða á Fjöllum. Þau kaup voru ekki leyfð enda andstæð lögum landsins að dómi innanríkisráðherra sem fer með forræði á því sviði. Það er með öllu óviðunandi að erlendur aðili sætti sig ekki við að íslensk stjórnvöld sinni skyldustörfum af trúverðugleika og taki sínar ákv- aðanir. Það hefði verið viðeigandi að lágmarki að upplýsa op- inberlega og nákvæmlega um eignarhald, viðskiptaáætlanir og arðsemisvæntingar sem og kín- verskt mannahald. Ef ekki er sýnt fram á ágóða, t.d. af golfvallargerð þarna, hvert er þá markmiðið? Ef marka má yfirlýsingar er ætlun Kínverja að sækja í auðlindir norðurskautsins en þar er fjórð- ungur af öllum ónýttum olíuforða heims auk mikils jarðgass. Norð- austurhluti Íslands er ákjósan- legur fyrir hafnir sem þjóni nýrri siglingaleið sem og olíuiðnaði. Hafa Kínverjar ekki langtíma hagsmuna að gæta varðandi hafn- araðstöðu í þessum landshluta Ís- lands? Fellur ekki flugvöllur og dvalaraðstaða Huangs að því? Er- lend eign eða langtímaleiga á slíku landsvæði er andstæð þjóðarhags- munum. Fyrir löngu sagði Churchill eitt- hvað á þá leið að Sovétríkin væru gáta, umvafin leyndarhjúp inni í því óþekkta. Nú á dögum vita menn væntanlega meira um Kína en var um Sovétríkin á dögum Churchills. Engu að síður er margt á huldu í alræðisríki þar sem fáir virðast ráða. Kína er því að ýmsu leyti ráðgáta. Ráðgátan Kína Eftir Einar Benediktsson »Ef marka má yfirlýs- ingar er ætlun Kín- verja að sækja í auðlind- ir norðurskautsins en þar er fjórðungur af öll- um ónýttum olíuforða heims auk mikils jarð- gass. Einar Benediktsson Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Mistök af hálfu al- þingis við lagasetn- ingu um flæði pen- inga og eigna hafa orðið æ algengari og meira áberandi. Nú er hætt við að vax- andi umræða um verðtryggingu af- vegaleiði þingið eða ýti undir frekari vald- beitingu ríkisstjórnar. Ef um er að ræða endurbætur á núverandi kerfi eða vaxandi áherslu á óverðtryggð lán, þá er óvissan um framtíðina helsti þrándur í götu, hér enn frekar en í mörgum öðrum málum. Ef reikna mætti með umtalsverðum vexti í fjárfestingum og styrk- ingu gengis krónunnar í nálægri framtíð, þá má reikna með hjöðn- un verðbólgu og betri hag þeirra með verðtryggð en óverðtryggð lán. Þetta snýst svo við þegar ofvöxtur hleypur í hagkerfið. Þetta skýrir vilja bankanna til að auka óverðtryggð útlán núna. Raunar ætti þetta líka að ýta við lífeyrissjóðum að lækka verðtryggða vexti og hækka láns- hlutfall í 70% vegna lágs verðmats fast- eigna. Tilvalið er að leggja Íbúðalána- sjóð niður við núverandi að- stæður og getu lífeyrissjóðanna, eða breyta honum í leigufélag. Það ætti að auðvelda afskriftir lána. Hvað snertir óvissa framtíð, þá hefur skilningsleysi á hlutfall- areikningi hamlað landsmönnum. Okkur er t.d. erfitt að gera grein- armun á helmingun einhvers og tvöföldun þess sama. Engu að síð- ur er brýnt að alþingi geri ráð fyrir vitsmunalegri hugsun hjá al- menningi. Annars sé hætt við að menn séu ekkert að eltast við slíkt. Ég verð t.d. að viðurkenna, að ég er alveg hættur að skilja efnislegt innihald auglýsinga sjón- varpsins. Peningar og framtíðin Eftir Halldór I. Elíasson » Tilvalið er að leggja Íbúðalánasjóð niður við núverandi aðstæður og getu lífeyrissjóð- anna, eða breyta honum í leigufélag. Halldór I. Elíasson Höfundur er stærðfræðingur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.